Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.10.1953, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 12.10.1953, Blaðsíða 3
Mánudagurinn 12. okt. 1953 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 3 Lítill vafi er á því, að þeim Eyjólfi Þorsteinssyni og Hrana Kcmránssyni hefur orðið órótt innanbrjósts, þegar þeir fréttu um sættir Hrafns og Sturlu við Gissur. Og ekki er .ótrúlegt, að þeim hafi þótt framkoma þeirra Hrafns og Sturlu vera hrein svik Við sig. Hvergi er þess getið, að þeir hafi ráðgazt neitt við banda- < menn sína, Eyjólf og Hrana, áð- ur en þeir sættust við Gissur. Eftir sættirnar var pólitísk að- Staða þeirra Eyjólfs og Hrana ekki glæsileg. Þeir héldu að vísu Eyjafirði, en hérað þeirra var nú : króað milli ríkis Gissurar að vest- an og Finnbjarnar að austan. Lít- ill vafi er á því, að Gissur hefði haft ráð þeirra í hendi sér, ef' hann hefði haft uppi liðsafnað og látið til skarar skríða gegn þeim. Að vísu bendir ekkert til þess, að Gissur hafi haft nein slík áform á prjónunum, að xninnsta kosti ekki fyrst um sinn. Hann hefur að öllum líkindum setlað að leyfa þeim Eyjólfi og Hrana að halda Eyjafirði, ef þeir hefðu sig hæga. Og Gissur hefur þótzt hafa ástæðu til að ætla, Ðð þeir mundu ekki hyggja á Xiein stórræði nú, er vinir þeirra Og bandamenn höfðu sætzt við Gissur. Það virtist óðs manns seði að rísa gegn Gissuri nú, er hann hafði treyst valdastöðu sína S landinu svo mjög. Þetta gefur Skýringu á öryggiskennd Gissur- ar og grandaleysi því, sem reynd- ist honum svo dýrkeypt. Eftir sættirnar við Hrafn og Sturlu taldi hann sig enga hættulega óvini eiga á íslandi. Þess vegna lætur þessi maður, sem venju- lega var svo gætinn og lítið gef- inn fyrir að tefla á tvær hættur, öll varnaðarorð eins og vind um eyrun þjóta. Hann sér hvergi íieina hættu, og aðvaranirnar hafa sennilega látið í eyrum hon- nm eins og algerlega ástæðulaust tnóðursýkish j al. 1 Ekki verður séð, hvenær það éform Eyjólfs að fara að Giss- uri hefur verið fullmótað, en sennilega hefur hann farið að bollaleggja eitthvað í þá átt, fljót- lega eftir að kunnugt varð um hið tilvonandi brúðkaup á Flugu- mýri. Vitað var, að í brúðkaupinu mundu verða margir af fyrri vin- um og bandamönnum Eyjólfs, og er svo að sjá sem Eyjólfur og menn hans hafi gert sér vonir Um, að einhverjir þeirra mundu ganga í lið með árásarmönnun- /Um. Þegar Hrafn Oddsson gisti á Víðimýri á leið til brúðkaups- veizlunnar kom þangað Ásgrímur Þorsteinsson, bróðir Eyjólfs við þriðja mann. Sagði hann Hrafni alla fyrirætlan þeirra Eyjólfs og Hrana að fara að Gissuri og son- unr hans og drepa þá þegar eftir brúðkaupið- Fór Ásgrímur þess á leit við Hrafn, að hann og menn hans yrðu eins konar fimmta her- deild á Flugumýri og sæktu að Gissurarmönnum inni í húsunum á meðan Eyjólfsmenn sæktu þá að utan- með vopnum eða eldi. Hrafn neitaði með öllu að fremja þetta níðingsverk og latti Ás- grím aðfarar að Gissuri, en kvaðst þó ekki mundu koma upp |im þessar