Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.2005, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 23. apríl 2005 | 11
Önnur skáldsaga Sue Monk Kidd,The Mermaid Chair eða Haf-
meyjarstóllinn, þykir ekki gefa
fyrstu bók höf-
undar, The Sec-
ret Life of Bees
eða Leyndarlíf
býflugna, neitt
eftir. Í báðum
bókum eru þjóð-
sögur og dulspeki
nokkuð áberandi,
en aðall bókanna
felst, að mati
gagnrýnanda, í
vel skrifuðum persónum og áhuga-
verðu sampili þeirra í millum. Sagan
hverfist um Jessie Sullivan, mið-
aldra konu, sem dag
einn fær þær fréttir
að öldruð móðir henn-
ar, sem aldrei hefur
náð sér eftir dauða eiginmanns síns
rúmum þrjátíu árum áður, hafi
hoggið af sér fingur. Við þær fréttir
rýkur Jessie frá manni og barni
heim á æskuslóðir á eyjunni Egret
til að annast um móður sína, sem
tekur heimkomu dóttur sinnar síður
en svo fagnandi. Umfjöllunarefni
höfundar eru sígild; ástin, svik, sorg-
in og fyrirgefningin. En eitt af því
sem Jessie þarf að horfast í augu við
eru versnandi samskipti við eig-
inmann sinn og óvænt hrifning henn-
ar á munki einum sem á eyjunni
starfar. Að mati gagnrýnenda neyðir
höfundur með skrifum sínum les-
endur til að horfast í augu við þá
staðreynd að fæstir hlutir eru mál-
aðir annað hvort hreinum svörtum
eða hvítum litum.
Garlic and Sapphires: The SecretLife of a Critic in Disguise eða
Hvítlaukur og saffír: Leyndarlíf
dulbúins gagnrýnanda, nefnist ný
bók eftir Ruth Reichl, sem getið hef-
ur sér gott orð sem matargagnrýn-
andi, fyrst í Los Angeles og síðan í
New York. Í bók-
inni fjallar hún
um reynslu sína
af matarskrifum í
New York-borg
fyrir The New
York Times á ár-
unum 1992–1998,
eða þar til hún
gerðist ritstjóri
Gourmet-
tímaritsins. Í
bókinni greinir Reichl frá hinum
harða bransa blaðamennskunnar og
frá samskiptum sínum við misvin-
samlega yfirmenn. Þar sem stór
hluti þeirra veitingastaða sem hún
skrifaði um eru það dýrir að það er
ekki á færi venjulegs fólks að snæða
þar segist hún hafa haft að leiðarljósi
að fókusera ekki aðeins á mat-
arkrítikina í greinum sínum heldur
reyna umfram allt að skrifa áhuga-
verða matarpistla þar sem lesendur
gætu nálgast ýmsan fróðleik um mat
og matarmenningu. Eðlilega féll
gagnrýni hennar í misgóðan jarðveg
hjá hlutaðeigendum og er í bókinni
að finna ýmsar skondnar lýsingar á
því hvernig höfundur dulbjó sig í því
skyni að verða síður fyrir aðkasti
bæði eigenda og starfsfólks þeirra
veitingastaða sem hún heimsótti.
Nýverið kom út í Bandaríkjunumþýðing á smásagnasafninu Dai
Mne (Songs for Lovers) eða Gefðu
mér (Söngvar elskenda) eins og
snara mætti titlinum yfir á íslensku,
eftir ungu, rússnesku blaðakonuna
Irinu Denezhkina. Hóf hún ung að
skrifa og aðeins nítján ára gömul tók
hún að birta ímyndaða sjálfsævisögu
sína á Netinu. Gefðu mér er hins
vegar fyrsta bókin sem hún sendir
frá sér og lofar hún, að mati gagn-
rýnanda The New York Times, mjög
góðu. Segir hann Denezhkina takast
í sögum sínum að miðla á áhrifaríkan
hátt tíðarandanum í Pétursborg þar
sem hún býr og starfar. Þykja sögur
hennar afar mergjaðar og blæ-
brigðaríkar. Eru þetta frásagnir af
mislukkaðri ást, persónum sem ekki
virðast opnar fyrir ástinni sökum
þess að þær eru of stoltar til þess að
tjá tilfinningar sínar öðrum eða of
veiklyndar til þess að standast
þrýsting vinahópsins og margar per-
sónanna hafa aldrei velt fyrir sér
hvað ástin felur í sér.
