Sunnudagsblaðið - 25.11.1962, Side 6

Sunnudagsblaðið - 25.11.1962, Side 6
Síðasti hluti frásagna af örlögum í Steingrímsfirði Á 19 öldinni gengu oft miklir harðinda- kaflar, sem á síðari hluta aldarinnar ráku fólk i stórum hópum til Vesturheims. Síð- asti harðindakaflinn mun hafa byrjað með frostavetrinum 1881. Allan þann ára- tug fram yfir 1890 var mjög hörð veðr- álta víða um land, einkum nyrzt. Stund- um voru sumrin svo köld, að vart gátu sumur heitið og því líkast, sem fimbul- vetur væri í nánd. Sumarið 1886 ferðaðist Þorvaldur Thor- oddsen um Strandir. Hann lýsir veðráttu- farinu þannig: „Loftslagið þetta sumar var einstaklega kalt og hráslagalegt. Hita- mælirinn sté sjaldan yfir 4 gráður á Celsíus um hád. Vanalega var hitinn um miðjan dag 2—3 gráður, en kvölds og morgna 0—1 gráða. Oftast lá kolsvört þoka yfir landinu, en samt var húðarigning í byggð og krapa- slettingur, þegar dálítið dró upp í fjöllin". Síðustu dagana í ágúst, þegar þeir Þor- valdur voru komnir norður að Horni, var kominn svo mikill snjór á fjallvegi, að þeir urðu að snúa þar við og halda sama veg til baka. Þá hafði enn ekki verið hirt tugga af heyi, á neinum bæ á Norður- ströndum. Sumarið áður mun tíðarfar iiafa verið þessu líkt, þó að við höfum ekki iafn gildar heimildir fyrir því nú, eins og frásögn Thoroddsens, er um sum- arveðráttuna 1886. Aðdragandinn að láti Maríu Eyjólfs- dóttur bendir, meðal annars, til þess. En hann var þannig. í byrjun júlímánað- ar árið 1885 gerði norðan áhlaup á Ströndum, með veðurofsa og’ snjókomu á fjöllum. en slyddu og síðan slagviðri í byggð. Þó að komið væri fram um 12. sumarhelgi voru fráfærur nýlega af staðn- ar, en ær og lömb enn hýst. 1 byggð brast veðrið á síðari hluta nætur eða snemma morguns, og fór vaxandi fram yfir hádegi, en er leið að miðdegi, fór að draga úr því. A flestum bæjum í Bjarnarfirði átti að láta kvíærnar út, þennan morgun eins og venjulega, þegar mjöltum var lokið, en það fór víða svo, að þær fengust ekki burt frá húsunum, eða fuku um koll í veðurhamnum og lágu þar bjargarlausar, þar til þeim varð aftur komið í húsaskjól. Ár og lækir uxu gífurlega fljótt, er ögn hlýnaði í veðri með morgninum. Bjarnar- fjarðará flæddi yfir meginhlutann af lág- xendi dalsins, en lækir í fjallshlíðum belj- uðu fram straumþungir með fossaföllum og hlóðu upp háum aurgörðum til hlið- anna, sem enn sjást sums staðar merki um. Þar sem veður þetta stóð þvert á hlíðar, losnaði víða jarðvegur, sem olli aurburði og skriðuföllum á slægjulönd ýmissa jarða um fjörðinn. Svo er lands- lagi háttað á þessum slóðum, að inn frá aðaldalnum, sem nefnist Bjarnarfjörður, ganga tveir þverdalir norður í Trékyllis- heiði. Heitir Sunnudalur hinn vestri og liggur til norðvesturs, en Goðdalur hinn eystri með stefnu í norður. Milli dala þess ara er fjallstunga mikil, sem nefnist Tungukotsfjall eftir býli því, er þar stóð fvrrum, skammt frá ármótum og Tungu- lcot hét. Þó að dalir þessir liggi langt til fjalla, einkum Goðdalur, hafa þó báðir Ixyggðir verið frá ómunatíð, unz Goðdalur lagðist í eyði eftir hið hörmulega slys, er bar varð í desembermánuði 1948, og enn er öllum í fersku minni. Skammt fyrir framan bæinn Skarð beygir aðaldalurinn til norðurs og grein- ist þá í tvo áður nefnda þverdali. Eftir þeim falia ár samnefndar döiunum, er koma saman neðan við dalsmynnið, og lcallast eftir það Bjarnarfjarðará. í Sunnu- dal er einn bær samnefndur dalnum, sem er fremur grunnur með lágum brúnum, en hækkar nokkuð jafnt inn og upp til heiðarinnar. Goðdalur er mun dýpri og þrengri en Sunnudalur, og hlíðar hans brattari. Niður austurhlíð dalsins falla vatnsmikil gil, af Trékyllisheiði. Bærinn er alllangt frammi í dalnum, um 3—4 km framar en Sunnudalsbær, sem annars er næstur byggðra bóla. Neðarlega í dalnum austanmegin, er hátt fjallshorn, sem nefnist Goðdalshyrna og byrgir út- sýni niður til fjarðardalsins. Niður með túninu rennur Goðdalsá í þröngu gljúfri. Yoru stórviðir lagðir þar yfir og notaðir sem göngubrú, þótt eigi væri það góð leið Jofthræddum, því að oftast var brúin á fyrri árum aðeins tvö tré, og stundum án handriðs. Tók hana iðulega af í vatna- vöxtum vor og haust, og því venjulega litlu til hennar kostað. Hin vatnsmiklu gil, sem í ána falla úr heiðinni eru öll fyr- ir framan bæ og heitir Svartagil innsta. Þarna höfðu þau Kári og María nú búið í átta ár, og börn þeirra orðin sjö á lífi, hinn eftirminnilega vordag, sem fyrr er nefndur árið 1885. Þau Goðdalshjón áttu þröngt í búi og voru oft bjargarlítil á vorin. En ekki var þó setið auðum höndum, því að Kári bóndi var við sjóróðra þetta vor, norður á Gjögri og ekki enn kominn heim úr veri, en tveir elztu bræðurnir, Helgi og Magnús voru í vinnu yfir í Sunnudal. María var því ein heima með fimm börn sín nokkuð stálpuð, þar sem hið yngsta var sex ára, en hið elzta átján ára. Þegar veður fór hríðversnandi þennan þriðjudagsmorgun, svo að ekki var hundi út sigandi og því ófært vinnuveður, þá vildu Goðdalsbræður um fram allt komast heim til móður sinnar og systkina, þar sem ekki var fyr- ir að vita nema þau þyrftu hjálpar við, sem og raun varð á. En þar voru ámar iJiir pröskuldar í vegi, sem báðar voru langtum ófærar og óreiðar. Þeim bræðr- um var því nauðugur einn kostur, að ganga fram í heiði, og henda þar snjó- brýr yfir árnar. Að vísu munu hafa verið göngutré yfir Goðdalsá, eins og fyrr er greint en í þeim veðurofsa, sem á var, mun enginn hafa treyst sér að ganga þau. GiJin bæjarmegin í dalnum voru og óvæð með öllu, og varð því að leita uppi snjó- loft, ti’. að komast yfir þau. Helga, sem þá var tæpra sextán ára að aldri, var þetta allt ljóst og einnig hvað leiðin var iöng og krókótt. Hann lét því Magnús bróður sinn, sem var rúmu ári yngri, verða eftir í Sunnudal, en hélt einn af stað heimleiðis, fyrri hluta dags. Þá var enn rokveður og gífurleg úrkoma í byggð, en bleytuhríð inn til fjalla. Helgi hefur vafalaust verið í skinnklæðum að ein- liverju leyti, því að þau voru almennt not- uð á landi eigi síður en á sjó, þegar þörf krafði. Þegar Helgi náði heim til sin að GoðdaJ, nokkru eftir miðjan dag, mun hann hafa verið allþreyttur orðinn af langri göngu í illviðri, þó að veður væri þá tekið nokkuð að lægja. Heima voru þá aðeins fjögur systkini hans, sem sögðu honum þau tiðindi, að móðir þeirra hefði farið með kvíánum snemma morguns, ásamt bróður þeirra tíu ára gömlum, er Sigurður hét, og var hvorugt komið aftur. Að fengnum þessum r'réttum