Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 4
FÓLK  ALEXANDER Petersson og Markús Máni Michaelsson, hand- knattleiksmenn hjá Düsseldorf, glíma báðir við meiðsli og því ekki víst að þeir geti beitt sér af fullum krafti þegar Düsseldorf sækir Guð- jón Val Sigurðsson og samherja í Tusem Essen heim í þýsku 1. deild- inni í handknattleik á morgun.  DÓMSTÓLL í Belgíu hefur úr- skurðað í máli sem átti sér stað fyrir sex árum en þar voru stuðnings- menn knattspyrnuliðs ákærðir fyrir óspektir. Í gær voru sex knatt- spyrnuáhugamenn dæmdir í fang- elsi og 18 til viðbótar voru dæmdir til þess að taka út refsingu sína með þegnskylduvinnu. Atvikið átti sér stað í leik belgísku liðanna Club Brugge og Anderlecht árið 1999.  JOHN Toshack, nýráðinn lands- liðsþjálfari Wales, hefur fengið Roy Evans, fyrrverandi knattspyrnu- stjóra Liverpool, til þess að vera sér til halds og trausts. Evans hætti eft- ir fjögurra ára starf sem knatt- spyrnustjóri hjá Liverpool árið 1998. Hann starfaði með Toschack hjá Real Sociedad, en hefur ekki haft fasta vinnu við knattspyrnu í þrjú ár, eða síðan hann hætti sem framkvæmdastjóri knattspyrnu- mála hjá Swindon.  LEE Janzen, bandarískur at- vinnukylfingur, mun mæta til leiks í góðgerðarmóti á næstunni ásamt 15 ára syni Paynes Stewarts heitins en Payne Stewart lést í flugslysi árið 1999. Janzen segir að hann hafi ákveðið að setja sig í samband við Aaron Stewart og óskað eftir því að fá hann í lið með sér í „feðgamót“ til styrktar góðgerðamálum. „Ég hugs- aði með mér að drengurinn væri að missa af mjög sérstakri upplifun. Ef faðir hans væri á lífi væru þeir ef- laust saman á þessu móti en svo er ekki og ég ákvað að gera eitthvað í málinu,“ sagði Janzen.  STEWART vann stórmót þrívegis á ferli sínum, en hann lést 25. okt. árið 1999 er flugvél, sem hann var í, hrapaði stjórnlaus til jarðar í S-Dak- óta. Janzen og Stewart voru nánir vinir og Stewart varð tvívegis í öðru sæti á Opna bandaríska meistara- mótinu er Janzen fagnaði sigri á þeim mótum. Mótið fer fram 2.–5. desember á Champions Gate-vellin- um í Orlando. Reiknað var með að nýr erlendurleikmaður, Bandaríkjamaður- inn Terry Taylor, myndi spila með Grindavík í gær- kvöldi. Sá leikmaður missti af flugi til Ís- lands en væntanlegir samherjar hans létu það ekkert á sig fá og spiluðu sinn besta leik í vetur. Leikurinn var í járnum í fyrsta leikhluta og ekki útlit fyrir neitt ann- að en jafnan og spennandi leik. Grindvíkingar voru þó ekki á þeim buxunum því þeir náðu yfirhöndinni í öðrum leikhluta og höfðu yfir í hálf- leik 45:34. Grindvíkingar rúlluðu síðan Haukum upp í þriðja leikhluta þar sem þeir skoruðu 39 stig í leikhlut- anum og gerðu þar með út um leik- inn. Heimamenn tóku því rólega sem eftir lifði leiks og lönduðu mjög öruggum 102:82 sigri. Allir leikmenn Grindavíkurliðsins spiluðu vel og aldrei þessu vant var vörnin góð. Bestu menn Grindvíkinga voru þeir Guðlaugur Eyjólfsson og Morten Shmidowin. Þá skiluðu Darrel Lewis og Páll Axel Vilbergsson sínu. Davíð Hermannsson og Ágúst Dearbourn áttu einnig lipra spretti. Hjá Haukunum var lítið um góðan leik en helst var lífsmark með Sæv- ari Haraldssyni. Nálægt okkar besta „Við þurfum að koma saman sem lið í vörninni til að geta spilað sókn en það hefur vantað þangað til í kvöld. Við vorum nálægt okkar besta leik í kvöld, frábær leikur hjá Mort- en og Davíð. Guðlaugur hélt okkur inni í leiknum í fyrri hálfeik. Þetta var sameiginlegt átak hjá okkur öll- um í kvöld og ég er mjög sáttur því það voru allir að leggja sitt af mörk- um,“ sagði Kristinn Friðriksson, þjálfari Grindvíkinga, við Morgun- blaðið eftir leikinn. Besti leikurinn hjá Grindvíkingum GRINDVÍKINGAR áttu ekki í vandræðum með að leggja Hauka í Int- ersport-deildinni í körfuknattleik í Grindavík í gærkvöld. Grindvík- ingar höfðu tögl og hagldir