Mánudagsblaðið - 12.10.1953, Blaðsíða 7
Mánudagurinn 12. okt. 1953
MÁNUÐAGSBLAÐIÐ
15
Framhald aí 3. siðu.
ur hann heim til íslands, „og þótti
hann ekki mikill mannasættir'“
segir Sturla Þórðarson frændi
hans í Hákonarsögu. Veturinn eft-
ir Flugumýrarbrennu lét Gissur
dreþa Kolbein norður í Eyjafirði,
og á dauðastundinni reyndist Kol-
'beinn sami harðjaxlinn sem
endranær. Þrátt fyrir alla harð-
neskju Kolbeins er varla hægt
annað en láta sér þykja vænt
um hann. Hann er fyrst og fremst
hermaður, sem heldur sitt strik,
æðrúlaus, hvað sem á dynur,
grimmur og hefnigjarn, en laus
við undirferli og ódrengskap.
SVo virðist sem Gissur hafi eft-
ir Flugumýrarbrennu ekki lagt
slikt hatur á neinn brennumanna
sem Kolbein. Honum þótti heldur
litill slægur í öllum hinum
brennumönnunum, sem hann gat
látið drepa, en honum þótti feng-
ur í Kolbeini og eftir víg hans
orti-hann-vísu þar sem hann seg-
ir, að sér sé nú léttára í skapi,
er hann hafi komið fram hefnd-
'um á honum. Hvergi verður þess
vart, að Gissur beri eftir brenn-
una annan eins heiftarhug til
Eyjólfs Þorsteinssonar, Hrana
Koðránssonar eða Ara Ingimund-
arsonar sem til Kolbeins, og þó
virðást hann hafa átt þeim sízt
minni heiftir að gjalda. Iivernig
víkur þessu við? Hvað veldur
þessu ofsafengna hatri Gissurar
á Kplbeini eftir brennuna? Þessu
verður auðvitað aldrei svarað
með neinni vissu, en ég held, að
að ein sennilegasta skýringin sé
sú, að Gissur hafi þótzt eiga ann-
að skilið af Kolbeini en þetta.
Til þess að átta sig á þessu þarf
að fara áratugi aftur í tímann.
Þá kemur i ljós ýmislegt, sem
bendir til einhvers sambands
milli Dufguss og sona hans og
Haukdælaflokksins. Ógerlegt er
að átta sig á því til hlítar, hversu
þessu sambándi hefur verið hátt-
að, en þau atvik. sem benda til
einhvers sambands eru svo mörg,
að þau geta tæplega verið tii-
viljun ein.
Árið 1226 lenti Dufgus, sem þá
bjó í Hjarðarholti í Dölum, í
innanhéraðsdeilum þar vestra.
Upp úr þessum deilm fór hann
úr Dölum og fluttist að Baugs-
stöðum í Flóa og sat síðan í Ár-
nesþingi, héraði Haukdæla, í meir
en áratug. Er senniiegt, að á þeim
árum hafi • hann og synir hans
tengzt vináttuböndum vio ýmsa
- flokki Haukaæla. Er þeir Gissur
og Sturla Sighvatsson hittust við.
Apavatn 1238 var Björn Dufgus-.
son kægill í flokki Gissurar og
var hann þá tekinn af bræðrum
sínum, sem voru i flokki Sturlu.
Litlu, áður haíði Sturla sent tvo
menn á fund Gissurar og lét þá
svo sem- hann vildi. vináttu hans.
Varla kemur til mála, að Sturla
hafi til slikrar farar valið aðra.
menn en þá,. er Gissur taldi sér
vinveitta. Fyrir valinu urðu þeir
Ketill Þorláksson, mágur Gissur-
ar, óg Svarthöfði Dufgussön. Má
ætla, að þá hafi enn verið gott
með Gissúri og Dufgussonum, er
Dufgus bjó í Ámesþingi. en Bjöm
kægill var í flokki Gissurar. Síð-
ár um sumarið, er fullur fjand-
skapur var orðinn með þeim
Gissuri og Sturlu settist Svart-
höfði með flokk manna í Geirs-
hólm og aflaði fanga með ránum.
