Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR
2 B MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
HANDKNATTLEIKUR
Íslandsmót karla, norðurriðill:
Höllin Akureyri: Þór – Haukar............19.15
Í KVÖLD
KÖRFUKNATTLEIKUR
ÍS – Keflavík 64:79
Íþróttahús Kennaraháskólans, 1. deild
kvenna, þriðjudagur 19. október 2004.
Gangur leiksins: 0:2, 2:6, 6:10, 10:10, 12:19,
16:28, 20:32, 22:43, 30:49, 32:55, 40:59,
45:61, 45:67, 54:67, 62:75, 64:79.
Stig ÍS: Signý Hermannsdóttir 14, Alda
Leif Jónsdóttir 14, Hafdís Helgadóttir 12,
Þórunn Bjarnadóttir 10, Lovísa Guð-
mundsdóttir 6, Jófríður Halldórsdóttir 4,
Stella Rún Kristjánsdóttir 4.
Fráköst: 23 í vörn – 10 í sókn.
Stig Keflavíkur: Anna María Sveinsdóttir
30, Reshea Bristol 18, María Ben Erlings-
dóttir 13, Marín Rós Karlsdóttir 8, Bryndís
Guðmundsdóttir 4, Rannveig K. Randvers-
dóttir 4, Bára Bragadóttir 2.
Fráköst: 24 í vörn – 9 í vörn.
Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson og
Eggert Þór Aðalsteinsson voru góðir.
Villur: ÍS 10 – Keflavík 11.
Áhorfendur: Um 30.
Staðan:
Keflavík 3 3 0 237:173 6
ÍS 3 2 1 219:163 4
Grindavík 2 2 0 109:96 4
KR 2 0 2 98:133 0
Njarðvík 2 0 2 90:125 0
Haukar 2 0 2 101:164 0
Deildabikar kvenna
Hópbílabikar, 1. umferð, seinni leikur:
Breiðablik – Ármann/Þróttur ............. 73:34
Breiðablik áfram, 162:78 samanlagt, og
mætir Keflavík í 8 liða úrslitum.
KNATTSPYRNA
Meistaradeild Evrópu
A-RIÐILL:
Liverpool – Deportivo La Coruna..........0:0
Mónakó – Olympiakos..............................2:1
Javier Saviola 3., Ernesto Javier Chevan-
ton 10. – Giannakis Okkas 60. – 16.624.
Staðan:
Mónakó 3 2 0 1 4:3 6
Liverpool 3 1 1 1 2:1 4
Olympiakos 3 1 1 1 2:2 4
La Coruna 3 0 2 1 0:2 2
B-RIÐILL:
Leverkusen – AS Roma ...........................3:1
Roque Junior 48., Jacek Krzynowek 59.,
Franca 90. – Francesco Totti 26. Rautt
spjald: Christian Panucci (61.) og Daniele
De Rossi (87.) báðir úr Roma. 22.500.
Real Madrid – Dynamo Kiev ...................1:0
Michael Owen 35. – 45.000.
Staðan:
Dinamo Kiev 3 2 0 1 7:3 6
Leverkusen 3 2 0 1 8:5 6
Real Madrid 3 2 0 1 5:5 6
Roma 3 0 0 3 3:10 0
C-RIÐILL
Ajax – Maccabi Tel-Aviv..........................3:0
Wesley Sonck 4., Nigel de Jong 21., Rafael
van der Vaart 33. – 49.500.
Juventus – Bayern München...................1:0
Pavel Nedved 76. – 18.089.
Staðan:
Juventus 3 3 0 0 3:0 9
Bayern München 3 2 0 1 5:1 6
Ajax 3 1 0 2 3:5 3
Tel-Aviv 3 0 0 3 0:5 0
D-RIÐILL
Fenerbahce – Lyon ..................................1:3
Ferreira 68. – Pernambucano 55., Cristiano
Cris 66., Pierre-Alain Frau 87. – 49.000.
