NT - 28.04.1985, Blaðsíða 14

NT - 28.04.1985, Blaðsíða 14
1u Sunnudagur 28. apríl 1985 14 IVIlfncfllii I*ví miður hefur ekki tekist að afla sálfræðilegra heimilda um van Gogh hingað til Islands, en ljóst er að sálgreinendur leggja álierslu á Ödipusarduld van Goghs og ósættir þeirra feðga. Faðir van Goghs vildi ekki að sonurinn yrði listamaður. Síðar á svo föðurí- myndin að færast yfir á Gauguin og Dr. Gachet, en van Gogh ógnar þeim báðum og refsar síðan sjálf- um sér, annars vegar með því að skera af sér hluta af vinstra eyranu, hins vegar með því að skjóta sig. ráðlagði honum að horfa innávið. Þetta samband sadistans og masokist- ans endaði því afar illa fyrir Vincent van Gogh, því allt hans innra líf var samanslungið tilfinningaþráðum. Það truflaði Gauguin hins vegar ekki hið minnsta að sækja sína andgift til minninga sinna og innra lífs. Slíkt rótaði ekki við ncinum tilfinningum hjá honurn, sjálfstraust hans hafði aldrei verið eins valt og sjálfstraust van Goghs. Hann átti ekki í vandræð- um með að nálgast og „nota“ konur og tilfinningalíf hans var að vissu leyti „frosið" miðað við hina hljómauðugu strengjasveit viökvæmninnar sem svo mjög einkenndi sálarlíf van Goghs. Að mínu mati hafa sálgreinendur bcnt á mikilvægt atriöi er þeir greina sálarlíf Vinccnts út frá föðurduld hans og móöursöknuöi, en þeim sést yfir það hversu hrikalegar afleiðingar ráölegging Gauguins, um að sækja andagiftina að innan, hafði á van Gogh. Eftir að hann reynir að fara þá leiö að listinni er eins og minningarn- ar veröi c.k. árátta eða duld scm hann getur ekki lengur forðast og bæ|t. I flogköstunum sér hann fyrir sér æskuhcimili sitt og allt umhverfi þaðan, scm aðeins móðir lians og liann muna. Van Gogh var elstur af sex systkinum, en eldri bróðir hans, sem hann var skírður í höfuðið á, fæddist andvana árið 1852, ári áður en Vincent, á nákvæmlega sama af- mælisdegi, 30. mars. Sálarfræðin En það sem cr e.t.v. enn athygl- isverðara viö áhrif Gauguins á van Gogh cr að að Gauguin hvetur hann til að lcita innávið að viðfangsefnum fyrir málverkið, mála cftir minni og ímyndunarafli. Þcssi aðferð hentaði Gáuguin vel, hann var hæfilega lok- aður tilfinningalega og sterkur and- lega til að slíkar innhverfar íhuganir rótuðu ekki upp í andlegu lífi hans. Van Gogli reyndi að fara að ráðum hans, en gekk misjafnlega, bcst í „Gönguferð í Arles (Minningar úr garðinum Etten)“. I bréfi til systur sinnar gcfur van Gogh í skyn að fyrirmyndirnar séu móðir hans og systir, en listfræðingar telja að yngri konan líki'it rneir ekkjiifini jéee Ves Síðustu tvö árin sem van Gogh liföi, leituöu minningar sterkt á hann í myndum og bréfum, líkt og ráð Gauguins urn að sækja innblástur að innan og í minningar, en ekki að utan og í nútímann, hafi orðið lionum á einhvcrn hátt ofviða, - hafi reynt of mikið á þanþol liins jafnvægislausa sálarlífs van Goghs. Raunin varnefni- lcga sú að þegar Vincent leit til baka yfir farinn veg á hreinskilnislegan hátt, átti liann ekki margar fagrar minningar. Málverkið af „Minning- unum frá Etten" er þess vegna að því