NT - 07.12.1985, Page 12

NT - 07.12.1985, Page 12
 msT Laugardagur 7. desember 1985 12 uií limsög n / 1 Sókmenrvtir ReynirPéturog íslandsgangan ■ Bókin um Reyni Pétur íslands- göngugarp er nú komin á markað og gefur útgáfan Skálholt bókina út. Bókin er skráð af Eðvarð Ingólfs- syni ritstjóra Æskunnar og er hún 96 bls. Hún skiptist í þrjá meginkafla. Fyrst er lítillega sagt frá Sólheintum og því starfi sem þar er unnið, þá er Reyni Pétri fylgt eftir á göngu sinni í kringum landið og er það mest úr- drættir úr dagbók göngunnar og dag- blöðum og í síðasta hlutanum er við- tal við göngugarpinn. Bókin er prýdd fjölda mynda og hafa allir Ijósmyndararnir veitt ieyfi til birtingar myndanna endurgjalds- laust. Ákveðinn hluti af því sem kemur inn fyrir bókina rennur til Sólheima- söfnunarinnar, en sem kunnugt er fór Reynir Pétur í gönguna miklu til að safna fyrir íþróttahúsi við Sólheima. Það hún er nú næstum uppsteypt og gert er ráð fyrir að húsið verði fokhelt í janúar að sögn Halldórs Júlíussonar forstöðumanns í Sólheimum og hann bætti því við að gert er ráð fyrir að húsið verði fullklárað á sumardaginn fyrsta næsta vor ef allt gengur að óskum. Reynir Pétur og Skálholtsútgáfan efndu til blaðamannafundar þegar bókin kom á markað og gat Reynir vart á heilum sér tekið vegna ánægju með bókina. „Það er alveg ótrúlegt að ég hafi gert allt þetta og á svona stutt- um tíma,“ sagði Reynir er hann fletti bókinni. „Þetta var svo gaman, ég gæti alveg hugsað mér að fara aftur en þá ætla ég að taka Vestfirði líka,“ bætti hann við, fletti áfram og þegar hann var allt í einu búinn með bókina sagði hann „Hva er ekki meira?“ og skellihló. Reynir Pétur sagðist hlakka mikið til að sýna vinkonu sinni Hanný Hall- dórsdóttur á Sólheimum bókina en kveið því jafnframt að kannski yrði ■ Reynir Pétur kampakátur með bókina um gönguna miklu, hringinn í kring- um landið. hún reið vegna þess að ein mynd sýnir þau þegar þau kyssast „en hún hlýtur að fyrirgefa svoleiðis smámuni", sagði Reynir og brosti í kampinn. Þess má aðlokum geta ao Reynir Pétur mun árita bók sína í Kirkjuhús- inu við Klapparstíg 27 nk. laugardag milli kl. 13 og 14. Bókin kostar 785 krónur í smásölu og mun hún fást í flestum bókaversl- unum landsins. Pálmi Örn Guðmundsson Maðurinn er fáviti INRl, 1985 ■ Þetta er frekar lítil bók, 56 blað- síður, og innihaldið ljóð og myndir, þar afnokkrargerðar afhöfundi. Bók- in skiptist í þrjá kafla: Meydómsbein- ið, Penis, og Sonur Sinatra. Yrkisefni eru margvísleg, en kynhvöt, trúarleg efni og mannkynsfyrirlitning eru áberandi. Það er alkunnugt að orð geta verið misjafnlega sterk, haft misjafnlega þungtvægi. Þegarhöfundurgefurbók sinni nafnið „Maðurinn er fáviti'* þá er ljóst að síðasta orðið er mun sterk- ara en t.d. „vangefinn'1 eða „þroska- heftur“. Ég staldraði dálítið við síð- asta hluta bókarinnar, Sonur Sinatra. Þar er fengist við nokkuð frumlegt viðfangsefni, því að Karen nokkur Velez, sem mun hafa orðið leikfélagi ársins, eða „playmate of the year“, hjá tímaritinu Playboy, er sett þar niður við hlið Paul Gauguins listmálara (eða