NT - 02.04.1985, Blaðsíða 22

NT - 02.04.1985, Blaðsíða 22
Evropukeppnirnar í handknattleik: Spánverjar með tvö í úrslitum ■ Spánverjar eiga tvö lið í úrslitum Evrópukeppnanna í handknattleik. Barcelona, sem sló Víking út, mætir CSKA Moskva í Evrópukeppni hikar- hafa, og Atletico Madrid mætir Metaloplastika Sabac, í Evr- ópukeppni meistaraliða, liðinu sem sló FH út í undanúrslitun- um. CSKA Moskva mátti tcljast heppið að komast áfram í úrslit- in gegn Barcelona, þó liðið virtist eiga alla möguleika á að komast áfram cftir fyrri leikinn í Svíþjóð gegn Lugi, sem lauk með jafntefli 23-23. En Svíarnir stóðu sig frábærlega í Moskvu, og þeim leik lauk einnig með jafntefli, 19-19. Moskva skreið því í úrslit með flciri mörk skoruð á útivelli. Atletico Madrid tókst hið ómögulega gegn Dukla Prag. Tékkneska liðið missti niður unninn leik. Atletico Madrid vann fyrri leikinn, á Spáni, 16- 14. Dukla lék svo mjög vel framan af í Prag, og náði mest forystu 14-6 rétt fyrir miðjan síðari hálfleik. En þá skoruðu Spánverjar fimm mörk í róð, á meðan Tékkarnir klúðruðu þremur vítaköstum. Munurinn var síðan 3-4 ntörk þar til rétt í Iokin er Spánverjar skoruðu síðustu þrjú mörkin og úrslitin urðu 18-17 fyrir Dukla. Atletico Madrid komst því í úrslit á síðustu stundu. ■ Jiirgen Hingscn, hér með sinni hcittelskuðu. Með breytingunni á stigagjöfinni í tugþraut verður heimsmet hans „slakari árangur" en besti árangur Thompsons.En Hingsen er samt sem áður handhafí heimsmetsins. [[1 * Þriðjudagur 2. apríl 1985 22 í þróttir Breytingar á stigagjöfinni í tugþraut: Hingsen mun halda metinu - en það verður að slá met Thompson til að ná heimsmeti ■ Daley Thompson hefur ávallt sigrað Hingsen er þeir hafa mæst á meiri háttar stórmótum. Nú er besti árangur hans orðinn „betri“ en heimsmet Hingsens, samkvæmt nýrri stigagjöf. En Thompson verður að slá út eigin árangur til að ná heimsmetinu. ■ Vestur-þýski frjálsíþrótta- maðurinn Júrgen Hingsen mun í dag verða sviptur heimsmeti sínu í tugþraut, en halda því samt sem áður. Þetta hljómar þversagnakennt, en er til komið vegna breytinga á stigagjöf í tugþrautarkeppni. Með breyt- ingunum mun vægi stangar- stökks í keppninni verða minnkað, en fleiri stig verða hins vegar gefin fyrir 1500 m. hlaup. Núgildandi heimsmet Hing- sen er 8798 stig, en samkvæmt hinni nýju stigagjöf mundi sá ■ Sigurður Grétarsson - á skotskónum um hclgina. árangur Þjóðverjans gefa hon- um 8833 stig. Ólympíumeistar- inn. Daley Thompson frá Bret- landi, hlaut 8797 stig í Los Angeles í sumar, en sá árangur gefur honum 8845 stig sam- kvæmt nýja fyrirkomulaginu. Thompson telst því í raun heimsmetahafi í tugþraut, en alþjóða frjálsíþróttasambandið ákvað þó, að svipta Hingsen ekki meti sínu. Þess í stað mun Hingsen teljast handhafi heims- metsins þangað til einhverjum tekst að betrumbæta árangur Thompson. Sabine Pátz, ■ Austur-Þýska- landi, á heimsmetið í sjöþraut kvenna. Það var 6867 stig sam- kvæmt gamla kerfinu, en hækk- ar í 6946 við breytingarnar. Þess má geta að hefðu hinar nýju reglur gilt á ÓL í Los Angeles hefði Sabine Everts frá V-Þýskalandi unnið sjöþrautina í stað Glynis Nunn frá Astralíu. Everts varð þá að láta sér nægja bronsið. Reykjavíkurmót í knattspyrnu: ■ í kvöld er fyrirhugað- ur einn leikur í Reykja- víkurmótinu í knatt- spyrnu. Er það leikur Vals og Ármanns. Byrjar hann á gerfigrasvellinum kl. 20:30. Víðavangs- hlaup ÍR ■ Frjálsíþróttadcild ÍR stcnd- ur fvrir 70. víðavangvhlaupi ÍR á sumardaginn fyrsta, 25-apríl. HlaupiA hefst í Hljómskála- garðinum og lýkur við Alþingis- húsið. Mjög verður vundað til hlaupsins að þessu sinni og m.a. verða vcittar viðurkenn- ingar til hvers þátttakanda. Tilkynningu um þátttöku þarf að koma til þjálfara ÍR- inga Guðmundar hórarinssnn- ar, Bólstaðarhlíð 44 í síðasta lagi laugardaginn 20. apríl. Firmakeppni Breiðabliks ■ Knaltspyrnudeild Ung- mcnnafélagsins Breiðabliks í Kópavogi hcldur árlega firma- keppni sína í innanhússknatt- spyrnu í Digranesi 12.,13. og 14. apríl næstkoniandi. Þátt- tökugjald er krónur 3000 og lilkvnnist í félagsheimili Brciðabliks á milli kl. 15 og 17 á miðvikudag, 3. apríl. Síminn er43699. Sigurður jafnaði ■ Iraklis Þessaloniki, lið heimavelli þess síðarnefnda. Sigurðar Grétarssonar tapaði Þ;lr með hefur PAOK þnggja dýrmætu stigi í kcppni efstu liða A Þess* Þrjú í 1. deildinni í knattspyrnu í sem eru jöfn t öðru sæti. Grikklandi um helgina. Iraklis Ari8.Doxa.. 2-1 lék gegn Panachaiki, einu af irakiis-Panachaiki.. 2-2 neðstu liðum deildarinnar, og Egateo-Pierikos ... 5-1 matti reyndar þakka tyrir að na Apoiton Aþenu-Ethnikos . 2-3 þó einu Stigi. Urslitin urðu 2-2, Panionios-Aek . 0-0 og Sigurður Grétarsson bjarg- ofi-Kaiamanas...... 1-2 aöi Iraklis 1 horn, meö pvi að Paok 22 15 4 3 41 21 34 jafna 2-2 með góðu marki. Á Panathnaikos 22 13 s 4 47 23 31 meðan sigraði efsta liðið. °>vmpiakos 22 i4 3 6 38 ia 31 PAOK, en Olympiakos og Aek 22 11 8 3 42 22 30 Panathaikos eeröu iafntefli á Lansa 22 11 4 7 42 27 26 Urslit á Innanhússmeistaramótinu í sundi Úrslit: FÖSTUDAGUR: 800 m. skriösund kvenna: Þórunn K. Guðmundsd. Æ ......9:34.08 Ingibjörg Arnardóttir Æ......9:48.78 Helga Sigurðard. Vestri ....10.04.27 1500 m. skrídsund karla: Ragnar Guðmundsson Æ Tómas Þráinsson Æ Hannes M. Sigurðss. UMFB LAUGARDAGUR: 400 m. fjórsund kvenna: Þórunn Kr. Guðmunds. Æ ....5:25.52 Halla Sigurðardóttir, Vestri .... 5:39.99 Auður Arnardóttir Æ........6:01.80 400 m skríðsund karía: Rangar Guðmundsson Ægir .... 4:08.46 Olafur Einarsson Ægir........4:19.57 Halldór Kristiansen Ægir.....4:27.22 100 m skríðsund kvenna: Bryndís Ólafsdóttir HSK...... 00.59.55 Helga Sigurðardóttir Vestri ... 01:01.95 Þorgerður Diðriksd. Ármann .. 01.03.14 100 m bríngusund karía: Eðvard Eðvarðsson UMFN.......1:06.09 Tryggvi Helgason HSK.........1:06.98 Arnþór Ragnarsson SH.........1:10.49 200 m. bríngusund kvenna: Ragnheiður Runólfsdóttir IA ... 