hélt Helgi aftur af stað niður dalinn, að leita móður sinnar. Hann bjóst við að liana væri helzt að finna, þar sem skjóls var að vænta, en það var niður hjá Goðdalshyrnu. Þó að dalsbrúnin niður frá bænum og niður að svoneindu Hymuleiti sé allhá er þar ekki um skjólsæla fjallsbrún að ræða, ’neldur er þar veðurnæmt og venjulega sterkviðri af ílestum áttum, ef stormur er í lofti. Að sönnu var veðrið nú tekið að ganga niður, en Goðdalsá flæddi yfir all- ar eyrar, upp að hlíðarfæti, þar sem ó- teljandi lækir og vatnsrásir streymdu fram og báru með sér mold og aur. Helgi var ýmsu vanur og lét ekki þá örðugleika á sig fá, sem vatnsaginn skap- aði, heldur hraðaði för sinni niður með hlíðarlögginni, sem mest hann mátti. Nið Heigi fékk þó komió móður sinni þannig fyrir, aÓ hann gat foorió hana, en leiddi bróöur sinn. g SUNNUDAGSBLAÐ — ALÞÝÐUBLAÐIÐ ur í hyrnunni fann hann kvíféð, móður sío^ bróður, svo sem hann hafði vænzt. Má^hans var þá nær dauða en lífi af kulmg vosbúð, þar sem hún hafði tínt utajf sér fötin eitt af öðru drengnum til skí4 enda var hann allhress. Hvorki mnHöt þeirra mæðgina lrafa verið vatns helíé nógu skjólgóð, til að mæta því- líJdkðri. S'var þá af Maríu dregið. að ekki mwún ganga og lítið mæla. Helgi fékk þó Pnið móður sinni þannig fyrir, að JiaiHat borið hana, en leiddi bróður sinn. pó I ieið þessi sé ekki mjög Jöng, mun hertrin hafa verið erfið og sótzt seint. jlclivar óharðnaður unglingur, tæpra se**; ára, og þreyttur áður eftir margra stuT göngu í óveðri, en nú móti vatns- eigtstormi að sækja, þó að lægri væri en í. Þegar þau komu í túnfótinn var Hel svo að þrotum kominn, að hann set^óður sína niður í hlé við húsvegg, en ítar hún örend. er mönnum kunnugt, hvað olli þv’U María tók það til bragðs að fylgja þennan morgun í slíku veðri, o£ Ö með barn með sér. En trúlegt þyk- jr alienni hafi verið sárt um, að ærnar stf* inni svona rétt eftir fráfærurnar, se,nauðvitað þýddi minni mjólk fyrir svanga munna. í annan stað mun hó^Jci hafa búizt við jafn vondu veðri o% V varð á, því að sennilega hefur eH®1 klukka verið til á bænum, þær vOrH>á enn ekki algengar meðal almúga- fó^bess vegna mjólkað snemma og áð- Ur 1 óveðrið komst í algleyming. Eftir að \ð skall á, sem gerðist mjög snögg- ic&kti hún þess engan kost að snúa lcoma ánum, sjálfri sér og drengn uá* 'Jti stórviðri og slyddubyl. Mlát Maríu með þessum sviplega Spurðust brátt víða um sveitir og oJh'iklu umtali,' manna á meðal. Komu pó b$ar sögur á kreik, — mis-sannar eia58 gengur, sem ekki verða sagðar hér. þó almælt, sem vcl má hafa haft vi® tthvað að styðjast, þó að sjálfsagt i'^i'ið meira úr því gert en efni stóðu tíl- 'o hafði borið til einhverju sinni að Jif^gi, að þau Goðdalshjón misstu fé í 3<l þegar Kári bóndi var f jarverandi. J'lívar að hann hefði þá deilt við konu s'I% talið vangæzlu hennar valda fjár- sK5\m, en hún svarað, að betur mundi J)l'Mgæta öðru sinni. M hélt áfram búskap í Goðdal eftir Jó' "u sinnar, og tók þá Karólína dótt- ir “ha við húsmóðurstörfum, en hún vA þeirra systkina sinna,, þeirra, sem lik Pá tæpra átján ára. í byrjun febr- iíp'" öðrum vetri eftir dauðsfall móður Jie*l, > veiktist hún hastarlega ásamt tV | f bræðrum sínum, Eyjólfi og Sig- iif^Srn