Sparta Prag – Manchester United .........0:0
Staðan:
Lyon 3 2 1 0 7:4 7
Man. Utd. 3 1 2 0 8:4 5
Fenerbahce 3 1 0 2 4:9 3
Sparta Prag 3 0 1 2 1:3 1
England
1. deild:
Reading – Leeds........................................1:1
Wigan – Crewe ..........................................4:1
Brighton – Cardiff.....................................1:1
Burnley – Coventry ..................................2:2
Leicester – Ipswich...................................2:2
Millwall – Gillingham................................2:1
Preston – QPR...........................................2:1
Rotherham – Plymouth ............................0:1
Sheff. Utd – Nottingham F. .....................1:1
Watford – Sunderland ..............................1:1
West Ham – Stoke City ............................2:0
Wolves – Derby .........................................2:0
Staða efstu liða:
Wigan 14 8 6 0 28:10 30
Reading 14 8 3 3 17:10 27
Ipswich 14 7 5 2 26:18 26
QPR 14 8 2 4 22:18 26
West Ham 14 7 3 4 16:13 24
Sunderland 14 6 4 4 19:12 22
2. deild:
Bradford – Blackpool................................2:1
Brentford – Hartlepool.............................2:1
Colchester – Wrexham .............................1:2
Huddersfield – Tranmere ........................1:3
Oldham – Bristol City ...............................0:0
Peterborough – Sheff. Wed......................1:1
Port Vale – Swindon .................................1:0
Torquay – Bournemouth ..........................1:2
Walsall – Luton .........................................2:0
Luton 35 stig, Brentford 30, Bournemo-
uth 27, Tranmere 26, Bradford 25, Shef-
field Wednesday 23, Swindon 23.
KR-INGARNIR Kjartan Henry Finnbogason og Theo-
dór Elmar Bjarnason halda utan til Hollands á laug-
ardaginn þar sem þeir verða til reynslu hjá hinu kunna
knattspyrnufélagi Feyenoord. „Við æfum þar í eina
viku og það verður spennandi að spreyta sig þar.
Feyenoord er þekkt fyrir gott uppeldisstarf og þegar
boð kom frá félaginu var ekki að hægt að neita því,“
sagði Theodór Elmar við Morgunblaðið í gær.
Elmar og Kjartan, sem báðir eru fastamenn í U-19
ára landsliðinu, vöktu athygli fyrir vasklega fram-
göngu með KR í sumar. Kjartan, sem er 18 ára gamall
framherji, kom við sögu í 14 leikjum og skoraði 2 mörk
og Elmar, sem er 17 ára gamall miðjumaður, lék 10
leiki. Mörg lið hafa beint sjónum sínum að KR-ingunum
ungu. Celtic hefur boðið þeim til reynslu og að sögn
Elmars stendur til að hann og Kjartan fari þangað síð-
ar í haust. Þá hafa Rangers í Skotlandi og Hamburger
SV í Þýskalandi sýnt áhuga á fá Elmar til skoðunar.
Elmar og Kjartan á
leið til Feyenoord
GARÐAR Jóhannsson framherji úr KR skrifaði í gær
undir nýjan tveggja ára samning við vesturbæjarliðið
en samningur hans við KR rann út í vikunni. Garðar,
sem er 24 ára gamall, lék ekkert með KR-ingum í sum-
ar vegna meiðsla en hann lék 15 leiki með KR-liðinu í
úrvalsdeildinni 2003 og skoraði 3 mörk. Hann var
markakóngur Reykjavíkurmótsins í ársbyrjun en
meiddist snemma á árinu. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins reyndu Valsmenn að krækja í Garðar og
þeir hafa einnig reynt að fá markvörðinn Kristján
Finnbogason í sínar raðir en Kristján, sem verður með
lausan samning um áramót, er í samningaviðræðum við
KR og líklegt að hann skrifi undir á næstu dögum.
Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir verða að öllum lík-
indum um kyrrt hjá KR en samningar þeirra við KR
eru lausir. Þeir hafa fundað bæði með KR og ÍA og eftir
því sem Morgunblaðið kemst næst þá eru líkurnar mun
meiri á að þeir verði áfram í röndóttu búningunum.
Garðar valdi KR
fram yfir Val
GUÐMUNDUR Stephensen borð-
tennismaður vann sína viðureign
þegar lið hans Malmö FF vann
Gröstorps IF með sex vinningum
gegn engum í sænsku úrvalsdeild-
inni í fyrrakvöld. Malmö FF er efst
í deildinni með fullt hús stiga eftir
þrjár umferðir.
SEBASTIAN Deisler, leikmaður
Bayern München og þýska lands-
liðsins, hefur veikst á nýjan leik og
á þriðjudag hélt hann frá Tórínó til
München til að leika sér læknis-
hjálpar, en Bayern mætti Juventus
í Tórínó í gær í Meistaradeild Evr-
ópu.
DEISLER glímir við þunglyndi
og var frá keppni hluta úr síðustu
leiktíð á meðan hann leitaði sér að-
stoðar. Hann mætti á ný til leiks í
febrúar og hefur leikið síðan og var
að margra mati besti leikmaður
Bayern München á lokaspretti
þýsku deildarinnar í vor.
LÖGREGLAN í Stokkhólmi fann
um þrjátíu bensínsprengjur fyrir
utan Råsunda eftir leik sænsku úr-
valsdeildarliðana AIK og Hamm-
arby í fyrrakvöld en þar brutust út
ólæti á meðal áhangenda AIK eftir
að Hammarby hafði komist yfir.
Um 20 manns voru handteknir en
lögreglan fann gríðarlegt magn af
bensínsprengjum sem líklega átti
að nota í átökum eftir leikinn.
ÍSLANDSMÓTIÐ í 1. deild karla
í innanhússknattspyrnu fer fram í
Laugardalshöll helgina 27. og 28.
nóvember. Búið er að draga í riðl-
ana fjóra en Völsungur frá Húsavík
á titil að verja í karlaflokki.
FRAM, Grindavík, Keflavík og
Leiknir Fáskrúðsfirði leika í A-
riðli. Í B-riðli leika FH, Fylkir, ÍA
og Sindri. C-riðill: Breiðablik, ÍBV,
KR og Léttir og D-riðill: Stjarnan,
Valur, Völsungur, Þróttur R.
1. DEILD kvenna verður spiluð í
Austurbergi 27. og 28. nóvember. Í
A-riðli leika: Grótta, ÍBV, Stjarnan,
Valur og Þróttur R. Í B-riðli:
Breiðablik, FH, HK/Víkingur, ÍA
og KR. Það eru Valskonur sem eiga
titil að verja.
LEON Brisport, fyrrum leikmað-
ur Þórs frá Þorlákshöfn, hefur
samið við sænska úrvalsdeildarliðið
Jämtland en Hildur Sigurðardóttir
leikur með kvennaliði samnefnds
félags. Brisport skoraði 12 stig og
tók 11 fráköst í sínum fyrsta leik.
GRANT Hill skoraði 20 stig fyrir
Orlando Magic í 114:93 sigri liðsins
gegn Dallas Mavericks í æfingaleik
sem fram fór á sunnudag.
Hill lék ekkert með Magic á síðustu
leiktíð vegna meiðsla á ökkla en
hann hefur lítið leikið með liðinu
vegna meiðsla á undanförnum
þremur keppnistímabilum. Þýski
landsliðsmaðurinn Dirk Nowitzki,
framherji Mavericks, meiddist lít-
illega á ökkla í leiknum og fór af
velli.
FÓLK
Strax í byrjun var mikil áherslalögð á varnir, sem kostaði mik-
ið þrek hjá báðum liðum og því var
minna um stig.
Helst leit út fyrir að
leikmenn ætluðu að
þreyta mótherja
sína en sigurviljinn
var nægilega mikill til að liðin
slægju lítið af. Eftir rúmar tíu mín-
útur hrukku Keflvíkingar í gang og
þeim gekk allt í haginn svo að stað-
an í leikhléi var 49:30. Leikhléið
dugði Stúdínum til að stilla streng-
ina, þær bættu vörnina sem skilaði
strax betri sóknarleik svo að þeim
tókst að saxa forskotið niður í 13
stig þegar best var en það dugði
ekki til.