Erlendar
bækur
Sue Monk Kidd
Ruth Reichl
H
ér finnur einn allra merk-
asti skáldsagnahöfundur
samtímans hjá sér þörf
fyrir að gera stundarhlé
á skáldsagnaskrifum og
býður okkur upp á hug-
leiðingar um list sína. Er
það nema von? Á tímum
þegar háskólaumræðan er orðin dauðhreinsuð
og heimskuleg og bókmenntagagnrýnin hefur
breyst í sölusnakk er erfitt að sjá hver annar
ætti að geta gert það í hans stað … Milan Kun-
dera býður okkur þarna upp á
þriðja hlutann af „list skáldsög-
unnar“: hann fer yfir og dregur
saman helstu viðfangsefni fyrri ritgerðabóka
sinna, og dýpkar þau, bætir við þau, þróar þau
áfram og opnar nýja sýn. Bókin er ekkert að
þykjast vera meira en hugleiðingar skapandi
manns sem vinnur út frá því sem hann skrifar
sjálfur og útskýrir þannig fagurfræði sína, sér-
staka afstöðu sína. En við lestur bókarinnar sér
maður brátt að hún hefur mun víðari skír-
skotun.
Hver er annars staðan í ríkjandi umræðu um
skáldsöguna? Hún er sú að menn eru fastir í
endurtekningu andspænis hver öðrum. Annars
vegar er hugmynd um „þróun“ sem til varð á
tímum frönsku nýsögunnar og er nú að verða
ansi úr sér gengin, en hún snýst um það að
þessi list sé umfram allt tæknileg og hafi enga
merkingu nema að hún taki einhvers konar
framförum, eða hreinsist meira og meira, fjar-
lægist æ meira þá list sem stunduð var á 19.
öld (hinn fræga „kóða“ Balzacs). Hins vegar er
einhvers konar endurreisn, einhvers konar end-
urinnleiðing þessa nítjándu aldar kóða sem
snýst um þá hugmynd að þessari bókmennta-
tegund fari hnignandi nú um stundir (þetta er
grundvöllur afar íhaldssamra hugmynda manna
eins og til dæmis Georges Steiner) og felur í
sér að undir nafninu „skáldsaga“, kemur út
aragrúi af krónikkum í skáldsöguformi, játn-
ingum í skáldsöguformi, ritgerðum í skáld-
sagnaformi, bókum sem eru í rauninni ekkert
annað en alger andstæða þeirrar listar sem til
varð með Rabelais og Cervantes.
Það áhugaverða við Kundera er einmitt að
hann hefur sig yfir þessa samhverfu stöðu sem
í rauninni hangir saman. Því hann lítur svo á að
skáldsagan sé í senn, eins og öll list, staður
formlegrar, nauðsynlegrar og stöðugrar upp-
finningar, og staður uppgötvana sem ekki eru
síður stöðugar: skáldsagan er ætluð til þess að
kanna sumar hliðar raunveruleikans (eða mann-
legrar reynslu) sem öll önnur kerfi túlkunar
eða framsetningar (heimspekileg, trúarleg, fé-
lagsleg, sálfræðileg o.s.frv.) vanrækja – og ekki
er hægt að fjalla um það með öðum hætti en
með sérstökum leiðum skáldsögunnar.
Í þessu er fólgin ákveðin meginhugmynd,
nánast þráhyggja: skáldsagan er annað og
meira en hver önnur bókmenntategund, hún er
sérstök listgrein. Með öðrum orðum: allt frá því
í fornöld hafa verið til „frásagnir í lausu máli“,
slíkt er verið að gefa út og því verður haldið
áfram í tonnavís, en hefur lítið sem ekkert að
gera með þá list sem varð til með Rabelais og
Cervantes og hefur einmitt haldið áfram að
nema listræn lönd allt til okkar tíma – í það
minnsta hjá þeim minnihluta skáldsagnahöf-
unda sem líta ekki á þennan arf sem dauðan
bókstaf (Kundera kann líka að senda kveðju til
félaga sinna, svo sem Carlos Fuentes og Philip
Roth); og er skilgreint með þessu hlutverki
uppgötvana sem ekkert getur í rauninni komið
í veg fyrir.
Að líta á skáldsöguna sem listgrein, það þýð-
ir vissulega að hún er hluti af sögunni, sinni
eigin sögu (sem á hvorki að rugla saman við
sögu sagnfræðinganna né sögu listanna); en
líka að hún opnar samtímis heim þar sem Dide-
rot talar við Sterne, þar sem Joyce og Kafka
styðjast við Flaubert, þar sem Danilo Kis og
Salman Rushdie endurreisa Rabelais, þar sem
Fuentes og Goytisolo dusta dykið af þeirri
kennslustund sem Rabelais veitti okkur. Á viss-
an hátt má jafna þessu við það sem André Mal-
raux nefndi „ímyndaða safnið“ varðandi mynd-
listina – en er þarna ekki eins upphafið og
háspekilegt.
Að líta á skáldsöguna sem listgrein, það þýð-
ir líka að það er einungis hægt að meta mikla
skáldsögu í heimssamhengi þessarar listar – öf-
ugt við alla nesjamennsku, bæði „stórþjóðanna“
(sem hafa tilhneigingu að vera sjálfum sér nóg-
ar og skeyta ekkert um það sem gerist utan
eigin landamæra) og „smáþjóðanna“ (sem kæfa
listamennina sína of oft með því að smætta þá
niður í þeirra eigin staðbundnu menningu, jafn-
vel svo að þeir sem þora að brjótast úr úr
þessu eru taldir svikarar). Um þetta fjallar
Kundera snilldarlega og sýnir fram á að menn
botna ekkert í gildi Witold Gombrowicz ef þeir
einskorða hann við pólska samhengið, ekkert í
gildi Kafka ef hann er gerður að réttum og
sléttum „rithöfundi frá Prag“. En þar sýnir
hann líka fram á að í landi eins og Frakklandi,
einmitt vegna þess að Frakkar líta svo á að
bókmenntirnar eru sjálfum sér nægar (mein-
loka sem vitað er að haldið er við í skólakerf-
inu), hafa menn vaðið í villu og svíma og gert
heiftarleg mistök varðandi sína eigin hefð.
Þetta er á vissan hátt mjög „alþjóðleg“ afstaða
þar sem gamla og góða hugtakið hans Goethe
(Weltlitteratur) öðlast nýtt gildi …
Að líta á skáldsöguna sem list-
grein felur aukinheldur í sér að
það þarf að skilgreina að hvaða
leyti hún greinir sig frá öðru til að
finna hinn sérstaka vettvang henn-
ar. Í fyrsta lagi greinir hún sig frá
ljóðlistinni, enda „fæðist“ skáld-
sagnahöfundurinn á rústum ljóð-
ræna heimsins (Flaubert verður
Flaubert þegar hann rýfur sam-
bandið við rómantísku ljóðrænuna
í Freistingu heilags Antons); skáld-
sagan er í rauninni ekki framhald
af ljóðinu með öðrum meðölum,
heldur afneitun á ljóðrænni dýrk-
un. En það kemur ekki í veg fyrir
að hún búi til sína eigin ljóðlist ef
svo ber undir: það er hins vegar
ljóðlist sem ekki er hægt að finna í
neinu ljóði, ljóðlist sem er andstæð
„ljóðlist ljóðskáldanna“. Það sem
hún greinir sig síðan frá, það er
frá ljóðsögunni: ekki bara vegna
þess að með Rabelais og Cervantes
fæðist hún af því þegar verið er að grínast með
söguljóðið og riddarasögurnar, þar er hlegið og
hæðst að því á þann hátt sem engin söguleg
vitund hefði getað þolað, heldur líka vegna þess
að Kundera lítur svo á að „öll atburðarás kveik-
ir spurningar“ – sem er nokkuð sem gerir kleift
að skilja að þessi viðskilnaður við söguljóðið er
nokkuð sem kemur upp aftur og aftur í sögunni
(Flaubert gegn Hugo, Hemingway eða Claude
Simon gegn Malraux).
Loks má nefna að skáldsagan greinir sig frá
heimspekinni: því jafnvel þegar nútímaskáld-
sagan, allt frá Marcel Proust til Roberts Musils
og Hermanns Broch, innleiddi vitsmunalegar
hugleiðingar í ritgerðarformi (þannig að það
sem gerist er bæði hugsað, því er lýst og sagt
frá því), gerði hún það ekki með því að „lýsa“
fyrirfram gefnu heimspekikerfi, heldur með því
að finna upp sérstaka skáldsögulega hugleið-
ingu sem ekki er hægt að skilja frá skáld-
skapnum sem hún er sprottin af og leitaðist
ekki við að innræta mönnum einhver sannindi
heldur að læða efa, tvíræðni, þverstæðum og
spurningum inn í vissu okkar.
