Mánudagsblaðið - 12.10.1953, Side 8
„ColIins“-parið dansar í Sjómannadagsráðskabarettinum.
Eabarett Sj óm«11111 a fla gsráðs
n.k. fiiintitixdag
Eftir nokkra daga gefst Reykvíkingum kostur á að
skemmta sér á mjög fjölbreyttri kabarettsýningu, sem efnt
er til af Sjómannadagsráði, en þetta er í 4. skiptið, sem það
ákveður að afla fjár til framkvæmda sinna með þessum
hætti. Enda þótt fyrri kabarettsýningarnar þrjár hafi verið
fjölsóttar, þá má þó ætla, að sú sem nú er fyrirhuguð, nái
mestum vinsældum, ekki sízt meðal ungu kynslóðarinnar,
því að mjög verður tJI hennar vandað. Fnimsýningin er á-
kveðin næstkomandi fimmtudagskvöld kl. 9 í Austurbæjar-
bíó.
Einar Jónsson, sem verið
hefur framkvæmdastjóri
kabarettsins að undanförnu.
og einnig undirbjó þessa
skemmtun, ræddi við blaða-
menn í gær og skýrði þeim
frá hvað í vændurn væri. Að
sögn hans hefur víða verið
farið til að sækja skemmti-
krafta, því að f jöllistamenn-
irnir eru frá sjö löndum.
Margir þeirra hafa verið kvik
myndaðir og komið fram í
sjónvarpi.
Frumsýningin verður kl. 9
n. k. fimmtudag í Austurbæj-
arbíó og úr því veroa tvær
sýningar á hverju kvöldi kl.
7 og 11 í næstu 10 daga, og
verða því engin tök á að láta
kabarettinn skemmta lengur
en þessa fáu daga.
Er það satt, að Magnus
dósent eigi að verða
sendiherra í Nigeríu?
Islenzkir skemmtikraftar
Auk hinna erlendu skemmti
krafta, munu íslenzkir
skemmtikraftar, sem þegar
eru kunnir og aðrir, er koma
fram í fyrsta sinn skemmta.
Fyrst ber að geta þess lista-
manns, er yngstur er í hópi
erlendu listamannanna, en
það er sjö ára gömul telpa,
sem heitir Gitte. Hún er eitt
af hinum svonefndu undra-
börnum og leikur á hið
skemmtilega hljóðfæri xylo-
phon. Hun hefur komið fram
á öllum helztu skemmtistöð-
um og sjónvarpiog vakið að-
dáun. Þá munu þrjár blómá-
rósir leika listir sínar á hjóla-
skautum. Þær heita 3
Dubowy’s.. Þýzkt skopdans-
par, „CoIIiiigs“, mun einnig
skemmta, en leikur þeirra er
í senn hið mesta undrunar- og
hlátursefni, svo að sá sem
næstur kemur til sögu má
hafa sig allan við að gera bet-
ur, en hann er oft nefndur
Chaplin Evrópu, heitir Spike
Adams, gamanleikari víð-
kunnur. Oswinos, enskir feðg-
ar gera hinar furðuleg-
ustu kúnstir og nota aðeins
fæturna, t. d. gerir faðirinn
allskonar listir með soninn
ýmist í loftinu eða á fótunum.
Zoros hnífakastarinn er upp-
haflega var amerískur kúreki,
)r
en liefUr nú lagt þá iðju á
hilluna og tekið að flakka um
heiminn með lagskonu sinni,
sem jafnan er svo nærri skot-
mörkúm hans, sem mest má
verða, án þess þó að tjóni
valdi. Á sýningunum mun
hann kasta að henni um 50
kastvopnum, svo sem hnífum,
Indíánaöxum og logandi sveðj
um. Sum atriðin mun hann
gera blindandi. — Þá
verða. Maxbræðurnir með, en
þeir eru kunnir flestum kvik-
mynda liúsanna hér. Þeir eru
leiknir af hinum frægu,
trúðum Lester.
Síðastur í hópi erlendu
skemmtikraftanna er sá er
Jonny heitir, venjulega nef nd-
ur kvikmyndaapinn Jonny.
Hámi hefur leikið í mörgum
kvikmyndum, og er nú á leið
til Bandar. Áður en hin eigin-
lega sýning hefst byrjar
Jonny á að setjast til borðs
og borðar hannaf mikilli
kurteisi ýmsa rétti og að því
loknu er honum fært kaffi og
vindlingur. Þegar hann hefur
borðað nægju sína og tóbakað
sig a ðvild, tekur hann þá til
við jafnvægisæfingar ýmsar,
brunar um á allskonar hjól-
um og leikur ýmsar aðrar list-
ir. Má telja víst, að börnum og
unglingum muni mikið þykja
til hans koma.
Elly Vilhjálmsdóttir, dæg-
urlagasöngkonan unga verður
í hópi innlendu skemmtikraft-
anna, en hún hefur sungið
með hljómsveit K.K. við sí-
vaxandi vinsældir. Einnig
verður hinn gamalkunni og
góði munnhörpu- og fleitu-
snillingur Ingþór Haraldsson,
sem gat sér mikið lof í síðasta
kabarett. — Baldur Georgs
verður kynnir og mun
eingöngu kynna með töf ra- og
sjónhverfingabrögðum, sem
eru alveg ný.
