Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2005, Blaðsíða 100

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.2005, Blaðsíða 100
100 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 12. maí 2005 taka þátt í þeirri stöðugu framleiðslu sem fylgir því. Maður tekur þátt í stöðugri framleiðslu og uppbroti hlekkja sem stuðla að uppbyggingu sjálfsins, Lundúna (sem mun ekki njóta viðveru þinnar í dag), Milton Keynes (sem mun njóta hennar; og sem styrkir tilvist sína sem sjálfstæð skiptistöð ferðalanga fyrir vikið), og þar af leiðandi einnig uppbyggingu sjálfs rým- isins. Maður er ekki einungis að ferðast í gegnum rými, eða yf- ir það, maður er að breyta því lítillega. Rými og staðir koma í ljós fyrir tilstilli virkra efnislegra gjörða. Að auki er þessi hreyfing manns ekki einungis í rými heldur einnig í tíma. Sú Lundúnaborg sem þú yfirgafst fyrir hálftíma (á fleygiferð í gegnum Cheddington) er ekki sama Lundúnaborg og núna. Hún hefur þegar tekið á sig aðra mynd. Líf hafa liðið áfram, fjárfestingar og sölur áttu sér stað í fjármálahverfinu, það rigndi duglega (eins og búið var að spá); mikilvægur fundur leystist upp í heiftúð; einhver veiddi fisk í Grand Union-síkinu. Og ferðinni er heitið til Milton Keynes sem er einnig að taka á sig nýja mynd. Þegar komið er á nýjan áfangastað, felur það með einhverjum hætti í sér þátttöku í safni þeirra samtvinnuðu sagna er sá staður er gerður úr. Aðkoman í vinnunni, póst- urinn sóttur, fyrri umræðum haldið áfram, muna eftir að spyrja hvernig fundurinn í gærkveldi fór og taka kurteislega eftir að búið er að taka til í herberginu manns. Þræðirnir eru teknir upp og þeir spunnir inn í meira eða minna samhangandi tilfinningu fyrir því að vera „hér“, „núna“. Aftur myndast teng- ingar við ferli sem maður stóð frammi fyrir síðast þegar maður var á skrifstofunni. Hreyfing, sköpun tengsla, taka/mynda tím- ann. Við báða enda ferðar manns eru, sem sagt, bær eða borg (staður) sem í sjálfu sér er samansettur úr búnti ferla. Og það sama á við um staðina á milli. Í þessari lest er maður ekki ein- ungis að ferðast yfir rými-sem-yfirborð (það myndi vera lands- lagið – og það sem mannfólki kann að virðast yfirborð er það hvort sem er ekki gagnvart rigningunni og kannski ekki heldur gagnvart milljónum örsmárra lífvera sem bora sig í gegnum það – þetta yfirborð er framleiðsla sértækra tengsla), maður ferðast þvert yfir ferli. Tréð sem bærist nú í vindinum handan við lestargluggann var einu sinni akarn á öðru tré og mun sjálft hverfa einhvern daginn. Þessi guli akur fræolíublóma, af- urð áburðar og evrópskra niðurgreiðslna, er einungis augna- blik – þýðingarmikið en hverfult – í keðjuverkun iðnvæddrar landbúnaðarframleiðslu. Til er frægt kaflabrot, að ég held eftir Raymond Williams … Hann er einnig á ferð í lest og festir í hugskoti sínu mynd af konu með svuntu sem hann sér beygja sig niður til að hreinsa niðurfall með spýtu. Í huga farþegans í lestinni, heldur hún áfram að sýsla þetta um alla eilífð. Hún er fönguð í þessu augnabliki, nánast hreyfingarlaus. Ef til vill er hún að þessu (ég hreinlega verð að hreinsa niðurfallið áður en ég fer í burtu) rétt áður en hún læsir húsinu til að fara í heimsókn til systur sinnar hinum megin á hnettinum, sem hún hefur ekki séð um árabil. Séð frá lestinni, er hún þó ekki á förum; hún er föst í tímalausri andrá. Ef hugsað er um rými sem flöt fjölmargra ferla og maður ímyndar sér lestarferð (svo tekið sé dæmi) sem hraðferð þvert yfir