Sunnudagsblaðið - 25.11.1962, Síða 11

Sunnudagsblaðið - 25.11.1962, Síða 11
✓ GÖMUL kona sagði mér um dag- inn að það væri alltof lítið til af snjöllum rithöfundum á íslandi í dag. Ég ákvað strax að gera eitt- hvað í málinu. Langar þig ekki lesandi góður til að verða snjall rithöfundur? — Auðvitað, segir þú. Jæja, þá ætla ég í fáum orðum að segja þér hvernig þú átt að fara að því að verða snjallastur allra. — Vit- leysa, segir þú kannski en áhug- inn er strax vaknaður og þú sérð sennilega þegar Nóbelsverðlaun- in í hyllingum. Og — ef þú ferð eftir fyrirmælunum þá er það engin sérstök bjartsýni. Og þá hefst kennslan. Það eru aðeins 10 atriði sem þú þarft að muna. 1. Veldu þér höfundarnafn, sem tekið er eftir, t. d. Halldór Kilj- an Laxness, Guðrún frá Lundi, N. N. 2. Vertu raunsær og hikaðu ekki við að birta lieiminum sannleik- ann í allri sinni nekt. Segðu ekki: Hún var aðeins klædd í nauðsynlegustu flíkur ... Þess- ar flíkur eru hreint ekki nauð- synlegar. Segðu: Hún var að- eins klædd í chanel 5. (Sann- aðu tíl, bókin selst líka betur). 3. Slepptu öllum útúrdúrum. — Segðu ekki: Þau sátu lengi þungt hugsi áður en þau fóru í rúmið. Segðu: þau fóru beint í rúmið. (Það vita allir inn hvað þau voru að hugsa). i. Vertu glaðvær. Segðu ekki: Svo beit helv. liundurinn höf- uðið af skömminni og... Segðu: Svo beit helv. skömmin höfuð- ið af hundinum og... 5. Vertu ekki feiminn. Segðu ekki: Hann langaði til að slökkva ljósið og, segðu: hann slökkti ljósið og ... Og ennþá betra: Hann ... 6. Varastu hlutdrægni í frásögn- inni. Segðu ekki: Eg var flutt- ur á sjúkraliús. Segðu: Eg var sendur á Klepp. 7. Vertu sterkur í harmleiknum. Segðu ekki: Henni sárnaði þeg- ar hann dó í Naustinu ... Segðu:: Hún trylltist, þegar hann dó á rúmstokknum. 8. A hverju ári eru gefnar út 100 þúsund bækur í heiminum. Aðeins tvær þessara bóka telj- ast til sígildra bókmennta. Skrifaðu aðra þeirra. 9. Ef þér skyldi nú þrátt fyrir allt mistakast að verða snjall rithöfundur, þá er alltaf ein leið opin til frægðar. Hún er sú að skrifa gagnrýni um rit- verk annarra. 10. Þessi grein er fyrir verðandl gagnrýnendur. Þú skalt skrifa ... Nei annars ég held að þú getir bara byrjað strax að gagn- rýna. P. S.: Ég og gamla konan bíðum í ofvæni... STORM INN Framhald úr opnu. ana, fóru ,þeir aftur út pabbi og Björn, til að athuga hvað fokið hefði af útihús- unum. og byrjuðu þá atliugun á þeim hús um, er næst voru bænum. Bjuggust við eða jafnvel vonuðu, að járnið, sem heyrð- ist fjúka væri af einhverju húsi eða lilöðu heima á túni. Trúðu varla að inn- an af Stekk væri komið fjúkandi báru- jnrn. — Þeir fengu ekki fullvissu um þetta fyrr en þeir komu inn að Neðra-Hólshúsi. Það hús var þó í góðu lagi. — Torfþak var þá á jþtVí utan á járninu, en á vestur hlið þess lá nú járnplata stungin föst í þekjuna. Þeir skildu strax hvaðan hún var. Af Stekkshúsunum hlaut hún að vera. Nú fóru þeir inn að Stekk, að vita frekar hvað þar hefði skeð. Þar liafði fokið þakið af nýbyggðum húsunum og þar með sperrur, stoðir, garða bönd, garðafjalir og timburþilið í suður- stafni hússins. .— Hústóttin var bókstaf- lega tóm, að öðru en þvi að sperran innst í norðaustúrhörninu hékk við vírbandið á veggjarhælnum, sem ekki hafði brotn- að, og nokkrar járnplötur með iangbands- bútum fylgdu með niður í tóttinni. Undir þessu flaki voru 6 ær, ein var með all- vondan sktrrð á neðri vör. — Ekki höfðu þeir orðið varir við nokkra skepnu af þessum 100 ám, sem þarna voru hýstar um kvöldið, nerna þessar 6 ær, er nú var frá sagt, en í gilinu við húsið var mikið af niðurbrotnú timbri og belgdu bárujárni. Lítið af timbrinu rauk lengra en í gilið, cn töluvert af járninu fauk út á milli Stekkshúss og bæjar, og nokkrar plötur út og norður — norðaustur — á slétt- lendið utan við Tungubæinn, allt út í Búðakrók, ,þ. e. út að norðausturhorni íjarðarbotnsins. Þær munu hafa fokið allt að 5 km. vegalengd. Engin ær var í gilinu utan við húsið. Þar mátti þó helzt búast við