Morgunblaðið - 22.12.2004, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR
2 C MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
KSÍ leitar að verkefni fyrir íslenska A-landsliðið í
knattspyrnu fyrir leikinn gegn Króötum í und-
ankeppni HM sem fram fer ytra 26. mars. Alþjóð-
legur leikdagur er 9. febrúar og hefur KSÍ leitað
hófanna eftir andstæðingum þann dag. Að sögn
Geirs Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra KSÍ, stóð
til að taka þátt í móti á Kýpur í febrúar en Geir segir
að það sé úr sögunni.
„Við töldum að okkur yrði boðið á þetta mót en nú
höfum við haft spurnir að því að búið sé að bjóða öðr-
um þjóðum en okkur og þar með verðum við ekki
með. Við erum því farnir að þreifa fyrir okkur með
leik á þessum alþjóðlega leikdegi en okkur hefur
ekki orðið ágengt enn sem komið er. Það kemur ekki
til greina að spila í Norður-Evrópu á þessum tíma af
veðurfarslegum ástæðum. Við höfum brennt okkur á
því og vilji okkar er að reyna að fá leik við góðar að-
stæður í Suður-Evrópu,“ sagði Geir við Morg-
unblaðið.
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik bar sigurorð
af úrvalsliði Katalóníu, 36:34, í framlengdum leik sem
háður var 30 kílómetrum frá Barcelona, höfuðstað Kata-
lóníuhéraðs, í gærkvöldi. Staðan eftir venjulegan leiktíma
var jöfn, 30:30, en í framlengingunni seig íslenska liðið
fram úr.
„Þetta var hörkuleikur og mikill hraði í honum. Stelp-
urnar voru svolítið seinar í gang en þær náðu að komast
yfir rétt fyrir hálfleik og eftir það var leikurinn hnífjafn
allt til loka. Höllin sem leikurinn var spilaður í var troðfull
Það var mikil stemmning á meðal áhorfenda og okkar
stelpur fengu mikið út úr þessum leik,“ sagði Þór Ottesen,
fararstjóri íslenska landsliðsins, við Morgunblaðið í gær-
kvöldi en ferðin til Spánar var íslenska landsliðinu al-
gjörlega að kostnaðarlausu.
Drífa Skúladóttir lék best allra á vellinum að sögn Þórs
en hún skoraði 11 mörk og fékk viðurkenningu þar sem
hún var valin besti maður leiksins. Hanna G. Stefánsdóttir
skoraði sjö mörk og Hrafnhildur Skúladóttir fimm.
ÚRSLIT
KNATTSPYRNA
England
1. deild:
Ipswich – Wigan ...................................... 2:1
Richard Naylor 66., Darren Bent 89. -
Leighton Baines 57. - 28.286.
Staðan:
Ipswich 24 14 7 3 48:28 49
Wigan 24 13 8 3 44:17 47
Sunderland 24 14 4 6 33:18 46
Reading 24 13 5 6 33:22 44
Sheff. Utd 24 10 9 5 32:31 39
West Ham 24 11 5 8 30:27 38
Stoke City 24 10 7 7 18:17 37
Derby 24 10 6 8 36:30 36
Millwall 24 10 6 8 25:22 36
QPR 24 11 3 10 34:36 36
Crewe 24 9 6 9 43:43 33
Burnley 24 8 9 7 21:21 33
Leicester 24 7 11 6 27:23 32
Preston 24 9 5 10 30:36 32
Watford 24 6 11 7 29:26 29
Wolves 24 7 8 9 33:33 29
Plymouth 24 8 5 11 28:33 29
Coventry 24 7 8 9 29:36 29
Leeds 24 6 9 9 26:25 27
Brighton 24 7 4 13 17:32 25
Cardiff 24 5 7 12 25:33 22
Nottingham F. 24 4 9 11 23:35 21
Gillingham 24 6 3 15 22:43 21
Rotherham 24 1 9 14 16:35 12
Spánn
Barcelona – Levante ............................... 2:1
Jose Alexis sjálfsmark 28., Samuel Eto’o
86. - Mateu Jofre 60. - 50,000.
Real Betis – Atlético Madrid .................. 1:0
Joaquin 7.