leyti til táknrænt, að þær minningar sem virðast hvað stcrkastar í undir- meðvitund hans eru hinar sársauka- fyllstu: Frænka hans Kee Ves var sú kona sem hann átti erfiðast með að jafna sig á að hafa ekki eignast fyrir eiginkonu. Hann reyndi að glcyma sársauka sínum með því aö taka að sér ólétta hóru í Hague, Sien að nafni. Hún smitaði hann af lekanda og hann varð að dvelja á sjúkrahúsi í 23 daga til lækninga. Hann hafði ekki uppburöi í sér til að yfirgefa hana fyrr en Theo bróðir hans skarst í leikinn. En þá hafði hann teiknað hana nakta (apríl I882) og skrifað hciti myndar- innar á ensku neðst á teikninguna: „Sorrow" („sorg"). Siensiturog grúf- ir höfuðið í greipum sér. í sömu stellingum teiknar hann aðra konu í Hague ári síðar. Sú kona situr á bastkörfu. í september 1881 hafði hann teikn- að gamlan mann í svipaðri stellingu og heitir sú mynd „Örþreyttur". Árið 1882 teiknaði hann mynd af öðrum gömlum manni og kallaði „Sorg gam- als manns". Þessa mynd endurgerir hann í olíulitum síðasta árið sem hann lifði. Þetta thema sorgarinnar var honum því ávallt ákaflega hug- leikið og skiljanlegt að hann skirrtist við að leita innávið til minninga sinna sem voru mestanpart heimild um þjáningu, sorg og misheppnað líf. En einstefnumaðurinn Gauguin, sem eins og svo margir eigingjarnir menn skilja flest út frá sjálfum sér, hafði ekki hugmynd um við hverju hann var að hræra í van Gogh þegar hann og geðveikin Vandinn við að greina veikindi van Goghs hefur leitt til þess að sjúk- dómsgreiningarnar á veikindum hans eru nær jafn margaroggreinendurnir. Sjúkdómur hans hefur hlotið rúmlega eitt hundrað ólíka titla. Til einföldun- ar má þó grcina þrjá megin flokka: 1. Geðklofa. 2. Flogaveiki. 3. Sambland geðveilu og flogaveiki Við greiningu á geðveiki standa menn frammi fyrir þeim vanda að vera ekki sammála um hvar draga skuli rnörkin milli andlegrar hcil- brigði, afbrigðilegs atferlis og geð- veiki. Auk þesserheldurekki hlaupið að því að skilgreina hugtökin „heil- hrioði" nn oeðveiki". Helstu sálfræðikenningum í dag má skipta í þrjá flokka: I. Sálgreining 2. Tilverusálarfræði. 3. Atferlissálar- fræði. Sálgrciningin leggur áherslu á áhrif fortíðarinnar á líf fólks s.s. Ödipusarduld og þróun og þroska- skilyrði kynlífsins. Hinir skólarnir leggja meiri áherslu á nútíðina og félagstengsl. Atferlissálarfræðin skýr- ir atvikin oft út frá endurteknum atferlisvítahringum sem eru sjálfumb- unandi og fólk á erfitt með að losa sig út úr slíkum vítahringum án hjálpar. Tilverusálarfæðin leggur áherslu á frelsi mannsins til að kjósa sitt eigið atferli og líferni. Hver einstaklingur þarf að finna sér sinn farveg og tilgang í lífinu, finna hæfileikum sín- um verðuga útrás. Við höfum þegar minnst nokkuð á skoöun sálgreinenda á van Gogh. Anna Freud hefur minnst á að útrás- arþörfin, sköpunarþráin sé greinilega ekki eins mikil „þörf" og sálgreinend- ur hafi haldið. Van Gogh sé ágætt dæmi sem sýni að þrátt fyrir full- komna útrás fyrir sköpunarþörfina, leiö lionum mjög illa og endaði á því að stytta sér aldur. Þarna virðist Anna kjósa að