Sunnudagsblaðið - 25.11.1962, Qupperneq 8
Skáldið Róbert Frost vnr á ferð í Sovétríkjunum fyrir skömmu, þar gekk
hann milli manna og reyndi að fá þá til að tala við sig um sambúð austurs
og vesturs, um listir og börn o. s. frv., en þótti undirtektirnar ekki nógu
góðar. Hann fékk Krústjov til að koma að rúmi sínu, þegar hann sjálfur
gat ekki gengið á fund þjóðhöfðingjans, vegna lasleika. Þrátt fyrir þetta
líkaði Rússunum vel við Frcst og honum við Rússana.
Robert Frost er nú að verða níræður að aldri. Hann er heimsfrægt skáld,
hefur unnið Pulitzer verðlaunin fjórum sinnum og er af mörgum talinu mesta
skáld Bandarikjanna.
En Robert Frost hvílir ekki á lárberjum sínum, hann er stöðugt á fcrð-
inni, ef ekki til annarra landa, þá um sitt eigið land.
Hann er skáld, bóndi, kennari og fyrirlesari og milli þess, sem hann
sinnir þessum verkefnum gengur hann um meðal manna og reynir að koma
af stað samræðum um allt milli himins og jarðar.
Vafalaust vlnnur hann úr þeim samræðum efni í Ijóik sín.
Hann skrifar kvæði, sem virðast mjög einföld, en eru regindjúp að hugs-
un og vizka hans er talin með eindæmum.
Jonas Salk, hinn frægi læknir, sem fann upp Salk-bóluefnið, sagði eitt
sinn, er hann hafði átt samræður við hann um sjúkdóma og læknisfræði:
Hvernig getur nokkur maður vitað svo mikið um hluti, sem hann veit ekkert
um.“
í sjónvarpsviðtali, sem fór fram fyrir nokkrum árum, sagði Frost meðal
annars það, sem hér er skráð.
FROSTs FólkverSurað
hugsa. AÐ hugsa er ekki
að vera saminála eða
ekkij, það er að kjósa.
|UM skáldskap:
Það er ekkert dularfullt við skáldskap. Hann
|er einhvers konar blekking með einhvers konar sann-
lleika saman við. Smávægi sem er svo töfrandi, að þú
fgetur ekki losnað frá því.
Það, sem mig langaði mest til að gera, var að
Í3fiSJast með því, sem gerðist í veröldinni, mig langaði til að finna
eittbvað að segja við ölíu þvi sem gerðist. Kvæði mín eru sam-
hfjómur minn við veröldina. Ég veit hvað ég á að segja við
Svingsina. ...... 7. ;•?
Kvæði á að hefjast í hrifning i og enda í vizku.
Ég mundi ekki frekar yrkja órímuð Ijóð en leika tennis með
netið liggjandi á jörðinni.
FROST: Ég hef verfö
gjörssgraðíir, þegar ég
hélt, aó ég væri ósigr-
andi - þa$ var sárt, en
þannig er EífiS eftast.
Um fjölskylduna:
Það, sem mestu skiptir í fjölskyldulífi er að skilja án orða,
þegar til þess er ætlast og að gera það ekki, þegar ekki er ætlast
til þess.
Um framfarir:
Hvað haldið þið að oft hafi komið þrumuiveður áður en
Franklín skildi' hvað var á seyði. Hvað haldið þið að epli hafi oft
fallið á Newton áður en hann skildi. Náttúran er alltaí að ýta við
okkur — aftur og aftur — og skyndilega skiljum við.
Um að slappa af:
Ég hef farið í langar gönguferðir með hundinum
mínum. Ég hef haft mjög gott af því, og ég vona að
hundurinn hafi haft gott af því líka.
Um að vera þú sjálfur:
Fólk verður að hugsa. Að hugsa er ekki að vera
sammála eða ekki. Það er að kjósa.
Einhver sagði við mig um daginn: „Ferð þú alltaf
meðaiveginn. Og ég sagði: „Þú um það, ef þú vilt kalla
mig ónefnum, en þú ættir að vita það, að það er hættu
legast að aka eftir miðjum veginum.“
UM að afla sér menntunar:
Ég vissi dreng segja, að hann ætlaði að hætta í skóla, af því
að allir hér um kring vissu hvert einasta svar og hann sagði: „En
það, sem verra er, þeir vita líka allar spurningamar.“
Sá maður er menntaður, sem tekst að gera góða blöndu úr
bóknámi sínu og starfi. En það verður Ijóta lífið, þegar bækum-
ar ná yfirhöndinni og maðurilnn lokar sig sinni.
Um byrðina ....
Ég hefi verið sigraður, — það höfum við öll ver-
ið. Ég hef iverið gjörsigraður, þegar ég hélt, að ég
væri ósigrandi.
Það var mjög erfitt stundum. En þannig er lífið
oftast.
Hver einasti hershöfðingi, sem gengur til orustu,
óskar þess, að hann hefði nánari upplýsingar um
óvininn, áður en hann leggur til bardaga við hann. En í hvert sinn,
sem þú gengur gegn erfiðleikum, skortir þig upplýsingar.
Ég er mjög viss um, að ekki er um að ræða neina þróun, sem
nær lengra en til okkar. Við eram á toppnum. Við munum skapa
mikla sögu — aftur og aftur og aftur, þar til tími er til kominn að
hætta.
Það verður aldrei neinn Superman. Slíkt er vitleysa ein. Það
emm við, sem erum Superman.
OG vogina ... i
. . í þeim tilgangi gengur þú fyrir Guð að lok-
um: Þú hefur hlotið sigra og ósigra, en að lokum bið-
ur þú aðeins um náð. w
8 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐH)