Morgunblaðið - 03.03.2005, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 3. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
J
ohn Sergeant var lengi
einn af þekktustu sjón-
varpsfréttamönnum í
Bretlandi en er nýverið
sestur í helgan stein.
Hann sendi í ársbyrjun frá sér
bók, Maggie: Her Fatal Legacy,
þar sem fjallað er um járnfrúna
svokölluðu, Margaret Thatcher, og
hvernig hún beitti áhrifum sínum
innan breska Íhaldsflokksins eftir
að hún hrökklaðist úr leiðtoga-
hlutverki sínu þar í nóvember
1990. Er það skoðun Sergeants að
afskipti Thatcher hafi haft hörmu-
legar afleiðingar fyrir flokkinn.
Sergeant
var hjá BBC
þegar það
gerðist að
þingflokkur
íhaldsmanna
veitti Thatch-
er náðarhöggið; Michael Heseltine
skoraði Thatcher á hólm í leiðtoga-
kjöri eftir umrótatíma, vinsældir
Thatchers innan flokks sem utan
höfðu dalað verulega og margir
íhaldsmenn óttuðust ósigur í
næstu þingkosningum.
Thatcher tókst ekki að tryggja
sér tilskilinn meirihluta í fyrstu
umferð leiðtogakjörsins en lýsti
því strax yfir – í frægu viðtali við
Sergeant á tröppum breska sendi-
ráðsins í París – að hún hygðist
halda áfram baráttunni í annarri
umferð kjörsins. Eftir liðskönnun
áttaði hún sig hins vegar á því að
hún gat ekki sigrað. Hún dró sig
því í hlé og beitti sér fyrir því að
John Major yrði arftaki hennar,
gat með engu móti hugsað sér að
Heseltine tæki við af henni.
Forsætisráðherratíð Majors var
hálfgerð þrautaganga – og oftar en
ekki var það sök Thatcher. Hún
var byrjuð að grafa undan honum
næstum strax eftir að hann tók við
forsætisráðherraembættinu, sem
Thatcher hafði gegnt 1979–1990;
voru það oftast Evrópumálin sem
urðu tilefni afskipta hennar.
Major átti skjótan frama sinn í
stjórnmálum Thatcher að þakka
en reyndist þegar til kom vera
járnfrúnni heldur tregur í taumi.
Thatcher hafði fyrir sitt leyti
lýst yfir að hún yrði ágætur „aft-
ursætisbílstjóri“; áttaði sig ekki á
því að Major kærði sig vitaskuld
ekkert um að hafa lík í lestinni.
Eins og Sergeant rekur í bók
sinni gat Thatcher einfaldlega ekki
sætt sig við að hafa orðið að víkja
úr forsætisráðherraembættinu,
hún fyrirgaf engum hlutaðeigandi
svikin og hvað varðaði þann mann,
sem settist í stól hennar, þá var
hann í reynd dæmdur til að eiga
erfiða tíð fyrir höndum. Notaði
Thatcher t.d. æviminningar sínar
til þess að senda Major tóninn,
ekki síst vegna Evrópustefnu sem
sumpartinn átti þó rætur að rekja
til ákvarðana sem teknar voru í
hennar forsætisráðherratíð og hún
bar því sem slík ábyrgð á.
Major vann góðan kosninga-
sigur í kosningum 1992 en Íhalds-
flokkurinn hefur í reynd verið í
frjálsu falli síðan þá (þar kann þó
loksins nú að vera að verða breyt-
ing á) og það er kenning Sergeants
að þar sé m.a. við Thatcher að sak-
ast. „Ójá, hún eyðilagði Íhalds-
flokkinn,“ hefur hann eftir Chris
Patten, fyrrverandi flokks-
formanni en Patten sat um tíma í
framkvæmdastjórn ESB.
Thatcher var nefnilega alls ekki
hætt; eftir kosningasigur Verka-
mannaflokksins 1997 og brotthvarf
Majors beitti hún áhrifum sínum í
þingflokki íhaldsmanna (sem voru
áfram umtalsverð) til að koma í
veg fyrir að Ken Clarke næði kjöri
sem leiðtogi flokksins.
Ekki reyndist William Hague
fær um að valda Tony Blair neina
skráveifu og hrökklaðist frá eftir
kosningaósigur íhaldsmanna 2001.
En þá tók ekki betra við; enn var
Ken Clarke hafnað, auk þess sem
Michael Portillo þótti nú ekki leng-
ur nógu handargenginn Thatcher,
hafði gerst félagslega sinnaður,
þannig að hann heltist úr lestinni
einnig. Í staðinn hlaut Iain Duncan
Smith kosningu.