horfa fram hjá floga- veiki Vincents, sem hlýtur að hafa átt einn stærsta þáttinn í að van Gogh ákvað að stytta líf sitt. Flogaveiki van Goghs í þeim heimildum um líf van Goghs sem mér eru handbærar hefur ekki verið bent á hina nær „árvissu" endur- tekningu á flogaveikiköstum Vincents. Þessa endurtekningu tel ég benda til þess að veikindi hans hafi fyrst og fremst verið flogaveiki en ekki nein tegund af geðklofa (psyc- hosa). Þessi skoðun virðist hafa verið frekar ofan á síðustu árin, þó ýmsir hafi viljað blanda einhverskonar var- anlegum truflunum á geðsmununt við flogaveikiköst van Goghs. Slíkt tel ég vafasamt því þó ofsóknarbrjálæði og ofskynjanir einkenni eitt kastið og sjálfsmorðstilraun annað, þá er þar ekki um að ræða endurtekin ein- kenni, heldur séreinkenni á hverju kasti. Hvort ástæðan fyrir flogaveikinni var fremur líffræðilegs eðlis eða fé- lagslegs er ekki gott að segja en taka ber fram að móðursystir van Goghs var flogavcik og fleira skyldfólk hans skv. því er segir í skýrslu Dr. Peyrons 25. maí 1889 eftir viðtal viðvan Gogh í St. Remy geðsjúkrahúsinu. Mér er þó nær að halda að Vincent hefði nær alfarið getað komist hjá flogaköstun- um, - þau hafi ekki farið af stað eins og fyrirfram stillt tímasprengja sem sett er á ákveðinn aldur. Ef aðstæður hans hefðu verið hliðhollari hefði hann e.t.v. komist hjá svo harkaleg- um veikindum, - ef hann hefði etið hollari mat, ekki drukkið absinth í óhófi, ekki ofreynt sig í „maniskum" vinnulotum og umfram allt ekki látið Gauguin æra frá sér vitið, espa skaps- munina og rýra sjálfstraustið. Ef Gauguin hefði reynst van Gogh sá vinur og ráðunautur sem hann þarfn- aðist, er ekki að vita nema hann hefði sloppið við „hina heilögu veiki." Ekki svo að skilja að það hafi verið fyrir hvern sem var að búa með van Gogh og reynast honum vel. Það mátti Theo bróöir hans reyna í París árin tvö sem þeir bjuggu þar saman. Theo var sá eini sem skildi Vincent, dáði hann og studdi alla ævi, en þó varð nálægðin við Vincent í París honum nær um megn og endaði meö því að Vincent flúði til sveitaþorpsins Arles í Suður-Frakklandi, upptættur eftir höfuðborgarvistina, hálf örmagnaeft- ir ysinn og þrasið í stórborginni. í Arles vildi hann finna frið og ró, liti og Ijós „a la Japan". Þar náði hann hámarki í list sinni en tapaði lífi sínu og fann það aldrei aftur hvort sem hann leitaði í St. Remy eöa Auvers. Flogaveiklköstin Veikindi van Goghs komu í mis- munandi löngum köstum, sjö talsins. Fyrsta kastið hefst 24. desember 1888 upp úr átökunum við Gauguin. Þenn- an aðfangadag jóla skar hann af sér hluta af vinstra eyranu, rúmlega eyrnasnepilinn. Köstin virðast hafa verið nokkuð greinileg og afmörkuð llogaveikiköst sem tóku yfir nokkra daga, en í kjölfar þeirra fylgdi þung- lyndi sem rann misfljótt af honum. Þetta þunglyndi cndaði oft í einhvers- konar ofvirkni eftir því sem dapur- leikinn rénaði. Fyrsta kastið er talið ná yfir 27 daga. Annað kastið hefst 16 dögum síðar og telst standa í 14 daga. Meginástæðan fyrir þessu kasti er talin hafa verið hinn nagandi ótti van Goghs við