Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.07.1949, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 11.07.1949, Blaðsíða 1
2 árgangHr 26. tölublað £&■ W mik Mánudagurinn 11. júlí 1949 Fyrir skömrmr lá við stórslysi í einni af neðanjarðar umferðaræðum New York City. — Eldur varð laus í stórrj vöruflutningabifrei ð, sem hlaðin var eMfimu efni. Tugir bif- reiða eyðilögðust, en aðeins einn maður beið bana. Það tók viðgerðarmenn 57 klst. að j gera göngin umferðarhæf aftur. Sýning SJll opin áfram Handíða- og listmunasýn- ing S. í. B. S. í Listamanna- skálanum hefur nú verið op- in í nokkra daga. Sýning þessi hefur átt glæsilegum vinsældum. að fagna, enda er þar margt glæsilegra muna. í ráði var að sýningunni yrði lokað nú um helgina, en vegna aðsóknarinnar hefur verið ákveðið að hafa hana opna í dag og á morgun. 'Bæjarbúar ættu að nota tækifærið og sjá þessa ágætu sýningu og um leið styrkja gott málefni. Æjax gegit Frara og Víking í kvöld í kvöld keppa Hollending- arnir við úrvalslið úr Fram og Víking. Vegna hinna óvæntu og jafnframt ánægjulegu úr- slita síðast þegar A jax keppti við Val, þá má búast við afar spennandi leik í kvöld. Ekki ber að efa að Ajax- menn tefli nú fram mjög sterku liði og Víkingur og Fram láta ekki á sér standa til þess að halda uppi heiðri landans. nppjrot Útileeubar Pað væri ekki ónýtt að hafa svona tösku með sér í útileg- urnar í sumar. — Auk mntaríiáta fylgja henni cockíaii- shaker, whiskygiös og hverskonar þægindi. Um það bil 500 negrar í North Carolina hópuðust í kringum fangabús í þorpinu WinstonsSalem og kröfðust þess, að hvítur rnaður yrði drepinn þar án dóms og laga. Negrarnir gerðu uppþot, eftir að maðurinn, O. L. Werst, hafði skotið á negra- stúlku, sem réðst inn í hús hans ásamt 15 öðrum mönn- um og konum. Stúlkan hélt, að hús mannsins væri hluti af danshúsi og réðst því til inngöngu. Skotið særði hana talsVert á höfði, og er ástand hennar talið hættulegt. Nýlega hefur verið til- kynnt, að Bretar og Danir hafi gert rneð sér viðskipta- samning. Umræður um þenn- an samning hafa staðið yfir lengi, en nú hefur loksins verið komizt að niðurstöðu, og kaupa Bretar m. a. 75% af því smjöri, sem Danir flytja út í næstu sex ár. Samningurinn gengur i gil'di í októberbyrjun, en þá falla bráðabirgðasamningar um verzlunaiviðskipti. úr gildi. 1 einu af dagbiöðum bæj-j arins ibirtist 5. þ.m. óhugn-j anieg, en þó athyglisverð,| fréttaklausa. Þrír reykvískiri drengir, komnir undir ferm- ingu, voru staddir við Tjörn- ina að kvöldlagi. Þeir ginntu nokkrar spakar endur að landi með brauðmolum, en fóru svo að henda í þær gr jóti og drápu eina þeirra. Ekki dettur lögreglunni þó í hug að birta nöfn þessara þokka- piita frekar en fyrri daginn. Svona sadistar og óþokkar virðast vera heilög dýr í aug- um lögregiu og blaða, Það er hrein undantekning, ef nöfn þeirra- eru birt. Hvernig var t. d. ekki um skrílpilta þá, sem komu fyrir sprengjum við AJþingishúsið á gamla- árskvöid í fyrra, auðsjáan- lega í þeim einum tilgangi að valda saklausum borgur- tun tjóni á lifi og iimum? Ekki fengust. nöfn þeirra bíft, og voni þetta. ,iþó hálffuil- orðnir menn. Og auðvelt væri að nefna fjölmörg áþekk dæmi. Það er augljóst, að hér er til sadistaskríll með hreinu glæpamannainnræti eins og reyndar í flestum borgum - og löndum. Hitt er miklu alvarlegr-a mái, að hvergl í öllum heiminum mun vera tekið með öðrum eins siikihönzkum á slíkum lýð o'g hér. Reykjavík og raunar ísland allt er sannariega hrein. paradís slíkra. glæpa- kinda. Sííjókastarar Á þessu eiga margir aðil- ar sök: lögreglan, dómsvaild- ið, ihlöðin. og síðast en ekki sízt. almenningsálitið, sem ætíð er reiðubúið til að af- saka og fyrirgeía liverskon- ar óþokkaskarp. Og iþeir, sem hafa átt drýgstan þátt í að skapa slíkt almemiingsálit, eru prestar, kennarar og alls konar kjökurkerlingar, sem aldrei. þreytast á jarmi sínu um. „mannúð", „skiining" og „fyrirgefningu“. Maður á að skiija giæpaJýðinn, fyrirgefa honum, sýna honurn mannúð og dekra. við hann, sem sagt, koma honum í skilning um, að honurn sé aiveg óhætt að halda áfram á óknyttabraut- inni, aldrei verði blakað við honum, en honum hampað og hossað „með skilningi, fyrirgefniiLgu og mannúð“. 1 andadrápinu á Tjöminnl og morðtiirauninni við sak- lausa borgara á gamlaárs- kvöid skera mamiúðarjarm- aramir og kjökurfólkið upp ávöxt iðju sinnar. Linkindin hér á landi við alls konar óknyttaskríl Jilýt- ur sannarlega að verða mönn- um alvarlegt umhugsunar- efni. Skrílliim veður hvar- vetna uppi, og næstum aldrei er blakað við honum. Hvernig er t.d. með snjókastaraflokk- ana., sem vaða uppi á götum bæjarins á hverjum vetri? Nú er ég ekki að segja, að snjókast sé í sjálfu sér neitt vítavert. Það er eðlilegt og sjálfsagt heilbrigðum ung- lingum og heyja snjókasts- orustur innbjn*ðis, og ég get jafnvel fyrirgefið strákum, þó að þeir hendi snjó í hatta virðulegra borgara, sem strunsa. um göturnar rr spekingssvip. En hér í bæn- um. er til sérstök tegund snjó- kastara, sem stunda snjó- kastið í þeim eina tilgangi að gera illt af sér. Það er þessi lýður, sem nær árlega brýtur næstum öll götuljós- ker bæjarins og rúður í hús- um svo þúsundum skiptir. Sumir þeirra sit ja um gamalt hrumt og fatlað fólk og láta harðar snjókúlur dynja á andliti þess, svo að það get- ur varla hætt sér út úr húsi, þegar þessi ófögnuður er í algleymingi. Það er undan- telcning, ef lögreglan sést Framhald á 7. síðu. Þetta er Sigrid Undscí, hin t'ræga norska skáldbona, sem er nýlega látin.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.