endalausar sögur, þá felur það í sér að konan með svunt- una öðlast líf. Það felur í sér viðurkenningu á henni sem öðru lífi er vindur sig áfram. Það sama á við um Berkhamsted- kastala. Lestin flýgur ekki áfram – eins og svo margir halda fram – þvert yfir mismunandi tímabil, allt frá tímum Nor- manna til tíma tuttugustu aldar. Slíkt myndi fela í sér vinnu með form sem kenna mætti við leikhús minnisins, er skynjar rými sem einskonar samsetningu augnablika ólíkra tíma, sjón- arhorn ímyndunaraflsins sem stendur utan hins sögulega og vinnur gegn tilfinningu fyrir tímatengdri þróun. Gegn rými sem klippimynd hins kyrrstæða. Samt sem áður halda bæði kastalinn og lestarstöðin áfram með sína sögu þegar ég fer framhjá (ég gæti haft mitt fram að færa til þeirra sagna). Upp- runalegt virki Normanna og síðar kastali sem varð að höll, í eigu konungs og annarra konungsborinna, þjónaði loks sem fangelsi og var í kjölfarið tætt í sundur sem byggingarefni í herragarð. Sögu staðarins vindur áfram og í dag hefur hann mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. (Það er sama hversu heitt minjagripaiðnaðurinn óskar þess að hægt væri að varðveita hluti einsog mat í hlaupi, þá verður aldrei hægt að stöðva fram- rásina í raun og veru. Hin botnlausa, neysluhneigða samtíð sem Jameson vísar til á svo áhrifamikinn hátt afneitar öllu þessu. En hún gerir það ekki einungis, eins og yfirleitt er hald- ið fram, með því að gera „fortíðina“ að neysluvöru, heldur einnig með því að neita að viðurkenna allar þær sögur sem eru að gerast í nútíðinni.) „Eina fullnægjandi myndin er sú sem Hvað er það að ferðast? Hvernig er best að hugsa það í tengslum við tíma og rými? Eins og Hernán Cortéz þramm- andi þvert yfir hálsinn á (því sem nú er orðið að) Mexíkó? Í mynd „landkönnuðanna“ sem lögðu upp þvert yfir höfin? Eða eins og mína eigin reglubundnu ferð til vinnu: þar sem ég sit í lest frá Lundúnum til Milton Keynes og virði fyrir mér lands- lagið sem lagt er að baki – upp úr víðáttumiklum dalnum sem kenndur er við Lundúnir, í gegnum skarpar brúnir sársins sem grafið var í kalkhæðirnar, þar til maður kemur loks út á víð- áttur leirlaganna er einkenna austurhluta miðlandanna. Sem ferðalag þvert yfir rými? En er því þannig farið? Ef hugsað er um það með þessum hætti, þá er sjálfu yfirborðinu á landinu eða hafinu jafnað saman við sjálft rýmið. Öfugt við tíma, virðist rými geta breiðst út allt í kringum mann. Tíminn er annaðhvort liðinn hjá, að ganga í garð eða þá svo ótrúlega nákvæmlega núna, að engin leið er að festa hend- ur á honum. Rýmið, á hinn bóginn, er þarna. Ein tafarlaus og augljós afleiðing þessa er sú að rými fer að virðast svo miklu efnislegra en tími. Það er auðveldara að hugsa sér tímaleg eigindi á afstæðan hátt, sem vídd, vídd breytinga. Rýminu hefur hins vegar verið jafnað við „rúm- svæði“, og þar af leiðandi einnig við efnið. Þetta er auðkenni sem einnig samræmist (eins og kom fram í kafla 5) skilningi á tíma sem innri eigindi, sem afurð (mannlegrar) reynslu, öfugt við efniskennd rýmisins sem er þá í andstöðu við óáþreif- anleika tímans: rýmið er landslagið fyrir utan gluggann, yf- irborð jarðarinnar, sjálfsagður hlutur. Margir hafa reynt að brjótast niður úr þessu slétta yfirborði. Markmið listar Clive van der Berg (1977) var að rjúfa sjálf- umglatt yfirborð hinnar hvítu Suður-Afríku með áminningum úr sögu þeirri sem hún er grundvölluð á. Í gegnum yfirborð verks Iains Sinclairs frá árinu 1997, þar sem hann rekur leið