þeim. Hvað hafði orðið af ánum? Ekki var hægt að athuga það nánar, fyrr en birta tók af degi, en óttast var, að þær hefðu orðið að leikfangi stormsins og lægju nú bein- brotnar og jafnvel rotaðar út um Hvamma, Stóramel og upp um Stekkjarsund. Af því jörðin var mjög svelluð var ástæða til að óttast um æmar. Það lá beinast fyrir, að þær færu út yfir gilið, en utan við það voru svellalög, sem búast mátti við, að ærnar hefðu rekið á í stormofsanum og þá hefði mjög illa getað farið fyrir þeim. — En þetta reyndist betur en á horfðist. Ærnar fundust allar uppi í Hálsi. Aðeins annað hornið hafði brotnað af einni þeirra. Ærnar hafa sjálfsagt farið út í gilið, strax eftir að húsið fauk og haldið svo upp það og upp yfir melana, sem mynda S1 ekkjarhvamminn og upp í Háls. Sú leið var á hlið við vindinn, en lítið hefur ver- ið farið að lygna er þær fóru þetta, því farnar voru þær úr gilinu, er þeir pabbi og Björn komu þangað. Það þótti undravert að hlaðan við norð- urstafn fjárhússins skyldi ekki fjúka líka. En það hefur sennilega bjargað henni að hún var full af heyi, svo vindur hefur ekki fengið bolmagn til að beita sér vlð hana. En hvaðan korg. grjótið, sem buldi á íbúðarhúsinu og braut rúðurnar? Sunnan við túnið og mýrarsund sunnan við það, er stór og -flatur melur, er grjót- ið hlýtur að hafa-borizt úr. — Ekki þó þaðan. sem stytzt er frá húsinu í melinn, það var ekki í vindstöðu, en frá bænum séð, nær melurinn, er Stórimelur lieitir svo langt til vesturs, að vesturendi hans er í vindstöðu á íbúðarhúsið. Hefur þá grjótið borizt með vindinum nálægt 300 til 350 metra leið, áður en húsið varð á leið þess. Það bar hreint ekki lítið á grjótröstinni við húsvegginn fyrst á eftir. Stærstu steinarnir allt að því eins og kríuegg á stærð, minnir mig. íbúðarhúsið í Tungu er úr timbri, báru- járnsklætt. I Tungu er veðurnæmt mjög, allra helzt í vestanátt, því var það til öryggis gert við byggingu þessa íbúðarhúss að setja steinsteypu milli þilja og veggja, ofan á aurstokkana upp að gluggum á stofuhæð. — 1 þessum frágangi hefur vissulega verið stuðningur mikill fyrir húsið, í því ofsaveðri, er hér var frá'sagt. Þessu gleymi ég aldrei. Ritað í júní 1962. Halldór Pálsson. Laun dyggöarinnar... Framhald af 2, síðu. „Ég ætla að verða nektardans- mær, maður fær helling af pen- ingum fyrir það, svo getur mað- ur líka ferðast um allan hnöttinn, blöðin birta mynd af manni og maður verður frægur.“ „Ertu orðin brjáluð?” spurði fað ir hennar alveg íokvondur. „Nei“, sagði dóttir hans, „en ég er sæmilega velsköpuð. Það segja allir, — líka þessi umboðsmaður listamanna, sem ég fór til í gær. Hann var mjög ánægður með mig . . . .“ Svo bjó hún um bikini-baðfötin sín og hélt af stað út í veröldina til þess að hleypa skjálfta í karl- mennina. Pabbi hennar og mamma sátu eftir. „Getur þú skilið þetta?“ sagði pabbi hennar. „Nei”, sagði konan hans. „Hún hefur átt gott heimili, og við liöf- um alltaf reynt að vekja áhuga hennar fyrir heilsusamlegu lifi og heilbrigðum viðhorfum". Þau sátu og andvörpuðu hvort í kapp við annað. Svo sagði faðirinn: „Eina skýr- ingin, sem ég get fundið á þessu, er sú, að hún hafi orðið fyrir slæmum áhrifum — en Guð nv' vita hvaðan þau áhrif hafa komið, — og þó er hún skynsemdar- stúlka, sem les bæði bækur og dagblöð". ÖLL okkar menningarviðleitni gengur út á það ( raun og veru að gera menn að sem fullkomnustum vélmennum. Okkar margbrotna „menningar" þjóð- félagskerfi byggir afkomu sína og framtíðarheill á því, að unnt reynist að sam- hæfa þegnana síauknum hraða og tæknifullkomnun — og það verður ekki gert. nema mennirnir gerist meiri og meiri vélamenni, — í hugsun, starfi og öllu lífi. Þetta er staðreynd, fram hjá því verður ekki gengið. En skyldi ekki ýmsum þykja óvænlegar framtíðarhorfur, þær er sýndar eru hér á myndinni og felast í orðum drengsins, sem kemur til föður síns og segir: 1oM SMiTS Pabbi, má ég fá lánaSan lykilinn í kvöld. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.