„Við komum ekki alveg tilbúnar
til leiks og við vitum nú við hverju
má búast en þetta er þriðji leikurinn
á tímabilinu og við ætlum bara að
bæta okkur,“ sagði Signý Her-
mannsdóttir, sem var stigahæst hjá
ÍS og tók einnig flest fráköst, 11
alls. „Það verður að vera stöðugleiki
þegar við Keflavík er að etja og það
verður að ná sínum besta leik en má
ekki gera nein mistök en þau gerð-
um við. Við eigum samt miklu meira
inni og eigum eftir að sýna það.“
Alda Leif Jónsdóttir var lengi að
komast á blað og munar um minna
en hún tók þó 7 fráköst. „Við spil-
uðum þokkalega vel, mættum að
vísu bæta vörnina en ég er sátt,“
sagði Anna María Sveinsdóttir, sem
skoraði 30 stig fyrir Keflavík – hitti
úr 11 af 17 skotum inni í teig, tveim-
ur af þremur þriggja stiga og báðum
vítaskotum sínum auk þess að taka 7
fráköst. Sannarlega engu gleymt –
frekar að hún hafi bætt við sig. „Við
stöðvuðum þær í vörninni enda er-
um við með gott varnarlið og eigum
að geta það, þannig getum við líka
náð okkur á skrið í sókninni og þetta
var mun stærri sigur en ég átti von
á. Þetta var toppbaráttuleikur og
erfitt að halda tuttugu stiga forskoti
út leik gegn liði sem var í sömu
stöðu og við en við sýndum góða
baráttu og héldum það þó út leikinn.
Mér líst vel á veturinn. Við erum
með góðan útlending og líka ungt lið
auk þess Birnu Valgarðsdóttur til
góða svo að ég sé ekki annað en við
verðum í hörkubaráttu í vetur.“
Reshea Bristol stóð sig með prýði,
skoraði 18 stig, tók 9 fráköst og gaf
8 stoðsendingar. Aðrar lögðu líka
sitt af mörkum með baráttuandann í
lagi og í næsta leik má búast við að
Birna verði til í slaginn eftir að hafa
verið frá í mánuð með brotinn putta.
Morgunblaðið/Sverrir
Lovísa Guðmundsdóttir, ÍS, og Anna María Sveinsdóttir, Kefla-
vík, í baráttu en Marín Rós Karlsdóttir, Keflavík, fylgist með.
Keflavík
stakk ÍS af
TÍU mínútna mjög góður varnarleikur gerði gæfumuninn þegar
Keflavík sótti ÍS heim í gærkvöldi í 1. deild kvenna í körfuknattleik.
Jafnt var fyrstu mínúturnar en eftir að gestirnir skoruðu 33 stig á
móti tólf skildu leiðir – bilið var of mikið fyrir ÍS að brúa svo að
Keflavík vann 79:64. Keflvíkingar hafa því tekið forystu í deildinni
en liðinu var spáð því fyrir mótið og að ÍS kæmi næst á eftir.
Stefán
Stefánsson
skrifar
SIR Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man-
chester United, viðurkenndi í gær að hann
hefði gert mistök við val liðsins og einnig á
undirbúningstímanum. Þessi mistök hefðu v
ið kostnaðarsöm í upphafi leiktíðar og meg-
inástæða þess að Manchester United liðið he
ur ekki náð sér á strik og er af þeim sökum
m.a. ellefu stigum á eftir Arsenal í ensku úr
valsdeildinni.
Játning Fergsuons kom á óvart því á þeim
18 árum sem hann hefur verið við stjórnvöli
hjá Manchester United hefur hann ekki oft
gefið höggstað á sér með þessum hætti.
Fergsuon segir að meðal mistaka sem han
hafi gert sé að breyta liðinu of mikið á milli
leikja og hann hafi á stundum ekki gefið leik
mönnum nægan tíma til að jafna sig eftir erf
iða leiki. Meðal annars nefnir hann að Portú
galinn Ronaldo hafi verið yfir sig þreyttur
eftir leikinn gegn Birmingham á síðasta lau
ardag. Hann hafi einfaldlega ekki verið búin
að jafna sig eftir að hafa leikið tvo leiki með
portúgalska landsliðinu á skömmum tíma.
Þá viðurkennir Ferguson að hann hafi ek
gefið mörgum leikmönnum nægt sumarfrí,
hann hafi kallað þá of snemma til æfinga og
leikja. Meðal þeirra sem nú súpa seyðið af
þessu sé Paul Scholes, sem hafi alls ekki náð
sér á strik og glími nú við meiðsli sem megi
jafnvel rekja til of mikils álags.
„Ég er ekki í vafa um að ég er með góðan
leikmannahóp í höndunum sem hefur alla
burði til þess að keppa við Arsenal um meist
aratitilinn,“ sagði Ferguson í gær en hann f
ensku meistarana í heimsókn á Old Trafford
um næstu helgi. „Ég veit að við getum unnið
leikinn, en ég geri mér fyllilega grein fyrir a
Arsenal er sömu skoðunar.“
Ferguson
viður-
kennir
mistök