höfundar í líki hans) suður á Tahiti. Þetta er góð hugmynd í ljóð, sem skáldið vinnur þarna á ýmsan hátt skemmtilega úr í sjö myndrænum prósaljóðum. Hins vegar spillir fyrir að hann bruðlar þar áfram með sterku orðin. Átökin í Ijóðunum verða fyrir vikið miklu rneiri en viðkvæmt form þeirra þolir. í fyrsta hlutanum er hófsemin þó heldur meiri og formin smágerðari. Þar er til dæmis ljóðið Sunnudagur. Pinn langi vegur heim úr djúpi heims hávaðalaust kemur þú eins og rukkari, sem dreypirá rauðu víni niðdimmrar nætur sólginn í orð og minningar. Blátt Ijós kveikir í glugga falið líf eins og skuggi minn á vegg. Auðum vegg. Uns sýnin byrgir augu þín engill. Trúðu ekki þeim sem segir: Lokið er þessum degi. Hér vantar ekki nema herslumun- inn til að þetta sé ágætt ljóð. Og upp- hafsljóð bókarinnar heitir Saman og er tileinkað Ritu Hayworth: Andaðu í sál mína og ég mun anda ísálþína. Hendur næturinnar mætast eins og varir sem kyssast, þar lifir mín von kona. Þetta er bráðvel gert og gott ljóð. Ef höfundi tekst að tempra notkun sína á sterkum orðum og beita þeirri hófstillingu, sem þetta kvæði sýnir að hann á til, þá getur töluverðs orðið af honum að vænta. Eysteinn Sigurðsson kristni og Lfc Æm u UJ* m KNUT ODEGÁRD neioni ■ Bókaútgáfan Örn og Örlygur hef- ur gefið út barna- og unglingabókina ÁRNUNGAR eftir Knut Ödegárd forstjóra Norræna hússins í þýðingu Heimis Pálssonar. Knut Ödegárd er kunnur í heimalandi sínu sem Ijóð- skáld og þýðandi. Sögur hans um Arnunga hafa fengið geysigóðar við- tökur í Noregi. í sögunni fer skáldið með lesendur til Noregs nokkrum áratugum fyrir kristnitöku. Hvernig varð ungum pilti við þegar hann lenti í átökunum milli kristni og heiðni? Hvernig hugsuðu menn um hina nýju tiú? Hvernig kynntust menn henni á Norðurlöndum? Hvernig voru trúar- athafnir heiðinna manna? Svör við þessum spurningum koma fram í sögunni sem segir frá Ara, ung- um dreng af Arnungaættinni, sem hafði fengið nisti í arf eftir föður sinn sem myrtur var af Eiríki konungi blóðöx og fjölkunnugri drottningu hans, Gunnhildi. ARNUNGAR er fyrsta skáldsagan sem greinir frá ör- lögum drengsins með nistið. Bókin ARNUNGAR er sett og prentuð í prentstofu G. Benedikts- sonar en bundin í Arnarfelli. Frímerkjasafnarinn XXIV ÓGILDING FRÍMERKJA ■ Það að ógilda frímerki er að stimpla þau eða á annan hátt skrá á framhlið þeirra að þau hafi gegnt sínu hlutverki sem burðargjald fyrir póst- sendingar. Nú er það svo hér á landi, að frí- merki hafa verið notuð sem kvittun fyrir greiddum tollgjöldum á vörum í pósti og eru þá stimpluð með orðinu Tollur. Þá hafa frímerki verið notuð í stað stimpilmerkja og má þá finna á þeim allskonar bankastimpla eða árit- anir bankastarfsmanna. Ennfremur hafa frímerki verið notuð sem greiðslumerki og eru þá árituð, oftast með dagsetningum og eða stimpluð með stimplum ýmissa fyrirtækja. Þá hafa frímerki, sem notuð hafa verið sem burðargjöld, bæði verið óg- ilt með stimplum póstsins, sem og með áritunum. Algengast er þá stórt X eða strikaðar ltnur yfir merkin, jafnvel skammstafanir viðkomandi póststöðva. Það er þó