24 stundir


24 stundir - 05.01.2008, Qupperneq 10

24 stundir - 05.01.2008, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 2008 24stundir Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Upplýsingar veita Gísli í síma 894-2865 og Svavar í síma 896-7085 KKR, SVFR og SVH STANGAVEIÐIMENN ATHUGIÐI I I Okkar árvissa flugukastkennsla í T.B.R. húsinu Gnoðavogi 1 hefst 6.janúar kl 20:00. Kennt verður 6., 13., 20. og 27. janúar. Við leggjum til stangir. Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort). Verð kr 9.000 en kr 8.000 til félagsmanna, gegn framvísun gilds félagsskírteinis. Mætið tímanlega. Munið eftir inniskóm. „Það leggja allir rosalega mikla vinnu í þetta, leikfélagið og björg- unarsveitin, skátarnir og lúðra- sveitin hafa til dæmis alltaf verið með,“ segir Edda Davíðsdóttir, fé- lagsmálafulltrúi Mosfellsbæjar, en rík hefð hefur skapast fyrri brenn- um á þrettándanum í bænum. Sjö brennur verða á höfuðborg- arsvæðinu á þrettándanum og í Mosfellsbæ, á Seltjarnarnesi og í Grafarvogi verður gengin blys- ganga að brennunni. Á Seltjarnar- nesi verður safnast saman við Mýr- arhúsaskóla, en í Grafarvogi verður safnast saman við Gufunesbæinn klukkan 16:30. Í Mosfellsbæ fer kyndlaganga af stað frá Bæjarleik- húsinu klukkan 20 og ganga skátar með trommusveit í fararbroddi. Að sögn Eddu er töluvert af huldufólki sem sækir brennuna, þangað koma álfakóngur og álfa- drottning auk jólasveina, trölla og annars hyskis. Þá spilar skólalúðra- sveit Mosfellsbæjar auk þess sem Álafosskórinn syngur. Edda segir mikið um að fólk komi úr Reykjavík á brennuna. „Þetta er náttúrlega alveg æðisleg staðsetning og mikill mannfjöldi og gaman,“ segir Edda og bætir við: „Svo endar þetta alltaf á glæsi- legri flugeldasýningu frá björgun- arsveitinni Kyndli. Hún toppar sig á hverju ári.“ fifa@24stundir.is Víða brennur á þrettándanum Mikið um huldufólk Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Sex stórir hvellir voru í desember og var stormurinn þann 30. des- ember síðastliðinn sá útbreiddasti á landinu, að því er kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. ,,Það hefur í raun verið óvenju úrkomusamt um sunnan- og vest- anvert landið frá því síðustu dag- ana í ágúst. Það sljákkaði aðeins í nóvember en fór allt á fullt aftur í desember. Það hefur aldrei rignt svona mikið síðustu 5 mánuði árs- ins en verst var veðrið í desember,“ segir Trausti Jónsson veðurfræð- ingur og bætir því við að mönnum bregði dálítið við vegna þess hversu hægviðrasamt hafi verið undanfar- in ár. „En í lengra samhengi er þetta ekki óvenjulegt hvað vindinn varð- ar. Úrkoman var hins vegar miklu meiri en venjulegt er.“ Úrkoman í Reykjavík mældist 196,5 mm og hefur ekki áður mælst meiri í desember. Er þetta meira en tvöfalt meðalmagn mán- aðarins, að því er segir í yfirliti Veð- urstofunnar. Úrkoma á Akureyri mældist 60 mm og er það 13 pró- sent umfram meðallag. Á Höfn í Hornafirði mældist úrkoman 234 vindur var meiri en 17 m/s hjá yfir 40 prósentum veðurstöðva í nokkrar klukkustundir í senn. Stormurinn á nýársnótt telst reyndar formlega með janúar, að því er bent er á í yfirliti Veðurstof- unnar. mm og er það nærri tvöföld með- alúrkoma. Sólskinsstundir í Reykjavík voru 11 í desember og er það í meðallagi. Meðalhiti í Reykjavík var 1,3 stig eða 1,5 stig- um yfir meðallagi. Alls voru sex tilvik þegar mesti Sex stórir hvellir í desembermánuði  Viðbrigði eftir hægviðrasöm ár  Úrkoman í Reykjavík hefur ekki mælst meiri í desem- ber  Meðalhiti ofan meðallags  Aldrei hefur rignt jafnmikið síðustu 5 mánuði ársins ILLVIÐRISDAGAR Í DESEMBER 2007 Hlutfall stöðva með mesta vind meiri en 17m/s 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 1 2 3 4 da gu r DESEMBER 2007 JANÚAR 2007 Aðfaranótt 11. Aðfaranótt 13. Aðfaranótt 14. 