Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.07.1951, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 09.07.1951, Blaðsíða 1
Mánudagur argangur. 24. tölublað Stórkostlegf fiármálaœvintýri: SVEIK ÚT 300,000 ■STOKK ÚR LANDI Frímerkjasali vélar út víxla - óírúleg athafnasemi Gunnar er maður uefndur Guðmundsson. Að baki Iians liggur einliver sá glæsilegasti ferill svika og pretta í f jármálum, sem enn hefur heyrst hér á landi — og sannast. Hápunktar eru margir í lífi Gunnars og kunnum við ekki nema í fáum dráttum að rekja þá. Ævintýralöng- uií var Gunnari snemma í blóð borin og í því sambandi aðhylltist hann snemma stefnu nazista og gerðist um- boðsmaður þeirra um margt. Árið 1941 fór Gunnar til Bandaríkjanna sem frímerkjasali og hófust þá æv- intýri hans fyrir alvöru. Bandariska ríkislögreglan vildi fljótt ná sambandi við Gunnar, en Gunnar dulbjó sig kyrfilega og komst á skip í Kaliforníu og þaðan til Honolúlú. I Honolúlú hafði Gunnar skamma dvöl, þvi styrjöld var um það bil að brjótast út, en Banda- rOíjamenn áhrifamiklir þar á landi. Á einhvem óskilj- anlegan hátt tókst honum þó að komast til Japan og þaðan með flutningaskipi til Þýzkalands og þvínæst til Banmerkur. Um líf Gunnars í Danmörku er flest óljóst, en til íslands kom hann aftur í stríðslok. Þegar hingað kom hófst hann aftur handa um frímerkjasölu sína og vann dyggilega að henni í nokk- ur ár. Sigldi hann oft í einkaerindum og safnaði sam- fcöndum við starfsbræður sína út um heim. Tekjur voru þó heldur rýrar, en þó varaðist Gunnar skuldir og stóð við öll f jármálaloforð og vann sleitulaust að því að afla sér góðs mannorðs. En brátt fór svo að Gunnari leiddist lífið og sniáathafnir og horfði til stórverkanna. Kom hann sér í kynni við ýmsa pen- ingamenn á gjaldeyrisár- unum og sýndi þeim fram í að frímerkjasalar hefðu möguleika á miklum gjald- eyri, ef/étt væri um hnút- ana búið. Hlustuðu niargir á fag- urgala hans, léðu honum smáupphæðir til ýmissa hluta og alltaf stóð Gunn- ar í skilum. Það var ekki fyrr en 1950 að Gunnar fór að ó- kyrrast í sessi og hugði að ekki mætti lengur við svo búið standa. Leitaði hann þá hófanna um víxla, smáa í byrjun, og bætti við veð- réttarhafana í húsi sínu við Hörpugötu. Gekk þetta að mestu slysalaust fram að síðustu áramótum, en þá þóttist Gunnar vita að ugg- vænt yrði urn sinn hag, ef ekki yrði hafizt handa fyr- ir alvöru og öllum vopnum beitt. Árið 1951 er sannarlega ár Gunnars. Kunningjar voru heimsóttir, málin Iögð á borðið og víxileyðublöð dregin upp svo lítið bar á. Rituðu margir merkismenn nöfn sín á víxlana ýmist fyrir tilvonandi liúsgögn- um, gripum og gjaldeyri. Þá hvarf Gunnar. Þegar tíminn leið og ekk- ert heyrðist frá Gunnari fóru viðskiptamenn lians að ókyrrast. Þá sigldi kona Gunnars með börn sín. Síðan hafa komið í ljós viðskipti Gunnars og ár- angur þeirra og hafa þau birzt undanfarið í Kaup- sýslutíðindum undir hinni óviðkunnanlegu fyrirsögn DÓMAR. Framhald á 8. síðu. GuIIna hliðið sýnt í Edinhorg í ágúst Um þessar mundir er hér bænum ungfrú Robb, um- sjónarkona búninga við Gate- way-leikhúsið í Edinborg. Tilefni heimsóknarinnar er að fá búninga í Gullna hliðið, eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, en leikhús þetta hefur ákveðið að sýna leik- Framhald á 8. síðu. HvaS er að ske í kirkjiimálimiim? í vikunni birtust þau tíðindi, að sr. Jón Auðuns liefði verið skipaður dómprófastur í Reykjavík, og undruðust margir þeir, sem fylgjast með málefnum kirkjunnar, þessa ráðstöfun. Eiirs og Mánudagsblaðið skýrði frá nýlega, þá hlaut sr. Jón 3 atkvæði, en sr. Sigurjón 3. Nú hefur það verið hefðbundin venja þjóðkirkjunnar, að