sína í gegnum austur Lundúnir, rís fjölbreytileg fortíð (og framtíð) sem yfirleitt er ekki tekið eftir. Ögrandi hugmyndir Anne McClintock um „tímavillt rými“ – tíma sem stöðugt er fremst innan rýmis nútímans – þreifa á einhverju áþekku (McClintock, 1995). Leiðin frá Lundúnum til Milton Keynes liggur í gegnum Berkhamstead. Í námunda við lestarstöðina standa rústir kastala Normanna; kastalahæðin, varnarvegg- irnir og díkin í kring eru enn mjög augljós. Gráir steinvegg- irnir, sem hefur hrunið úr svo þeir eru slitróttir, minna á gaml- an gráan tanngarð. Þarna vitum við að „nú-ið“ í fleti rýmisins er afurð mergðar sagna sem – ef við gætum bara séð þær – hljóma þarna enn og ná á stundum til okkar af fullum krafti án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Samt sem áður eru það ekki einungis gleymdar og grafnar sögur sem hér eru að verki, heldur sögur sem enn er verið að spinna, núna. Eitthvað sem er á meiri hreyfingu heldur en fornleifauppgröftur í gegnum yfirborð rýmisins í dag gefur til kynna. Eitthvað sem er jarðneskara en hugmyndin um rými sem klippimynd sagnfræðilegra tímabila (elleftu aldar kastali við hlið nítjándu aldar járnbrautarstöðvar). Tökum því lestina sem fer frá Lundúnum til Milton Keynes1. En að þessu sinni ferðumst við ekki einungis í gegnum rými eða yfir það (frá einum stað – Lundúnum – til annars – Milton Keynes). Þar sem rými er afurð félagslegra tengsla leggur hver og einn líka hönd á plóginn – þótt í þessu tilfelli sé það með tiltölulega léttvægum hætti – við að breyta rýminu, við að felur í sér tilfinningu fyrir hreyfingu sem slíkri“ (Rodwick, 1997, bls. 88). Lestin sker þvert á áframhaldandi sögu kast- alans. Eins og Jameson hélt fram (kafli 7), er ekki hægt að með- taka þetta allt saman. Hver einasta lestarferð (sem vegur þó ekki þungt í þessu sambandi) yrði martröð sektarkenndar þar sem öllum þeim sögum sem til eru yrði hleypt að án þess að mögulegt væri að átta sig til fullnustu á öllum þeim öðrum til- verum sem eiga sér stað samtímis … samhliða því sem lestin þýtur áfram. Þetta snýst þó ekki um það, heldur breytinguna á sjónarhorninu … opnun rýmisins fyrir tilstilli ímyndunarafls- ins. Afneitun á snúningi auga ímyndunaraflsins, frá eintóna upplifun módernistanna á tímanum, að óendanlegum mögu- leikum póstmódernismans; viðleitni til að halda í þótt ekki sé nema hluta þeirrar tilfinningar að margræðar upplifanir eigi sér stað samtímis. Þegar Hernán Cortéz komst upp á efstu brún skarðsins á milli snæviþakinna eldfjallanna og horfði niður á ótrúlegt ey- land borgarvirkisins, pýramída og upphækkaðra vega, yfir víð- áttumikinn dalinn í miðjunni á milli fjallgarðanna er teygði sig inn í hitann í fjarska, var hann ekki einungis að „ferðast yfir rými“. Það sem var í þann veginn að gerast, er hann og her hans ásamt öllum óánægðu frumbyggjunum sem gengið höfðu til liðs við þá á leiðinni þrömmuðu niður að Tenochtitlán, var fundur tveggja sagna sem hvor um sig bjó yfir sínu eigin rými og landafræði, sagna tveggja heimsvelda, Azteka og Spán- verja. Við lesum svo oft um yfirtöku rýmis, en hún var/er auð- vitað einnig fundur við aðra sem einnig eru á ferð, einnig eru að spinna sögur. Og sömuleiðis að skapa landafræði og ímynda sér rými: horfa til baka á sama tíma, hunsa þig, eru í allt öðru samhengi við þitt „hér og nú“. Hertaka, landkönnun, ferðalög uppgötvana snúast um brennipunkta margra sagna, en ekki bara landvinninga „þvert yfir rými“. Breyting á skilgrein- ingum; úr la