NT - 04.07.1985, Blaðsíða 20

NT - 04.07.1985, Blaðsíða 20
4 Fimmtudagur 4. júlí 1985 20 1 Útl lönd Deiluaðilar á eyríki haldafundtil fjalla - stjórnarlidar á Sri Lanka ræða við tamílska skæruliða fyrir milli- göngu stjórnarinnar í Bhutan ■ Stjórnvöld á Sri Lanka skýröu frá því í gær aö formlegar viðræður við tamílska skæru- liða, sem að undanförnu hafa barist gegn stjórnarhernum á Sri Lanka, muni heljast nú næstkomandi mánudag. Við- ræðurnar verða haldnar í Bhut- an austast í Himalayafjöllum en Bhutanstjórn bauðst fyrir nokkru til að skipuleggja samn- ingaviðræður hinna stríðandi afla á Sri Lanka. Tamílskir skæruliðar krefjast sjálfstæðis Tamila sem búa í héruöum austast og nyrst á Sri Lanka. Forsætisráðherra Sri Lanka, Ranashinghe Prem- adasa, hefur gefið í skyn að hann muni reyna ða fá skærulið- ana til að fallast á málamiðlun- artillögu þar sem tamílsku hér- uöin fái töluvert sjálfstæði í tigin málefnum án þess þó að rjúfa einingu ríkisins á Sri Lanka. Einna erfiðast verður líklega að finna lausn á framtíðarfyrir- komulagi mála í austurhéruðum Sri Lanka. Ríkisstjórn Sri Lanka hefur á undanförnum árum mjög reynt að stuðla að flutningi Shinhala til austurhér- aðanna en Sinhalar eru fjöl- mennasti þjóðflokkurinn á Sri Lanka. Um þriðjungur íbúa austurhéraðanna eru nú Shin- halar þótt Tamilar telji sig hafa sögulegan rétt til þeirra. Tamilar cru heldur ekki ein- huga í baráttu sinni gegn stjórn- völdum. Þeir skiptast í margar fvlkingar eftir trúarskoðunum og stjórnmálastefnum. Sam- fylking fjögurra skæruliðasam- taka Tamila, Eelam, lýsti því yfir fyrir rúmri viku að hún myndi ekki taka þátt í samn- ingaviðræðunum við stjórn Sri Lanka sem fyrirhugaðar væru í Bhutan. En Indverjar, sem hafa veitt Tamilum nokkurn stuðning fram til þessa, leggja hart að ■ Tamilar á Sri Lanka. Þeir eru mun dekkri á hörund en Sinhalar sem eru í meirihluta. Leiðtogar Tamila krefjast sjálfstæðis hefð- bundinna Tamila-svæða á Sri Lanka. forystumönnum Tamila að semja við stjórn Sri Lanka. Á Indlandi búa um 55 milljónir Tamila sem hafa Iitið á það sem skyldu sína að styðja bar- áttu 1,5 milljóna Tamila á Sri Lanka. En Indlandsstjórn hefur í raun lítinn áhuga á því að sjá Sri Lanka skipt upp í tvö ríki Sinhala og Tamila þar sem sjálf- stæði : TamilaáSri Lankagæti orðið indverskum Tamilum hvatning til að krefjst einnig sjálfstæðis sér til handa. Leiðtogar Sri Lanka og Ind- lands hittust snemma í seinasta mánuði til að ræða leiðir til að bæta samskipti ríkjanna og hvernig best væri að snúast við uppreisn Tamila á Sri Lanka. Á þessum fundi mun Rajiv Gandhi forsætisráðherra Ind- verja hafa skýrt Junius Jayewar- dene forseta Sri Lanka frá því að Indverjar myndu ekki styðja Tamila til að stofna sjálfstætt ríki á hluta Sri Lanka. ístaðinn munu stjórnvöld á Sri Lanka hafa lofað að veita Tamilunt aukið sjálfræði innan ríkisins. ■ Stjórnarhermenn á Sri Lanka. Herinn hefur þurft að verjast stöðugum árásum tamilskra skæruliða að undanförnu. Landflótta A-Þjóðverjar atvinnulausir í V-Þýskalandi Nurcmberg-Reutcr ■ Meira en fjórðungur þeirra 40.000 Austur- Þjóðverja, sem fluttust til Vestur-Þýskalands á sein- asta ári, hefur enn ekki fengið vinnu að sögn at- vinnuskrifstofu Þýska Sambandslýðveldisins. í könnun atvinnuskrif- stofunnar á högum þeirra Austur-Þjóðverja, sem komu til Vestur-Þýska- lands í apríl á seinasta ári, kom í ljós að 28% karl- mannanna í þessum hóp hefðu ekki fundið vinnu og 53% kvennanna væru atvinnulaus. Talsmaður atvinnuskrifstofunnarsagði að þótt allar þessar kon- ur væru skráðar atvinnu- lausar hefðu þær ekki allar áliuga á því að finna sér vinnu. Vestur-þýska útvarpiö hefur eftir talsmönnum austur-þýsku innflytjend- anna að þeir ættu erfitt með að aðlaga sig að vinn- unni í vestur-þýskum verksmiðjum þar sem tækni væri á mun hærra stigi en í Austur-Þýska- landi. Sumir innflytjend- anna kvarta líka yfir miklu vinnuálagi á vestur-þýsk- um vinnustöðum. Japanskur efnahagur í -samteykSt r 9 vöruskípta. kominn í hægagang L*****” ■ Hagvaxtarhraðinn í Japan var aðeins um 0,1% á árið fyrsta ársfjórðung þessa árs samkvæmt upp- lýsingum áætlunarnefndar japanska ríkisins. Þetta er minnsti hagvöxtur sem orð- ið hefur í Japan frá því árið 1975. Aðalástæðan fyrir þessum litla hagvexti er sögð vera sam- dráttur í útflutingi Japana. Út- flutningur þeirra til annarra ríkja dróst saman um 1,7% frá því á seinasta ársfjórðungi árs- ins 1984. Þrátt fyrir þetta hefur vöruskiptahagnaður Japana aukist vegna lækkaðs olíuverðs. Vöruskiptahagnaður þeirra í maí var 4,29 milljarðar dollara samanborið við 2,99 milljarða í maí á seinasta ári. Aukin eftirspurn á innan- landsmarkaði hefur tryggt Jap- önum áframhaldandi hagvöxt Umsjon: Ragnar Baldursson þrátt fyrir útflutningssamdrátt- inn sem m.a. stafar af auknum innflutningstakmörkunum ann- arra ríkja sem reyna að vernda framleiðslu sína fyrir ásókn inn- flutts varnings frá Japan. Út- l'cking-Kculer ■ Kínadagblaðið hefur skýrt frá því að hálfgert kungfu-æði hafl gripið kín- versk börn og unglinga eftir að sjónvarpið hóf sýningar á framhaldsmyndum þar sem þessi forna bardagalist er hafln til skýja. Samkvæmt blaðinu eru mörg dæmi um að börn hafi slasast og jáfnvel látið lífið þegar þau reyndu að herma eftir kungfu-afrekum sjóri- varpsstjarna. Kínadagblaðið flutningur Japana til annarra landa, og þá sérstaklega Banda- ríkjanna, er samt ennþá mjög mikill enda jókst hann mikið síðustu níu mánuði seinasta árs. Japönsk stjórnvöld hafa loí'að tekur Anhui-fylki í Suður- Kína sem dæmi. Að sögn blaðsins hafa um 90% allra skólabarna í fylkinu farið að stunda kungfu eftir að sjón- varpið þar hóf sýningar á kungfu-framhaldsþáttum. Einn piltur í fylkinu drukkn- aði fyrir skömmu þegar hann reyndi að hlaupa á klett sern stóð á árbakka og tveir piltar brutu á sér fæturna þegar þeim stukku niður af svölum. Vinsælustu kungfu-mynd- irnar í Kína eru framleiddar að slaka mjög á innflutnings- höftum í Japan til að gera erlendar vörur samkeppnishæf- ari í Japan og draga þannig úr gagnrýni á mikinn vöruskipta- hagnað Japana. í Hong Kong en að undan- förnu hafa einnig verið gerð- ar margar kungfu-myndir á kínverska meginlandinu. Kínversk dagblöð hafa lát- ið í ljós þá skoðun að þótt kungfu-myndir og aðrar myndir með hefðbundinni kínverskri bardagalist geti verið fræðandi verði að fara yfir þær og klippa úr hættu- leg atriði sem ómögulegt sé að lcika eftir í raunveru- leikanum. Kungfu-æðið rennur á kínverska unglinga S Ul b s V) NEWSIN BRIEF' WASHINGTON - Pres- ident Reagan and Soviet Leader Mikhail Gorbac- hev will meet in Geneva on November 19 and 20, the Wliite House announc- ed. The announcement was made sumultaneously in Moscow. • LEBANON - Shi’ite moslem militiamen with pink flowers in their rifles joined crowds in the South Lebanese city of Tyre to give 300 prisoners freed from an Israeli jail a rapt- urous welcome. • LONDON - Britain and the United States agreed on steps to combat terror- ism against civil air traffic, saying they would seek a ban by all like-minded states on flights to and from Beirut Airport. GENEVA - The United States and the Soviet Un- ion have signed a formal understanding on joint action if terrorists threat- en to use nuclear weap- ons, a U.S. Senate arms control observers group said. • BEIRUT - Shi'ite moslem leader and Justice Minist- er Nabih Berri said he wanted Lebanon to sue the United States at the International Court of Justice in the Hague for moves to isolate Beirut Airport following the hi- jack crisis. MOSCOW - Yugoslav Prime Minister Milka Planinc arrived for a four- day visit to Moscow, where she could become JJj the first foreign leader to > meet the new-look Soviet tg leadership. ^ WARSAW - Henryk ^ Grzagielski, a Solidarity activist who led a protest strike against government - imposed meat price rises this week, was jailed for a year today, opposition sources said. JAKARTA - Indonesia urged OPEC states to res- ist catls for changes in prices or quotas and app- ealed to non-member pro- ducers to curb their output to avoid a global oil crisis. • BEIRUT - Two under- ground groups claimed responsibility for Mond- ay’s attacks on U.S., Brit- ish and Jordanian Airline offlces in Madrid in which one person was killes and s 28 were injured. 5 * $ WASHINGTON - World ^ Band President Tom Clausen called for intense •v cooperation between rich i|j and poor countries to re- ^ solve debt problems. • LONDON - Defending champion John McEnroe of the United States was knocked out of the Wim- bledon men’s singles tenn- is championship yesterday when he was beaten by South African-born Am- erican Kevin Curren in the quarter-finals (6-2, 6- 2, 6-4). Ivan Lendl was also knocked out of the compctition when he lost to frenchmann Henri Lec- onte. Jimmy Connors is now considered the favo- rit. "Martina Navratilova and Chris Evert-Lloyd both made it through the quarter-finals yesterday in the women’s singles. NEWSINBRIEF. Uj

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.