Þetta felur í sér, ef maður fylgir hugsun
Kundera eftir á þessu sviði, að ekkert af þessu
er saklaust, að skáldsagan snertir líka reynslu
okkar af heiminum og það hvaða augum við lít-
um hann. Dag einn var honum sögð sú saga að
Mið-Evrópa væri nú að upplifa endurreisn sem
engar kennisetningar næðu yfir, saga af göml-
um manni, manni sem hafði verið háttsettur í
stjórn kommúnista, að dætur hans kæmu fram
við hann af megnustu fyrirlitningu þrátt fyrir
að þær skulduðu honum of fjár: eitthvað, segir
hann, sem minnir óhjákvæmilega á söguna af
Goriot gamla … Þar af sprettur sú sjálfsagða
spurning: þyrfti okkar tími á nýjum Balzac að
halda?
En Kundera lítur svo á að ef við hugsum um
skáldsöguna sem listgrein, þá sé það nokkuð
sem okkur leyfist einmitt ekki (það væri, svona
í leiðinni, annað form, fagurfræðilegt, af end-
urreisn). „Listinni“, segir hann, „er ekki ætlað
að skrá, eins og stór spegill, alla útúrdúra, til-
brigði, endalausar endurtekningar mannkyns-
sögunnar (...) Henni er ætlað að skapa sína eig-
in sögu.“ Það þýðir ekki að hún eigi að vera
hreinn leikur með form, óhlutbundinn, óháður
heiminum. Heldur frekar að listin geti notað
mannkynssöguna sem „lýsingu“ sem gerir
kleift að afhjúpa ákveðnar hliðar mannlegrar
reynslu sem ekki hafa enn verið uppgötvaðar –
einmitt þau svæði óvissu, óvissra ákvarðana,
þverstæðna sem ekki rata inn í málflutning
sagnfræðinganna (frábær greining í bókinni á
smásögu eftir Kenzaburo Oe). Eða þá, svo grip-
ið sé til myndhverfingar sem gengur eins og
rauður þráður í gegnum alla bókina, þá er það
skáldsögunnar að „rífa tjöld“ þeirrar fyrirfram-
túlkunar sem samfélagið leggur okkur í hend-
ur. Sé svona litið á málið, og það er nokkuð
sem Kundera segir ekki beint, heldur gefur það
í skyn, er það ekki nein tilviljun að nokkrar af
merkustu skáldsögunum sem gefnar hafa verið
út nú í byrjun 21. aldarinnar hafa einmitt ein-
sett sér að „rífa tjöldin“, og draga fram bak-
hliðina eða það sem ekki er sagt af þeim mikla
almenna sannleik sem haldið er að fólki:
Krabbagangur eftir Gunter Grass; Ónáð eftir
J.M. Coetzee; Bletturinn eftir Philip Roth;
Geithafurshátíðin eftir Mario Vargas Llosa –
og líka, á vissan hátt, Fáfræðin eftir Kundera
sjálfan.
Það væri hægt að nefna þúsund önnur atriði
varðandi svo auðuga og margbrotna bók, þar
sem hugsunin leiftrar í sífellt nýrri mynd. Þar
sem stuttir, óvenju samþjappaðir kaflarnir eru
felldir inn í þétta byggingu sem einkennist af
kontrapunktum, ítrekunum og bergmáli. Þar
sem hvert þema sem komið er inn á kallar á
allskyns mótíf af tilgátum sem leiða af þemanu,
hugleiðingum sem eru látnar fljóta
með. Sem dæmi má nefna hugleið-
ingu um það að gera sem minnst
úr listrænu gildi mikilla skáld-
sagna: hvernig verkin eru grafin í
haug af heimildum og skjölum sem
öll ganga út á það að sýna fram á
að í rauninni séu skáldsögur bara
játningarit (Kundera rifjar rétti-
lega upp að setningin „Frú Bov-
ary, það er ég.“ er tilbúin setning
af vafasömum uppruna, en það
hefur ekki komið í veg fyrir að
hún hefur orsakað heilt flóð af
skrifum um þetta efni) eða kró-
nikka sem þarf að finna „lyklana“
að (af þessu sprettur stórskemmti-
legur kafli í bókinni þar sem Kun-
dera kvartar yfir því að geta ekki
lengur lesið Proust án þess að sjá
Albertínu fyrir sér með yfirskegg,
vegna þess að hann las einhvers
staðar að fyrirmyndin að Albert-
ínu hefði verið karlmaður). Eða
þá, svona til dæmis, hugleiðing um
það hvernig skáldsagan, öfugt við orðræðu
dogmatismans, er staður þar sem margar and-
stæðar raddir geta komið saman (frá Hættu-
legum kynnum til Meðan ég ligg banaleguna)
og jafnvel ýmsir ólíkir og ósamstæðir tímar (frá
Alejo Carpentier til Carlosar Fuentes).