Staða efstu liða:
Barcelona 17 13 3 1 35:11 42
Espanyol 16 9 3 4 18:9 30
Real Madrid 15 9 2 4 24:11 29
Valencia 16 8 5 3 24:12 29
Sevilla 16 8 4 4 20:18 28
Real Betis 17 7 6 4 22:20 27
Atl. Madrid 17 7 4 6 18:14 25
Osasuna 16 7 3 6 24:25 24
Deportivo 16 5 7 4 20:22 22
Villarreal 16 5 6 5 19:12 21
Bilbao 16 6 3 7 20:20 21
Levante 17 6 3 8 18:24 21
Frakkland
Deildabikarinn, 16-liða úrslit:
Bastia – Lens ............................................ 0:1
Clermont Ferrand – Dijon ...................... 4:0
Le Havre – St. Etienne............................ 0:1
Mónakó – Guingamp ................................ 1:0
Montpellier – París SG ............................ 1:0
Strasbourg – Lille .................................... 1:1
Strasbourg vann í vítakeppni, 4:2.
Vináttulandsleikur
Taíland – Þýskaland ............................... 1:5
Sarayut Chaikamdee 58. - Kevin Kuranyi
33., 38., Lukas Podolski 73., 89., Gerald
Asamoah 84.
HANDKNATTLEIKUR
Þýskaland
HSV Hamburg – Gummersbach......... 30:29
Essen – Kiel .......................................... 21:28
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði eitt af
mörkum Essen.
Staðan:
Kiel 15 13 0 2 475:392 26
Flensburg 15 12 1 2 467:378 25
Hamburg 15 12 1 2 419:380 25
Lemgo 14 11 0 3 423:352 22
Nordhorn 15 10 1 4 431:406 21
Magdeburg 14 10 0 4 463:412 20
Gummersb. 15 9 0 6 442:392 18
Essen 16 8 2 6 427:421 18
Wallau 15 6 3 6 432:433 15
Wilhelmshav. 15 7 1 7 419:451 15
Lübbecke 15 6 1 8 444:451 13
Göppingen 15 6 0 9 407:425 12
Wetzlar 15 6 0 9 413:461 12
Großwallst. 14 4 0 10 355:397 8
Düsseldorf 15 3 1 11 381:422 7
Pfullingen 15 3 1 11 381:445 7
Minden 15 1 2 12 408:467 4
Schwerin 15 0 0 15 367:469 0
Katalónía – Ísland 34:36
Mörk Íslands: Dagný Skúladóttir 11,
Hanna G. Stefánsdóttir 7, Hrafnhildur
Skúladóttir 5, Drífa Skúladóttir 3, Kristín
Clausen 3, Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir
3, Gunnur Sveinsdóttir 2, Ágústa Edda
Björnsdóttir 1, Jóna Margrét Ragnarsdótt-
ir 1.
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
Úrslit í fyrrinótt:
Philadelphia – Utah.......................... 101:103
Chicago – Portland............................... 92:87
Houston – Toronto ........................... 114:102
Denver – Phoenix ............................. 105:107
LA Lakers – Memphis......................... 72:82
Golden State – Washington............. 101:103
SKÍÐI
Björgvin Björgvinsson frá Dalvík hafnaði í
23. sæti í svigkeppni í Evrópubikarnum
sem fram fór í Spindelruv Tékklandi í gær.
Hann var í 25. sæti eftir fyrri ferðina og
hækkaði sig um tvö sæti í þeirri síðari.
Björgvin varð í 25. sæti á sama stað sólar-
hring áður. Kristján Uni Óskarsson var í
56. sæti eftir fyrri ferð en meiddist á hendi
og fór ekki seinni ferðina. Þá keppti Sindri
Már Pálsson í risasvigi í Austurríki en náði
ekki að ljúka keppni.
Alexander Petersson er að mínumati sterkur alhliða leikmaður
sem getur leyst fleiri en eitt hlut-
verk. Hann var af-
burðaleikmaður í
deildinni hér heima á
sínum tíma og hefur
leikið afar vel með
Düsseldorf í Þýskalandi. Þórir
[Ólafsson] kom vissulega til greina
en þegar varnarþátturinn er skoð-
aður hefur Alexander vinninginn,“
segir Viggó um ástæður þess að
hann kýs að kalla á Alexander Pet-
ersson í fyrsta sinn í íslenska lands-
liðið.
Snorri Steinn er í lægð
Einnig vekur athygli að Snorri
Steinn Guðjónsson, leikmaður
Grosswallstadt, sem verið hefur
þátttakandi í þremur síðustu stór-
mótum, er ekki valinn. „Dagur Sig-
urðsson og Snorri Steinn eru um
margt svipaðir leikmenn. Arnór er
ólíkur Degi og hefur auk þess meiri
skotmöguleika og því fannst mér
rétt að velja þá saman núna.
