Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.08.2004, Blaðsíða 1
Viðskipti, Úr verinu og Íþróttir STOFNAÐ 1913 224. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Opnum stærri og betri verslun í dag á 1. hæð Kringlunnar Frábær opnunartilboð Aukin ásókn Sífellt fleiri eru að uppgötva Hvalfjörðinn 11 Viðskipti | Og halda einbeitingunni Stjórnun er eins og leikstjórn Úr verinu | Fiskeldið eflt með rannsóknum Ótvíræð hagræðing af sjálfvirkn- inni Íþróttir | Þungu fargi af okkur létt  Guðmundur með í 400 leikjum GYLFI Þ. Gíslason, fyrrverandi prófessor, alþingismaður og ráð- herra, er látinn á áttug- asta og áttunda aldurs- ári. Með honum er genginn einn fremsti og áhrifamesti forystu- maður íslenzkra jafnað- armanna á seinni helm- ingi 20. aldarinnar. Gylfi var fæddur í Reykjavík 7. febrúar 1917, sonur hjónanna Þorsteins Gíslasonar, ritstjóra, og konu hans Þórunnar Kristínar Pálsdóttur. Gylfi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1936, kandídatsprófi í rekstrarhag- fræði frá Háskólanum í Frankfurt am Main árið 1939 og doktorsprófi frá sama skóla 1954. Gylfi var hagfræð- ingur við Landsbanka Íslands og stundakenn- ari við Viðskiptaháskóla Íslands 1939–40 og dós- ent þar 1940–41. Hann var dósent við Háskóla Íslands 1941–46 og pró- fessor við sama skóla frá 1946–56 og frá 1973–87. Gylfi var þingmaður Alþýðuflokksins í rúma þrjá áratugi frá 1946 til 1978. Hann var mennta- og iðnaðar- málaráðherra frá 1956–58 og mennta- og viðskiptamálaráðherra frá 1958 til 1971. Gylfi gegndi fjölmörgum trúnaðar- störfum fyrir Alþýðuflokkinn og var formaður hans frá 1968–1974. Hann var formaður Hagfræðingafélags Ís- lands frá 1951–59 og sat í Þjóðleik- húsráði frá 1954–1987. Þá var hann fulltrúi Íslands í stjórn Alþjóðagjald- eyrissjóðsins 1956–65 og í stjórn Al- þjóðabankans frá 1965–71. Hann sat í Norðurlandaráði 1971–78, var for- maður Norræna félagsins 1984–91 og í stjórn Norræna hússins 1984–93. Gylfi skrifaði mikið um hagfræðileg efni og stjórnmál og eftir hann hafa birst margar bækur um þau efni, þar á meðal kennslubækur. Hann skrifaði einnig fjölda ritgerða, greina og bóka- kafla, sem birst hafa í bókum og tíma- ritum hérlendis, á Norðurlöndunum og víðar, auk þess sem hann fékk fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Þá var Gylfi einnig höfundur margra sönglaga sem komið hafa út á hljóm- plötum í flutningi ýmissa listamanna. Kona Gylfa er Guðrún Vilmundar- dóttir. Þau eignuðust þrjá syni og lifa tveir þeirra föður sinn. Andlát GYLFI Þ. GÍSLASON RÁÐHERRA Stóreflis björg á land upp London. AFP. MJÖG stórviðrasamt hefur verið við Írland og Bretland á síðustu árum og oft er öldurótið svo ofsafengið, að það kastar inn á land stóreflis björg- um, sem það rífur úr ströndinni. Í verstu veðrum er ölduhæðin meira en 20 metrar og dæmi eru um, að brimið hafi kastað allt að 50 tonna björgum 50 metra upp á land. Töldu vísindamenn, að það gæti ekki gerst nema í miklum flóðbylgjum. Fjallað var um þetta mál á ráð- stefnu í London í fyrradag og þar kom fram, að landeyðing væri víða mikil og ætti líklega eftir að aukast vegna hækkandi sjávarborðs. Fram kom, að meðalölduhæð að vetri við Hjaltland hefði aukist um 15% frá 1985 til 1995 og sjávarborð hækkað um millimetra á ári alla síðustu öld.  