I hléinu mun verða sýning
á kjólum, er kjólaverzlunir
Bezt mun sýna.
Reynt verður að hafa for
sölu á aðgöngumiðum til ac
minnka biðraðirnar við Aust
urbæjarbíó, en þar verða að
göngumiðar seldir alla sýn
ihgardagana tíu frá kl. 1. Fo'
salan verður auglýst strax og
búið er að ákveðna nánar ur.
fyrirkomulag hennar .
á a$ íjera í kvöld
Samvinna NorSurlanda
Samvtnna Horöurlanda
um Grænland
Af hverju eiga Danir Græn-
land ? Vissulega hendingin
ein, sem því hefur ráðið, og
máske einnig það, að á þeim
tímum er Danir voru að melta
þetta mikla ejland, höfðu
stórveldin flest svo mikiö á
milli tannanna, að þau gátu
ekki meira gleypt. Og svo kom
annað tii greina, að til
skamms tíma þótti Grænland
Iítils virði, allra hluta vegna,
kalt og hráefnasnautt. Af
þessum ástæðum skiptí sér
enginn af Dönum og Græn-
landi. Nú er annað hljóð kom-
ið í strokkinn. Nýverið dvaldi
einn af merkustu blaðamönn-
um Dana, Ole Vinding ritstj.
um 6 mánaða skeið í þessu
svala landi, og hefur ýmislegt
að segja, bæði um stjórn Dana
á því, og svo hitt, að Banda-
ríkjamenn hafa notað tæki-
færið til rannsóknar á landinu
á stríðsárunum.
Grænland auðugast
— Grænland er eftir því
sem Vinding segir, vissu-
lega eitt auðugasta’ Iand
heimsins. Þar eru mikil fiski-
mið, að mestu órannsökuð, og
hráefnaauðlegð svo mikil að
segja má að heil f jöll séu dýr-
ir málmar. Kol eru þar mikil,
járn og stál, blý og marmari,
á borð við þann bezta ítalska.
Hvað sem þessu líður þá er
víst að Danir hafa hvorki rétt
né getu einir að nota sér slík-
ar auðlindir. Þeir hafa ekki
eiuu sinni rá.ð á því, að raim*
saka nema Jtá að litlu leyti
þetta auðuga land. Og því síð-
ur ráð á að stjórna því svo
nokkurt vit sé í.
Mjög ranglátt
Enda mjög ranglátt að lít-il
þjóð, sem í bökkum berst með
sína afkomu og sjálfstæði,
geti legið á slíkum auðlind-
um, og vitanlega stórhætta á
því að stórveldin einn góðan
veðurdag segi ósköp blátt á-
fram: Hingað og ekki lengra
vinir mínir Danir, í Grænlandi
eru hráefni, sem okkur ei'u
nauðsynleg, og nú ætlum við,
með ykkar góða leyfi, eða án
þess að nota okkur þetta eftir
vild.
Norðurlöndin eru liráefna-
snauð, og þurfa á ríkri ný-
lendu að halda. Norðurlönd-
in geta máske, ef þau leggja
saman, haft ráð á því að rann-
saka land þetta, og vinna þess
gæði. ísland er vitanlega lítið
og fátækt, en af vissum á-
stæðum höfum við í því sam-
bandi upp á það að bjóða, að
okkar hlutur yrði jafn hinna.
íslendingar hlutgengir —
Vatnsaflið
Eg býst við að á öðrum grund
tfelli yrðum við ekki gjald-
gengir í þeim leik. En þannig
er háttað málum að sögn kunn
ustu sérfræðinga á þessu
sviði í Evrópu, að mjög erfitt
verður að vinna hin græn-
lenzku hráefni án okkar hjálp
ar. Erfitt að flytja þau frá
Framh. á 6. síðu
KVIKMYNDAHIS:
Gamla bíó: Flekkaðar hen
ur. Kl. 5, 7 og 9.
Nýjabíó: Hjúskapur og he
þjónusta. KI. 5, 7 og 9.
Tjarnarbíó: Harðjaxlar. K
9. Sandhóla Pétur kl. 5. og r
Austurbæjarbíó: Vaxmynd
safnið. Kl. 5, 7 og 9.
Ilafnarbió: Olnbogabarni
KI. 9. Brennimarkið kl. 5 og ’
StjörnuMó: Maður í myrkr
Tripolibfó: Bwana Devil. K .
Kl. 5, 7og9. • —------y
Bæjarbíóhefur í kvöld sýningar á ítölsku myndinni „Síðastæ
stefnumótið“, sem var talin ein af 10 beztu myndunum, sem
sýndar voru í Evrópu á árinu 1952. — Alida Valli, sem leikur
aðalhlutverkið í myndinni, hlaut heimsfrægð fyrir leik sinn
í mýndinni „Þriðji maðm-inn“.
LEIKHÚS:
Þjóðleikhúsið. Koss í kaup-
bæti. Herdís Þorvaldsdóttir.
Kl. 20.00.