NT - 22.12.1985, Blaðsíða 22

NT - 22.12.1985, Blaðsíða 22
26 Sunnudagur 22. desember NT Öllum finnst gaman að fá gesti um jólin og halda jólaboð. En það getur orðið erfiðara að skipuleggja hvaða mat á að bera fram, sérstak- lega ef það eru bæði börn og full- orðnir í boðinu. Mjög gott er að hafa einfalda smárétti á köldu borði. Það er til dæmis hægt að hafa kalt niðursneitt kjöt, mariner- aða steik og eða hangikjöt. Gestir sem eru á grænmetisfæði þurfa líka að fá sitt, svo fyrir þá er tilvalið að búa til Hátíðahnetu- kæfu. Það er fljótlegt að útbúa hana og það er auðveldlega hægt að frysta kæfuna. Það er líka alltaf vel þegið að fá gott salat, haf ið tvö til þrjú mismun- andi salöt svo allir fái eitthvað við sitt hæfi. Jólin eru tími fjölskyldunnar svo gleymið ekki börnunum. Hafið jóla- boðið á þeim tíma sem börnin geta verið með. Það er hægt að hafa handa þeim smáréfti sem eru þægilegir í hendi eins og brauð- kollur með mismunandi fyllingum, þau eru líka oft hrifin af kexi með ídýfum. Einnig þarf að athuga að hafa með púns sem börnin geta drukkið. Það er áríðandi að hafa góð brauð með köldu borði sem þessu, hafið til dæmis margs konar smá- brauð eins og bollur og muffins. Svo má ekki gleyma ábætisrétt- unum. Það er hægt að hafa til dæmis rjómatertu og ávaxtasalat. Það er best að bera ekki fram ábætinn strax um leið og hinn mat- inn ef yngri börn eru með því þeim hættir til að sjá aðeins ábætinn. En hér koma svo uppskriftirnar. Ef þær eru allar notaðar ætti magnið að duga fyrir um það bil 16-20 manns. Ef boðið er fyrir færri fækkið þá réttunum eitthvað. Ann- að sem þarf að athuga er að ef mikið er af börnum í boðinu er viss- ara að búa til stærri skammta af púnsi og ávaxtasalati. Óáfengt jólapúns 2 bollar vatn 1 bolli sykur 1/4 bolli negulnaglar 2 kanelstengur, brotnar 2 tsk saxað nýtt engifer (um 11/2 tsk. þurrkað) 4 bollar eplasafi 2 bollar appelsínusafi 4 msk sítrónusafi Sjóðið vatnið og sykurinn í 10 mínútur. Bindið negulnaglana, kanelstengurnar og engiferið inn í grisju og látið standa í sykurlegin- um í 1 klukkustund. Hrærið af- ganginum af efnunum út í, hitið upp að suðu. Fjarlægið kryddið. Berið fram heitt eða kalt. Lime-púns 2 pk jelló með limebragði 1V2 bolli sykur 'A lítra ferna appelsínuþykkni 3'/4 bolli vatn 1 lítri ananassafi 1 lítri eplasafi 4 bollar engiferöl, kælt Lagið jellóið eins og sagt er fyrir á pakkanum, hrærið saman við sykri, appelsínuþykkni, vatni an- anassafa og eplasafa. Hellið yfir á stóran plastbrúsa og kælið. Rétt áður en púnsið er borið fram er engiferölinu hellt út í. Berið fram í háum ísfylltum glösum. Stökkar ostakulur 2 bollar kartöflumús 2 bollar fínsaxað hangikjöt 1 bolli rifinn bragðsterkurostur '/2 bolli majónsósa 1/4 bolli fínsaxaður laukur 2 þeytt egg 1 tsk sinnep V2 tsk salt 1 tsk sykur 31/2 bolli muldar kornflögur Blandið öllu saman nema korn- flögunum, hrærið vel. Mótið í kúlur um það bil 3-4 cm í þvermál. Veltið kúlunum upp úr kornflögunum, leggið þær á smurða plötu og bak- ið við 180°C í 30 mínútur. Skreytið