Sunnudagsblaðið


Sunnudagsblaðið - 25.11.1962, Qupperneq 3

Sunnudagsblaðið - 25.11.1962, Qupperneq 3
. Og svona liðu árin Vlð vorum heilsuhraust og börnin líka, og við und- um lífinu vel. Hins vegar höfðum við ekki brekkumagn til neinna breytinga á kjör- um okkar. En árið 1926 dró ský fyrir sólu. Einn daginn þegar XJlfar kom heim, kenndi hann meins í annarri hendinni. Hann hafði meitt sig við grjótklofninginn og mein varð af og fór sívaxandi. Hann kvaldi sig til vinnunnar lengi vel, sást ekki fyrir vegna bjargræðisviljans, en varð svo tilneyddur að liætta. Þegar hann lagði frá sér fleininn og sleggjuna vegna handarmeinsins, var þreki hans lokið '— og hann vann ekkert framar. Hann fékk og brjósthimnubólgu og bjúg í allan lík- amann. | Nu varð ég bjargræðislaus með börnin. Enginn eyrir var til á heimilinu og við allslaus með öllu. tJlfar var mikið veikur og ég reyndi að stunda hann eins og ég gat. Ég vann í þurrfiski hjá Kveldúlfi, en aðeins dag og dag, aðallega í innkeyrslu og útkeyrslu, en þetta gaf lítið í aðra hönd, en hjálpaði samt. Eg tók saman og saumaði öll kvöld og langt fram á nætur. Ég fékk vinnu við ræstingu í Safnahúsinu hjá Helga Arnasyni. Ég vann og vann linnulaust. En þetta var alveg vonlaust. Ég sá, að ég gat ekki framfleytt heimil- inu. | Svo kom að því, að tilfar var úrskurðað- ur á Vífilsstaði. Hann kvaddi börnin sín og fór hryggur á hælið. Þegar læknirinn úr- skurðaði Úlfar á hælið, brá mér mjög, ! Ég. tók það sem tilkynningu um það, að hann væri berklaveikur, og skelfilegur ótfi greip mig barnanna vegna. Þá var hvíti dauðinn eins og krabbameinið er nú. En svo er guði fyrir að þakka, að börnin smituðust ekki og ég ekki heldur. Að minnsta kosti hefur það aldrei gert vart við sig hjá okkur. Mig langaði að búa manninn minn sómasamlega .út ó hælið, en ég átti ekki eyrisvirði. En þá barst mér óvænt hjálp. Ég átti frænda fyrir austan, Ariia Runólfsson í Fljótum. Hann var orðinn gamall maður, en talinn sæmi- lega efnaður, og einhleypur hafði hann verið alla ævi. Arni hafði haft spurnir af mér og mínum högum, enda hafði ég skrifað honum einhvern tíma. Nú bar það við, að Árni hitti nýja lækninn, sem kom um tíma og sat á Brekku í Fljótsdal. Það var Bjarni Guömundsson, nú læknir á Selfossi. Árni spurði hann, hvort hann kannaðist nokkuð við mig, enda hafði hann heyrt, að Bjarni ætti heima við Grettisgötu eins og ég. Bjarni sagðist þekkja mig og ætti ég heima í næsta húsi við liann. Nú bað Arni unga lækninn að skrifa smábréf fyrir sig til mín og gerði hann það. Þegar því var lokið, stakk gamli maðurinn fimmtíu krónum í um- slagið og lokaði því. Síðan sendi hann bréfið. Þessi stóra gjöf kom sannarlega í góðar þarfir. Hún barst mér í hendur tveimur dögum áður en Úlfar átti að fara á hælið. Ég gat búið hann út. Aldrei mun ég gleyma þessari hjálp liins aldr- aða frænda míns. 1 Úlfar fór á Vifilsstaði í maí 1927. Eg barðist áfram með börnin eins og ég gat, en ekkert dugði. Ég heimsótti manninn minn um hverja helgi og reyndi alltaf að koina með eitthvað handa