Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.2005, Blaðsíða 15
BÍLASTÆÐAÖNGÞVEITIÐ umhverfis Há-
skólabíó á fimmtudagskvöld boðaði ótvírætt
aðsókn fyrir ofan meðallag, sem og varð. Það
hafði án efa sitt að segja að heimskunnasti
tengdasonur landsins á tónlistarsviði, frum-
kvöðull Listahátíðar í Reykjavík og núv. heið-
ursstjórnandi SÍ, héldi á sprotanum. Ugglaust
þó líka að einhver lengsta og vandspilaðasta
sinfónía Mahlers skyldi flutt í fyrsta sinn af
fremstu sinfóníuhljómsveit lýðveldisins, og
ekki nema í annað sinn hér á landi eftir Ís-
landsfrumflutning Sinfóníuhljómsveitar æsk-
unnar 1989. Einnig virtist Mahler almennt,
eftir meðalaldri áheyrenda að dæma, höfða til
yngra fólks en algengast er þegar vínarklass-
ísk og snemmrómantísk tónskáld eru á boð-
stólum.
9. hljómkviða Gustavs Mahlers frá 1909–10
er annars sízt til þess fallin að snúa nýjum
hlustendum til fylgis við þennan stórmálara
sinfóníska breiðtjaldsins, ólíkt t.d. hinni mun
aðgengilegri nr. 4. Opið sískarað form og leit-
andi tónmál, er sveiflast einhvers staðar á milli
hefðbundinnar síðrómantíkur og espressífs
„ótœnis“ Schönbergs, gera 77 mín. langt verk-
ið tormelt áheyrnar. Ofsafengnar tilfinninga-
andstæður þess eru né heldur yndi þeirra er
hændari eru að öðrum og yfirvegaðri höf-
undum.
Sterkustu heildaráhrifin af þessum tón-
leikum voru styrkurinn. Ég minnist þess varla
að hafa heyrt SÍ leika sterkar en þetta kvöld
þegar mest á gekk (sem var anzi oft), þó að
leikurinn færðist vissulega líka stöku sinni nið-
ur að lægri enda skalans, sérstaklega í síðasta
hluta lokaþáttar. Krafturinn var eiginlega
nánast sambærilegur við 120 desíbelin á Fíl-
harmóníska rokk-kvöldinu skömmu áður; ef-
laust að hluta vegna fjórfalds trés og fjölgunar
í strengjaliði. T.d. voru nú 14 manns í 1. fiðlu,
enda heyrðist óvenjuvel í efri strengjum gegn-
um lúðramúrinn, þó að bæta hefði mátt tveim
kontrabössum við úr 6 í 8 á móti 10 sellóum.
Hins vegar væri synd að segja að ómstyrk-
urinn kæmi fallega út í hljómburði Há-
skólabíós, er dró einkum fram níðhvassan
hranaleika á kostnað hljómfyllingar. Engu var
líkara en að stjórnandinn hygðist með þessu
móti ýta á eftir viðunandi tónleikahúsi, þó
varla hafi það verið meðvitað.
Þessir þrír þættir – langteygður hávaði, öm-
urleg akústík og takmarkaður smekkur fyrir
tilfinningahlöðnustu risaverkum Mahlers –
gerðu vafalítið sitt til að mér tók snemma að
leiðast, þrátt fyrir að ég held heiðarlegan
ásetning um að nálgast upplifun kvöldsins með
sem opnustum huga. En þó kom fleira til. Með
fullri virðingu fyrir þrautreyndu tónlistar-
innsæi Ashkenazys, er fyrir löngu hefur sann-
að sig í mörgu samhengi, þá fannst mér ekki
takast nógu vel að rökstyðja ágæti þessa mikla
og virta verks. Einkum vantaði alla dulúð í
flutninginn, og hendingamótunin var und-
arlega ferstrend og fyrirsjáanleg – að mestu
án hins sveigjanlega rúbatós og örvandi spila-
gleði er mátti t.d. nýjast heyra í Fordæmingu
Fásts, þar sem hljómurinn náði að auki eft-
irtektarverðri kliðmýkt þrátt fyrir marg-
skammaða heyrð hússins.
Vissulega er Nía Mahlers óhemjutyrfið og
vandmeðfarið verk. En þá þarf stjórnandinn
líka að geta dregið fram meginkosti þess betur
en hér gat að heyra. Að þessu sinni bar túlk-
unin að mínu viti meira svip af prufukeyrslu.
Prufukeyrður Mahler
Ríkarður Ö. Pálsson
Morgunblaðið/Kristinn
„Með fullri virðingu fyrir þrautreyndu tónlistarinnsæi Ashkenazys, er fyrir löngu hefur sannað sig í mörgu samhengi, þá fannst mér ekki takast nógu vel að rökstyðja ágæti þessa mikla og virta verks.“
TÓNLIST
Háskólabíó
Mahler: Sinfónía nr. 9. Sinfóníuhljómsveit Íslands u.
stj. Vladimirs Ashkenazys. Fimmtudaginn 12. maí
kl. 19:30.