kúlurnar ef vill með því aö festa 1 ólífu ofan á hverja kúlu með tann- stöngli. Það er hægt að frysta þessar kúlur óbakaðar. Þegar á að nota þær eru þær afþíddar, settar á plötu og bakaðar eins og áður segir. Silungskúla 400 gr soðinn silungur 250 gr rjómaostur, mýktur 1 msk sítrónusafi 1 tsk rifinn laukur 1 tsk salt 1/4 tsk pipar 1/2 bolli söxuð steinselja Hreinsið silunginn og fjarlægið roð og bein. Hrærið silunginn með afganginum af efnunum nema steinseljunni, kælið. Þegarmaukið er orðið það kalt að auðvelt er að móta það er búin til kúla. Vefjið kúl- unni inn í álpappír og geymið í ísskáp. Rétt áöur en borið er fram er kúlunni velt upp úr saxaðri steinselju. Berið fram með kexi. Auðveld samkvæmiskæfa 1 msk matarlímsduft 1 dós kjötsoð, óþynnt 3 msk sherrý 125 gr rjómaostur 125 gr lifrakæfa Látið kjötsoðið í lítinn pott, stráið þar yfir matarlíminu og hitið var- lega þangað til matarlímið hefur bráðnað, þá er sherrýinu hrært saman við. Hellið 1/4 af soðinu í V2 lítra form og kælið í ísskáp þang- að til það er hlaupið eða í um j:að bil 20 mínútur. Látið nú rjómaostinn og lifrakæf- una í blandara og blandið saman ásamt afganginum af soðinu. Hell- ið yfir hleypta kjötsoðið í mótinu. Kælið í ísskáp þangað til allt er hlaupið eða í minnsta kosti 2 klukkustundir. Þegar kæfan er borin fram er henni hvolft á fat og kex borið fram með henni. Hátíðahnetukæfa 125 gr brasilískar hnetur 125 gr heslihnetur 225 gr möndlur 225 gr brauðrasp 4 msk matarolía 2 meðallaukar, fínsaxaðir 1 '/2 msk jurtakraftur 2 msk tómatkraftur 1% dl grænmetissoð 1 msk súpujurtir 4 lítil egg harðsoðin. Hitið ofninn í 180°C. Notið blandara eða kvörn og malið hnet- urnar. Hitið olíuna á steikarpönnu við lágan hita. Látið laukinn á pönnuna og mýkið hann í feitinni. Setjið hneturnar og brauðraspið á pönnuna og takið hana af hitanum. Hitið soðið upp að suðu og leysið upp í því jurtakrftinn og tómat- kraftinn. Bætið súpujurtunum út í. Hrærið síðan soðinu út í hnetu- blönduna. Stundum þarf dálítið meira soð. Látið um það bil 1/3 af hnetumaukinu í botninn á smurt 1 lítraofnfast mót. Raðið harðsoðnum eggjum langsum eftir forminu (ef á að frysta kæfuna þarf að sleppa eggjunum inni í kæfunni, notiðþau í staðinn til að skreyta kæfuna eftir að hún hefur verið þídd upp). Þek- iðsíðan meðafganginumaf mauk- inu. Bakið kæfuna í 30 mínútur eða þangað til hún er orðin stíf og aðeins brúnuð. Kælið kæfuna í forminu og hvolfið henni síðan var- lega á fat. Ef kæfan er fryst er henni pakkað vel inn og hún síðan látin þiðna við stofuhita þegar á að fara að nota hana. Ostakökur 250 gr rifinn ostur 125grsmjör 3A bolli hveiti 1 tsk Worcestershiresósa 2 bollar ristaðir hveitikjarnar (Guld Korn) Blandið saman í skál osti og smjöri. Hrærið hveitinu út í ásamt Worcestershiresósunni þangað til deigið er mjúkt. Hrærið að síðustu út í ristuðu hveitikjörnunum. Rúllið deiginu upp í litlar kúlur og leggið á bökunarplötu, fletjið kúlurnarniður með gaffli. Bakið í 180°C heitum ofni í um það bil 7-10 mínútur eða þangað til þær