Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.10.1953, Page 2

Mánudagsblaðið - 12.10.1953, Page 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagurinn 12. okt. 1953 Kjallaragestir koma upp „Nei, nú fœ ég ekki sekt - Það var konan mín - kolvitlaust helvíti." Khikkan er tæplega níu að sunnudagsmorgni. Andirnar garga og rífast, leitandi að æti í tjöminni, rétt eins og laugardagskvöldið hafi ails ekki verið þeim neitt erfitt. Austurvöllur er skreyttur fögrum blómum og ljósastaur um, sem skrautlýsa hann á kvöldum. Túnreitirnir fjórir bera þess vott að kátt hefur verið í Sjálfstæðishúsinu, Tjarnarcafé og Gúttó kvöldið áður. Austurstræti glampar í morgunbirtunni — glampar af brotnum flöskum, brotum af Áka, Dauða og Pilsner og einstaka ginflaska liggur heil 1 aurrennslinu. Þetta er sunnudagsmorgunn í landi templaramenningar- innar. Eg var á leið á lögreglu- stöðina. Svo hafði talazt um milli okkar Stefáns Guðjohn- sen, fulltrúa sakadómara, að ég kæmi einhverntíma niður- eftir, er næturgestum væri hleypt úr kjallaranum — sjálfur hafði ég augastað á einhverjum sunnudagsmorgni 'þ\d „þá ber vænst í veiði“ eins og „kerlingin“ sagði. Þótt Reykvíkingar væm flestir í fletum sínum, þá var ys og þys á skrifstofum lög- reglunnar. — Lögreglumenn komu og fóru, síminn hringdi, en neðan úr iðrum stöðvarinn- ar sjálfrar skvaldur og þras þeirrá er þar höfðugist, ræsk- ángar og ropar og nokkur há hróp um „VATN“ — VEL KALT“. Á skrif stofunni inn af varð- stofunni sitja Stefán og Sveinn Snorrason, fulltrúar sakadómara, blaðandi í skýrsl am lögreglunnar. Þeir hafa unnið við þetta lengi, þekkja ýmsa af gestunum, en rétt- lætið skal hafa sinn gang svo bezt er að byrja. Pálmi, vaktstjóri, kemur ír.n. en fangavörður bíður við dvrnar og kallar á gesti eft- ir beiðni dómara, honum. En þar sem þetta er daglegur viðburður í höfuð- staðnum, þá skal hér lýst nokkrum þeim, sem þaðan koma eftir nóttina. Fyrst kemur ung stúlka, 23 ára. Hún er fremtrr lág vexti, ekki ósnotur í andliti, vel klædd, í köflóttri kápu. Út- litið bendir ekki til þess að hér sé um óreglu áð rSeða, hár og andlit, hendur og útlit allt benda til hirðusemi og kven- legrár natni í allri snyrtni. Hún sezt hjá Pálma varð- stjóra og nú hefst upplestur skýrslunnar — eða réttara sagt, nú á að hefjast lestur- inn en stúlkan grípur frami. „Eg vil ekki heyra hana — hún er eflaust rétt, ég get ekkert borgað því ég er vesk- islaus“. Stefán spyr um málsbætur, en þær eru ekki fyrir hendi. Stúlkan man atburði kvölds- ins. Bifreiðastjóri frá Stein- dóri hafði komið með hana; ekkert athvarf, mjög drukk- in, foreldrar vildu hana ekki heim til sín „var sama hver andskotinn yrði um hana“, — æst við vínið og ósvífin, gat ekki greitt gjald sitt. Þetta var allt ósköp raunalegt. En samkvæmt lögum, dæmdist hún til að greiða sekt sína — innan viss tíma, og jafnframt f ær hún númer bifreiðarinnar og lofar að greiða gjald sitt á stöðinni. Henni er sleppt að svo búnu. Næsti. Nú skiptir heldur um. Inn kemur hinn mesti f jönnaður, skeggjaður og bíður góðan dag. Hann hefur þennan ég- hefi-verið-hér-áður svip, sezt. Hann man ekki atburði kvölds ins, fráskilinn, vinnur á véll- inum. Skýrslan er lesin. Hann jánkar brosandi, áhyggjulaus með öllu. „Lögreglan", les dómarinn, „var kvödd á Teig númer . ..“ Þá rennur upp ljós hjá hinum káta manni, svipurinn verður hátíðlegur og hann grípur frammí. „Nú, var ég þar. Þá fæ ég enga sekt-------þetta er hjá konunni minni--------kolvit- tlaus andskoti. Hún kallaði ekki í lögregluna á mig í fyrra dag þegar ég kom að borga henni. Nei, ég fæ nú ekki sekt fyrir þetta“. Þessar upplýs- ingar hafa feykt burtu þeiin smáu áhyggjum, sem kunna að hafa verið fyrir. Dómarar hrista höfuðið. Ekki man ég sekt hans en út fer hann eftir áð hafa kvatt virðulega. Næst kemur inn unglingur, fæddur 1936. Verið í kjallar- anum áður. Hann er þurr og reiður, vondur út i allt og alla. „Eg er sjómaður, skipið í sigl- ingu kemur í dag. Félaus með öllu. Honum er sleppt gegn lof- orði um að greiða gjald sitt innan þriggja vikna. Næstir eru vinir úr Breið- firðingabúð. Sá fyrri játar allt rétt. Ólæti á dansleik, neitaði að fara út að boði lög- reglunnar, endaði með því að slást við lögreglumenn og spflla gripum þeirra, og með skýrslunni fylgir krafa lög- reglumannsins um bætur fyr- ir brotin gleraugu og skemmda einkennishúfu og slitin axlabönd. Dómari spyr Pálma, hvort embættið sjái þeim ekki fyrir nýjum klæðum og þegar því er svarað játandi fellur sá lið- ur bótakæru niður. Sektin er síðan ákveðin og greidd. Hinn vinurinn kemur inn í þeim svifum og fær lánaðan hundrað kall til að mæta vænt anlegum útlátum. Hann ger- ir fremur lítið úr ólátunum en skýrsluna hinsvegar rétta. Þetta eru einu ólátabelgirnir, sem „teknir eru upp“ þennan morgun, og það einkennilega í málinu er það, að þeir eru ættaðir frá Berserkjaeyri. Næst kemur ungur maður, skeggjaður, giftur. Hann er fremur ánægður með sjálfan sig, hraustlegur, vel klæddur. „Nú, bað frúin um að geyma mig, ég þarf að minna hana á það, þegar heim kem- ur. Gustur í kellu í gærkveldi, enda var hún létt 'sjálf“, seg- ir hann um leið og hann kveð- ur. Áður en hver fangi var kallaður inn kom fangavörður með poka, en þar eru gripir fanga geymdir um nóttina. Þar gat að lita hina sundur- leitustu hluti, allt frá dverg- smáum vínflöskum til munn- hörpu. Sá, sem átti flöskuna, gaut oft til hennar hýrum augum, enda var ryk í pilti', sem vel mátti lækna. Enn kom nýr gestur úr kjallara. Sá var skrámaður á höndum og heldur illa til hafður, enda staðið í stór- ræðum um nóttina, brotið að lokum rúðu á Hreyfli og það- an hirtur. Reikningur fylgdi skýrslunni upp á 300 krónur. Þessi maður var að boði dóm- ara geymdur lengur þar til betur yrði fjallað um mál hans. Hann „átti blað“. Allmargir kjallaragesta „áttu blað“. Að eiga blað er, að mér skilst, að vera skráð- ur í lögreglubókum fyrir ein- hver afbrot og þessa menn verður að athuga nánar áður en þeim ér gerð endanleg skil. Sumir þessara manna gera ekki neítt — vilja ekki vinna, en snapa sér mat og vín. Einn ungur maður, sýnilega við beztu heilsu, hafði verið grip- inn í húsi við Hverfísgötu, þar sem hann var að éta í óleyfi þess er matinn átti. Hann var líka geymdur