Urðu fyrir þeim ýmsir fylgis-
menn Gissurar og kærðu þeir
þetta fyrir honum. Vildu bændur
draga að sér skip og fara út i
hólminn og eyða flokki Svart-
höfða. En Gissur eyddi þessari
fyrirætlan og kvað þetta mundi
of dýrkeypt, en'ekki mikill slæg-
ur í hinum nýju Hólmverjum.
Sjálfsagt hefur gætni Gissurar
átt hér hlut að máli, en þetta
hefur eflaust bjargað lífi Svart-
höfða og félaga hans. Trúlegt er
þó, að Gissúr hafi hlotið ámæli
af þessu, og til að hrinda af sér
slyðruorðinu lét hann um sumar-
ið taka upp bú Dufguss á Strönd
í Selvogi. Dufgusi og fólki hans
var þó ekkert mein gert, að þvi
er séð verður. Á Örlygsstaðafundi
voru þeir Svarthöfði og Kolbeinn
grön framarlega í flokki Sturlu.
Eftir ósigurinn komust þeir bræð-
ur ekki í kirkju, en sátu uppi á
kirkjunni í Miklabæ. Þeim voru
gefin grið fyrir flutning Ólafs
Svartssonar, sem um langan ald-
ur var einn tryggasti vinur og
fylgismaður Gissurar. Ekki er
minnsti vafi á því, að um þessa
gri'ðagjöf hefur Ólafur snúið sér
til Gissurar, vinar sins og for-‘
ingja, en ekki til Kolbeins ungá.
Það er því nærri óhéett að fúll-
yrða, að eftir Örlygsstaðafund
hefúr Gissur gefið þeim Kolbeini
og Svarthöfða grið og kannske
bjargað þeim undan drápsæði
Kolbeins unga.
Það er enn fleira en þetta, sem
bendir til sambands Dufgussona
við Haukdælaflokkinn. Þeir bræð
ur af Hvalsnesi, Páll og Þórður
Þorsteinssynir, eru nefndir frænd
úr Dufgussona, ' en þeir vorU
tryggir liðsmenn Háukdæla-'.
flokksins. Einn allra tryggasti
vinur og fylgismaður Gissurar
Þorvaldssonar var Gissur glaði.
Fram til elliára var hann eins
konar lífvörður nafna síns. En
með þeim Gissuri glaða og Köl-
beini grön hefur verið kunnings-
skapur og vinátta- Þeir höfðu
lofað hvor öðrum því að gefa
hinum grið, ef þeir. ættu þess kost,
enda gaf Kolbeinn Gissuri glaða
griðá'Flugúmýri.
Það virðist því auðsætt, að milli
Dufgussona og Haukdælafiokks-
ins var stundum vinátta fyrr á
árum, og þeir bræöur áttu alltflí
vini meðal öruggustú fýlgis-
manna Gissurar. Þrátt fyrir f jand
skap undangengihna ára hefur
Gíssur fyrir Flugumýrarbrennu
ekki talið Kolbein- grön í hópi
svæsnustu fjandmanna sim>a og
hann hefur sennilega vænzt þess,
að hann myndi sér líígjöfina
éftir Örlygsstaðafund. En því
svæsnara hefur hatur Gissurar á
Kolbeini orðið eftir brennúna.
------ . (Frh.).
í síðustu grein hefir slæðzt inn
prentvilla i fyrsta dálki 4. líhu
að neðan. Þar stendur 1253, en
á að vera 1255.
PETUK JAKOBSSON:
STJORNARSKRAiN
Strandar-
Framhald.