alltaf hin eðlilega ógild- ing og jafnframt sú algengastaað þau séu stimpluð á póstsendingu eða fylgi- bréfi á pósthúsi því er tekur við send- ingunni og síðan áfram send fljótustu leið til móttökupósthúss og móttak- anda. Stundum þarf sendingin að fara yfir millistöðvar á leið sinni, en ekki mun lengur stimplað á slíkum flutn- ingsstöðvum eins og áður var, nema' að um hraðbréf sé að ræða, svo rekja megi hvernig þau voru send. í þessum efnum gildir meðferð á póstsendingum samkvæmt alþjóðleg- um póstsamningi, sem endurskoðað- ur er á hverju þingi alþjóðlegu póst- stofnunarinnar, U.P.U. Síðan er í hverju landi gefin út reglugerð um hvernig með póst eigi að fara og hún birt póststöðvum við- komandi landa, svo að sem mests samræmis gæti um alla meðferð pósts, hvar sem er í heiminum. Svo er einnig hér á landi og skulum við sjá hvað þar segir: 15.4. Notkun dagstimpils. 15.4.1. Allar póstsendingar, að undanskildum innrituðum blöðum og tímaritum og fjöldasendingum, skal stimpla á viðtökupóststöð með dag- stimpli, er sýndi nafn póststöðvar og viðtökudag sendingarinnar. Sending- ar, frímerktar með frímerkingarvél, þarf þó ekki að dagstimpla, nema hin áprentaða dagsetning sé röng. 15.4.2 Stimpla skal með dagstimpli öll íslensk frímerki, sem á sending- unni kunna að vera, nema ógild séu, hvort sem til þess þarf eina stimplun eða fleiri. Stimpillinn þarf ekki að þekja nema um þriðja hluta hvers frí- merkis. 15.4.3 Eftirtaldar aðkomnar póst- sendingar skal dagstimpla á bakhlið (póstkort á framhlið hægra megin); Sendingar skakkt sendar og sendar áfram, óskilasendingar, hraðboða- sendingar, poste restante sendingar, ábyrgðarsendingar og verðsendingar. Auk þess skal stimpla póstkröfu við komu í viðeigandi reit. (Komu- stimpill). 15.4.4. Gæta skai þess að stimplar séu hreinir og sýni réttan dag. 15.4.5. Skipsbréf, þe. bréf, sem póst- lögð hafa verið um borð í skipi á rúmsjó, skal dagstimpla á því póst- húsi, sem bréfin fær til áframflutn- ings. Jafnframt skal letra eða stimpla á bréfin orðið „paquebot". Eins og áður segir er þetta hin al- menna og algengasta aðferð við ógild- ingu frímerkja. Það kemur þó oft fyrir að póstsendingar koma frá viðtöku- pósthúsi og til ákvörðunarpósthúss, óstimplaðar. Þegar um innlendar sendingar er að ræða, er þessu máli oftast bjargað með því að stimpla sendingarnar með dagstimpli ákvörð- unarpósthúss, þ.e.a.s. frímerkin. Þetta var þó ekki hægt í yfirvinnu- verkfalli póstmanna fyrir jólin 1966. Var þeim þá fyrirskipað að krossa með bleki eða blýanti öll óstimpluð frí- merki og hefír það verið hin almenna regla. Samkvæmt Alþjóðapóstsamningi, ber ákvörðunarpósthúsi í öðru landi, er meðtekur póstsendingar með óst- impluðum frímerkjum, að draga yfír þau með bleki eða litkrít þrjár línur og stimpla jafnframt sendinguna með dagstimpli ákvörðunarpósthússins, svo að sjá megi hvar blekógildingin fórfram. Þarna kemur svo póstsagan inn í. Því að nú má án nokkurs vafa ákvarða hveru lengi póstsendingin hefir verið á milli staða. Sigurður H. Þorsteinsson

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.