2:43.43 Sigurlaug Guðmundsdóttir IA .. 2:53.91 Bára Guðmundsd...............2:58.80 200 m flugsund karla: Tryggvi Helgason HSK.........2:12,59 Magnús M. Ólafsson HSK.......2:18,35 Guðmundur Gunnarsson Ægir .. 2:23.52 100 m flugsund kvenna: Bryndís Ólafsdóttir HSK......1:07.45 Anna Gunnarsd. KR ...........1:07.76 Guðbjörg Bjarnad. HSK........1:13.21 200 m baksund karla: Eðvard Þ. Eðvarðsson UMFN ... 2:05.79 Ragnar Guðmundsson Ægir .... 2:20.28 Hugi Harðarson UMFN..........2:22.92 100 m baksund kvenna: Ragnheiður Runólfsd. IA......1:08.88 Þórun K. Guðmundsd. Æ .......1:14.57 Marta Jörundsdóttir Vestri .... 1:16,08 4x100 m fjórsund karla: Sveit Ægis...................4:20.21 Sveit UMFB.....................4:32.74 Sveit KR ......................4:33.42 4x100 m fjórsund kvenna: Sveit KR ......................4:55.18 Sveit Vestra ..................4:55.39 SveitHSK ......................5:01.69 400m fjórsud karla: Ragnar Guðmunsson, Ægir ... 04.50:57 Gudmundur Gunnarss., Ægir .. 05.11.61 Tómas Þráinsson, Ægir........05.13:17 400m skriðsund kvenna: Bryndis Ólaísdóttir, HSK ..... 04.39:69 Þórunn Guðmundsdóttir, Ægir . 04.40:51 Ingibjörg Arnardóttir, Ægir ... 04.49:68 lOOm skriðsund karla: Magnús Már Ólafsson, HSK ... 00.53:38 Eðvarð Eðvarðsson, UMFN .... 00.54:64 Hugi Harðarson, UMFB........ 00.56:50 lOOm bringusund kvenna: Ragnheiður Runólfsdóttir, ÍA . 01.15:53 Sigurlaug Guðmundsdóttir, ÍA . 01.19:39 Sigurlín Pótursdóttir, UMFB .. 01.21:28 200m bringusund karla: Tryggvi Helgason, HSK ........ 02.27:44 Arnþór Ragnarsson, SH .........02.31:89 Símon Þ. Jónsson UMFB .........02.41:99 200m flugsund kvenna: Anna Gunnarsdóttir, KR........ 02.29:46 Bryndís Ólafsdóttir, HSK...... 02.38:77 Erla Traustadóttir, Ármann ... 02.40:26 lOOm flugsund karla: Tryggvi Helgason, HSK .........01.01:46 Magnús Mar Ólafsson, HSK ... 01.02:29 Ólafur Einarsson, Ægir......01.02:53 200m baksund kvenna: Ragnheiður Runólfsdóttir, ÍA . 02.34:51 Þórunn Guðmundsdóttir, Ægir . 02.34:85 Marta Jörundsdóttir, Vestri ... 02.45:20 lOOm baksund karla: Eðvarð Eðvarðsson, UMFN .... 00.58:93 Hugi Harðarson, UMFB........01.05:67 Kristinn Magnússon, SH......01.05:90 4xl00m boðsund kvenna: SveitHSK.....................04.21:28 Sveit KR kvenna ............ 04.25.07 Sveit Vestra, stúlkur....... 04.25:34 4x200m boðsund karla: Sveit Ægis...................08.17:37 Sveit KR ................... 08.53:00 Sveit Vestra................ 08.53:34 ■ Þessar skemmtilegu myndir tók Árni Bjarnason Ijósmyndari NT á Innanhússmeistaramóti íslands í sundi uin helgina. Á myndinni hér að ofan sést llugsundskona sækja nýtt „handtak“ ... ■ ...Og augnabliki síðar eru hendurnar komnar á kaf, skvetta og flugsundssveifían hlcypir öðrum líkamshlutum upp úr. Samkvæmt fróðustu mönnum innan sundíþróttarinnar er talið að myndirnar séu af Bryndísi Ólafsdóttur, flugsunds- og skriðsundsdrottningu úr HSK, en engin ábyrgð er tekin á því.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.