að boði dómara. Tveir eldri menn, gráir fyr- ir hærum, komu -líka fj'rir dómarann. Þetta eru gamlir, þekktir vandræðakarlar mein- leysismenn en drykkfelldir og aðhaldslausir með öllu þegar í bæinn kemur. Öðrum þeirra var vísað á hæli utanbæjar og fór lögreglan þangað með hann. Sá kemur oft í bæinn, en „gleymir“ að fara aftur burtu og fær þá gistingu hjá lögreglunni. Einna síðast var komið með ungan mann, sem var mjög óðamála. Hann kvaðst aka bíl á Keflavíkurvelli og væri illt í efni ef dómarinn hefði af sér vinnuna því í dag yrði hann að mæta. Kvaðst hann lengi hafa ætlað að koma í bæinn og ganga í stúku en það hefði farizt fyr- ir þvi fjöskuófétið væri ann- ars vegar en fátt um frelsandi Samverja hinsvegar. Brenni- vínsskuld átti hann ógoldna, en „nú skal skipt um háttu“ sagði hann við dómarann, „því nú er ég hættur — stein- hættur og lofa að greiða mín- ar skuldir næsta föstudag —• sendi peningana símleiðis, Stefán Guðjohnsen, Póstliús- stræti 13------,“ ,,þrjú“ léið- rétti dómari, „og fara í fimra mánaða þurrk“. „Eitt hundrað og fimmtíu krónur“, sagði Stefán. „Dýr gisting — mjög dýr — dýrari en á Waldorf Ast- oria í New York“ sagði bíl- stjórinn. „Við skulum þá sjá til á föstudaginn“ sagði Stefán og út skauzt bílstjórinn. Margt fleira bar við þennan sunnudagsmorgun, bæði skop- legt og aumkvunarvert. Oft hafa heyrzt sögur ura illa meðferð á mönnum í kjall aranum, en ekki var að heyra á þessum ,,gestum“ að þeim hafi verið misþyrmt; klefarn- ir eru að vísu, óhæfir, en úr því verður ekki bætt að sinni. Stefán skýrði mér svo frá, að hann héldi, að þeir væra innan við tíu, sem kalla mætti „stanmgesti“ í kjallaranum ; menn, sem oftast eru kallað- ir rónar. A.B. ✓-------------------------------------------------------------- Áu glýsirtg um kartöfluverð o. fl. Ráðuneytið hefur ákveðið, að útsöluverð á kart- öilum skuli fiá og með 1. október næstkomandi veva þannig: í heddsölu. I. flokkur ......kr. 129,00 hver 100 kgr. Úrvalsflokkur .. kr. 170,00 hver 100 kgr. í suiásölu. I. flokkur ............ kr. 1,60 hvert kgr. Úrvalsflokkur .........kr. 2,10 hvert kgr. Jafuframt hefur ráöuneytið falið Grænmetis- verzlun ríkisiíns, að kaupa eða semja við aðra um kaup á kartöflitm frá framleiðendum af þessa árs uppskeru, eftiv því sem ástæður leyfa og sam- kvæmt því sem hún ákveður. Landbúnaðarráðuneytið, 30. sent. 1953 um bairn viÖ sölu á II. flokks kartöílum til manneldis innanlands í. gi-. Samkv'æmt heimild í 9. gr. laga nr. 31, 2. apríl 1943, og samkvæmt tillögum Grænmetisverzlunar ríkisins, er verzlunum hér með bönnuð sala á II. fiokks kartöflum til mannsldis innanlands. 2. gr. Brot gegn ákvæðum þessarar auglýsingar varða sektum frá 50 til 3000 kr., ef ekkis Iiggur þyngri f refsing við sæmkvæmt lögum. 3. gr. Auglýsing þcssi öðlist gildi þegar í stað og birt- j ist til eftii'breytni öllúm þeim, sem hlut eiga að máli. Landbúnaðan'áðuneytið, 30. septembsr 1953. Stezngrímur Stéinþórsson Gunnlaugur E. Briem. Kjallarinn er svo venjulegt 'uroi-æðuefni bæjarbúa að ekki I verður eytt plássi i að lýsa

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.