Morgunblaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.08.2004, Blaðsíða 38
DAGBÓK 38 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gættu að því hvað þú segir og gerir í vinnunni í dag. Þú gætir sagt eitthvað sem þú munt sjá eftir síðar. Það er einnig hætta á tölvubilunum í dag. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er mikil hætta á því að börn lendi í einhvers konar slysum í dag. Þú ættir því að fylgjast sérlega vel með þeim. Ást- armálin gætu einnig gengið brösuglega. Reyndu að sýna þolinmæði og skilning. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Reyndu að koma í veg fyrir hvers konar óhöpp á heimilinu í dag. Það er hætt við óhöppum og ófyrirséðum deilum á milli heimilisfólksins. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Farðu varlega í umferðinni í dag hvort sem þú ert akandi eða gangandi. Þú ættir einnig að hugsa þig tvisvar um áður en þú segir nokkuð í dag. Ósjálfráð viðbrögð þín við hlutunum geta komið þér í vandræði. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er mikil hætta á því að þú eyðir langt um efni fram í dag. Eitthvað mun sann- arlega koma þér á óvart í peningamál- unum. Ef þú ert heppin/n verður það já- kvætt, annars ekki. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þig langar til að segja einhverjum til syndanna í dag. Það hefur verið að safn- ast upp í þér spenna sem þú reynir að fá útrás fyrir með því að deila við þína nán- ustu. Reyndu að finna aðra og upp- byggilegri leið til að losna við spennuna. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert eirðarlaus og óþolinmóð/ur í dag og það versta er að þú hefur ekki hug- mynd um hvers vegna. Huggaðu þig við það að þessi óþægilega tilfinning ætti að hverfa innan tveggja daga. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er hætt við að þú lendir í deilum við vini þína og kunningja í dag. Þér finnst sjálfstæði þínu á einhvern hátt ógnað og sættir þig ekki við það. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú munt sennilega lenda í deilum við yf- irmenn þína eða aðra yfirboðara í dag. Reyndu að komast hjá því með því að sýna þolinmæði. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ef einhver andmælir þér í dag muntu svara því fullum hálsi. Það er eins og þú leitir hreinlega uppi deilur. Spurðu sjálfa/n þig að því hvort þetta sé skyn- samlegt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú munt sennilega reyna að losna undan einhverjum af skyldum þínum í dag. Þú ert einfaldlega búin/n að fá nóg og vilt njóta meira frelsis en þú hefur gert að undanförnu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ekki bregðast of harkalega við þínum nánustu í dag. Það hefur ekkert upp á sig að skammast í fólki í dag. Stjörnuspá Frances Drake Ljón Afmælisbörn dagsins: Eru heimspekilega þenkjandi og fjarri því að vera yfirborðskennd. Þau eru þol- inmóð og eiga auðvelt með að læra af reynslunni. Það verða miklar og góðar breytingar á högum þeirra á árinu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9. Hár- greiðsla, fótaaðgerð. Miðvikudaginn 25. ágúst verður farið í Bláa Lónið og salt- fisksafnið í Grindavík, þaðan í kaffi Duus í Keflavík og til Sandgerðis í Kertagerðina Jöklaljós. Brottför kl. 10.30 frá Aflagranda. Árskógar 4 | Bað kl. 9–12, keila annan hvern miðvd. kl. 13.30, spil kl. 13.30, pútt kl. 10–16. Ásgarður | Glæsibæ. Samfélagið í nærmynd kl. 11, þáttur um málefni eldri borgara á RÚV. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla kl. 8–13, bað kl. 8–12.30, handavinna kl. 9–16, brids/vist kl. 13–16.30. Dalbraut 18–20 | Hárgreiðsla kl. 9–16.45, bað kl. 9–14, leikfimi kl. 10–10.45, ferð í Bón- us kl. 14.40, pútt. Dalbraut 27 | Handavinnustofan kl. 8–16, verslunin kl. 10–13, bankinn kl. 13.30, leikfimi kl. 11–11.30. Gerðuberg | Vinnustofur og spilasalur op- inn. Gjábakki | Fannborg 8. Handavinna kl. 10– 17, bobb kl. 17. Gullsmári | Gullsmára 13. Félagsþjónustan er opin virka daga kl. 9–17. Hraunbær 105 | Pútt, hárgreiðsla, fótaað- gerð og banki kl. 10–11, brids kl. 13. Hraunsel | Flatahrauni 3. Húsið opnað kl 9, kl. 11 línudans, kl 13.30 pílukast, kl. 14–16 pútt á Ásvöllum. Hvassaleiti 58–60 | Jóga kl. 9–10 og kl. 10– 11, samverustund kl. 10.30–11.30. Fótaað- gerð, hárgreiðsla. Hæðargarður 31 | Vinnustofa kl. 9–16.30, pútt, hárgreiðsla kl. 9–12, fótaaðgerð kl. 9– 16.30. Kópavogur | Félag eldri borgara. Skrifstofan er opin frá kl. 10–11.30, viðtalstími í Gjábakka kl. 15–16. Langahlíð 3 | Hjúkrunarfræðingur á staðn- um kl. 9.30, hárgreiðsla kl. 10, verslunin kl. 10–12, föndur og handavinna kl. 13. Norðurbrún 1 | Fótaaðgerð kl. 9–16, fé- lagsvist kl. 14, kaffi og verðlaun. Vesturgata 7 | Sund í Hrafnistulaug kl. 10– 12, fótaaðgerð og hárgreiðsla kl. 9–16, versl- unarferð kl. 12.15–14.30, myndbandssýning, spurt og spjallað kl. 13–14. Vitatorg | Smiðjan kl. 8.45–11.45, hár- greiðsla kl. 9–16, handmennt kl. 9.30–16, morgunstund kl. 10–11, fótaaðgerð kl. 10–16, verslunarferð kl. 12.30. Sléttuvegur 11 | Opið í ágúst frá kl. 10–14. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Sól- vallagötu 48. Lokað vegna sumarleyfa í ágúst. Fundir GA – Samtök spilafíkla | Fundur kl. 18 á Digranesvegi 12, Kópavogi, og í Egilsstaða- kirkju. Kirkjustarf Dómkirkjan | Hádegisbænir kl. 12.10. Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8. Háteigskirkja | Bænaguðsþjónusta kl. 11. Súpa og brauð kl. 12. Brids kl. 13–16. Mánu- daga og miðvikudaga „pútt“ í garðinum kl. 13–15. Kvöldbænir kl. 18. Laugarneskirkja | Mömmumorgnar kl. 10. Gönguhópurinn Sólarmegin kl. 10.30. Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prest- ur sr. Örn Bárður Jónsson. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tón- Staðurogstund idag@mbl.is list, altarisganga og fyrirbænir. Vídalínskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12. Víðistaðakirkja | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Bessastaðasókn | Foreldramorgnar í Haukshúsum frá kl. 10–12. Landakirkja | Vestmannaeyjum. Kl. 11. helgi- stund á Hraunbúðum. Þorlákskirkja | Barna- og foreldramorgnar kl. 10–12. Selfosskirkja | Opið hús kl. 11 í sumar fyrir mæður og börn í safnaðarheimili kirkjunnar. Tíðasöngur og fyrirbænastund kl. 10 þriðju- dag til föstudags. Fyrirbænum má koma til prests, djákna eða kirkjuvarðar. Lágafellskirkja | AA-fundur kl. 20.30. Sauðárkrókskirkja | Kyrrðarstund kl. 21. Kletturinn | Kl. 20.30 Bænahópar í heima- húsum. Upplýsingar í síma 565 3987. Kristniboðssalurinn | Háaleitisbraut 58. Samkoma kl. 20. Ræðumaður Friðrik Z. Hilmarsson. Kaffiveitingar. Leiklist Leikfélag Hafnarfjarðar | Gamla Lækjar- skóla. 