geðveikina. Þessu kasti fylgdu ofskynjanir og ofsóknar- æði. Taldi hann að einhver ætlaði að eitra fyrir sér. Þriðja kastið hefst 8 dögum síðar og varir í nær 50 daga. Frá aðfangadegi 1888 og fram í miðj- an apríl 1889, sem eru ca. 110 dagar eru því nær 90 dagar veikindadagar en rúmlega 20 „heilbrigðir" dagar. Eftir þetta kemur nær þriggja mán- aða hvíld án nokkurra floga. Van Gogh hafði verið á almenna sjúkra- húsinu í Arles, þar sem skurðlæknir- inn Dr. Rey stundaði eyra hans, en flytur sig nú á St. Paul geðsjúkrahúsið í St. Remy, rétt hjá Arles. Þar hefst fjórða kastið 8. júlí 1889 og endar um miðjan ágúst. Eftir þetta fjórða kast málar hann fræga sjálfsmynd þar sem hann sýnir sjálfan sig magran og tekinn í andliti, í dökkbláum fötum við dokkbláan bakgrunn, en hárið er glógult. Síðan endurtekur sagan sig nær nákvæmlega, því á sama degi og fyrsta kastið hófst, þ.e. 24. desember, hefst fimmta kastið. Það stendur í átta daga. Og þó ekki séu nema 22 „heilbrigðir" dagar milli fimmta og sjötta kasts, skrifar hann Theo í janúar 1889 og segist aldrei hafa verið jafn friðsæll í myndum sínum. Sjötta kastið kemur 23. janúar og stendur í sjö daga. Áður en van Gogh fær síðasta kastið, sem stóð í tvo mánuði, fréttir hann að Theo hafi fæðst sonur og málar handa honum afar agaða mynd af greinum möndlutrés. Einnig skrifar hann gagnrýnandanum Albert Aurier þakkarbréf fyrir hina jákvæðu gagnrýni Auriers á list Vincents, en þessi umsögn Auriers birtist í Mer- cure de France. Daginn eftir að hann lýkur ntálverkinu af möndlugreinun- um, um miðjan febrúar 1890 hefst sjöunda og síðasta kastið. Því lýkur um miðjan apríl og þá flytur van Gogh sig norður á bóginn til Auvers, sem er skammt frá París, en Theo og kona hans bjuggu í París. Ef þessum sjö köstum er jafnað niður á þrjú megin tímabil kemur í Ijós að vetrarköstin sem hefjast á aðfangadegi standa í heild yfir í 2 1/2-3 mánuði, en sumarkastið í fimm vikur (8. júlí-ca. 15. ágúst). En áður en sumarkastið frá 1889 fær tækifæri til að endurtaka sig árið eftir, gerir van Gogh tilraun til að taka sjálfan sig af lífi 27. júlí og deyr af skotsárinu tveim dögum síðar. mega rekja til absinth drykkju. Rétt fyrir fjórða og sjötta kastið var Vin- cent í heimsókn í Aries og hefur vafalaust drukkið absinth þá. E.t.v. eru fleiri köst beint eða óbeint orsök- uð af absinth drykkju og ekki er úr vegi að ætla að allt flogaferlið sé líffræðilega uppvakið af absinth. í þetta rúma ár sem Vincent bjó í Arles varð að meðahali einn maður geðveikur þar í viku hverri. Slíkt tel ég að hafi nær vafalaust stafað af absinthdrykkjunni sem var mjög al- geng á þessum tíma, líklega tískufar- Flogaköst van Goghs: 1. 2. 3. 4. 1889 Des /Jan /Feb /Mars /Apr /Maí /Jún /Júl / Ág /Sept /Okt /Nov Sjálfsmorð 1890 5. 