Er rétt að rifja upp ummæli sem
Thatcher lét falla í bréfi til The
Daily Telegraph fyrir leiðtoga-
kjörið 2001. Þar skrifaði Thatcher
að Ken Clarke væri um margt
hæfur maður. „En ég velkist ekki í
neinum vafa um að Iain Duncan
Smith yrði mun betri leiðtogi. Ég
tel óhjákvæmilegt annað en að
Ken myndi leiða Íhaldsflokkinn til
algerrar glötunar.“
Duncan Smith sigraði örugglega
þegar til kom. Erfitt er að meta
áhrif Thatcher – Clarke var óneit-
anlega óvinsæll í sumum kreðsum
vegna skoðana sinna í Evrópu-
málum – en þau voru þó án nokk-
urs vafa umtalsverð, að mati
Sergeants. Fyrrgreind ummæli
hennar eru sannarlega athyglis-
verð í ljósi þess að Duncan Smith
reyndist ekki farsælli leiðtogi en
svo að honum var skipt út fyrir
Michael Howard tveimur árum
síðar; fékk ekki einu sinni tækifæri
til að veita flokknum forystu í þing-
skosningum, svo vonlaus leiðtogi
þótti hann. Bendir sú epísóda öll
sömul til þess að meginkenning
Sergeants sé rétt; nefnilega að aft-
ursætis-afskipti Thatchers eftir að
hún hætti sem forsætisráðherra
hafi sannarlega skaðað Íhalds-
flokkinn.
Það er gaman að velta þessari
sögu fyrir sér með hliðsjón af ís-
lenskum stjórnmálum. Til að
mynda sýnist manni að Stein-
grímur Hermannsson sé dæmi um
fyrrverandi forystumann í stjórn-
málaflokki sem oft hefur reynst
arftaka sínum erfiður ljár í þúfu.
Dæmin eru þó engan veginn sam-
bærileg, Steingrímur hvarf nefni-
lega úr embætti forsætisráðherra
eftir kosningar, 1991, en var ekki
felldur af stalli af eigin flokks-
mönnum og hann hætti síðan sem
formaður flokksins nokkru síðar,
að því er virtist sáttur við sitt. Ef
til vill er hliðstæðan meiri við hall-
arbyltinguna sem varð í Sjálfstæð-
isflokknum er Davíð Oddsson sigr-
aði sitjandi formann, Þorstein
Pálsson, í leiðtogakjöri 1991. Eftir
því sem næst verður komist bar
Þorsteinn hins vegar harm sinn í
hljóði, ólíkt Margaret Thatcher.
Arfleifð
Thatcher
Það er gaman að velta þessari sögu fyrir
sér með hliðsjón af íslenskum stjórn-
málum. Til að mynda sýnist manni að
Steingrímur Hermannsson sé dæmi um
fyrrverandi forystumann í stjórnmála-
flokki sem oft hefur reynst arftaka sínum
erfiður ljár í þúfu.
VIÐHORF
Eftir Davíð Loga
Sigurðsson
david@mbl.is
ÞORGERÐUR Katrín Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra
leggur áherslu á það í Morg-
unblaðinu 27. janúar sl., að með
fyrirhuguðum breytingum í skól-
um sé ekki um gagngera breyt-
ingu að ræða. – En við skulum
huga hér að því sem
stendur skýrt í
skýrslu ráðuneyt-
isins, Breyttri náms-
skipan.
Hugum fyrst að
nemendum. Í skýrsl-
unni kemur víða
fram, að kröfur til
nemenda í stúdents-
námi verða mjög
hertar. Hætt er við,
að lítill tími verði eft-
ir fyrir nemendur til
þess að sinna fé-
lagslífi eftir þessar
breytingar. – Ég tók á sínum tíma
töluverðan þátt í félagslífi, var í
ýmsum stjórnum og tók m.a. þátt
í sýningu Útilegumannanna.
Margt, sem ég lærði þar, hefur
reynst mjög gagnlegt í kennslu
minni og samskiptum við annað
fólk, og ljúfar minningar frá þess-
um tíma veita birtu og yl, er aldur
færist yfir. – Félagslíf ungmenna
getur haft mikið þroskagildi, þótt
hóf sé best í hverjum leik.
