NT - 16.02.1985, Blaðsíða 2

NT - 16.02.1985, Blaðsíða 2
Laugardagur 16. febrúar 1985 2 Bldð III ROLLED INTO SHEETS AND LAMINATED TO HESSIAN BACKINQ HUNG IN STOVES TO COMPLETE OXIDATION PROCESS HESSIAN BACKING INORGANIC FILLER r— JUTE ■ Framleiðsluferli línoleumdúks. January 1964 ■ Vínildúkar í röðum. NT-mynd: Róbert r 1 rr 1 ■ i r T 1 nibum Gólfdúkartil heimilisnota frá upphafi og f ram til þessa dags ■ Hér birtist úttekt á gólfdúkum til heimilisnota. Það helsta á markaðnum í þessum efnum eru svokallaðir vínildúkar, línoleumdúkar, gúmmídúkar og korkflísar. Mikið úrval er af vínildúkum, alls konar munstur og litir og mismunandi undirlög. Línoleumdúkar hafa „marmoreraða“ yfirborðsáferð eða eru einlitir. Gúmmídúkar eru það nýjasta á markaðnum, þeir eru einnig nefndir takkadúkar og fást í mörgum litum. Korkflísarnar eru ýmist með vínilhúð, akrylhúð, vaxbornar eða náttúrulegar. Til þess að fá nánari vitneskju um gólfdúka var haft samband við Birgi Þórarinsson sölustjóra hjá Teppalandi. Lagning gólfdúka I upphafi skal tekiö fram að lagning gólfdúka er í flestum tilfellum verk fyrir fagmenn, ef vel á að fara og ending að vera góð. Þetta á við um stóra gólffleti þar sern um margar samsetningar er að ræða. Hinn almenni húseigandi á að geta ráðið við að leggja dúk á minni herbergi og ganga, en það eru nokkur atriði sem hann verður að hafa í huga. Höfuðatriðin eru hvort gólfið er slétt og hvort raki er í því. Fagmaður byrjar á þvi að mæla rakann í gólfplötunni. Hann má ekki vera yfir 2,5%. Gólfdúkur er það lokað efni að ef raki liggur undir honum skreppur hann saman og gliðn- ar á samskeytum. Þegar menn eru sannfærðir um að ekki sé raki í gólfinu er það grunnað með þar til gerð- um grunni. Síðan er yfirleitt sparslað í gólfið með sérstöku sparsli sem er sjálfjafnandi og mjög fínkornótt. Þannig fæst gólfið slétt. Mjög miklu máli skiptir að nota rétt lím. það er að segja lím sem passar við þann dúk sem notaöui r. Einnig skiptir máli tannastærð spaðans sent límið er borið á með. Seljend- ur gólfdúka fá nákvæmar upp- lýsingar frá framleiðendum um hvaða efni eigi best við hvern dúk og því eiga menn að geta fengið nákvæmar upplýsingar um öll efni í verslunum. Helstu verkfæri dúklagn- ingarmanna eru góður dúka- hnífur, langir vinklar, rétt- skeiðar, suðuáhöld, valtari og fræsari. Lagning korkflísa getur einnig verið vandaverk. Mestu skiptir að byrja rétt. Regla er að strika beina línu á mitt gólf, strika réttan vinkil út frá henni miðri og leggja síðan flísarnar í allar áttir út frá þessum strikum. Ráðleggingarnar hér á und- an um rakann og sparslið hafa átt við steypt gólf. Hvað varðar timburgólf er mesta málið að fá þau slétt. Oft verður að leggja sléttar plötur á timbur- gólf áður en hægt er aó leggja dúk eða flísar á þau. Hægt er að fá lím sem henta vel á sveigjanleg gólf. Gólfdúkar í gegnum tíðina Ef skoðuð eru gólf gamalla húsa má oft finna heilt safn af gólfdúkum. Efsti dúkurinn er kannski vínildúkur, sá næsti línoleumdúkur og þar fyrir neðan allt upp í 10 lög af pappadúkum. Þetta lýsirnokk- uð vel þróuninni í gólfdúkum. Fyrstu dúkarnir sem koma hingað til lands hafa verið þessirpappadúkar. Á pappann hefur verið prentað mynstur og litur og lakkað yfir. Þessir dúkar hafa ekki verið slitsterk- ir og tískan í litum og múnstri breytileg þannig að fólk hefur oft breytt til, nýr dúkur verið lagður yfir þann gamla. Næstir koma svo línoleum- dúkarnir og með þeim varð bylting í gólfefnaframleiðslu. Dúkar þessir eru gerðir úr náttúrulegum efnum jog eru mjög slitsterkir. Efni þau sem þessi dúkur er samansettur úr eru: Júta, eikarbörkur, jurta- olía, trémulningur, kalk, sam- límingarefni og litur. Jútajurt- in er notuð í undirlagið sem verður nokkurs konar striga- uppistaða. Hinum efnunum er blandað saman og hituð upp. Þau fara síðan í gegnum valsa ásamt strigaundirlaginu.og út kemur gólfdúkurinn. Línol- eumdúkurinn er eina náttúru- lega gólfdúkaefnið sem fæst í dag ásamt korkflísunum. Það var í seinni heimsstyrj-

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.