6. Orsakir flogaveikinnar Sálfræðingar hafa bent á tengsl flogakasta van Goghs við atburði í lífi Theos. Þegar Vincent fréttir af gift- ingu Theos fær liann kast, einnig þegar hann fréttir að þau hjón eigi von á barni, svo og þegar barnið fæðist. Thco, sem var fjórum árum yngri en Vincent, var alia tíð eini maðurinn sem skildi Vincent, trúði á hann og studdi ávallt við bak hans. Hann var sá eini sem skynjaði að Vincent bjó yfir snilligáfu sem jafna mátti við snilld t.d. Beethovens. Arni Blandon Theo kostaði Vincent til náms og hélt honum uppi fjárhagslega alla ævi. Vincent endurgalt með því að gefa Theo málverkin sem hann mál- aði, og málaði þannig beinlínis fyrir Theo og útskýrði jafnframt verk sín í nær 700 bréfum til Theos. Eini gallinn á þessu fyrirkomulagi var sá að mál- verkin seldust ekki, þannig að Theo fékk aldrei neitt fé upp í útgjöld sín af Vincent. Van Gogh var því stór- skuldugur við Theo síðustu ár sín og gerði sér grein fyrir að Theo gæti ekki haldið honum uppi fjárhagslega eftir að hann þurfti fyrir konu og barni að sjá. En annað var þó e.t.v. enn mikil- vægara en hinar sálrænu orsakir floga- kastanna hvort sem þær tengdust Theo eða Gauguin, - en það var malurtarbrennivínið (absinth). Vin- cent fór alla tíð illa með heilsuna, borðaði oft ekki annað en brauð, drakk oft nær einungis kaffi eða vín, reykti mikið og virðist hafa verið drykkjusjúkur síðustu árin. En það sem ekki var vitað á þessum tíma var hvað absinth er hættulegur drykkur, getur bæði valdið flogum og geðveiki. 23. desember 1888 þegar upp úr sauð milli Vincents og Gauguins kastaði Vincent absinth glasi að Gauguin sem tókst að víkja sér undan. Og fyrsta myndin sem Vincent málar þegar hann „kemur upp" eftir fyrsta floga- kastið er kyrralífsmynd þar sem m.a. er lækningabók sem van Gogh studd- ist við til að ráða bót á svefnleysi sínu. í vinstra horni þessarar myndar er absinth flaska. Fyrsta og annað floga- kastið virðist því að einhverju leyti aldur eins og margt eitrið s.s. LSD á síðari tímum eða englaryk. Það er ekki fyrr en 1908 sem Svisslendingar banna framleiðslu á absinth og fram- leiðsla í Frakklandi er bönnuð 1915 og svo enn síðar í öðrum löndum. Þó er víst enn hægt að fá þetta eitur af Pernod ættinni á nokkrum stöðum á Spáni og Frakklandi, enn þann dag í dag Flogaveiki og geðveila Ef flogaveiki van Goghs er borin saman við t.d. flog Dostojefkijs kem- ur í ljós að köst Vincents eru miklu lengri og hafa gert honum afar erfitt fyrir með að lifa með þeim. Ef um hreina flogaveiki hefur verið að ræða hjá van Gogh hafa köst hans líklega verið þau lengstu sem um er vitað. En það útilokar þó ekki að um flogaveiki hafi verið að ræða. Fyrstu dagar kastanna eru með öllum einkenn- um flogaveiki og eftirköstin eru fyrst og fremst í samræmi við persónuleika Vincents, sem alla tíð var nokkurs konar jaðartilfelli við „manio-depres- esiva" persónugerð. í van Gogh fjöl- skyldunni var ákaflega mikil tauga- viðkvæmni. Systir Vincents, Wil- helmien, var alla tíð taugaveikluð og dvaldist langdvölum á geðsjúkrahús- um og Theo deyr sex mánuðum á eftir Vincent þar eð hann náði sér aldrei eftir sjálfsmorð bróður síns. Áður en Theo dó varð hann fyrst afar sorg- mæddur eftir lát Vincents, síðan fór hann upp í einhvers konar geðlæti og síðan fer hann í djúpt þunglyndi og Yar

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.