Vinna með námi er litin horn-
auga í Breyttri námsskipan (32.
bls). Þessi vinna hefur þó stundum
gert efnalitlum nemendum kleift
að stunda nám. Stúlkur vinna
frekar með námi en piltar. E.t.v.
fá þær lakari laun á sumrin, og
kannski er það „dýrara“ að vera
snyrtileg og snotur stúlka en
venjulegur piltur. En kannski
skiptir jafnrétti til náms ekki
lengur máli.
Hugum þá að kennurunum.
Samkvæmt Breyttri námsskipan
falla niður á framhaldsskólastigi
alls 2460 kennslustundir á viku í
íslensku, ensku, dönsku, nátt-
úruvísindum, þriðja máli og íþrótt-
um, miðað við skólaárið 2003–2004
(55. bls). Stöðugildum fækkar um
148, mest í íslensku og nátt-
úrufræði, en einnig mjög í stærð-
fræði, einstökum tungumálum,
íþróttum og ýmsum öðrum grein-
um (45. bls.). – Í skýrslunni segir
m.a: „Ekki er hægt að segja fyrir
um hve margir munu missa vinnu
sína.“ – Og síðar segir: „Ljóst er
að óvissa og öryggisleysi sem
þessu fylgir hefur neikvæð áhrif á
starfsanda í skólunum“ (49. bls.). –
„Áhrif á starfsmannahald verður
[svo!] mest í stórum bekkj-
arskólum“ (45.bls.). Og einnig seg-
ir: „Óljós vitneskja um afleiðingar
fyrirhugaðra breyt-
inga fyrir starfsmenn
getur haft slæm áhrif
á starf og starfs-
ánægju allra sem í
skólunum starfa“ (16.
bls.). Skýr eru þessi
orð, þetta liggur hér
ljóst fyrir. – En
kannski eru upp-
sagnir, óvissa um það,
hve margir missa
vinnuna, öryggisleysi
og neikvæð áhrif á
starfsanda og starfs-
ánægju allra í skól-
unum ekki merkilegar breytingar.
–
Kennarafélög í öllum stærstu
framhaldsskólunum hafa sent frá
sér harðorð mótmæli gegn stytt-
ingunni. Ólíklegt er og, að kenn-
arar vilji almennt stuðla að breyt-
ingum, þar sem þeir sjálfir eða
félagar þeirra missa atvinnuna.
Sagt er, að með breytingunum
sé einfaldlega verið að nýta þann
sveigjanleika, sem fyrir sé í skóla-
kerfinu, sbr. Morgunblaðið, 27.
jan. sl. – Í þeirri menntastefnu,
sem hefur verið í gildi, sbr. ritið
„Enn betri skóli“, 10. og 11. bls.
og víðar, er lögð mikil áhersla á
sveigjanleika í skólakerfinu. En
þar er jafnan miðað við nemendur
og þarfir þeirra. Vilji ungmenni
ljúka námi í framhaldsskóla á
þremur – eða jafnvel tveimur ár-
um, er þess kostur í núverandi
skipan. Þau geta einfaldlega nýtt
sér sveigjanleikann eftir eigin
vilja og getu. – En nú er hugtakið
„sveigjanleiki“ sveigt að stefnu og
þörfum ráðuneytisins. Þetta er
ekki skynsamleg stefna. Sveigj-
anleikinn á að miðast við nem-
endur og þarfir þeirra.
Því er jafnvel haldið fram, að
brottfall nemenda úr skólum yrði
eftir breytinguna minna en áður.
Þetta á að gera með miklu meiri
kröfum til nemenda, sem nú eiga
að læra og þroskast mun hraðar
og á skemmri tíma! Og hvergi skal
slakað á kröfum. Árangur á að
vera jafn góður eftir breytinguna,
ef ekki betri! Og þetta er talið
leiða til minna brottfalls!
Ein röksemdin fyrir styttingu –
eða skerðingu – í framhalds-
skólum en ekki í grunnskólum er
sú, að ekki sé ákjósanlegt að
missa ungmenni á landsbyggðinni
yngri en nú er í framhaldsnám
fjarri sinni heimabyggð. – Ekki
skal hér gert lítið úr vanda fólks í
dreifbýlinu, og huga þarf vel að
þessu. – En hversu margir eru
þessir nemendur? Þarf ekki að
huga hér að málum í heild og
þeirri þróun, sem orðið hefur í
þessum efnum? – En ástæðan fyr-
ir ákvörðun um styttingu eða
skerðingu í framhaldsskólum er
líklega önnur en þessi, og verður
að því vikið síðar.