13 manna hópur ungs fólks frá átta löndum og landsvæðum sýnir leikritið „Beauty“ eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur. Myndlist Gamla Borg | Grímsnesi. Nú stendur yfir málverkasýning Æju. Sýningin sam- anstendur af 21 málverki sem unnin eru í Flórens á Ítalíu, Aðaldalnum og á vinnustofu hennar í Reykjavík. Myndirnar eru unnar með blandaðri tækni. Sýningi stendur til 29. ágúst. Skemmtanir Hverfisbarinn | The Flavours. Tónlist Garðatorg | Hljómsveitin Schpilkas, í sam- starfi við menningar- og safnanefnd Garða- bæjar, býður Garðbæingum og lands- mönnum á tónleika annað kvöld á Garðatorgi kl. 21. Á tónleikunum mun Ragn- heiður Gröndal koma fram sem gesta- söngkona. Klezmersveitin Schpilkas er skip- uð tveimur Dönum og tveimur Íslendingum. Klezmertónlistin er gyðingaættar, og mætti lýsa sem tregaskotinni gleðitónlist. Akureyrarkirkja | Kammersveitin Ísafold er nú á tónleikaferð um landið. Í kvöld frum- flytur sveitin m.a. verk eftir Úlfar Inga Har- aldsson. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Keflavíkurkirkja | Bentína Sigrún Tryggva- dóttir mezzosópran og Sigríður Ósk Krist- jánsdóttir sópran halda söngtónleika í dag og á morgun kl. 20. Meðleikari á tónleik- unum er Daði Sverrisson. Seyðisfjarðarkirkja | Síðustu tónleikar sumarsins í Bláu Kirkjunni verða í kvöld kl. 20.30. Söngkonan Þuríður Sigurðardóttir og Ellert Borgar Þorvaldsson, ásamt hljóm- sveit, flytja perlur af íslenskum dæg- urlögum. Hljómsveitina skipa Ágúst Ár- mann Þórláksson á píanó og harmónikku, Jón Hilmar Kárason á gítar, Guðjón Þórláks- son á bassa, og Smári Geirsson á trommur. Útivist Hengill | Útivistarræktin gengur á Hengil. Brottför frá gömlu Toppstöðinni í Elliðaár- dalnum kl. 18.30. Hafnargönguhópurinn | Kvöldganga kl. 20 frá horni Hafnarhússins, norðanmegin Þjórsárdalur | Dagsferð Félags íslenskra háskólakvenna í Þjórsárdal verður farin 24. ágúst kl. 9 frá BSÍ. M.a. verður farið í þjóð- veldisbæinn, að Hjálparfossi, að Stöng og að Gjánni. Leiðsögumaður er Kristín Njarð- vík. Þeir sem vilja, taki með sér nesti. Allir mega taka með sér gesti. Þátttaka tilkynn- ist formanni félagsins, Geirlaugu Þorvalds- dóttur, fyrir nk. laugardag.  1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 tölum, 4 fær, 7 kvendýrið, 8 lagarmál, 9 munir, 11 kyrrir, 13 döp- ur, 14 hélt, 15 fíkniefni, 17 nöldur, 20 skelfing, 22 sjó- ferð, 23 unglingsárin, 24 mannsnafn, 25 geta neytt. Lóðrétt | 1 merkur, 2 ginna, 3 hönd, 4 hæð, 5 snauð, 6 byggt, 10 hug- rökk, 12 hlaup, 13 títt, 15 líta, 16 byrðingurinn, 18 nói, 19 toppa, 20 hug- arburður, 21 gnótt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 hörmungar, 8 sekks, 9 góðan, 10 kol, 11 kerfi, 13 innar, 15 hross, 18 hirta, 21 val, 22 ramma, 23 arfur, 24 hrakfarar. Lóðrétt | 2 öskur, 3 miski, 4 nagli, 5 auðan, 6 ósek, 7 snar, 12 fis, 14 nei, 15 harm, 16 ormur, 17 svark, 18 hlaða, 19 rifja, 20 akra. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 75 ÁRA afmæli.Föstudaginn 20. ágúst nk. verður 75 ára Geir Zoëga, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Stórsír Oddfellowreglunnar. Þann dag taka hann og kona hans, Sigríð- ur Einarsdóttir Zoëga, á móti vinum og vandamönnum í skála Golfklúbbs Oddfellowa, Urriðakotslandi, kl. 18–20. Gjafir og blóm vinsamlegast afbeðin. Trompbragð. Norður ♠ÁK865 ♥9 ♦ÁG2 ♣ÁK54 Vestur Austur ♠D9 ♠G1073 ♥63 ♥K52 ♦7653 ♦1098 ♣G10983 ♣762 Suður ♠42 ♥ÁDG10874 ♦KD4 ♣D Suður spilar sjö hjörtu og fær út laufgosa. Segjum sem svo að NS hafði lent í sjö hjörtum fyrir misskilning – svo mikið var af toppstjörnum á báðum höndum að enginn tók eftir því að hjartakóngurinn var fjarverandi. En látum það vera og tökum á vand- anum eins og hann britist. Vestur byrjar á laufgosa. Einhverjar hug- myndir? Nóg er af slögunum, svo það er óhætt að taka með ás í borði og svína hjartaníu. Illu er best aflokið. En þegar nían á slaginn koma tveir möguleikar til álita. Annars vegar að fara heim og leggja niður hjartaás í þeirri von að kóngur austurs hafi verið annar, en hinn kosturinn er að stytta sig FJÓRUM sinnum í trompi og reyna að ná kóngnum ÞRIÐJA af austri. Í anda Galtarins er sjálfsagt að reyna síðari leiðina, enda gengur hún upp ef hliðarlitirnir liggja ekki mjög illa. En það er mikilvægt að tímasetja spilamennskuna nákvæmt. Fyrst er laufkóng spilað og hátígli hent heima. Síðan er lauf stungið. Næst er spaða spilað á blindan og lauf trompað. Aft- ur spaði á blindan og spaði stunginn. Svo tígull á gosa og spaði trompaður. Loks tígull á ásinn og austur gefst upp í tveggja spila endstöðu með K8 í hjarta, en suður ÁD. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3 Bc5 5. c3 O-O 6. Bg5 He8 7. Rbd2 h6 8. Bh4 Be7 9. Rc4 d5 10. Bxc6 bxc6 11. Rcxe5 Bd6 12. Rxc6 Dd7 13. Rfd4 dxe4 14. O-O Rg4 15. h3 Staðan kom upp í A-flokki alþjóðlega mótsins í Pardubice sem lauk fyrir skömmu. Jiri Stocek (2557) hafði svart gegn Ernesto Inarkiev (2591). 15... Rh2! 16. He1 Rf3+ 17. Rxf3? Hvítur varð að sætta sig við skiptan hlut eftir 17. gxf3 Dxh3 18. Bg3 Bxg3 19. fxg3 Dxg3+ 20. Kh1 Dh3+ og svartur á ekki neitt betra en að þráskáka. 17... exf3 18. Hxe8+ ekki gekk upp að leika 18. Df3 vegna 18...Bb7 19. Re5 Bxf3 20. Rxd7 Bc6 og svartur verður manni yf- ir. 18...Dxe8 19. Ra5 De5 20. Dxf3 Dh2+ 21. Kf1 Bb7! 22. Rxb7 Dh1+ 23. Ke2 He8+ 24. Kd2 Dxa1 25. Kc2 Dxa2 26. Bg3 Ba3 og hvítur gafst upp. Borg- arskákmótið hefst kl. 15.00 í dag í Ráð- húsi Reykjavíkur. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Úrslitin úr enska boltanum beint í símann þinn Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund á forsíðu mbl.is. Meira á mbl.is TRÍÓ Gorki Park heldur tónleika kl. 20. Tríóið skipa Freyja Gunnlaugsdóttir klar- inettuleikari, Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari og Birna Helgadóttir píanóleik- ari. Tríóið leikur verk eftir Béla Bartók, „Contrasts“, „Impulse“ eftir ítalska tón- skáldið Luca Francesconi, Tríó eftir Lithá- ann Vytautas Barkauskas og „Atlantic Trio“ eftir Joan Albert Amargós frá Barcelona. Morgunblaðið/Árni Torfason Gorki Park í Norræna húsinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.