ráðagerðir. Málaleitan Óiafur Hansson, menniaskólakennari: m 6. GREIN FLUGUMYRARBRENHA - Sjö alda minning Ásgríms við Hrafn bendir til þess, að þeir Eyjólfur háfi talið, að Hrafn hafi ekki sætzt við Gissur af heilindum og væri tilleiðanleg- ur til að snúast gegn honum við fyrsta tækifæri. Og framkoma Hrafns eftir brennuna bendir til þess, að þessi skoðun hafi ekki verið svo mjög fjarri lagi. En Hrafn Oddsson var ekki sá níð- ingur, að hann færi að rjúfa grið á gestgjöfum sínum í brúðkaups- veizlunni. Og margt bendir til þess, að í veizlunni hafi Hrafni ekki liðið vel, og að hann hafi verið í vafa um, hvað gera skyldi. Hann aðvarar Gissur undir rós, en Gissur tekur ekkert mark á því. En Hrafn vill ekki ganga svo langt að segja Gissuri frá ráðagerð Eyjólfs, og þar var hon- um vorkunn. Hann og Eyjólfur voru svilar og höfðu í sjö ár verið nánir bandamenn. Og hon- um hefur þótt ódrengilegt að bregðast þeim trúnaði, sem Ás- grímur hafði sýnt honum. Kann- ske hefur hjarta Hrafns alltaf verið hjá brennumönnum, þótt hann sjálfur vildi hvergi koma nærri eins og allt var í pottinn búið. Þegar þeir Hrafn og Ásgrímur hittust á Víðimýri bjó þar Ás- birningurinn Arnór Eiríksson, systursonur Brands Kolbeinsson- ar. Ekki er ótrúlegt að Arnóri hafi þótt þeimsókn Ásgríms grun- samleg og jafnvel, að hann hafi fengið pata af þvi, sem til stóð- Má þá vera, að hann hafi komið boðum um grun sinn til Páls Kol- beinssonar móðurbróður síns, og að hér sé að finna skýringuna á því, að Páll fór ekki í veizluna, en auðvitað eru þetta allt get- gátur einar. Snemma virðist sá kvittur hafa komið upp, að Hein- rekur biskup Kársson hafi verið í vitorði með brennumönnum. Hefur það eflaust ýtt undir þenn- an kvitt, hve vel biskup tók þeim, er þeir riðu heim til Hóla eftir brennuna. Tveimur árum síðar bar Finnbjörn Helgason það blá- kalt upp á biskup, að hann væri grunaður um að hafa verið í vit- orði um brennuna: Aldrei fæst úr því skorið, hvort þessi grunur hefur haft við rök að styðjast. Ýmislegt bendir til þess, að fregn in um brennuna hafi ekki verið biskupi harmafregn, en þar með er ekki sagt, að hann hafi átt þátt í því að leggja á ráðin um hana. Ýmsir hafa litið svo á að hinn eiginlegi upphafsmaður brenn- unnar hafi verið Þuríður Sturlu- Sttir, kona Eyjólfs Þorsteinsson- Þufíður var laundóttir Sturlu ighvatssonar og Vigdísar Gils- óttur, sem var fylgikona - Sturlu 5uf: en haiuv kvæntist .Solveigu Sæmundardó.ttur. Var Vigdís rekin á brott með dóttur sína unga, þegar Sturla átti Solveigu. Nú hefði mátt ætla, að Þuríður hefði fyllzt beizkju til föður- frænda sinna, en svo er ekki að sjá. Vel má vera, að þeir hafi sýnt henni einhvern sóma. Að minnsta kosti var hún gefin Eyj- ólfi Þorsteinssyni að ráði Þórðar kakala föðurbróður síns. Og ætt- arkennd Þuríðar heíur ef til vill aðeins aukizt við það, að hún var alin upp utanveltu ættarinnar að einhverju leyti. Sagan segir, að sumarið 1253 hafi fólk á Möðruvöllum í Hörgr árdal setið úti í góðu veðri á helgum degi. Þar voru þau hjón Eyjólfur og Þuríður, Vigdís Gils- dóttir, móðir Þuríðar og Ófeigur Eiríksson, maður Vigdísar, en stjúpi Þuríðar. Gissur hafði vor- inu áður rekið Ófeig frá búi hans á Úlfsstöðum í Skagafirði. Eyjólf- ur virðist hafa verið í ágætu skapi í góða veðrinu og hann bregður á leik við tengdamóður sína: „Hvað mundi honum Giss- uri til ganga, er hann vildi eigi byggð þína í Skagafirði?" 