báðir voru innan við fermingar- S.P Onduðust þau siðan öll þrjú, úr þe sótt. Sigurður fyrst, en Karólína þi^^dögum síðar, og að lokum Eyjólfur jní^ Vihu þar á eftir. j valdið liefur svo tíðum dauðs- W þeirra systkina veit enginn með VK. VJSSU ekki heldur þá, því W.' Var ekki sóttur. Læknir var þá e&Jj^r en ; jjæ { Króksfirði. Þar sat Ör -Jasknir Sigvaldason, sem á yngri úf bafði verið lautenant í her Dana, ef kominn á sextugsaldur og því af skeiði til langra vetrarferða. Enda KO^Pð varla fyrir á þessum tímum, að fá^ alþýðumenn sæktu lærðan lækni u«an veg, e. t. v. svo mörgum dag- lÆ^kipti, þó að hann væri til í þeirra jay'ifðungi, það var yfirleitt ókleift vÆ ''Ostnaðar. En hitt var algengt, að fá. ^inargóðan röskleikamann að fara Jir sjúkdómslýsingu, munnlega eða skriflega, og sækja meðul. Vera má að svo hafi verið gert að þessu sinni, þó að nú sé ekki vitað. En lang algengast var að vitja smáskammtalækna, sem voru víða um sveitir, og fengu síðar, oft óverðskuld- að, niðrunarheitið skottulæknar. er lærð- um læknum f jölgaði. Jón á Hellu," sem nafnkunnur var fyrir lækningar á sinni tíð, var þá látinn fyrir fimm árum. Fleiri ólærðir menn munu liafa farið með lælin- mgar innan héraðs, bæði um og eftir daga Jóns, en ekki er kunnugt að til neins þeirra hafi verið leitað í sjúkleika þeirra Goðdalssystkina. Það var álit margra, að um barnaveiki hafi verið að ræða, scm stakk sér niður öðru hvoru og var venju- Jega mannskæð, enda varnir gegn henni iitlar lengi vel. Er í því efni mörgum Steingrímsfirðingum enn minnisstætt, er fjögur börn Sandnesshjónanna létust úr barnaveiki, á nokkurra daga fresti, vor- ið 1909. Vegna skyndilegs dauða Goðdalssyst- kinanna, skutu ýmsar sögur upp kollinum. ekki síður en við fráfall móður þeirra, sem lit.la eða enga stoð munu hafa átt í veruleikanum. Ein þeirra, sem gæti hafa átt við rök að styðjast, var á þá lund, að haustið áður, hafði þar í Goðdal farizt sumarstaðið hross, úr einhverri ókunnri pest. En allt um það sá ekki óhollustu á kjötinu, og var því haft til manneldis, oins og þá var farið að tíðkast meðal efnalítilla bænda, þrátt fyrir almenna ömun á þeim, sem lögðu sér hrossakjöt til munns. Talið er að lítið hafi verið um salt á heimilinu, og verkun kjötsins því orðið ábótavant, auk þess sem vera megi að óþekkt sóttnæmi hafi leynzt í því. Var það sumra manna mál, að neyzla þessa ltjöts hafi valdið sjúlidómi og síðan dauða þeirra systkina, sem fyrr segir. En móti því mælir það, að ekki er vitað að aðrir heimilimenn hafi veikzt, og einnig er ósennilcgt að dregið liafi verið fram á þorra að neyta kjötsins. í októbermánuði, haustið eftir lát barna sinna, veiktist Kári bóndi og deyr. liðlega fimmtugur að aldri, eins og fyrr er að vikið. Af þessari fjölskyldu, sem tveimur árum fyrr var níu manns, voru þá aðeins eftir fiögur börn á lífi. Helgi, sem þá var þeirra elztur, rúmlega átján ára, giftist nokkru síðar og eignaðist tvö börn, sem bæði eru enn á lífi og eiga marga af- komendur. Magnús, sem var næstur að aldri, fJuttist vestur að ísafjarðardjúpi og ól þar aldur sinn. Hann mun ekki hafa eignast börn. Guðbjartur, sem var um formingaraldur, þegar faðir lians andaðist og hefur e. t. v. ekki að öllu alizt upp lijá