Greining á mikilvægi byggingarinnar í nú-
tímaskáldsögunni er eflaust eitt af því sem
áhugaverðast er við hana. Háðsleg úttekt á því
hvernig súrrealistarnir fordæmdu skáldsöguna
– og hvernig Gabriel Garcia Marquz yfirsteig
þetta á snilldarlegan hátt með því að nota
ákveðinn þátt í súrrealismanum (slá saman
draumi og veruleika) í bókmenntagrein sem
súrrealistarnir bönnuðu á sínum tíma. Afar
fróðlegur kafli um þverstæðu skáldsagnahöf-
undanna miklu frá Mið-Evrópu (enn og aftur:
Kafka, Broch, Musil, Gombroiwicz) sem sann-
arlega voru „nútímalegir“ á sviði formlegrar
nýsköpunar, en héldu á sama tíma uppi rót-
tækri gagnrýni á hinar miklu blekkingar sam-
tímans – nokkuð sem er áhugavert fyrir okkur
núna þar sem argasta afturhaldi er hampað í
nafni „nútímavæðingar“ …
Þegar allt kemur til alls kemur það greini-
lega fram að skáldsagan er annað og miklu
meira en réttur og sléttur bókmenntaleikur. Að
í henni er fólgin ákveðin tegund visku, afstöðu,
skörp sýn á heiminn – og eflaust jafnvel ákveð-
inn lífsháttur. Það er jafnvel á þann hátt, að
hans dómi, sem hún tekur að fullu þát í menn-
ingunni – þeirri sem varð til í Evrópu í lok 16.
aldarinnar: höfnun á þeim sem hugsa í kenni-
setningum, nokkuð sem á undir högg að sækja
í dag þegar einhvers konar lágmenning tröllr-
íður öllum heiminum sem getur ekki annað en
ýtt anda skáldsögunnar út í jaðarinn og reynt
að losa sig við háð hennar, vantrú og tilraunir
hennar til að sjá hlutina í skýru ljósi.
Erum við þá farin að nálgast þá tíma sem
Jorge Luis Borges spáði fyrir um, þar sem
góðir skáldsagnahöfundar verða ekki eins sjald-
gæfir og góðir lesendur? Hvað sem því líður
finnur maður vel að einsleitur heimsmarkaður-
inn sem ekkert fær stöðvað hefur allan hag af
því að svo verði – að gildismat skáldsögunnar
verði ýtt til hliðar og að fólk verði hlýðnir og
góðir áhorfendur. Og í rauninni má segja að
eitt það merkasta sem Kundera hefur tekist
með þessari bók er að leiða okkur fyrir sjónir
hve mjög skáldsagan, þegar hún losnar við að
vera verslunarvara, heldur áfram að vera óvið-
jafnanlegt tæki til að stunda andspyrnu í heimi
þar sem, eins og hann segir sjálfur á einum
stað, „heimska verslunarinnar hefur tekið við af
heimsku hugmyndafræðinnar“.
Friðrik Rafnsson þýddi.
Máttur skáldsögunnar
Milan Kundera sendi frá sér nýtt greinasafn,
Tjaldið, 7. apríl síðastliðinn. Þar heldur hann
m.a. fram þeirri skoðun sinni að hlutverk skáld-
sögunnar í nútímanum sé að leita þekkingar og
spyrja spurninga með sínum sérstaka hætti sem
ekki sé unnt að gera á annan hátt en í list skáld-
sögunnar. Hún sé öflugasta vopnið til að rista á
þau tjöld blekkingarinnar sem við eða aðrir
hengja upp og leiða athygli okkar frá því sem
raunverulega skiptir máli í lífi okkar.
Eftir Guy
Scarpetta
Guy Scarpetta er franskur rithöfundur og gagnrýnandi. Nýj-
asta bók hans er Variations sur l’erotisme (2004). Grein
þessi birtist í aprílútgáfu Le Monde diplomatique.
Milan Kundera „... hann
fer yfir og dregur saman
helstu viðfangsefni fyrri
ritgerðabóka sinna, og
dýpkar þau, bætir við
þau, þróar þau áfram og
opnar nýja sýn.“