Morgunblaðið - 28.08.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 28.08.2004, Síða 1
2004  LAUGARDAGUR 28. ÁGÚST BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A  Kvennalandsliðinu boðið að leika tvo leiki við ÓL-meistara Bandaríkjanna / B3  Dæma Stefán og Gunnar úrslitaleik karla í handknattleik á ÓL í Aþenu? / B4  Draumalið Bandaríkjanna leikur ekki um gullið á ÓL, eftir tap fyrir Argentínu / B4 Tatjana Lebedeva sigraði í lang-stökkinu er hún stökk 7,07 metra en hún hafði þegar unnið sér inn brons er hún var í þriðja sæti í þrístökkskeppninni á þriðju- dag. Irina Simagina varð í öðru sæti, stökk 7,05 metra, og landa þeirra Tatjana Kotova varð í þriðja sæti, stökk einnig 7,05 en næst- besti árangur Simaginu var betri en Kotovu. „Eftir þrístökkskeppn- ina sagði þjálfarinn minn að ég þyrfti að slaka á og að ég hefði ekkert að óttast. Ég á nú allt safn- ið – gull, silfur og brons,“ sagði Lebedeva en hún varð í öðru sæti í þrístökki á Ólympíuleikunum í Sydney. Radcliffe hætti við og Huina fagnaði sigri Paula Radcliffe frá Bretlandi ákvað að taka þátt í 10.000 metra hlaupinu á síðustu stundu til að bæta upp fyrir að hafa gefist upp í maraþoninu þegar sex kílómetrar voru eftir. Henni gekk ekki betur í gærkvöld því þegar átta hringir voru eftir gafst hún upp og sagði hún eftir hlaupið að hún hafi ekki enn jafnað sig eftir maraþonhlaup- ið. Öllum á óvart var það kínverska stúlkan Xing Huina sem kom fyrst í mark á tímanum 30.24,36, rétt á undan Ejegayehu Dibaba frá Eþíópíu. Hún náði forystunni í hlaupinu þegar tveir hringir voru eftir en fram að því höfðu þrjár eþíópískar konur skipst á að hafa forystuna. Liu Xiang frá Kína jafnaði heimsmetið í 110 metra grinda- hlaupi þegar hún kom fyrst í mark á 12,91 sekúndu. Liu, sem er að- eins 21 árs, jafnaði met hinnar bresku Colin Jackson sem hljóp á sama tíma á heimsmeistaramótinu í Stuttgart, Þýskalandi, árið 1993. „Þetta er kraftaverk. Ég er meira að segja of þreytt til að gráta. Ég er ekki aðeins stolt af sjálfri mér og Kína, heldur allri Asíu. Hlaupið var frábært frá upphafi til enda,“ sagði Liu eftir hlaupið en hún bætti sitt persónulega met um 15/ 100 úr sekúndu en besti árangur hennar hingað til er brons á heims- meistaramótinu í París í fyrra. Reuters Rússnesku stúlkurnar Tatjana Lebedeva, gull, Irina Simagina, silfur, og Tatjana Kotova, brons, fagna þreföldum sigri í langstökki á Ólympíuleikunum í Aþenu í gærkvöldi. Þrefaldur sigur Rússa í langstökki ÞAÐ voru rússneskar konur sem röðuðu sér í þrjú efstu sætin í lang- stökki á Ólympíuleikunum í Aþenu í gærkvöld. Marion Jones varð í fimmta sæti en vonir hennar um gullverðlaun eru ekki úr sögunni því hún keppir í 4x100 metra boðhlaupi með bandarísku sveitinni. En það voru tvær kínverskar konur sem stálu senunnni en Liu Xiang jafnaði heimsmetið í 110 metra grindahlaupi kvenna og óvænt úrslit urðu í 10.000 metra hlaupi þegar Xing Huina kom fyrst í mark. FH-ingar duttu í lukkupottinn í Mónakó í gær er þeir drógust gegn þýska 2. deildarliðinu TSV Alem- annia Aachen í þriðju umferð UEFA-keppninnar í knattspyrnu. Fyrri leikurinn verður ytra 16. september en hinn síðari hér á landi hálfum mánuði síðari. Fyrir dráttinn var ljóst hvaða lið FH- ingar gætu fengið, en þau voru Middlesbrough, Englandi, Dinamo Zagreb, Króatíu, PAOK Saloniki, Grikklandi, Club Brugge, Belgíu og Aachen. Aachen hefur leikið í 2. deild í fimm ár, en kom upp úr 3. deild 1999 og hefur endað í sjötta sæti tvö undanfarin ár. Leikvangur fé- lagsins, Tivoli, tekur 22.500 áhorf- endur. Þekktasti leikmaður liðsins er hollenski sóknarmaðurinn Erik Maijer, sem spilaði um skeið með Liverpool. Hann er 35 ára og hefur spilað einn landsleik fyrir Holland, og með mörgum liðum, m.a. PSV Eindhoven, Hamburger SV og Lev- erkusen. Þá er í herbúðum liðsins Chris Iwelumo, skoski sóknarmaðurinn sem Guðjón Þórðarson keypti til Stoke City á sínum tíma. Hann kom til liðsins í sumar. Ennfremur er miðjumaðurinn Kai Michalke með mikla reynslu úr 1. deildinni með Nürnberg, Herthu Berlín og Schalke. Alemannia komst í UEFA- bikarinn, og beint í 3. umferðina, þar sem liðið lék til úrslita gegn meisturum Werder Bremen í þýsku bikarkeppninni í vor. Bremen vann þann leik aðeins 3:2. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH- liðsins, á örugglega eftir að halda til Þýskalands til að horfa á Aachen leika áður en FH mætir liðinu – fyrst á útivelli. FH-ingar duttu í lukku- pottinn í UEFA-keppninni Hásteinsvelli. Gunnar Heiðar er markahæsti leikmaður efstu deild- ar – hefur skorað 12 mörk í 15 leikj- um. „Höfum mikinn áhuga“ Jan Anderson, þjálfari Halmstad hefur mikla trú á Gunnari Heiðari og telur hann vera framtíðarleik- mann félagsins. „Við höfum mik- inn áhuga á Gunnari og vonandi verður allt klárt eftir helgi. Við höfum skoðað marga leikmenn eftir að Mikael Nilsson fór til Southampton og ég tel að Gunn- ar sé sá rétti. Ég býst ekki við að hann fari beint í byrjunar- liðið hjá okkur en hann á eftir SAMKVÆMT sænska blaðinu Ex- pressen hefur ÍBV náð samkomu- lagi við sænska úrvalsdeildarliðið Halmstad um að sóknarmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson gangi í raðir sænska liðsins, en það situr nú um stundir í efsta sæti sænsku úr- valsdeildarinnar. Gunnar Heiðar mun því leika sinn síðasta leik, í bili að minnsta kosti, fyrir Eyjamenn í dag er þeir taka á móti Víkingum á að reynast Halmstad mjög mikil- vægur í framtíðinni enda um fram- tíðarleikmann að ræða,“ sagði And- erson. Þess má geta að enski leikmað- urinn Matt Garner ákveðið að leika með Eyjamönnum á næsta keppnis- tímabili, en á dögunum ákvað Eng- lendingurinn Ian Jeffs að fram- lengja samning sinn við Eyjamenn. Markahrókurinn Gunnar Heiðar frá ÍBV til Halmstad í Svíþjóð?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.