Sinfóníutónleikar
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 14. maí 2005 | 15
Kvikmyndir
Borgarbíó, Akureyri:
Kingdom of Heaven
(HL)
The Next Level
Gargandi snilld
Smárabíó
Kingdom of Heaven
(HL)
The Next Level
Gargandi snilld
Vélmenni (SV)
Regnboginn
Kingdom of Heaven
(HL)
Gargandi snilld
La Mala Educación
(HJ)
Der Untergang (HJ)
Hotel Rwanda (SV)
House of the Flying Dag-
gers (SV)
Laugarásbíó
Kingdom of Heaven
(HL)
Interpreter (HL)
Diary of a Mad Black Wom-
an
Háskólabíó
The Hitchhikers quide
Vera Drake (HJ)
Napoleon Dynamite
(SV)
The Motorcycle Diaries
(SV)
Maria Full of Grace
(HL)
The Jacket
Sambíóin Reykjavík,
Keflavík, Akureyri
The Jacket
Sahara (HJ)
The Hitchhikers quide
The Ice Princess
Svampur Sveinsson m/ísl.
tali
Svampur Sveinsson m/ensku
tali
The Wedding Date
Myndlist
Árbæjarsafn: Í hlutanna eðli
– stefnumót lista og minja.
Til 5. júní.
Artótek Grófarhúsi: Bene-
dikts S. Lafleur. Til 18. maí.
101 gallery: | Helgi Þorgils
Friðjónsson.
Banananas: | Davíð Örn.
Café Karólína: | Hugleikur
Dagsson. Til 24. júní.
Dagsbrún undir Eyjafjöll-
um: Ragnar Kjartansson.
Eden, Hveragerði: | Davíð
Art Sigurðsson.
Edinborgarhúsið, Ísafirði:
Elín Hansdóttir.
Elliheimilið Grund: Jeremy
Deller.
Gallerí Gangur: | Haraldur
Jónsson.
Gallerí Galdur og rúnir:
Haukur Halldórsson.
Gallerí Kambur: Þorsteinn
Eggertsson. Til 28. maí.
Gallerí i8: Ólafur Elíasson.
Lawrence Weiner. Til 6. júlí.
Gallerí 100°: Dieter Roth.
Gallerí List: Daði Guð-
björnsson.
Gel Gallerí: | Ólafur grafari.
Gallerí Sævars Karls: Jón
Sæmundur. Til 2. júní.
Gallerí Terpentine: Halldór
Ásgeirsson.
Gallerí Tukt, Hinu húsinu:
Katainga. Til 28. maí.
Gerðuberg: Lóa Guðjóns-
dóttir. Sýningin Stefnumót
við safnara II stendur yfir.
Til 30. júní.
Grensáskirkja: Guðbjörg
Hákonardóttir.
Götur Reykjavíkur: Margrét
H. Blöndal.
Hafnarborg: Wilhelm Sas-
nal, Bojan Sarcevic, Elke
Krystufek, On Kawara.
Hallgrímskirkja: Vignir Jó-
hannsson – Sólstafir.
Hrafnista, Hafnarfirði: Stef-
án T. Hjaltalín. Til 17. maí.
Kaffi Milanó: | Jón Arnar
Sigurjónsson.
Kaffi Sólon: Allat (Að-
alheiður Þorsteinsdóttir). Til
4. júní.
Kunstraum Wohnraum Ak-
ureyri: Steingrímur Eyfjörð.
Til 29. júlí.
Kling og Bang: John Bock.
Listasafn Akureyrar: Matt-
hew Barney, Gabríela Frið-
riksdóttir.
Listasafn Árnesinga, Hvera-
gerði: Jonathan Meese.
Listasafn ASÍ: Ólafur Árni
Ólafsson, Libia Pérez de Si-
les de Castro.
Listasafn Íslands: Dieter
Roth.
Listasafn Kópavogs – Gerð-
arsafn: Gabríel Kuri, Jenni-
fer Allora og Guilliermo
Calzadilla, Brian Jungen,
Hekla Dögg Jónsdóttir, John
Latham, Kristján Guð-
mundsson.
Listasafn Reykjavíkur, Ás-
mundarsafn: Maðurinn og
efnið. Yfirlitssýning. Til
2006.
Listasafn Reykjavíkur, Kjar-
valsstaðir: Útskriftarsýning
nemenda við Listaháskóla
Íslands. Til 29. maí.
Listasafn Reykjavíkur,
Slunkaríki, Ísafirði: Hreinn
Friðfinnsson.
Suðsuðvestur: Birta Guð-
jónsdóttir.
Vatnstankarnir við Háteigs-
veg: Finnbogi Pétursson.
Vestmannaeyjar: Micol
Assael.
Þjóðminjasafnið: Ljós-
myndasýningarnar Í Vest-
urheimi 1955 – ljósmyndir
Guðna Þórðarsonar og Ís-
lendingar í Riccione – ljós-
myndir úr fórum Manfroni-
bræðra. Til 5. júní.