eru gulbrúnar. Látið kökurn- ar kólna á rist. Þessar kökur geym- ast í 1 viku í loftþéttu íláti eða 2-3 mánuði í frysti. Sesamkex 1V2 bolli heilhveiti 'A bolli sojamjöl 'A bolli sesamfræ 1 tsk lyftiduft 3A tsk salt 'A bolli matarolía '/,2 bolli kalt vatn Hitið ofninn í 180°C. Hrærið saman í skál hveiti, sojamjöli, ses- amfræjum, lyftidufti og salti. Hellið olíunni út í og nuddið henni saman við með fingurgómunum. Bætið nú vatninu út í og hnoðið vel saman. Rúllið út eins þunnt og hægt er vegna sesamfræjanna. Skerið nið- ur í teninga eða takið undan móti. Bakið í 20 mínútur eða þangað til kexið er gulbrúnt. Látið kexið ekki brúnast of mikið sesamfræiö í því getur orðið beiskt. Brauðkollur 75 grfeiti 75 gr smjörlíki 225 gr hveiti '/2 tsk salt 6 msk kalt vatn 2tsksítrónusafi Skerið feitina og smjörlíkið í stykki á við valhnetu og leggið á disk. Látið diskinn í ísskáp og geymið þar til feitin er vel köld. Sigtið hveiti og salt í kælda skál. Hrærið lauslega í með palettuhníf svo að hveitið þeki feitismolana. Bætið út í vatni og sítrónusafa, blandið öllu varlega saman með fingurgómunum. Leggið deigið á hveitistráð borð og mótið varlega með því að klappa létt á deigið með fingurgómunum. Hnoðið deigið alls ekki. Notið nú kökukefli og notið létt átak og stuttar strokur með því. Keflið deiginu út í rétt- hyrning um 37x12 cm á kant. Passið að setja ekki of mikið hveiti á borðið eða kökukeflið. Brjótið deigið í þrennt. Snúið deiginu um hálfan hring og látið brúnirnar snúa að. keflið deigið út aftur þannig að stærðin verði aftur sú sama. Brjót- ið deigið eins og áður. Leggið deig- ið á disk og þekið það með plast- filmu. Látið í ísskáp og látið hvílast í 30 mínútur. Endurtakið síðan tvisvar í viðbót. Látið deigið síðan hvílast aftur í 30 mínútur. Hitið ofninn í 200°C. Breiðið út deigið og klæðið með því utan eða innan á lítil muffinsmót. Þessi uppskrift ætti að passa í 24 brauð- kollur. Pikkið kollurnar með gaffli og bakið í um það bil 10 mínútur eða þangað til þær eru bakaðar en þó ekki farnar að brúnast. Það er hægt að fylla brauðkollurnar með fyllingunum sem koma hér á eftir. Skreytið kollurnar með litlum gúrkuteningum, paprikuteningum og steinseljukvistum. Ef eitthvað er eftir af fyllingunum eru búnar til ídýfur úr þeim. Þynnið þær aðeins út með sýrðum rjóma, setjið f litlar skálar og berið fram með kexi. Kjúklingalif rarfylling 225 gr kjúklingalifur 15 grsmjör 1 lítill laukur, saxaður 1 hvítlauksbátur, saxaður ögn af timian og sage 2 msk koníak (má sleppa) 125 gr rjómaostur Hreinsið vel lifrina, saxið hana síðan smátt. Bræðið smjörið á lítilli pönnu við lítinn hita. Látið laukinn og hvftlaukinn út á pönnuna og sjóðið í feitinni þangað til laukurinn er orðinn mjúkur. Hækkið hitann aðeins og látið lifrína og kryddjurt- irnar út í, hrærið í og sjóðið í um það bil 2 mínútur eða þangað til lifrin er rétt gegnsoðin. Takið pönnuna af hitanum. Hakkið lifrina í blandara. þeytið koníakinu út í og síðan rjómaostinum. Kælið alveg og fyllið síðan í brauðkollurnar. Fiskfylling 