'Heldur-virðist þetta gamanEyj- ólfs grátt og bendir til, að hann hafi verið illkvittnislega stríðinn, enda varð Vigdís fá við. Þá svar- aði Þuríður: „Því að Gissuri þótti hver herkerling líklegri til að hefna föður míns, Sturlu, en þú. Sér hann það, að þér er litur einn gefinn.“ Eyjólfur svaraði engu, en varð rauður sem blóð. Þessi smásaga er dregin sterkum og ein földum litum. Hún er hádrama- tísk og einmitt af þeirri gerð sagna, sem lifa lengi með alþýð- unni. ímyndunarafl fólksins, sem oftast vill gera alla hluti einfalda og dramatíska, hefur tekið þess- ari sögu tveim höndum. Heiftar- hugur hinnar stórlátu konu er undirrót Flugumýrarbrennu, það er áhrifamikið og einfalt. En þó að þessi orðaskipti á túninu á Möðruvöllum hafi kannske átt sér stað nákvæmlega eins og seg- ir í sögunni, hefur eggjan Þuríðar sennilega ekki verið nema eitt af mörgu, sem knúði Eyjólf út í ævintýrið á Flugumýri. Og þessi saga ber með sér ýmis einkenni flökkusagna, hún minnir grun- samlega mikið á aðrar sögur um eggjanir heiftrækinna kvenna til hefnda. Nægir hér að minna á frásögn Njálu um eggjun Hildi- gunnar við Flosa og viðbrögð hans við eggjuninni. Eins og Eyj- ólfur varð Flosi rauður sem blóð í andliti. — Það hafa að minnsta kosti verið ýmsir fleiri en Þuríð- ur, sem ekki hafa latt Eyjólf stór- ræðanna. Með honum voru þá á Möðruvöllum tveir menn, sem voru svamir. fjandmenn Gissurar, menn, sem var, ófriðurinn kær. Það voru þeir Arí Ingimundar- son og Kolbeinn Dufgusson grön, sem báðir koma mjög við sögu Flugumýrarbrennu. Þeir voru báðir Sturlungaættar, komnir af dætrum Hvamms Sturlu.. Ari Ingimundarson kemur fyrst við sögu, þegar hann átján vetra gamall gengur í lið Þórðar kak- ala fyrir Flóabardaga. Síðar lenti Ari í mörgum hættulegum ævin- týrum, en hann virtist lengi vel hafa níu líf eins og kötturinn. Ár- ið 1251 fór Ari frá Noregi á sama skipi og þeir Oddaverjar, Filipp- us og Haraldur. Það skip. fórst og allir, sem á því voru, nema fjórir menn, og var Ari einn þeirra. Hrakti þessa fjóra menn um hafið í þrettán sólarhringa nær mat- arlausa, en þá var þeim bjargað af fiskimönnum úr Vestmanna- eyjum. En ekki voru æfintýri Ara á sjó á enda með þessu. Tveimur árum siðar, haustið 1253, ætlaði hann til Noregs með Ey- steini hvíta stýrimanni. Skip Ey- steins fórst við Flateyjardal, og fórust þar meira en fimmtíu manns, en átta eða níu var bjarg- að. í annað sinn var Ari í þeim hópi, sem af komst- Fór hann þá aftur til Eyjólfs á Möðruvöllurn, og ekki virðist þessi raun hafa fengið mikið á hann. Að minnsta kosti