Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.2005, Blaðsíða 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 12. nóvember 2005
R
ými er hugtak sem snertir
okkur öll sem byggjum
þennan heim. Þó að í ís-
lenskri orðabók séu einungis
tvær einfaldar skýringar á
orðinu; önnur úr grasafræði
þar sem vísað er til hólfs frælegs eða egg-
legs, hin sem samheiti yfir orðin rúm og
pláss, vitum við að hugtakið felur líka í sér
ótal merkingar; rými er jafnt innra og ytra,
rými getur verið persónulegt og samfélags-
legt og líkamlegt og andlegt, stórt eða lítið,
þröngt, bókstaflegt og
huglægt. En þrátt fyrir
að í vídd sinni tengist það
óhjákvæmilega myndlist-
arsköpun frá örófi alda
hefur það engu að síður verið miðlægt í um-
ræðu um myndlist undanfarin ár og áratugi,
hérlendis sem erlendis, ekki síst í ljósi þess
að margir myndlistarmenn nútímans nýta
sér rýmið sjálft sem sýnt er í með beinum
hætti í listsköpun sinni.
Í gærkvöldi var opnuð í Listasafni Ís-
lands sýningin Ný íslensk myndlist II, þar
sem gefur að líta 15 nýleg verk 13 íslenskra
myndlistarmanna. Sýningarstjórarnir eru
þrír og koma úr ólíkum áttum; Harpa Þórs-
dóttir starfar sem sýningarstjóri við Lista-
safn Íslands, Eva Heisler er sjálfstætt
starfandi listfræðingur og Kristín Guðna-
dóttir forstöðumaður Listasafns ASÍ. Sam-
an völdu þær þennan hóp þrettán myndlist-
armanna út frá niðurstöðum sínum um
hverjir hinna fjölmörgu starfandi íslensku
myndlistarmanna gætu best túlkað það
konsept sem þær höfðu valið sýningunni –
nefnilega einmitt rými.
„Auðvitað vildum við sýna fram á fjöl-
breytni með þessari sýningu, til dæmis með
því að hafa bæði byrjandi listamenn og
lengra á veg komna, en við vildum engu að
síður hafa konsept hannar skýrt, eitthvað
sem lægi eins og rauður þráður í gegnum
sýninguna án þess að þrengja hana,“ út-
skýrir Eva. Og viðfangsefnið sem varð fyrir
valinu var sem sagt rými, glíma við rými,
sérstaklega rými áhorfandans, sýning-
arrýmið og samspil þessara þátta. „Að okk-
ar mati hafa allir þeir listamenn sem við
völdum til sýningarinnar nálgast rýmið á
einhvern sérstakan hátt, án þess að taka
það sem sjálfsagðan hlut. Þeir nýta það með
beinum hætti í verkum sínum, velta því fyr-
ir sér og leika sér að því. Þó mjög ólíkan
hátt,“ bætir hún við.
Þær segja þó að rými sé einungis einn
þráður af mörgum sem þær hefðu getað
valið, þegar þær voru beðnar að rekja sig í
sameiningu gegnum það sem er að gerast í
íslenskri samtímamyndlist. „Engu að síður
er þetta mjög mikilvægt hugtak í íslenskri
myndlist um þessar mundir. Við völdum það
vegna þess að við teljum að það segi sína
sögu um það sem er að gerast,“ segir
Harpa.
Nýtt þýðir ekki ungt
Þeir listamenn sem eiga verk á sýningunni
eru Darri Lorenzen og Elín Hansdóttir,
sem eru með sameiginlegt verk þar sem
veggur eins salarins hefur verið end-
urbyggður á sérstæðan hátt, Hafdís Helga-
dóttir sem lætur himin og haf mætast á
sjónvarpsskjám, Hekla Dögg Jónsdóttir
sem speglar fleti á sérstakan hátt í vegg-
skúlptúr, Hlynur Helgason, sem á tvö verk
á sýningunni, annars vegar myndbandsverk
sem snýst í hring í lokuðu rými og hins veg-
ar heilan sal sjónvarpa sem bregðast við
áhorfandanum með mynd og hljóðum,
Hulda Stefánsdóttir sem sýnir myndir ólík-
ar að stærð, lit og áferð, Inga Þórey Jó-
hannsdóttir sem færir áhorfandanum dýnu
og kodda úr striga, gleri og plasti, Katrín
Sigurðardóttir sem færir Ísaksskóla inn í
safnið, Kristinn E. Hrafnsson sem þrykkir
hvít konkretljóð, Ragnar Helgi Ólafsson
sem bregður upp mynd af áhorfandanum og
draugamynd um leið, Sara Björnsdóttir sem
á tvö verk á sýningunni, annars vegar þre-
falt myndbandsverk í lokuðu rými og hins
vegar risastóran tréskúlptúr í einu horni
eins salanna, Unnar Örn Jónasson Auð-
arson sem leggur geymslur safnsins undir
sem sýningarrými og Þóra Sigurðardóttir
sem gefur margslungna innsýn í vist-
arverur.