125 gr reykt síld 100grsoðinn silungur 225 gr rjómaostur 2 msk tómatkraftur 4 msk hrein jógúrt rifið hýði og safi af '/2 sítrónu 3 msk söxuð steinselja Hreinsið roðið af reyktu síldinni og saxið hana smátt niður. Hreins- ið og stappið silunginn. Blandið síðan báðum fisktegundunum saman. Þeytið rjómaostinn til að mýkja hann og blandið honum síð- an saman við fiskinn. Hrærið út í tómatkrafti, jógúrt, rifna sftrónuberkinum og safanum og steinseljunni. Hrærið vel saman og fyllið siðan í brauðkollurnar. Blandað hrísgrjónasalat 450 gr löng hrísgrjón 6 msk matarolía 3 msk hvítvínsedik 1 hvítlauksbátur, marinn nýmalaður pipar 1 rauð paprika 1 græn paprika 225 gr sveppir 6 sellerístilkar Látið suðuna koma upp á sölt- uðu vatni, stráið hrísgrjónunum út í. Látið lok á og látið malla í 40 mínútur. Látið síðan renna af hrísgrjónunum og skolið þau uppúr köldu vatni svo að þau loði ekki saman. Látið renna af þeim aftur. Látið síðan hrísgrjónin kólna alveg. Hreinsið og fræhreinsið paprikurnar. Skerið þærsiðan nið- ur í þunnar sneiðar. Skerið svepp- ina fínt niður ásamt selleríinu. Blandið grænmetinu saman við hrísgrjónin. Þeytið saman matarol- íu, hvítvínsediki, hvítlauk og pipar og blandið saman við salatið. Mexikanskt eggjasalat 225 gr rauðar nýrnabaunir, soðnar 1 lítil dós mais 1 stór rauð paprika 4 msk matarolía 2 msk hvítvínsedik 1 msk tómatkraftur 1 tsk paprika 'A tsk Tabasco sósa 8 egg harðsoðin. Blandið saman baununum og maisnum. Fræhreinsið og skerið niður paprikuna og bætið henni saman við. Þeytið saman olíuna, edikið, tómatkraftinn og Tabasco sósuna. Blandið síðan salatsós- unni saman við baunirnar. Látið salatið á stórt flatt fat. Skerið eggin í tvennt eða báta og raðið þeim meðfram barminum á fatinu. Gulróta- og hnetukaka 225grgulrætur 300 gr hveiti 2 tsk matarsódi 1 tsk kanell 13A dl matarolía 150 gr sykur 3 þeytt egg 1 lítil dós ananaskurl, síaður 75 gr saxaðar valhnetur Hitið ofninn í 170°C. Rífið gul- ræturnar. Blandið saman í skál hveitinu, matarsódanum, kaneln- um og sykrinum. Búið til dæld í miðjuna og þeytið smám saman við olíu, eggjum og ananas. Hrær- ið þangað til deigið er jafnt. Blandið síðast saman við gulrótunum og hnetunum. Hellið deiginu í smurt form og bakið í um það bil50mínútur. Kæl- ið kökuna í 5 mínútur í forminu og hvolfið henni síðan á rist til að kólna alveg. Skerið kökuna í þrjú lög og leggið saman með rjóma. Skreytið hana með rjóma, ananas og söxuðum hnetum. Ávaxtasalat '/2 bolli sykur 2 msk maizena 1 lítil dós ananasbitar, síaður, geymið safann 1 msk sítrónusafi 1 msk rifið appelsínuhýði '/3 bolli appelsínusafi 1 dós mandarínur, síaðar 2 epli, skorin í bita 2 bananar í bitum Hrærið sykur og maizena sam- an í litlum potti. Blandið saman við % bolla af ananassafa, sítrónusaf- anum og appelsínuhýðinu. Sjóðið við meðalhita, hrærið stöðugt í á meðan safinn þykknar. Sjóðið í 1 mínútu. Hellið leginum yfir ávext- ina á meðan hann er heitur. Kælið í ísskáp án loks í nokkra klukku- tíma.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.