Sagt er, að með tilfærslu ein-
inga frá framhaldsskólum niður í
grunnskóla verði nám til stúdents-
prófs aðeins stytt um átta ein-
ingar. – En hér er nauðsynlegt að
huga að fleiru en „einingum“.
Miklu máli skiptir, að nemend-
urnir fái vel menntaða kennara í
þessum greinum. Einnig þarf að
íhuga þroska og námsskilning
nemenda. Það dugir ekki að flytja
til „einingar“ eins og dauða hluti.
Á þessum árum verða miklar
breytingar á nemendum, að því er
varðar þroska og skilning. Því
skiptir aldur þeirra hér miklu
máli. Að þessu verður að huga vel.
Ljóst er, að umfangsmiklar
breytingar eru að líkindum fram
undan í skólum landsins. Þær
verða ekki til góðs, að minni
hyggju, þær verða skaðlegar. Um
þetta verður fjallað í næstu grein.
Gagngerar breytingar
í framhaldsskólum
Ólafur Oddsson
fjallar um nám ’Á þessum árum verðamiklar breytingar á
nemendum, að því er
varðar þroska og skiln-
ing. Því skiptir aldur
þeirra hér miklu máli.
Að þessu verður að
huga vel.‘
Ólafur Oddsson
Höfundur er kennari og
íslenskufræðingur.
ÍBÚASAMTÖKIN „Frelsi reyk-
ingamannsins“ voru stofnuð í Kali-
forníu árið 1996. Þau mótmæltu
banni við reykingum
á veitinga- og
skemmtistöðum í
Kaliforníu. Samtökin
héldu því einnig fram
að viðskiptin myndu
dragast saman og að
eigendur veitingahúsa
ættu sjálfir að fá að
ráða því hvort yrði
reykt á stöðunum.
Fyrir liðlega tveimur
árum upplýstu for-
sprakkar íbúasamtak-
ana að tóbaksiðnaður-
inn hefði greitt þeim
fyrir að stofna sam-
tökin, stjórnað aðgerðum þeirra
að öllu leyti og greitt fólki fyrir að
ganga í samtökin.
Á því ári sem íbúasamtökin
„Frelsi reykingamannsins“ fengu
sínu framgengt (að bannið við
reykingum var tímabundið dregið
til baka) létust um 400.000 manns
af völdum ÓBEINNA REYK-
INGA í heiminum (skv. upplýs-
ingum Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar).
Tóbaksfyrirtækin eru eins
kakkalakkarnir. Þau vinna í skjóli
myrkurs, greiða sumum stjórn-
málamönnum fyrir að
hafa „réttar“ skoð-
anir, stýra aðgerðum
gegn tóbaksvörnum,
greiða fjölmiðla-
mönnum fyrir að
fjalla opinberlega um
ótrúverðugleika
rannsókna sem sýna
skaðsemi reykinga og
óbeinna reykinga,
kaupa vísindamenn
til að gera rann-
sóknir og fá nið-
urstöður sem hæfa
málflutningi tóbaks-
fyrirtækia og svo
mætti lengi telja. Er allt til sölu
ef rétt fjármagn býðst?
Það væri hreinn kjánaskapur
að halda því fram að tóbaksris-
arnir teygðu ekki anga sína til Ís-
lands. Á næstu vikum mun nokk-
urs konar DEJA VU eiga sér stað
hér á landi í ljósi frumvarps til
laga um að banna loksins reyk-
ingar á ÖLLUM opinberum stöð-
um. Líklega munu 5-10 ein-
staklingar rísa upp á
afturfæturna og gera allt sem í
þeirra valdi stendur til að slá ryki
í augu almennings og alþing-
ismenn með orðin forræðishyggja,
frelsissvipting og ofbeldi að leið-
arljósi. Á sama tíma munu um
240.000 Íslendingar, sem vilja
eiga þess kost að njóta veitinga á
kaffi- og veitingahúsum, ekki
segja orð. Því miður. Vel skipu-
lagður minnihluti mun hlaupa
hringi í kringum illa skipulagðan
meirihluta. Samt spyr enginn
hversu margir látast af völdum
óbeinna reykinga. Það er víst
feiminsmál! Það er ábyrgðarleysi
að sitja aðgerðarlaus.
Að selja sig
Þorgrímur Þráinsson
fjallar um íbúasamtökin
Frelsi reykingamannsins ’Vel skipulagður minni-hluti mun hlaupa hringi
í kringum illa skipulagð-
an meirihluta.‘
Þorgrímur
Þráinsson
Höfundur er fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Tóbaksvarnanefndar.