NT - 23.08.1985, Blaðsíða 10
V
Föstudagur 23. ágúst 1985 10
Haraldur Ólafsson:
Deilur Alberts og Geirs
Ágreiningurinn stendur
um grundvallarstefnu
■ Sú furðulcga staða er nú
komin upp í íslenskum stjórn-
málum að tveir ráðherrar í ríkis-
stjórninni eru ósammála um
grundvallaratriði. Ekki er um
að ræða ágreining um afstöðu
til hvernig leysa skuli tiltekin
mal eða til hvaða ráða skuli
gripið í sérstöku tilviki. Nei,
hér er fjallað um hvaða lögskuli
gilda á íslandi, eða réttara sagt
hvort íslensk lög skuli gilda á
landinu öllu eða einungis á
vissum svæðum. Þetta er því
deila um grundvallaratriði lög-
gjafar. Og það eru ekki neinir
af smærri spámönnunum sem
túlka hér kenninguna, heldur
þungaviktarmenn í ríkisstjórn-
fnni. Ekki eru þeir heldur á
öndverðum meiði í dægurmál-
unum því báðir eru í sarria
flokki og meira en það. Þeir
eru tveiráhrifamestu mennirn-
ir í Sjálfstæðisflokknum. Þetta
er því ekki karp um smáatriði
heldur eigast hér við þraut-
þjálfaðir forystumenn, sem vita
vel hvað þeir eru að gera.
Forystuleysið
áhyggjuefni
Ágreiningur Alberts Guð-
mundssonar fjármálaráðherra
og Geirs Hallgrímssonar utan-
ríkisráðherra um kjötinnflutn-
ing Bandaríkjamanna til her-
stöðvarinnar í Keflavík stend-
ur um grundvallarstefnu. Þess
vegna kemur þetta mál allri
þjóðinni við og ættu menn að
varast að afgreiða það með því
að segja, að þetta sé enn eitt
dæmið um óeininguna og
vandræðin í Sjálfstæðisflokkn-
um. Vissulega er forystuleysið
í Sjálfstæðisflokknum áhyggju-
efni fyrir okkur framsóknar-
menn, sem erum í samstarfi
við flokkinn og verðum að
knýja fram fjölmörg mál sem
til heilla horfa án þess að njóta
þess stuðnings sjálfstæðis-
manna sem nauðsynlegur er í
samstarfi tveggja flokka. Um
það verður ekki rætt hér. Það
er efni í aðra grein. Augljóst
er, að ágreiningur Alberts og
Geirs er ekki til að styrkja
ríkisstjórnina eða til að auka
traust manna á Sjálfstæðis-
flokknum. En við framsóknar-
menn ættum að átta okkur á
því að þetta mál snertir okkur
meira en lítið, pólitískt fyrst
og fremst.
Aðalatriðimálsins
Aðalatriði málsins eru þessi.
Hvaða lög íslensk gilda ekki í
herstöðinni í Keflavík eða á
öðrum varnarsvæðum Banda-
ríkjahers á íslandi? Lögin um
varnir gegn gin- og klaufaveiki
eru sóttvarnarlög, til þess sett
að hindra að hingað berist
hættulegur búfjársjúkdómur.
Því er haldið fram af starfs-
manni varnarmáladeildar, að
þau lög gildi ekki um innflutn-
ing til varnarliðsins. Af hverju
ekki? Eru önnur lög um sótt-
varnir ekki í gildi á Keflavík-
urflugvelli? Hvað um lög um
smitsjúkdóma, bólusetningar,
eftirlit með veiðarfærum til
veiða í íslenskum ám og
vötnum? Gilda slík lög ekki
fyrir varnarliðsmenn og þeirra
skyldulið? Er það virkilega
svo, að tollgæslan í Keflavík
gerir upptækt svínslæri frá
Danmörk en horfir á tonn
eftir tonn af hráu kjöti, inn-
fluttu, vera flutt af varnarsvæð-
inu til heimila varnarliðs-
manna í íslenskum bæjum?