Eins og fram hefur komið eru listamenn-
irnir á ólíkum aldri, og ólíkum stað á ferli
sínum. Í hugtakinu ný íslensk myndlist fólst
því ekki, að mati sýningarstjóranna, viss
aldur eða menntunarstig, heldur einfaldlega
það sem verið er að gera nýtt í íslenskri
myndlist um þessar mundir. „Að okkar mati
hefur nýtt ekkert að gera með æsku, því
verk geta verið ný sama hvenær á lífsleið-
inni þau eru gerð. „Ný“ vísar til verkanna
sjálfra, ekki myndlistarmannanna,“ útskýra
þær. Þótt flest verkanna séu gerð sér-
staklega fyrir þessa sýningu, sem kemur ef
til vill ekki á óvart þar sem vinna með rými
á í hlut og mörg verkanna eru einmitt „site-
specific“ eða staðartengd, eru nokkur verk-
anna eldri. Þannig er því til að mynda farið
með verk Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur,
Katrínar Sigurðardóttur og myndbandsverk
Söru Björnsdóttur. „En engu að síður gefa
þau ferska sýn á nýja íslenska myndlist, og
eru mikilvægt innlegg í þessa sýningu,“
segir Harpa.
Nýtt sjónarhorn á safnið
Myndlistarmennirnir á sýningunni voru
valdir úr stórum hópi sem sýningarstjór-
arnir settu saman eftir hugmyndavinnu og
samtöl. Þótt verkin hafi ekki öll verið full-
mótuð þegar endanleg ákvörðun um sýn-
endahópinn var tekin – og eru það raunar
ekki heldur þegar samtal okkar fer fram,
daginn fyrir opnunardag – segja sýning-
arstjórarnir slíkt rými fyrir hið óvænta ein-
ungis gera sýninguna meira spennandi.
„Auk þess treystum við þessum myndlist-
armönnum fullkomlega. Þeir voru valdir
með tilliti til þess sem við höfðum séð þá
gera áður, sem við vissum að myndi henta
þessari sýningu,“ segir Kristín og Eva bæt-
ir við að það sé stofnun á borð við Listasafn
Íslands mikilvægt að taka áhættu, og bjóða
um leið upp á slíkt traust gagnvart mynd-
listarmönnum.
Þær segja að jafnvel þó að fyrir þær
sjálfar sé erfitt að meta hvernig útkoman af
þessu trausti verði séu þær bjartsýnar á að
þetta verði spennandi sýning. „Mér fannst,
þegar ég gekk inn í safnið í gær, að það
hefði á vissan hátt endurnýjast með þessari
sýningu, og byði upp á aðrar upplifanir en
áður,“ segir Kristín og tekur sem dæmi
verk Unnars, sem fram fer í rými sem
venjulega er lokað fyrir áhorfendum.
Eva bendir á að fyrir Listasafnið – sem
af mörgum er talið mjög erfitt rými í sjálfu
sér – sé ennfremur skemmtilegt að brydda
upp á nýjum sjónarhornum. „Þetta er þjóð-
arlistasafnið, sem hefur þá ímynd að það
eigi að sýna ákveðna tegund myndlistar. Að
stofnunin og meira að segja byggingin opni
sig á þennan hátt er henni því mjög mik-
ilvægt að ég tel,“ segir hún.
Að gefa sér tíma
Mörg verkanna á sýningunni krefjast ríkrar
þátttöku áhorfandans, og sýningarstjórarnir
þrír leggja á það áherslu að fólk gefi sér
góðan tíma til að velta fyrir sér ýmsum
hliðum á verkunum. Um það snúist þessi
sýning að nokkru leyti; hún brjóti upp hefð-
bundnar hugmyndir áhorfandans um rýmið.
„Það er mikilvægt að beina athyglinni dá-
lítið að sjálfum sér og líkama sínum, um leið
og verkin eru skoðuð á þessari sýningu.
Veita því athygli hverjar fyrirframgefnar
hugmyndir manns eru og hvernig þær koma
heim og saman við það sem er að gerast á
sýningunni. Gefa því gaum hvað það merkir
að vera áhorfandi á safni,“ segir Eva þegar
þær eru spurðar hvað áhorfandi á þessari
sýningu eigi að hafa í huga. „Koma með op-
inn huga,“ segir Kristín og Harpa bætir að
síðustu við: „Því þessi sýning snýst ekki síð-
ur um áhorfandann en um myndlistarmann-
inn. Og ég er viss um að allir geta fundið
eitthvað þar til að njóta og hugsa um.“
Rými í nýrri
íslenskri myndlist
Þrettán myndlistarmenn eiga verk á sýning-
unni Ný íslensk myndlist II, sem var opnuð í
Listasafni Íslands í gærkvöldi. Að sögn sýn-
ingarstjóranna þriggja; Hörpu Þórsdóttur,
Evu Heisler og Kristínar Guðnadóttur, var sú
ákvörðun tekin snemma í aðdraganda sýn-
ingarinnar að hafa konsept hennar skýrt.
Hugtakið rými varð fyrir valinu og vinna
myndlistarmennirnir allir á sinn hátt með
það í verkum sínum.
Eftir Ingu Maríu
Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Katrín Sigurðardóttir Impasse II – Ísaksskóli, 2003.
Morgunblaðið/Kristinn
Unnar Örn Jónasson Auðarson, Stigveldissafnið — Blárauð vél og Forgangshlaða Verk í tveimur hlutum
unnið í samvinnu við Guðmund Odd og Klöru Stephensen.