í núgildandi stjórnarskrá segir
svo um fjærveru lýðveldisforst-
ans:
„Nú verður sæti forseta lýð-
veldisins laust eða hann getur
ekki gengt störfum um sinn
vegna dvalar erlendis, sjúkleika
eða af öðrum ástæðum, og skulu
þá forsætisráðherra, forseti sam-
einaðs Alþingis og.forseti hæsta-
réttar fara með forsetavald. For-
seti sameinaðs Alþingis stýrir
fundum þeirra.“
Þetta fyrirkomulag virðist mjög
óeðlilegt og öfgakennt. Vart verð-
ur séð, hvað fyrir hinu háa Al-
þirigi hefur vakað, er það setti
þetta fyrirkomulag inn í stjórn-
arskrána. Eiggur við, þó ljótt sé,
áð maður freistist til þess að
halda, að þetta sé gert til að hafa
sem mest upp úr fjærveru lýð-
veldisforsetans; gera fjærveru
hans að tekjulind fyrir tvo æðstu
menn þingsins og forseta hæsta-
réttar. Enda skulu þeir samanlagt
hafa samakaup og sjálfur lýðveld
isforsetinn.
Nú getur oft komið fyrir, að á
ríkisráðsfundum verði að skera
úr um -mikllvæg og vandasöm
málefni, og þurfi því maður sá,
er skipar sæti lýðveldisforsetans,
að vera maður vitur og lærður,
svo hann geti verið fyrirliti á rík-
isráðsfundum um afgreiðslu mál-
anria, af-visdómi sínum og grund-
vallarþekkingu. Hann á að vera
hinn spaki maður á sólarhæð
þjóðarinnar.
■ Það er vitað, að til þing-.
mennsku eru ekki gerðar aðrar
kröfur en þær, að þingmannsefnið
hafi vissan lágmarksaldur og að
hann hafi óflekkað mannorð og
sé íslenzkur ríkisborgari. Um gáf-
ur, lærdóm og sannan manndóm
er ekkert spurt- Forseti Alþingis
og forsætisráðherra þurfa ekki að
hafa andlega yfirburði yfir aðra
þingmenn, engan lærdóms- eða
‘émbættisframa. Þeir geta bara
komizt upp í þessar stöður beint.
úr breiðfylkingu þingsins. ForSæt
isráðherra, er maður sjálfsagður
til að sita ríkisráðsfundi; sökum
stöðu sinnar, er hann til þess
sjálfkjörinn, svo ríkisráðið miss-
ir einskis þótt hann ekki komi
þar í stað lýðveldisforsetans.
Kemur'þá forseti sameinaðs Al-
þingis, sem er aðal staðgengill
sjálfs lýðveldisforsetans, skipar
sæti hans. Um hann er það að
segja, að ekki þarf hann að vera
blysberi þingheims, að menntun
eða mannviti. Hann mun vart
geta bætt um á ríkisráðsfundum
SÖkUm sinnar andlegu yfirburða.
Állt hngur að því sama. Rkisráðs-
fundur getur verið án forseta
sameinaðs þings eins og gefur að
skilja. ■
Kem ég þá að forseta hæsta-
réftai’. Um hann er það að segja,
að hann verður, samkv. stöðu
sinni, að vera mikill lærdómsmað
ur. Enginn getur orðið hæstarétt-
ardómari, nema vera gæddur
miklu mannviti, hafa öðlast mik-
inn lærd'óm, eiga mikinri og-fágr-
an lærdómsmeril og vera þekktur
að kostum hins mikilhæfa og
sanna manns. Hann verður að
hafa þjónað lærdómsgyðjunni og
hinni sönnu speki á farinni ævi-;
braut, svo honum hlotnist sú tign-
ar- og ábyrgðarstaða, að skipa
sæti í æðsta dómstóli þjóðarinnar.
Honum má ávallt öruggt treysta
sam sanntækum og samværileg-
'um við sjálfan lýðveldisforset-
ann.
Samkv. því, sem hér að ofan er
sagt, hngur allt að þv, að forseti
hæstaréttar einn komi í stað lýð-
veldisforsetans í ríkisráði, i for-
föllum hans.
Nú er þa ðsvo, að rikisráðs-
fundir eru hér ekki tðir, svo það
ei- ekki um mikla tímatöf eða
vinnu að ræða í sambandi við
þá. Hitt er annað, að það er mikill
heiður og. mikið traust, að vera
falið efbætti lýðveldisforsetans, i
forföllum hans. Það er háleit köll-
un, að fara með forsetavaldið og
ætti að vera ólaunuð heiðursvið-
urkenning fyrir forsela hææsta-
réttar að vera trúað fyrir þessu
valdi í forföllum forseta lýðveld-
isins.