Hve dásamleg ósamkvæmni,
hve aumkunarverður barna-
IX/li
skapur!
Spurningin er sern sagt þessi:
Eiga fslensk lög að gilda á
íslandi? Sé svarið já, þá verður
að taka þessi kjötmál sömu
tökum og annan innflutning á
hráu kjöti til landsins. Það er
ekkert sem réttlætir undan-
þágu frá ákvæðum laganna um
varnir gegn gin- og klaufaveiki.
Öðru máli gegnir um byssu-
leyfi bandarískra hermanna
eða meðferð vopna af ýmsu
tagi. Þar er eðlilegt að herinn
njóti undanþágu frá íslenskum
lögum um meðferð skotvopna.
Hins vegar eiga þeir erlendjr
starfsmenn hersins, sem ekki
eru í hernum að hlíta íslensk-
um lögum um meðferð skot-
vopna. Og reyndar allir erlend-
ir menn utan vallarsvæðisins,
þar með taldir hermenn.
Skortir á reisn
Ur því að ágreiningur kom
upp um skilning fjármálaráð-
herra á ákvæðum varnarsátt-
málans og viðbótarákvæðum
við hann, þá átti að fá álit
lögfræðinga á hinni lögfræði-
legu hlið málsins. Vart er hægt
að hugsa sér meiri uppgjöf
ríkisstjórnarinnar en að fara
bónarveg að bændasamtökun-
um og biðja þau að fara í mál
við utanríkisráðherra. í raun
er það fjármálaráðherra sem
stefnir flokksbróður sínum,
utanríkisráðherranum. Hér
skortir talsvert á reisn allra
aðila. En það er þeirra mál.
Hitt er mái þjóðarinnar allrar
að það sé rækilega undirstrik-
að, að íslensk lög eiga að gilda
á íslandi öllu. Fari svo, að
dómur falli á þann veg, að
fjármálaráðherra skorti
heimild til að stöðva kjötinn-
flutninginn verður Alþingi að
taka af öll tvímæli og undir-
strika þann skilning, að undan-
þágur gildi ekki í þessu efni.
Þá hlýtur að koma upp sú
spurning hvort bændasamtök-
in eigi ekki rétt á skaðabótum
vegna þeirrar hættu sem kvik-
fjárrækt á íslandi hefir verið í
vegna þessa kjötinnflutnings.
íslenskt
innanríkismál
Máli þessu tengjast mörg
atriði, er snerta íslenskt efna-
hagslíf. Mér hefir þótt illt að
horfa upp á hve íslenskt efna-
hagslíf hefir um of tengst fram-
kvæmdum á Keflavíkurflug-
velli. Mér er ljóst, að herstöð
verður hér áfram næstu árin og
máli skiptir að samskipti Is-
lendinga og Bandaríkjamanna
séu góð og árekstralítil. Kjöt-
málið snýr ekki að Bandaríkja-
mönnum. Þeir hafa flutt inn
sitt kjöt í skjóli íslenskra yfir-
valda. Við þá er ekki um neitt
að sakast. Þetta er íslenskt
innanríkismál og verður að
leysa af íslenskum stjórnmála-
mönnum einum. Það mun þó
leiða til þess að taka verður
ýmislegt fleira til athugunar og
meðal þess er endurskoðun
varnarsamningsins og þeirra
ákvæða hans og samninga
tengda honum, sem nú er um
deilt.
Engar hártoganir
né undanþágur
Ég ætla ekki að ræða sér-
staklega um hlut bændasam-
takanna né kröfu þeirra um að
fá að selja landbúnaðarvörur á
Keflavíkurflugvelli. Þau mál
verður að ræða miklu nánar.