30. des Aðfaranótt 18. 1. jan ➤ Samgöngur fóru úr skorðumum landið í stóra hvellinum þann 30. desember. Fárviðrið var sums staðar slíkt að ekki var stætt á milli húsa og víða urðu rafmagnstruflanir. ➤ Á höfuðborgarsvæðinu þurftiað loka mörgum götum vegna vatnselgs. ➤ Gríðarlegt annríki var hjábjörgunarsveitum í þessum hvelli eins og öðrum hvellum í desember. ÚTKÖLL OG TJÓN Óskar S. Reykdalsson, fram- kvæmdastjóri lækninga á Heil- brigðisstofnun Suðurlands, vísar á bug gagnrýni á starfshætti innan réttargeðdeildarinnar á Sogni. Í frétt í 24 stundum sem birtist 21. desember síðastliðinn var því með- al annars haldið fram að Sogn væri geymslustaður fyrir geðsjúka og endurhæfing vistmanna væri í al- geru lágmarki. Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, lýsti þá efasemdum um starfsemi Sogns. Mjög góður árangur Óskar segir árangur af meðferð á Sogni hafi verið mjög góðan. Ná- lægt fjörutíu manns hafi útskrifast frá Sogni síðan stofnunin var sett á fót og enginn þeirra hafi brotið af sér aftur. „Ég tel að það sé ekki rétt að ekki séu úrræði fyrir fólk þegar það kemur af Sogni. Markmið okk- ar er að fólk geti útskrifast af Sogni og lifað sjálfstæðu lífi í samfélaginu án þess að vera sjálfu sér eða öðr- um hættulegt. Við gerum það sem er í okkar valdi til að það gangi eftir og sá árangur sem hefur náðst er í raun einsdæmi í heilbrigðiskerfinu. Hitt er svo annað mál að við viljum gera enn betur, en þrátt fyrir að við höfum fengið góðan stuðning frá ráðuneytinu þá teljum við að okk- ur vanti fjármagn til að bæta um betur. Ég tel að starfsmenn á Sogni séu mjög hæfir en það er ekki laun- ungarmál að það er erfitt að fá fag- menntað fólk í allar stöður.“ Margt má bæta á Sogni Sigurður Guðmundsson land- læknir segir að vissulega megi bæta þjónustu á Sogni verulega. „Hús- næðið er ekki fullnægjandi og það er mikil þörf á að setja á fót að- stöðu til að geta útskrifað fólk til hálfs, helst í nánd við Sogn. Eins þarf að bæta göngudeildir og tengsl við geðdeild Landspítalans.“ Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra segir að unnið sé að því að bæta aðstöðumál í heil- brigðiskerfinu öllu og það eigi við um Sogn eins og aðrar stofnanir. freyr@24stundir.is Yfirmaður lækninga á Sogni vísar gagnrýni á starfshætti þar á bug Meðferð á Sogni ber árangur Má bæta Sigurður Guðmundsson land- læknir segir ýmislegt mega bæta á Sogni. Jólatré borgarbúa verða að moltu eftir jólin. Borgarstarfs- menn verða á ferðinni dagana 7-11. janúar um hverfi borg- arinnar og sækja þá jólatrén. Íbúar borgarinnar eru hvattir til að setja jólatré á áberandi staði út fyrir lóðamörk og jafnframt að ganga þannig frá þeim að ekki sé hætta á því að trén fjúki. Eftir þann tíma verða íbúar að koma trjánum sjálfir á endurvinnslustöðvar. Sömuleiðis eru íbúar borg- arinnar beðnir um að hreinsa upp flugeldarusl í nágrenni sínu og halda borginni þannig hreinni. fr Jólatré notuð í moltu Sorphirðar sækja jólatrén Börn við Þinghólsbraut í Kópavogi hafa nú hreinsað til í götunni sinni og næsta ná- grenni. Þetta er annað árið í röð sem krakkarnir taka sig til og hreinsa eft- irstöðvar áramótanna í hverf- inu sínu. Um það bil 800 tonnum af flugeldum er skot- ið á loft um áramótin. bee Hreinsa Þinghólsbraut Röskir krakkar í Kópavogi BRENNUR OG FLUGELDASÝNINGAR Á ÞRETTÁNDANUM 17.00 17.00 Valhúsahæð18.00 Við Gestshús 20.30 Varmárvellir Gufunes 18.00 18.00 Við Reynisvatn18.00 Fagrihvammur Ásvellir19.00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.