allan tímann og sigruðu með 20 stiga mun, 102:82. Garðar Páll Vignisson skrifar Strax frá fyrstu mínútu varhörkubarátta í gangi og sterk- ur varnarleikur í fyrirrúmi hjá báð- um liðum. Reyndar tókust menn heldur harkalega á um tíma sem endaði með tveimur rauðum spjöldum, fyrst fauk Brjánn Bjarnason varnar- maður Víkings út af og nokkrum mínútum síðar fór leik- stjórnandi ÍBV, Robert Bognar, sömu leið. Rétt áður var Árni Björn Þórarinsson fluttur upp á sjúkrahús eftir að hafa fengið þungt höfuð- högg. Eyjamenn leiddu með fjórum mörkum í leikhléi eftir að hafa skor- að þrjú síðustu mörk hálfleiksins. Þeir héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og fyrstu þrjú mörkin voru Eyjamanna og allt í einu var mun- urinn orðinn sjö mörk. Eyjamenn héldu forystunni og bættu lítið eitt við og þegar rúmar fimmtán mín- útur voru til leiksloka var munurinn tíu mörk og allur vindur úr gest- unum. Eyjamenn héldu leikinn út og geta þakkað frábærum varnarleik og góðri markvörslu fyrst og fremst sigurinn. Eyjamenn stilltu upp nýj- um leikmanni í leiknum, Tite Kal- andaze, og skoraði hann fimm mörk og sýndi góða takta í sókninni. Sáttur með nýja leikmanninn Kristinn Guðmundsson aðstoðar- þjálfari ÍBV var að vonum ánægður í leikslok. „Þetta eru leikirnir sem skipta máli. Við ætlum okkur að vera í efri deild eftir áramót og þá telur þessi leikur að stigum. Ég segi að við eigum að geta klárað Víking og við teljum okkur fullfæra að klára Val og ÍR líka. Síðan er spurn- ing með Gróttu/KR í næsta leik. Ég geri mér þó grein fyrir því að fram- haldið verður ekkert sykursætt og auðvelt.“ Kristinn var sáttur við nýj- asta leikmann ÍBV, Tite Kalandaze. „Hann er að bjóða okkur upp á vopn sem við höfum ekki haft, snaggara- lega sleggju vinstra megin. En ég segi nú bara með svona varnarleik, gjörið svo vel og komið til Eyja, við spiluðum varnarleikinn frábærlega og svo var Roland ógnvænlegur fyr- ir aftan hana.“ Gunnar Magnússon, þjálfari Vík- ings, var óánægður með sína menn og sagði ljóst að menn hafi mætt með vitlaust hugarfar. „Við vorum allt of æstir í byrjun. Við vorum örugglega einhverjar tólf mínútur út af í fyrri hálfleik og þótt ég hafi nú ekki skilið margar af brottvísunum þá gengur slíkt ekki upp. Einnig misstum við okkar besta varnar- mann með rautt í fyrri hálfleik og annan leikmann í meiðsli.“ Gunnar segir að þeir hafi komið til Eyja til að ná í tvö stig. „Við erum engan veginn saddir og höfum sett okkur ný og hærri markmið en við verðum að hysja upp um okkur buxurnar.“ Morgunblaðið/Sverrir Björn Guðmundsson, leikmaður Víkings, skoraði tvö mörk í Eyjum. EYJAMENN unnu óvænt stóran sigur á Víkingi þegar liðin mætt- ust í Eyjum í gærkvöldi á Íslands- mótinu í handknattleik, 31:21. Reyndar má segja að fyrirfram hafi menn búist við hörkuleik og sú varð raunin í fyrri hálfleik en leiðir skildu í upphafi síðari hálf- leiks og Eyjamenn hreinlega völtuðu yfir slaka Víkinga. Sigursveinn Þórðarson skrifar Skellt í lás í Eyjum TRYGGVI Guðmundsson, knattspyrnumaður hjá sænska liðinu Örgryte, er hugsanlega á leið til síns gamla félags, Tromsø. Norska blaðið Nordlys greindi frá því í gær að for- ráðamenn Tromsø hafi sett sig í samband við Tryggva og óskað eftir því að fá hann í sínar raðir en Tryggvi stóð sig afar vel þau þrjú ár sem hann lék með liðinu, 1998–2000. Tryggvi á tvö ár eftir af samningi sínum við Ör- gryte en honum hefur sam- ið illa við finnska þjálf- arann Jukka Ikäläinen og segist Tryggvi vel koma til greina að hann reyni að fá sig lausan. Hann vilji þó bíða og sjá hvort Finninn verði áfram við stjórnvöl- inn. Tromsø, sem lenti í 4. sæti í norsku úrvalsdeild- inni, vill fá Tryggva til að fylla skarð Mortens Gamst Pedersen sem er kominn til Blackburn á Englandi. Tromsø vill fá Tryggva

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.