Framsóknarmenn hljóta að
styðja málstað bændastéttar-
innar, sem um leið er málstað-
ur þjóðarinnar allrar. Við get-
um sameinast um að verja rétt
okkar til að setja lög hér á
landi til að vernda landið og
lífríki þess og engar hártoganir
né undanþágur mega verða til
þess að slakað sé á sjálfstæði
okkar og endanlegum yfirráð-
um á þessu landi. Ég hvet
lesendur mína til þess að hugsa
málið út frá þessu sjónarmiði,
en gleyma sér ekki við að
fylgjast með innanflokks-
átökum í Sjálfstæðisflokknum.
Þótt þau séu fróðleg, þá er hitt
þó meira um vert að íslending-
ar haldi vöku sinni og verji lög
sín og rétt sinn.
Haraldur Ólafsson
Jóhannes Jónsson
bakarameistari, Akranesi
Fæddur 3. júní 1917
Dáinn 18. ágúst 1985
Að morgni sunnudagsins 18.
ágúst sl. lést á Sjúkrahúsi
Akraness Jóhannes Jónsson
bakarameistari, 68 ára að
aldri. Þannig urðu það óvænt
örlög Jóhannesar að fylla þann
flokk manna, sem á þessu
sólríka sumri hefur kvatt
Skagann.
Jóhannes var Snæfellingur
að ætt og uppruna, fæddur á
Syðra-Lágafelli í Miklaholts-
hreppi þann 3. júní 1917, en þá
um vorið hófu þar búskap
foreldrar hans, Jón Pétursson
og Guðrún Jóhannesdóttir.
Jón var fæddur í Miklaholtsseli
1895, sonur hjónanna Péturs
Daníelssonar og Steinunnar
Jónsdóttur, en Guðrún var
fædd á Hraunsmúla f Staðar-
sveit 1889, dóttir hjónanna Jó-
hannesar Jónssonar og Val-
gerðar Guðmundsdóttur.
Það átti þó ekki fyrir Jó-
hannesi að liggja að alast upp
í fæðingarsveit sinni, því vorið
1920 brugðu foreldrar hans búi
á Lágafelli og fluttu suður á
Akranes með þrjú elstu börn
sín, sem þá voru fædd. Settust
þau að í Sjóbúð, en þangað
höfðu flutt árið áður foreldrar
Jóns, Pétur og Steinunn. 1
Sjóbúð bjuggu Jón og Guðrún
til ársins 1929, en eftir það í
Sandvík á Akranesi (Vestur-
götu 77). Jón stundaði sjó, var
fiskmatsmaður og verkstjóri,
en starfaði síðast við hafnar-
viktina á Akranesi. Hann
andaðist 9. okt. 1963, en Guð-
rún 30. okt. 1979.
Jóhannes var næstelstur 7
barna Jóns og Guðrúnar, en
hin voru: Tómas, skipasmiður
á Akranesi, Steinunn, Aðal-
heiður og Valgerður, allar hús-
mæður í Reykjavík, Ársæll
trésmiður á Akranesi og yngst
Jóna María, sem búsett var í
Bandaríkjunum, en er nú
látin.
Strax að loknu skyldunámi
réðst Jóhannes til starfa hjá
Alþýðubrauðgerðinni á Akra-
nesi, í fyrstu til snúninga og
almennra starfa, en hóf síðan
nám í bakaraiðn hjá Reyndal
bakara. Mun Jóhannes hafa
verið í hópi hinna fyrstu nem-
enda, sem útskrifuðust frá Iðn-
skólanum á Akranesi. Sveins-
próf tók hann 1938 og öðlaðist
meistararéttindi árið 1946. Jó-
hannes vann síðan nær óslitið
í Alþýðubrauðgerðinni á með-
an hún var starfrækt og síðan í
fjöldamörg ár í Harðarbakarí-
inu hjá Herði Pálssyni bak-
arameistara eða allt til ársins
1976. Hafði hann þá unnið við
brauðgerð um nálega 45 ára
skeið. Árið 1976 réðst Jóhann-
es til umsjónarstarfa við hið
nýbyggða íþróttahús á staðn-
um og vann þar þangað til í
byrjuu þessa árs, er hann varð
frá að hverfa vegna sjúkleika
síns.