honum. Hann sagði ekki margt, en fagnaði mér alltaf. Hins vegar fann ég inn á það hjá hon- um, að hann hafði miklar áhyggjur af afkemu okkar. Ég reyndi að dreyfa þess- um áhyggjum hans og gerði mig létta í UM þessar mundir kemur út ný bók eftir Viibjálm S. Vilhfálmsson. Þessi bók: FIMM KONUR, hefur inni að halda frá- sagnir og minningar fimm kvenna. Sunnu dagsblaóió fór þess á leit vió Vilhjálm a$ hann leyfði því að birta einn kaflá foókar- innar og leyfði hatin það. Hann valdi stutt- an kafla úrfrásögn Margrétar Halldórs- dóttur, og fer hann hér á eftir. - Útgefandi bókarinnar er Setberg. máli, reyndi að setja upp sérstakan svip, þegar ég opnaði dyrnar að'stofunni hans. Eg sagði honum, að allt gengi sæmilega. En það verð ég að játa, að oft var mér þungt fyrir hjarta. Ég gat í raun og veru ekki heimsótt~hann. Það kostaði þrjár. krönur að fara upp eftir,: og svo kostaði það alltaf nokkuð, sem ég reyndi að færa. honum. Ég fann,_að..það dró af Úlfari,. en ég lét elcki á neinu bera. JKvað hann sjálfr an snerti,-reyndi .hann að hughreysta mig, sagði, að þettafæri að batna. að úr öllu mundi rætast.. Við elskuðum hvort annað og- við elskuðum. börnin okkar. En ein- livern veginn fannst mér, að hvorugt væri alveg hreinskilið. Við reyndum að hug- hreysta livort annað með því að gylla vonina eina, en forðuðumst að minnast á vonleysið. En svona er lífið stundum og lái- hver sem vill. Svo var komið haustið 1927, að eg sá ekki skiipuð ráð til bjargar. Þegar þann- ig var ástatt, var engin önnur leið en að leita á náðir bæjarfélagsins um hjálp. Eg held, að enginn nú til dags, að minnsta kosti ekki unga fóikið, skilji í raun . og veru, hvað hér er um að ræða. Það var allt að því dauðasynd að fara þessa leið. Það var ekki aðeins, að þeir, sem nutu hjálpar, misstu mannréttindi sín x þjóð- félaginu, heldur kölluðu þeir yfir sig for- dæmingu samferðamanna-sinna, eða með- aumkun, sem oft gat reynst litlu betri. Ég lá andvaka um nætur og hugsaði um þetta. Það fór aldrei úr huga mínum á daginn. Ég horfði á börnin mín- og hugs- aði um það, að ég yrði að segja þau til sveitar. Ég heyrðr hljóm orðanna, sem-ég hafði. svo.oft heyrt: „Hann er á bænum”. „Hún er á bænum”. „Það þiggur styrk”. — Og ég sá augnatillitin. Eg.heyrði jafn- vel fótatak fátæki-afulltrúans í stiganum. Skoðun á heimilinu skyldi fara fram. Og ég-fókk- sting í hjartað. Þessu er ekki. hægt að lýsa eins og það var. Því verður aldrei hægt að lýsa með orðum. Þáð getur vel verið, að ýmsir hafi ekki tekið það nærri sér að leita til -sveitar eða bæj- ar um hjálp í gamla daga, en ég þekki enga þá, sem ekki tóku það nærri sér. Ég veit, hvemig-mér leið. — Mér fannst, að ég gæti ekki tekið á móti vetrinum án stuðnings einhvers staðar frá, og- eng- in. tök voru á því að ég gæti sjál-f leitað vinnu utan heimilisins. Þá gegndi störfum fátækrafulltrúa Samúel Ólafsson söðlasmiður og Jón Jó- liannsson. Ég hafði nokkur kyniji af Jóni. Hann og Úlfar voru dálitlir kunningjar, en aldrei hafði Jón þó komið á heimili okkar, h}ns vegar frétti ég, að hann