24 stundir - 01.12.2007, Blaðsíða 6

24 stundir - 01.12.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2007 24stundir Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is 06.00 Ég fer á fætur og hefmig til fyrir út- burðinn. Reyndar vakna ég yfir- leitt klukkan 5 en þegar veðrið er vont og byrðin mikil hjálpar mamma mér. Þannig er það gjarnan í desember enda eru blöðin þá þykkari en venjulega og veðrið verra. Blöðin geymi ég í þar til gerðri tösku sem ég ber á öxlinni. 08.00 Ég mætti í skólannog fór í tvo tíma í stærðfræði, tvo í valfagi sem er hjá mér efnafræði, tvo tíma í ensku og svo aftur í efnafræðit́íma. 15.15 Skólinn var búinnog ég hélt aftur heim á leið. 16.00 Mætti á æfingu. Éger að æfa box hjá Hnefaleikafélaginu Æsi og byrjaði á því fyrir hálfu ári. Þetta er mjög skemmtileg íþrótt og alls ekki of- beldisfull, enda erum við með rammgerðar hlífar þegar við box- um hver við annan, að öðru leyti erum við að berja í púða. 17.00 Boxæfingunni laukog ég fór aftur heim og sinnti heimalærdóminum fyrir næsta skóladag. 19.00 Kvöldmatur hófsteins og venjulega um þetta leyti. Eftir það fór ég að hitta vini mína eins og ég er vanur að gera eftir kvöldmatinn. Mikið að gera í desember Gunnar Georg býr sig undir fyrsta verkefni dagsins. Vaknar yfirleitt klukkan fimm 24stundir með Gunnari Georg Gray, 14 ára blaðbera ➤ Er 14 ára gamall og verður 15ára á næsta ári. ➤ Er blaðberi í sínu hverfi,Norðlingaholti og hefur verið síðan í maí. Honum reiknast til að hann beri tæplega 200 eintök af 24 stundum út á hverjum einasta morgni. ➤ Fer á hnefaleikaæfingar hjáHnefaleikafélaginu Æsi þrisv- ar sinnum í viku, í klukkutíma í senn, og hefur gaman af. GUNNAR GEORGBlaðberar þurfa jafnan að vakna fyrr á morgnana en aðrir og ganga á milli húsa í ýmsum veðrum. En Gunnar Georg Gray, blað- beri Árvakurs og nem- andi í 9. bekk Norðlinga- skóla, lætur það ekkert á sig fá. „Það er stundum dálítið erfitt að koma sér á fætur en um leið og ég er kominn í fötin finn ég ekki lengur fyrir neinni þreytu,“ segir hann. 24stundir/Ómar Samkeppniseftirlitið gerði hús- leit hjá heildsölunni Danól í gær- morgun í tengslum við rannsókn á meintu verðsamráði Bónuss, Krónunnar og birgja verslananna tveggja. Danól er meðal birgja þeirra. „Við tókum bara vel á móti Samkeppniseftirlitinu og sýndum þeim allt sem þeir vildu sjá,“ segir Pétur Kr. Þorgrímsson, aðstoðar- forstjóri Danól. Hann segir starfs- menn eftirlitsins hafa haft á brott nokkur ljósrit og afrit af tölvu- gögnum. „Þetta er bara hluti af stærri rannsókn og við höfum engar áhyggjur af okkur. Við opnum allar okkar bækur nú og aðstoðum eft- irlitið eins og við getum, en þeir eru velkomnir aftur ef þá vantar meiri gögn,“ segir Pétur. Um miðjan nóvember gerði Samkeppniseftirlitið húsleit hjá Bónus og Krónunni, auk þriggja birgja verslananna. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að húsleitin í heildsölunni í gær hafi verið liður í rannsókn sem hófst fyrir nokkrum dögum með húsleit hjá smásöluverslunum og birgjum. Hann segir að ekki standi til að svo stöddu að gera húsleit í fleiri fyr- irtækjum. hlynur@24stundir.is Páll Gunnar Pálsson Segir að ekki standi til að gera fleiri húsleitir að svo stöddu. Athugun á meintu verðsamráði heldur áfram Samkeppniseft- irlitið inn í Danól Kröfur VR í komandi kjara- samningum hafa í för með sér að allt að 60% félagsmanna fá enga launahækkun, skv. frétt- um Ríkisútvarpsins. VR hefur gefið það út að lögð verði áhersla á að tryggja hag þeirra lægst launuðu og að verðbólg- an fari ekki úr böndum. VR vill hemja þensluna Meirihlutinn hækkar ekki Kárahnjúkavirkjun var form- lega gangsett í gær, bæði í Fljótsdalsstöð og á Hótel Nor- dica í Reykjavík. Ráðherrar og forsvarsmenn Landsvirkjunar komust ekki austur vegna óveðurs og fóru ræður fram um fjarfundabún- að. ibs Kárahnjúkavirkjun Gangsett um fjarbúnað Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Kanarí 23. eða 30. janúar. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað við góðan aðbúnað í 1 viku eða lengur. Bjóðum nú takmarkaðan fjölda íbúða á mörgum af okkar vinsælustu gististöðum á frábæru sértilboði, m.a. Los Tilos, Roque Nublo, Jardin Atlantico, Dorotea og Liberty. Einnig okkar vinsælu smáhýsi Parque Sol og Dunas Esplendido. Góðar gisting- ar og frábær staðsetning. Ath. takmarkaður fjöldi íbúða á þessu frábæra tilboðsverði. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 34.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og tvö börn í íbúð á Dorotea, Roque Nublo, Los Tilos, Jardin Atlantico, Liberty, Parque Sol eða Dunas Esplendido í viku. Aukavika kr. 12.000. Verð kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð á Roque Nublo, Los Tilos, Dorotea, Jardin Atlantico, Liberty, Parque Sol eða Dunas Esplendido í viku. Aukavika kr. 12.000. Kanaríveisla Mjög takmarkaður fjöldi íbúða í boði! 23. og 30. janúar frá kr. 34.990 Frábær sértilbo ð á góðri gistin gu! M bl 9 42 07 1 HÁSKERPA HEIM Í STOFU WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 MIRAI 32” LCD háskerpusjónvarp 79.900- TILBOÐ Auglýsingasíminn er 510 3744 stundir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.