Hinn 1. júlí 1942 kvæntist
Jóhannes eftirlifandi konu
sinni, Guðborgu Elíasdóttur
frá Tyrðilmýri á Snæfjalla-
strönd, einkadóttur hjónanna
Elíasar Borgarssonar og Elísa-
betar Hreggviðsdóttur, sem
árið 1945 fluttu hingað suður á
Akranes. Guðborg ogJóhann-
es bjuggu fyrstu búskaparár
sín í Sandvík eða til ársins
1945, er þau festu kaup á
einum hinna þá nýbyggðu
verkamannabústaða á Sunnu-
braut 24 og áttu þar heima í 30
ár, - til ársins 1975, er þau
fluttu að Garðabraut 8.
Þrátt fyrir stórt heimili og
erfitt starf, var Jóhannes mikil-
virkur á sviði félagsmála og
kom víða við sögu í starfi
félagasamtaka í heimabyggð
sinni. Hann var í eðli sínu
starfsmaður og hafði ríka þörf
fyrir það að blanda geði við
fólk, - var maður hreyfingar
og athafna og naut þess að
vera þar sem eldurinn brann
hverju sinni. Hann vildi láta
hlutina ganga fyrir sig, og var
ekki að horfa í smáatriðin.
Jóhannes var maður nýjunga
og tilbreytingar og að minni
hyggju óvenju skilningsríkur
og fordómalaus á hinar marg-
breytilegu uppákomur samtíð-
arinnar, sem einmitt mörgum
af hans kynslóð vilja gjarnan
verða nokkurt hneykslunar-
efni.
Jóhannes hafði ríka
skapgerð, en var glaðvær og
sífellt hress í viðmóti. Vegna
hans léttu lundar og frjálslegu
framkomu sveif ætíð andi af-
slöppunar og áhyggjuleysis yfir
heimili þeirra hjóna. Þar lögð-
ust þau Jóhannes og Guðborg
á eitt með að skapa vermireit,
sem svo ástsæll hefur verið
börnum þeirra og barnabörn-
um, að einstakt má teljast. En
þrátt fyrir það að Jóhannes
bæri ekki tilfinningar sínar á
torg, duldist engum sem
þekktu hannvel.að inni fyrir
bjó viðkvæin lund og heitt
hjarta. Það birtist ekki síst í
hjálpfýsi hans og greiðvikni,
sem ætíð stóð til boða.
Ég ætla mér ekki þá dul, að
nefna hér með nafni öll þau
félög og samtök, sem Jóhannes
helgaði krafta sína með einum
eða öðrum hætti á lífsleiðinni.
Kynni okkar hófust of seint til
þess að ég gæti fylgt honum
þar eftir. Þó get ég nefnt
Rótaryklúbb Akraness, Skáta-
félag Akraness, Hestamannafé
lagið Dreyra, Leikfélag Akra-
ness og klúbbinn Öruggan
akstur. Jóhannes var jafnframt
flokksbundinn í Alþýðu-
flokknum frá' unga aldri og
átti sæti á framboðslistum
flokksins í heimahéraði um
árabil og gegndi ótal trúnaðar-
störfum á pólitískum vett-
vangi. Vænti ég þess að ein-
hverjir þeir, sem betur þekkja
til, festi á blað þennan þátt í
lífsstarfi Jóhannesar.
Jóhannes og Guðborg eign-
uðust 9 börn, en af þeim dó eitt
í bernsku. Önnur börn þeirra
eru: Elías, f. 15/7 1941, trés-
miður á Akranesi kvæntur
Dröfn Einarsdóttur, Pétur
Steinar, f. 6/8 1942, múrari og
lögregluþjónn á Akranesi
kvæntur Magneu Sigurðar-
dóttur, Guðrún, f. 26/6 1944,
hjúkrunarfræðingur í Reykja-
vík gift Jóhanni Frey Ásgeirs-
syni, Dagbjartur, f. 25/101946,
blikksmiður í Reykjavík býr
með Lilju Kristjánsdóttur,
Ómar Þór, f. 29/4 1948, blikk-
smiður á Akranesi kvæntur
Önnu Eiríksdóttur, Elísabet,
f. 18/3 1951, fóstra og kennari
á Akranesi, gift Gunnlaugi
Haraldssyni, Hafsteinn, f. 31/
10 1952, verkamaður á Akra-
nesi ókvæntur og Jóhanna
Guðborg, f. 17/7 1954, hús-
móðir á Akranesi gift Loga
Guðjónssyni. Barnabörnin eru
15 og barnabarnabörnin nú
þegar tvö talsins.
