Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.10.2004, Blaðsíða 1
2004  MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A NJARÐVÍK OG KEFLAVÍK SPÁÐ MEISTARATITLUM / B2 DREGIÐ var í bikarkeppninni þýsku í hand- knattleik í gærkvöldi. Þrír leikir verða með lið- um í efstu deild. Magdeburg mætir Gummers- bach, Lemgo leikur gegn Minden þar sem Logi Geirsson og Patrekur Jóhannesson munu mæt- ast og Post Schwerin fær Flensburg í heim- sókn. Aðrir leikir eru: Solningen - Göppingen með þá Garcia og Stelmokast, Varel - Düssel- dorf þar sem Markús Máni leikur. Rúnar Sig- tryggsson og félagar í Eisenanch mæta Róberti Sighvatssyni og félögum í Wetzlar, Emsdetten - Kiel, Leutershausen - Wallau/Massenheim með Einar Örn Jónsson í horninu, Stralsunder, þar sem Shamkuts leikur, mætir Hamburg, Fleden- beck - Nordhorn, Dormagen - Ahlener, Hildes- heim - Ossweil, Kornwestheim - Willstätt/ Schutterwald, Werratal - Friesenheim þar sem Einar Logi Friðjónsson leikur. Patrekur og Logi mætast KJARTAN Sturluson, fyrrverandi markvörður Fylkis í knattspyrnu, er á heimleið eftir rúmlega ársdvöl á Ítalíu þar sem hann lýkur masters- námi í viðskiptafræðum um áramót- in. „Ég er líklegast á heimleið og ef það verður ætla ég að draga fram fótboltaskóna á ný,“ sagði Kjartan í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég vil ekkert ræða hvort einhver félög hafi rætt við mig, en vantar ekki fullt af markmönnum heima núna? Ég er alveg pollrólegur yfir þessu en það er margt sem kitlar, en það var ætl- unin að vinna hér úti en ástandið á vinnumarkaðnum hérna er ekki gott þannig að ég held ég komi heim.“ Kjartan segist vera í fínni æfingu. „Ég hef reyndar ekkert æft fótbolta en verið duglegur í ræktinni þannig að ég er í fínu formi. Svo finnst mér ég búinn að endurheimta neistann eftir að hafa gert fjórar misheppn- aðar atrennur að Íslandsmeistara- titlinum. Það hefur því bara gert mér gott að taka mér frí frá fótboltanum. Annars er það svo margt sem mig langar að gera og ætti auðveldara með ef ég yrði áfram hér úti. Það er því virkilega stór ákvörðun að koma heim á ný, en ég á samt von á að ég geri það,“ sagði Kjartan. MICHAEL Owen, framherji Real Madrid og enska landsliðsins, seg- ist ekki ætla að láta úrtöluraddir draga úr sér kjarkinn. Hann stefni ótrauður að því að laga sig að knattspyrnunni á Spáni þar sem hann hefur ekki náð sér á strik á leiktíðinni og verið harðlega gagn- rýndur þar í landi í fjölmiðlum. „Sýnið mér þolinmæði, ég hef að- eins leikið sex leiki með Real Mad- rid,“ sagði Owen í gær. Hann seg- ist alls ekki hugsa til þess að snúa heim til Englands á nýjan leik og þá til liðs við Liverpool, eins og orðrómur hefur verið uppi um. „Ég er ekki sú manngerð sem gefst upp og að snúa heim til Englands er ekki í spilunum. Gefið mér bara tækifæri til að aðlagast breyttum aðstæðum,“ segir Owen sem fann fyrir lítilsháttar meiðslum í baki í leik við Deportivo La Coruna síð- asta sunnudag. Vegna þessa hefur hann ekki æft með enska landslið- inu í vikunni en það býr sig undir leik við Wales í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer á Old Trafford á laugardaginn. Owen segir að hann verði eigi að síður klár í slaginn ef Sven Göran Eriksson landsliðsþjálfari taki þá ákvörðun að tefla honum fram. „Ég veit að ég get bæði þjónað landsliðinu og mínu félagsliði með sóma. Ég er ekki reynslulaus ung- lingur heldur reyndur knatt- spyrnumaður sem hef mikla reynslu af alþjóðlegri knatt- spyrnu,“ segir Owen sem hefur skorað 27 mörk í 63 landsleikjum fyrir enska landsliðið. Reuters Michael Owen (11) fer af leikvelli í deildarleik með Real Madrid og í hans stað kemur Fernando Morientes, sem var markakóngur Meistaradeildar Evrópu sl. keppnistímabil með Mónakó. Owen er ekki af baki dottinn Íslenska landsliðið leikur á WorldCup í Svíþjóð í næsta mánuði og spurður hvort hann væri reiðubúinn að vera með liðinu á því móti sagði Dagur: „Eins og staðan er í dag þá er ekkert því til fyrirstöðu að ég verði með á World Cup svo framarlega sem leitað verður til mín. Ég ætla hins vegar að bíða eftir því hvernig nýr þjálfari leggur þetta upp. Mér finnst vera kominn tími til að ég fái að spila mína stöðu. Ég held að ég sé búinn að leggja mitt af mörkum í þessu flakki að vera spila í skyttu- stöðunni á tveimur síðustu stórmót- um. Ég hef fengið minn toll af gagn- rýni fyrir það og ef ég verð áfram í liðinu þá vona ég alla vega að ég fái að spila mína stöðu sem er á miðj- unni,“ sagði Dagur, sem er spilandi þjálfari hjá austurríska liðinu Bre- genz annað árið í röð. Eins og fram hefur komið er lík- legast að Viggó Sigurðsson eða Geir Sveinsson taki við þjálfun íslenska landsliðsins af Guðmundi Guð- mundssyni. Dagur var inntur eftir því hvernig honum litist á þessa tvo kosti. „Mér líst mjög vel á þá báða. Ég þekki Viggó vel frá því ég lék undir hans stjórn hjá Wuppertal í Þýska- landi. Hann er mjög fær þjálfari. Ég hef spilað með Geir í mörg ár og veit hvaða mann hefur að geyma. Ég hef bara heyrt gott frá honum frá því þjálfaði Val. Báðir kostirnir eru að mínu mati mjög góðir og ég tel HSÍ í góðri stöðu að hafa þá sem kandídata.“ Dagur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik Er tilbúinn ef not eru fyrir mig „ÉG hef ekki tekið neina ákvörðun um mína framtíð í landsliðinu. Ég vil bíða og sjá hvað nýr þjálfari hefur fyrir stafni, hvort hann hafi not fyrir mig eða hvort hann vilji byrja með nýja menn,“ sagði Dagur Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Dagur hefur verið fyr- irliði íslenska landsliðsins í handknattleik undanfarin ár en eftir Ól- ympíuleikana í Aþenu í síðasta mánuði sagðist Dagur ætla að meta stöðu sína upp á nýtt gagnvart landsliðinu. Morgunblaðið/Golli Dagur Sigurðsson Kjartan á heimleið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.