Ekkert mælir með því, að aðrir
eða fleiri, en forseti hæstaréttar,
fari með lýðveldisforsetavaldið í
forföllum hans.
Það er þvi mikil nauðsyn, að
sett verði inn í hina væntanlegu
lýðveldisstjórnarskrá, að forseti
hæstaréttar fari einn með lýð-
veldisforsetavaldið i foríöllum
efla glans .og auka á hinn mikla
hans. Mundi þetta fyrirkomulag
sæmdarrétt, sem embætti for-
seta lýðveldisins felur í skauti
sínu.
Framhald af 4. síðu.
æva, sem sýndi velþóknun mátt-
arvaldanna á þeim. Sumir áttu að
vera kraftaskáld. Má minna á, að
Hallgrímur Pétursson á að hafa
kveðið tófu dauða. Þeir trúi því,
sem trúa vilja, en ég held að sú
tófa hafi verið orðin gömul og
feig, sem ekki þoldi orðagjálfur
karlsins.
Gaman hefði það verið að horfa
og á að hlýða, er Jakob séra tók:
sér fyrir hendur að ieiða séra
Hallgrim Pétursson fram úr móðis ,
aldanna, að hann hefði freistað
þess, að láta hann endursegja það
þrumlag, sem hann hellti út úr
sér yfir tófuna og.sem varð henni
að bana. . f. ■?
Allar ofheyrnir og ofsýnir feðra .
vorra og mæðra, jarðteikn og
stórmerki, munu haía verið nátt-
úrleg; er rétt var að gáð.
Opinberar eignir
Að lokum er vert að athuga, að
eignir Strandarkirkju eru eignir
opinberr.ar stofnunar, sem birta
á almenningi yfirlit yfir árlega.
Áður átti hún lönd og rekaítök og
vel má vera að hún eigi slíkt enn,
Samt mun nú meginhluti eigná
hennar vera peningar eða úti-
standandi skuldir.
Ekki getur það talist móðgandí
fyrir yfirstjórn kirkjunnar i land
inu, þótt þess væri af henni kraf-
izt, að birtir væru árlega reikning
ar yfir eignir og tekjur Strandar-
kirkju,- svo nákvæmir, að sjál
mætti i hvaða peningastofnum
eignir hennar eru ávaxtaðar. Ef
um útlán úr sjóði hennar er að
ræða, þá hverjum er lánað, hvaða
tryggingar eru fyrir lánunum og
hver er vaxtaburður af því fé
o. s. frv- X—Y
F y r ir li g gja n di
Ullargabardine
Taft Mórie
Rayon-kjólaefiat, margau:
gcrðir
Nylon-kjólatau
Fataefhi
Rayon-chcviot
Rayon-spun kjólaefni
Hverfilitar slæðúr
Herrabindi
Pilsstrengír
Hvítar blúndur
Hvít og svört ■ teygja' t f' 'cord)
Plastic-efni
Stimur og' IeggTriga.E
Varalitur — Naglaiakk —
Púðúr
Rakvélablöð
Greiður
Iiárkambar
'Kúlúpennar og fylhngz.r
Plastic fátáhengi
Blastíc sápuskálar
Hárspennur
Reykjarpípur
ISLEKZK-ERtEM
Garðastræfci .2'
Cigarettumunnstykkí
'Myndlasapa
Pottasleikjur
Tituprjónabox
Plastic-glös
Saumaskrin
Piasfic-boIIabakkar
T'emnisboltar
Hattaprjónar
Hárfílt
Sparibyssur
Eadmintonboltar
Vekjaraklukkur o. nsr. ftl.
0.
Rayon gabarðine m. Utir
N y ion -ka rlmannasky ptot
Nylonsokkar með svc'ítnm
taæi og blúnduhæi
Perlonsokkar
Gltrggatjaldaefni
Drengja-og herraprjónatoiimöi
Ray on - n áttk jóiar
Káputau o. m. fL.
HJF.
— S jjPM 5333