Á skilnaðarstund leitar hug-
urinn víða. Minningar liðinna
samverustunda sækja að,
minningar um ánægjuleg kynni
og vináttu góðs tengdaföður í
rúman áratug. Slíkar myndir
er ógerlegt að færa í letur og
geymast líka ef til vill best
óskráðar. Ég hef þó með fá-
tæklegum orðum viljað þakka
þessum mæta manni sam-
fylgdina og tryggðina við mig
og mína. Þeim þakkarorðum
beini ég ekki síður til þín,
Bogga mín, sem mest hefur
misst. Látum hinar Ijúfu
minningar létta okkur þunga
byrði.
Gunnlaugur Haraldsson
Þeim fækkar ört samferða-
mönnunum, sem maður hefur
átt samfylgd með síðustu 40 til
50 árin. Einn slíkur, Jóhannes
Jónsson bakarameistari hér á
Akranesi lést sunnudaginn 18.
þessa mánaðar og er jarðsung-
inn frá Akraneskirkju föstu-
daginn 23. ágúst.
Þegar ég fluttist til Akraness
1941 var Jóhannes einn af
þeim mönnum sem ég kynntist
fyrst. Hann vann þá að iðn
sinni sem ungur maður hjá
Alþýðubrauðgerðinni, sem
rak hér brauðgerð um mörg
ár. Síðar var hann fram-
kvæmdastjóri hennar um mörg
ár.
Það duldist engum, sem sá
Jóhannes vinna, að þar gekk
röskur maður að verki og
vinnuglaður. Var það eins,
hvaða verk sem hann innti af
hendi.
Mest voru kynni mín við
Jóhannes á sviði ýmissa félags-
mála. Hann var félagshyggju-
maður mikill í eðli sínu, og
lágu leiðir okkar saman bæði í
samvinnuhreyfingunni og í
störfum fyrir Alþýðuflokkinn.
Jóhannes var einlægur jafn-
aðarmaður og starfaði mikið
að málefnum þeirra. Hann var
um árabil í stjórn Alþýðu-
flokksfélagsins hér, og formað-
ur þess um skeið. Hann átti
sæti á þingum flokksins og í
kjördæmisráði hans fyrir Vest-
urland um árabil. Þá hefur
hann um mörg ár verið for-
maður klúbbsins Öruggur akst-
ur hér á Akranesi, og ætíð sótt
þing þeirra. Rækti hann þau
störf sem önnur af kostgæfni og
röggsemi.
Hin síðustu árin starfaði
Jóhannes sem eftirlitsmaður
við íþróttahúsið og undi vel
hag sínum með ungu fólki.
Jóhannes ferðaðist nokkuð
hin síðustu ár eftir að börnin
voru öll uppkomin. Var ég
þeim hjónum samferða, bæði
á Vinabæjarmót í Noregi og
eins í sólarlandaferðum. Þar
kunni Jóhannes vel við sig og
var hrókur alls fagnaðar. Hann
var skemmtilegur og góður
ferðafélagi.
Jóhannes hefur nú lagt upp
í sína hinstu för, og veit ég að
landtakan þar verður honum
góð. Ég þakka Jóhannesi góð
kynni og gott samstarf að góð-
um málefnum. Við hjónin
þökkum honum og konu hans
vináttu og hlýhug á langri
samleið. Aðstandendum öllum
vottum við samúð okkar.
Sveinn Kr. Guðmundsson