Mynd á þili, sýningin er af-
rakstur rannsókna Þóru
Kristjánsdóttur, sérfræðings
í kirkjulist, á listgripum
Þjóðminjasafnsins.
Leiklist
Borgarleikhúsið: Alveg
brilljant skilnaður, lau., fim.,
fös. Riðið inn í sólarlagið,
lau. Terrorismi, fös. Kalli á
þakinu, lau. Draumleikur,
fös.
Möguleikhúsið: Enginn með
Steindóri, mið. fös.
Leikfélag Akureyrar:
Græna landið, lau.
Þjóðleikhúsið: Edith Piaf,
fös. Mýrarljós, fim. Rambó,
fim.
Hafnarhús: Dieter Roth,
Peter Fischli, David Weiss,
Haraldur Jónsson, Urs Fisc-
her.
Listasafn Reykjanesbæjar:
Martin Smida. Til 12. júní.
Lista- og menning-
arverstöðin Stokkseyri: Elf-
ar Guðni. Til 5. júní.
Listhús Ófeigs: Halla Ás-
geirsdóttir.
Ljósmyndasafn Reykjavík-
ur: Bára ljósmyndari. Til 22.
maí.
Norræna húsið: Örnulf Op-
dahl.
Nýlistasafnið: Thomas
Hirschhorn.
Regnboginn: Anri Sala.
ReykjavíkurAkademían:
Þverskurður af málverki,
verk eftir u.þ.b. 30 lista-
menn. Til maíloka.
Safn: Carstein Höller.
Safn Ásgríms Jónssonar:
Þjóðsagnamyndir Ásgríms
Jónssonar.
Saltfisksetur Íslands: Jónas
Bragi. Til 29. maí.
Salurinn Kópavogi: Leifur
Breiðfjörð.
Skaftfell, Seyðisfirði: Anna
Líndal.
Skriðuklaustur: Sýning 8
listamanna af Snæfelli.
ÞAÐ VAR mjög ánægjulegt að koma að Sól-
heimum í Grímsnesi á uppstigningardag og
upplifa stemmninguna í leikhúsi heima-
manna auk þess að spjalla við þá fyrir og
eftir sýningu. Þeir mega
vera stoltir af leiksýning-
unni um ævintýri Þum-
alínu en sýningin er fal-
leg og skýr, með
skemmtilegri tónlist og
söngtextum og vönd-
uðum, litskrúðugum
grímum.
Í fallegustu leikskrá og
þeirri skýrustu sem ég
hef séð í vetur er meðal annars minnst á þá
sérstöðu Sólheimaleikhússins að þar vinna
fatlaðir og ófatlaðir saman að uppsetningum
leikverka. Í leikskránni er vinnunni við verk-
ið lýst vel og það flokkað undir ,,ansamble“-
sýningu: leikmyndin, hljóðmyndin og leik-
urinn er mest allt innifalið í sköpun leik-
aranna sem eru á sviðinu allan tímann. Hinn
stóri leikhópur byggist upp á kór, sögu-
mönnum og Þumalínu sjálfri en leikarar úr
kórnum leika ýmsar persónur þegar við á.
Ása Hlín hefur unnið mjög nákvæmlega með
hópinn á sviðinu og verður úr öllu saman
mjög falleg sýning. Gaman var að því hvern-
ig klæði og vefnaður voru notuð á einfaldan
hátt, til dæmis laufblaðið sem Þumalína svaf
á og ferðaðist á og silkið sem kóngulærnar
spunnu í brúðarklæði. Það er vel til fundið
að tal persónanna er leikið af bandi svo allur
texti skili sér, svo og söngvar Þumalínu.
Þumalína litla lendir í ýmsum ógöngum á
ferðalagi sínu vegna smæðar sinnar og van-
máttar og kynnist bæði vondum og góðum
dýrum og verum af öðru tagi. Hópurinn
túlkaði gleði og sorg, kulda og hita, ferðalög
og vist neðanjarðar með ágætum en eft-
irminnilegust er Erla Björk Sigmundsdóttir
sem lék Þumalínu sjálfa. Í fallegum blóma-
kjólnum sem var andstæða dökkra búninga
kórsins flögraði hún um en Erla Björk er af-
ar flinkur dansari.
Í sýningu Sólheimaleikhússins skilar sér
vel hvernig kærleikur ævintýrisins er hafður
að leiðarljósi og varla hægt að sjá skýrar
hvernig leiklist bætir mannlífið og sameinar.
Dansandi blómálfur á Sólheimum
LEIKLIST
Sólheimaleikhúsið
Höfundur: H.C. Andersen. Leikstjóri: Ása Hlín Svav-
arsdóttir. Höfundur leikgerðar eftir þýðingu Stein-
gríms Thorsteinssonar: Ása Hlín Svavarsdóttir.
Grímur: Óskar Már Guðmundsson og fleiri. Tónlist:
Magnús Kjartansson. Söngtextar: Kristján Hreins-
son. Sýning í Íþróttaleikhúsinu Sólheimum, 5. maí
2005
Ævintýri Þumalínu
H.C. Andersen
Hrund Ólafsdóttir