foreldrum sínum, fór um þrítugsaldur til Vesturlieims. Þar giftist liann íslenzkri konu og átti með henni tvo syni. Guðrún, sem var yngst systkina sinna og aðeins átta ára við andlát föður síns, mun hafa farið í dvöl að Svanshóli, til Jóns bónda Arngrímssonar og konu hans Guðríðar. Hún giftist Sumarliða Jónssyni frá Hrófá. Bjuggu þau um skeið á Gilsstöðum, þar sem Eyjólfur afi Guðrúnar bjó fyrrum. Þau hjón eignuðust sex börn. Af þeim eru fimm á lífi, flest gift og eiga uppkomin börn. Á uppvaxtarárum mínum, á slóðum þeirra atburða, sem hér hefur verið frá sagt, heyrði ég sagnir um Eyjólf ísaksson og hinn sviplega dauðdaga Maríu dóttur hans. Síðar barst mér svo í hendur hrafl af kvæðum Eyjólfs í afriti, og ég kynntist fólki, er gerr kunni frá atburðum að segja en fyrr. Þessi brot hef ég reynt að fella liér saman, en sumt cr tínt upp úr rituð- um heimildum. Og Jýkur hér að segja frá Eyjólfi ísaks- syni og afkomendum hans. Halldór Pálsson: Stormurinn 11.-12. desember 1905 Því gleymi ég aldrei! Það var auð jörð fyrir neðan miðjar hlíðar í Fáskrúðsfirði, og ég held alls staðar á Austurlandi, þegar atburður sá skeði, er hér verður frá sagt, en jörð var frosin og sléttlendið inn af Fáskrúðsfirð- inum mjög svellað. — Veðurútlitið var rosalegt, enda norðvestan stormur og fór vaxandi er á daginn leið. •— Tíð hafði verið góð, það sem liðið var af vetri og fé ekki hýst, en nú var ákveð ið að hýsa Tungufé, og strax og skyggja í.ók voru 100 ær hýstar í fjárhúsum, er Stekkhús heita, og eru í hvammi við Suð- urdalsána, inn og suður — þ. e. suðvestur af Tungubænum. — Þangað að heiman er 830 m. vegalengd. Enginn veit, hve lengi þarna hafa verið fjárhús höfð. — Um það bil 20 hestburða töðuvöllur var í kringum fjárhúsin, en er nú sem næst 35 hestburða töðufall. •— Alldjúpt gil sker túnblettinn í tvennt, og er gilið 6—8 metrum utar — þ. e. austar en húsin. — Húsin voru tvö, samstæð, en þetta haust voru þau endurbyggð, stækk- uð nokkuð og þannig breytt, að nú voru þau höfð undir einu þaki, með þiJstafni móti suðri, og á honum þrjár dyr. Tvær þeirra voru inn í hliðarkrærnar, en þær þriðju inn í báðar miðkrærnar. Garðar voru tveir, og við stafninn andspænis þeim, sem dyrnar voru á, er hlaða, er gengið er inn í úr báðum görðum. Hliðar- veggir hússins voru hlaðnir úr torfi og grjóti, á þeim lágu undirlögin, er sperr- urnar hvíldu á, en þær voru reyrðar með virböndum niður í hæla, er reknir voru í veggina. — Þakið var úr bárujárni. Það af fénu, sem ekki var hýst á Stelckn- um, var liýst í þrem húsum, er þá voru heima á túninu. Á meðan að yfir stóð að hýsa féð, harðn aði veðrið allverulega, og enn harðnaði máttur stormsins, er á kvöldið leið. Eftir kvöldverð, fóru þeir faðir minn og Björn Daníelsson, sem þá var ungur að árum, en fullþroska, röskleika maður út til að athuga hvort stormurinn væri ekki farinn að losa um eitthvað, sem nú þyrfti að lag- færa, ef hægt væri. Mér var ekki treyst, var ég þó orðinn næstum 18 ára að aldri. — Þeir athuguðu dyraumbúnað og þök á gripahúsum, bæði á Stekknum og heima á tími. Þetta var allt í lagi, þótt stormurinn væri ægilega mikill, ,— Stormurinn var farinn að koma meira úr vestri og jafnvel úr suðvestri, og svo hlýtt var nú orðið að