Morgunblaðið - 11.03.2005, Page 1
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
KR VANN ÓVÆNTAN SIGUR Í HÓLMINUM /C3
MAGNÚS Gunnarsson, leikmaður Keflavík-
ur,var ekki árennilegur að sjá eftir leikinn
gegn Grindavík í gær í 8-liða úrslitum úrvals-
deildarinnar í kröfuknattleik. Hann fékk mikið
högg á nefið undir lok leiksins og fór alblóð-
ugur af velli og er líklega nefbrotinn. Ekki var
ljóst í gærkvöldi hve alvarleg meiðsli hans eru
eða hvort hann verði meira með Keflavík í þess-
ari rimmu gegn Grindavík. Magnús lenti í sam-
stuði við Terrel Taylor miðherja Grindavíkur
sem er rúmlega 120 kg að þyngd. Taylor slapp
með skrekkinn fyrr í leiknum er hann „dans-
aði“ á bringu og kvið Jóns N. Hafsteinssonar
framherja Keflavíkur. Var dæmt ásetningsvíti
á Taylor en hann hefði með réttu átt að fá
brottrekstur enda var brotið fólskulegt.
Magnús nef-
brotnaði og
framhaldið óvíst
JOSE Mourinho, knattspyrnu-
stjóri Chelsea, hefur verið sekt-
aður um 5.000 pund, jafnvirði um
570.000 króna, af enska knatt-
spyrnusambandinu fyrir að segja
að Sir Alex Ferguson, starfs-
bróðir hans hjá Manchester Unit-
ed, reyndi að hafa áhrif á dómara
með því að ræða við hann í hálf-
leik í viðureign Chelsea og Man-
chester United í deildabikarnum
fyrr í vetur.
Mourinho lét ummælin falla í
sjónvarpsviðtali eftir fyrri leik
liðanna 12. janúar. Sagði hann að
áherslur Neale Barry dómara
hefðu verið allt aðrar í fyrri hálf-
leik en í þeim síðari eftir að
Ferguson hafði spjallað við Barry
á leið þeirra af leikvelli að lokn-
um fyrri hálfleik. Mourinho gat
ekki fært rök fyrir máli sínu þeg-
ar á hólminn var komið hjá dóm-
stóli enska knattspyrnu-
sambandsins. Auk sektarinnar
var Mourinho aðvaraður fyrir að
tala ógætilega að mati enska
knattspyrnusambandsins í fram-
haldi af öðrum leikjum. Var óskað
eftir að hann gætti betur að fram-
komu sinni og orðum á meðan á
kappleikjum stendur og eins eftir
að þeim lýkur.
Mourinho
sektaður í
Englandi
LÖGREGLA í Þýskalandi hefur
handtekið knattspyrnudómara,
sem talinn er hafa haft áhrif á úr-
slit þriggja knattspyrnuleikja
sem hann dæmdi. Er dómarinn,
sem heitir Dominik Marks, grun-
aður um fjársvik, samsæri og pen-
ingaþvætti.
Marks, sem handtekinn var í
Berlín í gærmorgun, er annar
dómarinn, sem handtekinn er
vegna málsins. Dómarinn Robert
Hoyzer var hálfan mánuð í gæslu-
varðhaldi áður en honum var
sleppt 25. febrúar. Hann viður-
kenndi að hafa haft áhrif á úrslit
knattspyrnuleikja gegn greiðslu.
Verið er að rannsaka gerðir 25
manna, þar af 14 leikmanna, sem
taldir eru hafa haft áhrif á úrslit í
það minnsta 10 knattspyrnu-
leikja, flestra í neðri deildum
þýsku knattspyrnunnar. Einnig
hafa þrír króatískir bræður verið
handteknir, grunaðir um að hafa
skipulagt svikin.
Þýskur
dómari
handtekinn
Wenger varðist allra frétta ogsegir að ekki sé rétt að gagn-
rýna leikmenn liðsins þrátt fyrir að
félagið hafi fallið út úr Meistara-
deildinni, og Frakkinn er bjartsýnn
á að félagið verði enskur bikar-
meistari og geti haldið í við Chelsea
í ensku úrvalsdeildinni allt þar til á
lokakafla mótsins.
Arsenal mætir Bolton á útivelli í
átta liða úrslitum ensku bikar-
keppninnar um helgina. En Arsenal
hefur ekki gengið vel í heimsóknum
sínum til Bolton á undanförnum
misserum.
„Auðvitað eru mikil vonbrigði að
eiga ekki möguleika á að sigra í
Meistaradeildinni en við höfum ekki
gefið upp alla von að verja titilinn í
ensku úrvalsdeildinni. Við tökumst
á við næsta verkefni með sama hug-
arfari og áður þrátt fyrir að vera úr
leik í Meistaradeildinni, það er ekki
ástæða til þess að vera svekkja sig
yfir því sem gerst hefur,“ sagði
Wenger.
„Við höfum notað marga unga
leikmenn í vetur þar sem leikmenn
hafa átt við meiðsli að stríða. En
það sem strákarnir hafa gert í vetur
er kraftaverki líkast, þeir hafa stað-
ið sig gríðarlega vel. En ég verð að
taka ábyrgð á gengi liðsins og ég
gagnrýni störf mín alla daga. En við
erum ekki nógu góðir til þess að
vera Evrópumeistarar, staðreynd-
irnar tala sínu máli,“ sagði Wenger.
Arsene Wenger
hrósar ungviðinu
ENSKA knattspyrnuliðið Arsenal féll úr keppni í Meistaradeild
Evrópu í gær þrátt fyrir 1:0 sigur gegn Bayern München en enskir
fjölmiðlar ganga nú hart að Arsene Wenger, knattspyrnustjóra
liðsins, og telja að hann þurfi að byggja upp nýtt lið þar sem félag-
inu hafi ekki tekist að ná langt í Meistaradeild Evrópu á und-
anförnum misserum.
ÍSLANDSMEISTARAR Stjörn-
unnar komust í gærkvöld í úrslit
á Íslandsmótinu í blaki karla þeg-
ar þeir lögðu ÍS, 3:0, í öðrum
undanúrslitaleik liðanna sem
fram fór í Hagaskóla þar sem
ofangreind mynd var tekin á
meðan leiknum stóð. Úrslit í ein-
stökum hrinum voru; 25:19, 25:15
og 25:21.
Það kemur ekki í ljós fyrr en í
fyrsta lagi á laugardag hvort
Stjarnan leikur við HK eða Þrótt
Reykjavík í úrslitum en þá eigast
þau lið við öðru sinni. HK vann
fyrsta leikinn í gær, 3:0 en hann
fór einnig fram í Hagaskóla.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stjarnan
leikur til
úrslita
2005 FÖSTUDAGUR 11. MARS BLAÐ C