conquista [yfirráð] yfir í el encuentro [mót/skörun (menningarheima)], bendir einnig til virkara ímyndunarafls hvað tengslin á milli rýmis og tíma varðar. Eins og Eric Wolf (1982) hefur minnt okkur svo vel á, þá er öll hugsun á öðrum nótum jafngild því að ímynda sér „þjóð án sögu“. Jafngild því að kyrrsetja endanlegan áfangastað – í lausu lofti og í bið eftir komu okkar sjálfra; og jafngild því að upplifa ferðalagið sjálft einfaldlega sem hreyfingu yfir eitthvert ímyndað, kyrrstætt yf- irborð. Rök Wolfs, og skrif annarra af áþekku tagi, eru nú við- urkennd auk þess sem oft er vitnað til þeirra. Samt eru þessar vísbendingar sjaldan teknar með í reikninginn; og þau mistök hafa pólitískar afleiðingar. Lofsamleg en um leið gagnrýnin umfjöllun José Rabasa á verkum Michel de Certeau sýnir með laglegum hætti bæði hvers vegna þessi þversagnarkennda til- hneiging í hugsun (að „aðrir“ „þarna úti“ eigi sér enga sögu) er enn svo rótgróinn þáttur í því hvernig við ímyndum okkur heiminn og af hverju það skiptir máli. Rabasa greinir sér- staklega meðhöndlun de Certeau á bók Jean de Léry Histoire um ferðalag hans í Brasilíu (de Certeau, 1988; de Léry 1578), og dregur fram andstæðurnar sem de Certeau finnur á milli tveggja „laga“ í de Léry. Hann vitnar í hann: Í fyrra laginu er rituð frásögn staðreynda og gjörða … Frá þeim atburðum er sagt í tíð: saga er sett saman úr tímaröð – mjög nákvæmri – atburða sem eitthvert við- fang tekur sér fyrir hendur eða upplifir. Í síðara laginu er hlutum raðað í rými, ekki eftir staðsetningu eða land- fræðilegum leiðum – slíkar vísanir eru mjög sjaldgæfar og alltaf óljósar – heldur í samræmi við flokkunarfræði lifandi vera, sem kerfisbundin skrá heimspekilegra spurninga, o.s.frv.; í stuttu máli, sem skipulögð skrá þekkingar. (de Certeau, 1988, bls. 225–6; tilvitnun í Ra- basa, 1993, bls. 46–7; skáletranir úr upprunalega text- anum). de Certeau er hér að setja fram öxul andstæðna; á milli virkrar og sögulegrar Evrópu og óvirkni sem-enn-á-eftir-að- nefna; á milli verkunar/viðfangs og þess hlutar sem tilheyrir rannsókn/þekkingunni; og (jafnvel þótt Rabasa taki það ekki fram) á milli tíma og rýmis. Fyrsta atriðið sem Rabasa nefnir endurspeglar rök sem þegar hafa komið fram (kafli 3) og eru gagnrýnin á þá „þráfylgni við tvíhyggju“ er de Certeau aðhyll- ist (Rabasa, 1993, bls 46) og tengir hana rótum de Certeau í strúktúralisma og „hættunni á því að aðferðafræðin sem hon- um tilheyrir sé endurtekin er hún stendur frammi fyrir gagn- rýni“ (bls. 43) – erfiðleikunum, jafnvel í gagnrýni, við að forð- ast alveg orðalag hans. En Rabasa gengur síðan lengra. „Óvirknin“ var svo þegar Ferðalag ímyndunaraflsins Eftir Doreen Massey | Þýðing Fríða Björk Ingvarsdóttir Doreen Massey er prófessor í landafræði við Opna háskólann í Lundúnum. Hún hefur um langt skeið stundað rannsóknir á því hvernig maðurinn tengist stöðum og skynjar rými. Kenn- ingar hennar fjalla iðulega um skörun þessara tveggja sviða og samhengi þeirra við það umhverfi er við búum við í sam- tímanum, svo sem vegna alþjóðavæðingar, borgarþróunar, fé- lagslegra og stjórnsýslulegra þátta. Eftirfarandi kafli er birt- ur með góðfúslegu leyfi Sage Publications í Bretlandi, en hann er úr bókinni For Space, sem kom út þar í landi fyrir nokkrum vikum. Í bókinni fjallar Massey með athyglisverðum hætti um það hvernig endurskoða þarf forsendur þess hvern- ig við hugsum um og sjáum rými fyrir okkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.