Hlýnun/12 NÝTT aðsóknarmet var sett á Laugardalsvelli í gærkvöldi þegar íslenska landsliðið mætti stjörnum prýddu liði Ítala. 20.204 áhorfendur, sem troðfylltu völlinn, urðu vitni að óvæntum en sanngjörnum sigri Íslendinga, 2:0. Mörk Ís- lands skoruðu Eiður Guðjohnsen og Gylfi Ein- arsson. Þetta var fyrsti leikur ítalska landsliðs- ins undir stjórn Marcello Lippi. Hann tjáði fréttamönnum eftir leikinn að Íslendingarnir hefðu komið ítalska liðinu í opna skjöldu með getu sinni. Fyrr um daginn mætti fjöldi manns á uppákomur í Húsdýragarðinum og rokk- tónleika á Laugardalsvelli og allir þessir við- burðir fóru fram í fádæma veðurblíðu./Þjóð- hátíð/28, Íþróttir/4–5 Morgunblaðið/Brynjar Gauti Metfjöldi varð vitni að sætum sigri Bill og Hillary Clinton til Íslands BILL og Hillary Clinton, fyrrver- andi forsetahjón Bandaríkjanna, eru væntanleg til Íslands 24. ágúst næst- komandi þegar sendinefnd Banda- ríkjaþings, sem Hillary á sæti í, á hér stutt stopp, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Munu bandarísku þingmennirnir ræða við Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra í Svartsengi, m.a. um samskipti ríkjanna. Einnig hafa nefndarmenn, undir stjórn John McCain öldungadeildarþingmanns, áhuga á að kynna sér vetnismál og ræða loftslagsbreytingar. Koma þeir eftir klukkan tíu um morguninn og fara af landi brott síðdegis. Clintonhjónin dvelja lengur Heimildir Morgunblaðsins herma að Clinton-hjónin komi fyrr um morguninn og dvelji hér á landi eitt- hvað fram á kvöld áður en þau halda för sinni áfram. Gerðar eru miklar varúðarráðstafanir til að tryggja ör- yggi fyrrverandi forseta Bandaríkj- anna og ekki gefið upp hvernig hann hagar ferðum sínum. Nefndina skipa John McCain, Hillary Rodham Clinton, Lindsey Graham og Susan Collins. McCain sóttist eftir útnefn- ingu Repúblikanaflokksins sem for- setaefni fyrir fjórum árum. Reuters Sharon varð undir í eigin flokki Mikið áfall fyrir áætlanir hans um brottflutning frá Gaza Tel Aviv. AFP. ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, beið í gær lægri hlut á flokksþingi Likudflokksins er meirihluti fundarmanna greiddi at- kvæði gegn því að ganga til stjórn- arsamstarfs við Verkamannaflokk- inn. Eru úrslitin mikið áfall fyrir þá stefnu Sharons að leggja niður gyðingabyggðirnar á Gaza. Tillaga frá Uzi Landau, harð- línumanni og ráðherra án ráðu- neytis, um að hafna samstarfi við Verkamannaflokkinn, sem er miklu hófsamari en Likudflokkur- inn, var samþykkt með 843 at- kvæðum gegn 612 og tillaga, sem stuðningsmenn Sharons fluttu og heimilaði honum að semja við „hvaða síonistaflokk sem er“ var felld en aðeins með 19 atkvæðum. Stjórn Sharons missti meirihluta sinn á þingi í júní þegar harð- línuflokkar sögðu skilið við hana til að mótmæla brottflutningnum frá Gaza og því þarf Sharon á stuðn- ingi Verkamannaflokksins að halda til að gera hann að veru- leika. Sharon hafði lýst því yfir fyrir þingið, að hann teldi sig ekki bundinn af ákvörðun þess en fréttaskýrendur segja, að niður- staðan sé óhjákvæmilega alvarlegt áfall fyrir hann og stefnu hans. Haft var eftir heimildum innan Likudflokksins í gær, að líklega myndi Sharon boða til nýrra kosn- inga á næstu mánuðum en kjör- tímabilinu á ekki að ljúka fyrr en 2006. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.