Sunnudagsblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 11

Sunnudagsblaðið - 01.03.1964, Blaðsíða 11
„MIKILLI geðvonzku og miklu blelci höfum við út hellt í bar- áttunni við þetta fyrirtæki —” skrifaði Steinn sálugi Steinarr eitt sinn um litvarpið okar. Ekki aetla ég heldur áð fara að skammast út í þessa þjóð- þrifastofnun, síður en svo. Enda veit ég ckki, hvernig við fær- um, ef við hefðum ekki út- varpið. Dagskráin er að visu að öllum jafnaði alveg frá- munalega Ieiðinleg, en við þeim óslcöpum virðist ekkert vera hægt að gera og menn virð ast hafa sætt sig við þessi ó- sköp. Sýnir þetta bezt hversu aðlögunarhæfni mannskepn- unnar er takmarkalaus. Þegar verst gegnir cr dagskráin jafn- vel héru'mbil eins leiðinleg og sumt af skrifunum í Tímanum, lengra verður ekki jafnað í þeim sökum. Þegar allt kemur til alls eru auglýsingarnar skemmtilegasta útvarpsefnið. Ræður þar mestu um, hversíi fjölbreytilegt efni þessi dagskrárliður flytur. Haldi einhver, að ég segi þetta bara af tómri sérvizku, ráðlegg ég hinum sama að hlusta á aug- Pyngjan lýsingarnar í svo sem eina viku og hann mun komast að raun um, að þar fiýtur innan um kómík, sem ekki er vol á í öðr- um dagskrárliðum og speki sem vel gæti sómt sér í sprenglærðum háskólafyrir- lestri — og allt þar á milli. Þessi dagskrárliður er að mikiu leyti borinn uppi af kaup mönnum og öðrum fram- kvæmdamönhum ' — og svo segja sumir að bissnessmenn séu húmorlaust fólk. Annaðslag ið þurfa þeir sem stjórna land inu að segja okkur eitthvað í þessum þætti. Þeir eru kallað- ir Hið Opiribera — í hvorug- kyni. Stundum hefur líka týnzt köttur, eða einhver misst út úr sér tanngarðinn sinn. Fyrir jólin leggja kaupmenn irnir þennan dagskrárlið alveg undir sig og er hann þá oftast með einhæfasta móti. Hins veg- ar tútnar hann þá mjög út óg kemst lítið annað efni að í dagskránni og auðvitað er það allt í lagi. Þá fara kaupmenn venjulega fremur lævíslega að háttvirt- um ídmenningi. Það eru jú þeir seni eru að gera fólkinu grciðann! Auð- vitað eru þeim vörurnar ekkert sérlega útbærar. Jólin eru nú einu sinni sá árstími sem menn nota til að gleðja sjálfa sig og aðra. Og til þess vilja kgup- mennirnir auðvitað lijálpa. — Gleðjið unnustuna með þessu, eiginkonuna með hinu. Gleðjið börnin, barnabörnin. Gleðjið afa og ömmu, frænda og frænku. Gleymið ekki tengda- mömmu og tengdapabba og öðru tengdafólki. Já, við ís- lendingar erum frændræknir um jólin. Það má mikið vera ef sala ættartölubóka eykst ekki mikið fýrir hver jól, svo að anri ars óættfróðir menn geti leitað uppi sem flesta ættingja til að gleðja á þessari fagnaðarhátíð, allt niður í systurdóttur tengda föður frænda síns f 5. lið. Frh. á bls. 188. ALÞÝÐUBLAÐEB - SUNNUDAGSBLAÐ 179

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.