Morgunblaðið - 14.11.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.11.2004, Blaðsíða 4
Á fimmtudag ákvað Flugan að rækta þjóðlega hlið sína, nokkuð óplægðan akur má segja. Fyrir valinu við þessa iðju varð sýning Kristjáns Guðmundssonar, Arkitektúr, í i8 galleri við Klapparstíginn. Um var að ræða málverk af torfbæj- um og skúlptúra og tengdust verkin teikningum sr. Jóns M. Guð- jónssonar, fyrrverandi sóknarprests á Akranesi, af torfbæjum sunnan Skarðsheiðar. Opnunin var öll hin glæsilegasta en verald- arvana listaspíran hefur þó aldrei mælt með að listamenn flaggi verkum sínum í fyrsta sinn á fimmtudögum. Fimmtudagssíðdegi virka sjaldnast sem segull á sýningar, enda fagurkerar í óða önn að binda síðustu spottana saman á erfiðri vinnu- viku. Hörðustu unnendur verka Kristjáns heiðruðu samkomuna þó með nærveru sinni og litla listagalleríið rúmaði líf og limi vel. Aldrei hélt Flugan að sá dagur mundi renna upp að hún þekkti ekki nokkurt andlit á listavappi sínu en slík varð þó raunin þennan fimmtudaginn – ókunn andlit á sæmilegri sýningu. Til heiðurs listamanninum sáluga Bertel Thorvaldsen söðlaði Thorvaldsen bar um og opnaði á föstudagskvöld nýja og glæsilega Bert- els stofu. Bertel var þekktur fyrir áhuga þann sem hann sýndi víni, mat, listagyðjunni og fal- legum konum – heimsborgari sannur og snyrti- pinni með meiru. Föngulegum piltum og fagur- limuðum konum (Flugan þar auðvitað fremst meðal jafningja) var því boðið til mikillar veislu hjá þeim Ingvari og félögum á Austurvellinum í tilefni stækkunarinnar og hver glamúrgellan á fætur annarri skundaði sem leið lá í teitið, enda var það orð göt- unnar að biðraðir ættu nú að heyra sögunni til. Unaðslegir mojitos kokteilar flæddu um svæðið og fólk virtist afar sátt við góðar breytingar. Jóna Lárusdóttir flugfreyja lét sig ekki vanta ásamt manni sínum Sveini Ey- land, auk þess sem Siggi veitingamaður á Einari Ben og Anna spúsa hans, Jón Arnar og Rúnar Heima er bezt-kokkarnir og Andrés Pétur fasteignasali smökkuðu á veigum frá Finlandia genginu og púsluðu saman nokkrum sporum á dansgólfinu. Flugan var hins vegar að spara sig fyrir átök laugardagsins, enda stór dagur í vændum. Á laugardagskvöldið rann upp mikil stund. Sálin hans Jóns míns ákvað að hefja sveiflu vetrarins á NASA við Austurvöll. Auðsýnt var að Austurvöllurinn var mál málanna þessa helgina og full tilhlökkunar var Flugan mætt annað kvöldið í röð á það ágæta svæði (til að fyrir- byggja allan misskilning ber að geta þess að hún hafði þó haft rænu á því að fara heim á milli viðburða – svona ef menn voru í vafa). Upp- hitun Flugunnar var auðvitað ekki af verri endanum og náði hún sér í orku fyrir dansmaraþonið á Einari Ben í góðu yfirlæti. Upp úr miðnætti var svo haldið á NASA enda gestirnir eflaust orðnir óþreyjufullir á biðinni eftir dansdrottning- unni. Þegar inn var komið og stjórnmálastúdentinn Stebbi Hilmars blasti við í allri sinni dýrð fann Flugan hátískuhælana hitna og dreif sig því beinustu leið á dansgólfið. En þvílík vonbrigði! Vel æfð danssporin urðu því miður að víkja fyrir baráttu þeirri að halda lífi og limum og troðningurinn var eins og í örgustu ómenningu! Í hitanum og svitanum hnoðaðist Flugan um svæðið og sá sér til skelfingar (og örlítils léttis) Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur Óp-stjórnanda, Hauk Inga fótboltakappa og Bergþór Ólason aðstoðarmann samgönguráð- herra í sömu hremmingum. Úfin, reytt, tætt og þreytt komst Flugan við illan leik á Rex þar sem meiriháttar björgunararðgerðir voru settar í gang. Innan skamms var kellingin orðin eins og vel pússuð postulínsdúkka og fjörið gat haldið áfram. | flugan@mbl.is Áslaug Anna Þorvaldsdóttir, María Kristín Gunnars- dóttir, Margrét Hjálmarsdóttir og Lene Römer. Aldís Haraldsdóttir, Jóhanna E. Sveinsdóttir og Aðalheiður Vilbergsdóttir. L jó sm yn di r: E gg er t Helga Óttarsdóttir og Sigríður Ingvarsdóttir. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Þórdís Bjarnadóttir og Sif Konráðsdóttir. Lilja Jónasdóttir, Unnur Gunnarsdóttir og Erla S. Árnadóttir. Þórey Sigþórsdóttir og Hilmar Oddsson. Elskulegur Austurvöllur – vinalegt var eða vígvöllur FLUGAN Kvennaboð – Tíu konur, sem starfa sem lögmenn eða lögfræðingar hjá LOGOS og A&P Árnasyni, efndu til samsætis fyrir rúmlega eitt hundrað kvenlögfræðinga í húsakynnum LOGOS. Icelandair opnaði nýja setustofu í Leifsstöð fyrir Saga Business Class farþega félagsins. L jó sm yn di r: E gg er t . . .og hver glamúrgellan á fætur annarri skundaði sem leið lá í teitið Sonja Reynisdóttir og Helena Kristjánsdóttir. Guðrún Arnardóttir og Kristín Arna Bragadóttir. Hallgrímur Helgason og Páll Valsson. Elín Hlíf Helgadóttir, Thelma Harðardóttir og Erla Magnúsdóttir. Hannes Smárason, María Rún Hafliðadóttir, Steinn Logi Björnsson og Sigurður Helgason. Útgáfuteiti Auðar Jónsdóttur og Birnu Önnu Björnsdóttur var haldið á Sóloni. Auður Jónsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir. Þuríður Pálmadóttir og Tryggvi Guðbrandsson. L jó sm yn di r: E gg er t Atli Rafn Sigurðarson og Brynhildur Guðjónsdóttir.Jón Gunnar Ottósson og Margrét Frímannsdóttir. Á NASA kom Sálin hans Jóns míns saman í upphafi tónleikaferðar um landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.