Auk þess hefur Snorri Steinn ver-
ið í lægð upp á síðkastið, ekki leikið
vel,“ segir Viggó, sem telur sig einn-
ig hafa fleiri tromp uppi í erminni í
stöðu leikstjórnanda.
„Ólafur Stefánsson getur leikið á
miðjunni ef því er að skipta og Guð-
jón Valur getur einnig leyst visst
hlutverk á miðjunni ef í harðbakk-
ann slær,“ segir Viggó, sem telur lið-
ið vel mannað með þennan sextán
manna hóp í höndum.
Sannfærðist í Svíþjóð
„Ég tel að við höfum borð fyrir
báru, að minnsta kosti tvo menn í
hverja stöðu. Ég var eiginlega búinn
að gera upp hug minn varðandi HM-
hópinn fyrir löngu. Á heimsbikar-
mótinu í Svíþjóð varð ég eiginlega
enn vissari en áður um að ég væri
með rétta hópinn í höndunum eins og
sést á þessu vali sem ég tilkynnti að
þessu sinni.“
Skarð er fyrir skildi að Sigfús Sig-
urðsson getur ekki gefið kost á sér
vegna brjóskloss í baki sem tók sig
upp að nýju hjá honum fyrir
skömmu. Verður hann að gangast
undir aðra aðgerð. „Í stað Sigfúsar
vel ég Vigni Svavarsson,“ sagði
Viggó og spurður hvort Róbert Sig-
hvatsson hefði komið til greina væri
hann ekki fingurbrotinn svaraði
Viggó því til að það hefði engu
breytt, Róbert hefði ekki verið inni í
myndinni hjá sér að þessu sinni þótt
hann væri heill heilsu.
Það reynir strax á Hreiðar
Viggó valdi þrjá markverði, Birki
Ívar Guðmundsson, Hreiðar Guð-
mundsson og Roland Eradze. Hreið-
ar hefur glímt við meiðsli í hné um
tíma og lítið leikið en Viggó segir þá
staðreynd ekki breyta því að hann
vilji láta reyna á Hreiðar, sem hafi
staðið sig vel á heimsbikarmótinu í
Svíþjóð.
„Ég hef verið í sambandi við
lækna Hreiðars. Hann fór í smáað-
gerð á hné vegna brjósks sem særði
hnéð eitthvað og af þeim sökum
myndaðist í því vökvi. Það lítur vel út
með Hreiðar þannig að ég óttast
ekki að hann verði ekki klár í slaginn
þegar undirbúningurinn hefst. Ann-
ars reynir á hann strax í Svíþjóð þeg-
ar hópurinn kemur saman til æfinga
og leikja við heimamenn.
Ólafur Gíslason verður
í viðbragðsstöðu
Þurfi að kalla til markvörð til við-
bótar vegna meiðsla hefur Viggó
gert upp hug sinn í samráði við að-
stoðarmann sinn, Bergsvein Berg-
sveinsson, um í hvern verður kallað.
„V
í hve
fyrir
kom
verð
ÍR.
Þe
nú v
Túni
ég b
ir a
gram
Þýsk
bara
slepp
segir
að k
undi
fyrir
þjálf
meis
Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari búinn að velja
sextán manna leikmannahóp sinn fyrir HM í Túnis
„ÉG vil nú frekar tala um þá
leikmenn sem eru valdir en um
þá sem ekki eru valdir,“ sagði
Viggó Sigurðsson, landsliðs-
þjálfari í handknattleik, þegar
hann tilkynnti 16 manna leik-
mannahóp sem hann ætlar að
tefla fram á heimsmeist-
aramótinu sem hefst í Túnis 23.
janúar nk. Hvað sem því líður
komst Viggó ekki hjá því að
ræða aðeins um þá sem voru
ekki valdir og af hverju aðrir
voru valdir í þeirra stað.
!"
#
$
%
&
' (
!
% )
*
+
,--
.
/(
0
1
1
' 2
'
'*(
3
""
#
4 5
+
3 4
4
' . #
!
#
6
7
7
!
#'
899:
;
0
'
8998
;
";< #'
899=
;
+2 '
899>
;
" ;
#'
:??@
!
#'
:??A
;
% '
8999
;
B;
Eftir
Ívar
Benediktsson
Nú er bara
að krossa
fingurna
KSÍ leitar að verk-
efni fyrir landsliðið
Íslenskur sigur á
úrvalsliði Katalóníu