sá prestur, sem lengst hefur þjónað, yrði dómprófastur, og hefur sr. Sigurjón þjónað kirkjunni nú í 28 ár, en sr. Jón Auðuns aðeins 5 ár og stytzt allra presta Reykjavíkur. Ráð- stöfun kirlijumálaráðherra hlýtur Jtví að sæta allmik- illi gagnrýni, og mönnum verður ósjálfrátt á að spyrja, hvaða öfl hafa svo mjög færzt í aukana þar, að venjum og reglum sé gersamlega á glæ kastáð. Þegar þeir sr. Jón Auðuns og sr. Jakob Jónsson sóttu um Hallgrímssókn árið 1940, þá fékk sr. Jón fleiri at- kvæði en sr. Jakob. Sr. Jakob fékk samt veitingu og undruðust margir þá ráðstöfun og láðu sr. Jakobi að taka við embættinu. Er nú ekki þetta dæmi mjög í lík- ingu við dómprófastsembættisveitinguna, og eru þeir ekki margir, sem lá sr. Jóni Auðuns að taka við embætti sínu undir þessum kringum stæðum? Niðurj öfnunarnefnd í leikliúsið Kostnaður 15 þúsund Ofsahrífniitg sögð ástœðan Sýningin var að hef jast. Þjóðleikhúsgestir settust í sæti sín, hagræddu sér, lásu prógrammið og horfðu með „kúltúr“-svip á náungann. Það var komið að sýningartíma á ímyndunarveik- inni þetta sumiudagslivöld, og eftirvæntingin var mikil og ekki að ástæðulausu. I aðalhlutverkinu var gesturinn, Anna Borg, sem hingað hafði komið til þess að víkja góðu að íslenzkri leiklist á hæversku- fullan og aðlaðandi hátt. Af hreinni tilviljun voru allir Ieikstjórar okkar uppteknir, svo að grípa varð til lög- fræðings hér í bænum, sem ekki var önnum kafinn. Rétt fyrir sýmngartímann opnuðust dyrnar í ráð- lierrastúkunni, og augu allra mændu þangað til þess að sjá leiðtoga Jijóðarinnar verja nokkrum tímum til þess að teyga hina sönnu list. En í stað ráðherra komu aðrir menn — miklir menn og víðsýnir — sem embætta í Niðurjöfnunarnefnd og íitu brosandi niður á þrautpýnda skattgreiðendur. „Og fari það nú í Iogandi“, tautaði einn alþýðumað- urinn, sem ekki bjóst við neinu góðu, „á hvað skyldi nú þetta vita?“ Og fólkið horfði á þennan ónotalega truflara eins og eitthvað, sem fremur ætti heima á Arnarhóli en í þessari virðulegu stofnun. Og síðan fór tjaldið frá. hér mánuð eða lengur, skuli greiða skatta og útsvör eftir nákvæmlega sama skattstiga og útsvarsstiga, sem gildir á hverjum tíma. Átvinnuveit- endum ber að halda eftir af kaupi útlendra listamanna nógu miklu til þess að En þó flestir héldu, að sak- laust væri, að Niðurjöfnunar- nefnd sækti leikhús, þá virð- ist svo við nánari athugun, að ekki sé allt jafn saklaust og það virðist á yfirborðinu. I lögum frá 1946 nr. 96 stend- ur, að útlendingar, sem dvelja tryggja, að þeir inni þessar opinberu skyldur af hendi. Að því er næst verður kom- izt og bókað er í opinberum plöggum, þá hafa yfirvöldin stórlega breytt út af lögum, þegar þeir deildu niður gjöld- unum á frú Önnu Borg. Kaup hennar nam eftir síðara leikritið nær sextíu þúsund krónum, og var rétti- lega skattlagt útsvar og tekjuskattur átján þúsund krónur. Gengið var að Þjóð- leikhúsinu sem vinnuveitanda, en þar hófst þóf mikið og undanfærslur, en ekki fékkst skildingurinn, þó að hart væri að gengið. Var svo um tíma, að hvorki gekk né rak. En í öllu þessu hófi og þófi skeði það stórmerkilega, sem áður var á drepið, að Niður- jöfnunarnefnd fór í ráðherra- stúkuna fylktu liði. Hófst nú eins konar skothríð milli stúk- unnar og sviðsins. Af sviðinu var skotið „blikkum og vink- um“, en fylkingin svaraði með hlátrasköllum og öðrum kitli- og kátínubrögðum. 1 fyrstu var vel barizt af beggja hálfu, en þeir, sem gætnari voru, sáu þó brátt, að fylking Niðurjöfnunarnefnd- ar tók óðum að riðlast og féllu riddarar hver um annan þver- an. Eftir leikinn var nefndin Framhald á 7. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.