hefði spurt um líðan hjá okkur. Samúel var talinn fyrir Jóni að völdum, og hann fékk ekki gott orð í þessu starfi, hvernig svo sem var um annað, þótti kaldlyndur og ónærgætinn við þá, sem leituðu til hans. Þetta var sagt, ég tek það fram. Ég hafði ekki þessa reynslu af honum, að minnsta kosti ekki beinlínis, og ég vil segja það, að fátækrafulltrúarnir gegndu erfiðu starfi og vanþakklátu. Þeir áttu að skammta milli margra af of litlu. Það hefur alltaf verið talið erfitt lilutskipti. Og loks bjó ég mig til þeirrar þyngstu göngu, sem ég hafði farið á minni ævi. Ég bað móður mína að líta eftir börnun- um, sem heima voru, bjó mig upp og labb- aði heim til Samúels á Laugavegi 53, era þar var þá skrifstofa fátækrafulltrúa bæj-. arins. Það fór ekki meira fyrir henni þá. Eg gekk upp tvö eða þrjú þrepin og knúði dyra. Eg heyrði sagt: „Kom inn”. Og ég opnaði dyrnar. Þeir voru þar báðir. Samúel stóð við skrifborð sitt, en Jón Jóhannsson sat á stól. Ég heilsaði og þeir tóku þurrlega kveðju minni, nema hvað Jón kinkaðl kolli. og bauð mér sæti. Samúel stóð kyrr í sömu sporum og horfði á mig og mér fannst eins og hann sæi í gegnum mig. Ég kveinkaði mér undan augnatillitinu, enda var ég eins og logandi kvika. „Ég-.er bingað komin til .ykkar tiLþess að leita hjálpar um tíma. .Maðurinn minn hefur verið veikur lengi, og.ni.er svo komið,. að hann verður að vera á Vífils- stöðum. Við- eigum fjögur börn. Elzta. telpan hjálpar til í húsi og- fær.þar. að borða, en að öðru.leyti erum við bjargar- laus. Eg ,get..ekki icitað mér atvinnu utan heimilis, en. reyni að taka. smávegig saumaskap . heim. Eg. sé .ekki fram. á það, að ég geti tekið á móti vetrinum með svona. ástæðjxr”. I- Þetta rann upp úr mér. Orðin komia hvert-af öðru viðstöðulaust. Eg-hafði ótt- ast, að- mér yrði orða-vant, þegar - ég stæði frammi fyrir fátækrafulltrúurmm, en skyldan við börnin mun hafa hjálpað mér, einnig vissan um það, að öll ábyrgð- in hvíldi á mér. Það var svo komið, að ég og-börnin-höfðu ekki við neinn annarr a8 styðjast en -mig. J.ón horfði alvarlegur á rnig úr- -sætl sínu, jafnvel eins og liann væri hryggnr, Ég fann sti’ax, að-ég naut samúðar-hans. Samúel stóð kyrr og horfði á mig þessurm köldu augum,- Þetta var svo sem ekki ó-- venjulegur viðburður í skrifstofu hana. Ef til vill var ég eins og sjúklingurinn, sem heldur, að hann sé eini sjúklmgur- inn, og-Samúel-þá eins og læknirinn; sem sýslar um tugi sjúklinga á hverjum degl og-verður því kaldur og afskiptalítill- aíí hverjum- og einum. Loks sagði SamúeS þuri-lega;- „Hvað haldið þér, að þér getið komizft af með minnst?” Nú átti yfirheyrslan að-byr-ja. Ég-hafðit átt von á henni og reynt að búa mig undir hana. Ég hafði engu að ievna, eritia -ekká dottið það í hug. Eg vildi alls ekki meirit hjálp en þá allra minnstu, sem ég-kæm- ist af með, j Ég svaraði: „Eru ekki einhverjar á- kveðnar reglur um styrk undir svcnra kringumstæðum? Ég ætlast ekki ííl amx» ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 3

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.