var hann framarlega í flokki Eyjólfs við brennuna. — Ekki er fullreynt, fyrr en í þriðja sinn, og svo fór um sjóferðir Ara. Árið 1258 ætlaði hann til Noregs með Sindra stýrimanni, en skipið fórst við Mýrar. Fimmtíu skipverja fórust, en fimmtíu björguðust, en nú var hin ótrúlega heppni Ara þrotin, hann var í hópi þeirra, sem drukknuðu. Þar lauk hinni ævintýralegu sjóferðasögu Ara Ingimundarsonar. Heldur virðist Ari hafa verið kaldrifjaður. Hann kom á njósn til Flugumýrar í lolc brúðkaupsveizlunnar og var þar ágætlega fagnað af Gissuri og Halli syni hans. En svo kom hann aftur með Eyjólfi og brennu mönnunum og þá hjó hann hönd af Ketilbirni Gissurarsyni, hin- um unga sveini. Sagði Ari við sveininn, er hann lét höndina: „skall þar einum, og skyldi brátt meir“. Þessi orð Ara lýsa ótrú- legu kaldlyndi og grimmd, þann- ig launaði hann hinar ástúðlegu móttökur þeirra feðga. Ari hef- ur mótazt af þeim anda heiftar og harðýðgi, sem setti svip sinn á baráttu þeirra Þórðar kakala og Kolbeins unga. Og þótt furðu- legt megi heita, er þessi ævin- týramaður og grimmdarseggur ekki að öllu leyti ógeðfelldur- Kolbeinn grön var einn af fjór- um sonum Dufguss Þorleifssonar. Þessir fjórir bræður koma allir mikið við sögu í Sturlungu. Einn þeirra var Svarthöfði, mágur Hrafns Oddssonar. Svarthöfði var um langan aldur í fylkinga- brjósti í Sturlungaflokknum, lenti í mörgum ævintýrum og var oft hætt kominn, en slapp lífs úr öllum hættum. Hann særð- ist á Þverárfundi 1255, en Þorgils skarði, frændi hans, gaf honuru þá grið. Eftir það er Svarthöfða ekki getið í Sturlungu, en hann kemur við sögu í Árna sögu bisk- ups meira en tveim áratugum síðar, en þar er hans getið setp. vitnis í sambandi við það er bein Odds Þórarinssonar fengu leg í vígðri moldu. Varla virðist unnt að skilja ummæli Árna biskups sögu öðru vísi en svo, að Svart- höfði hafi þá verið á lífi, þótt sumir hafi viljað draga það í efa. Eins og kunnugt er virðist auðsætt, að Svarthöfði sé heim- ildarmaður sumra kafla i Þórðar sögu kakala. Hinir synir Dufguss voru Birn- ir tveir, Björn kægill og Björn. drumbur. Björn kægill var oft í herferðum með flokki Þórða,r kakala, og Kolbeinn ungi lét drepa hann í Geiradal 1244, þeg- ar hann fór að Tuma Sighvats- syni á Reykhólum. Björn drumb- ur virðist á hinn bóginn hafa ver- ið friðsamur og lítt hneigður til hernaðar, hann kemur miklu minna við deilur aldarinnar eu bræður hans. Björn varð allgam- all, hann lézt litlu fyrir 1290, Kolbeinn grön var hið mesta hörkutól og bardagamaður mik- ill. Hann var í fremstu fylkingu bæði í Flóabardaga og á Haugs- nessfundi. Það var hann, sem náði Brandi Kolbeinssyni á flótt- anum og tók hann höndum. Eftir að Þórður kakali fór alfarinn ut- an var Kolbeinn um hríð með honum í Noregi. Síðar sendi Þórð- Framhald á 7. siðu. DANSLEiKUK siinnudagskvöid kl. 9 í Sam- komusalnum Laugavegi 162. Hljómsveit Mdgnúsar Randrup Söngvari: Ragtiar Bjamason

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.