svell urðu rök og melar þiðnuðu ögn ofan. Síðast komu beir að húsi, er Halahús hét, það var 100 metrum neðar — sunnar — á túninu en íbúðarhúsið. Túnið nær stvitt út fyrir — austur fyrir — þetta hús. Þá tekur við brött brekka, er liggur frá norðri til suð- urs, er því jafnan logn undir brekkunni í vestlægri átt. Á þessari brekkubrún er ibúðarhúsið, þar sem brekkan er hæst, og stendur því mikið hærra en fjárhúsið síð- astnefnda. — Frá fjárhúsinu heim, þótti þeim íöður mínum og Birni tryggara að íara utan í brekkunni og upp hana utan við íbúðarliúsið, lieldur en að ganga upp brekkubrúnina, sem var þó vanalega leið- in. Þar vissu þeir kraftvindinn mestan, og varla öruggt að þeir veittu þar viðnám, Klukkan var langt gengin 12, eða farin að ganga eitt. Gestir tveir úr Breiðdal, Júlíus í Tóar- seli og mig minnir Björgvin á Hlíðarenda voru háttaðir á suðurkvistherberginu; ljós logaði á lampa á borðinu við glugg- p.nn milli rúma þeirra gestanna. Það var iika eitthvað af bókum á því borði. Allir aðrir voru á fótum, meira að segja börn- in, allt að vöggubarninu. — Það var vegna veðurgnýs og ótta um öryggisleysi. Húsið kraumaði og titraði undan átökum veður ofsans. Nú kom hvassasta vindliviðan. Grjót dundi á húsinu með þeim smellum og skellum að ekki Jieyrðist mannsins mál, hvað hátt, sem hljóðað var, meðan á hviðunni stóð. Öll ljós dóu og stormur lék um mann. Það brotnuöu flestar rúð- urnar á suðurhlið og vesturstafni hússins, og ein rúða á norðurhliðinni. Það fyrsta, sem gert var, var að þrífa til sængurklæða og halda við gluggana, meðan náð var í hamar, nagla og fjalir, til að negla fyrir þessi nýju vindaugu. í því að stærstu stormhrinuna gerði komu þeir inn pabbi og Björn. — Þeir sluppu í bæinn, aðeins áður en grjóthríð- in buldi á húsinu, og komu nú mátulega til að negla fyrir gluggana. Hvað hefði orðið um þá, hefðu þeir verið viti á víða- vangi, er þessi hrina fór yfir? Þeir Jiefðu ekki haft bolmagn móti þessum ofsa. Hvað liefði. grjóthríðin gert þeim? Lesendur leysi þessa spurningu, hver fyrir sig. — Lampinn í kvistlierberginu, sem gestirnir voru háttaðir í, svo og bækurnar á borð- inu við gluggan fuku út að vegnnum gegnt glugganum og sum rúðuglerbrotin stóðu föst í þilinu því. — Annað en þessi borðlampi man ég ekki til að brotnaði innanhúss. — í einu herbergi undir norð- urhlið, minnir mig að ekki slokknaði ljós. Hversu lengi verið var að byrgja glugga þá, sem rúður brotnuðu úr, man ég ekki, en strax eftir hvössustu hrinuna dúraði nokkra stund. Það var lánið. Annars er hætt við að verr hefði farið. Eftir fyrstu og stærstu hrinuna, kom önnur og þriðja Iirinan, og þá brotnuðu þær rúður úr suðurhlið og vesturstafni, er ekki brotnuðu í fyrstu hrinunni, utan þrjár rúður í giugga á stafnherbergi í ris- hæðinni. Alls brotnuðu 21 rúða úr hús- inu og 12 smærri rúður úr skúr áföstum við húsið að vestanverðu. Upp úr klukkan tvö fór að draga úr storminum, og um morguninn eftir var hæg vestan gola. Hiti var þá milli frosts og þíðu. Aður en búið var að negla fyrir alla glugga, heyrðist glamur í járnplötum, er fuku fram hjá húsinu. Hvaðan voru þær? Strax og búið var að negla fyrir glugg- Framhald á 11. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.