Morgunblaðið - 30.03.2005, Page 3

Morgunblaðið - 30.03.2005, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 C 3 JÜRGEN Klinsmann, landsliðs- þjálfari Þýskalands, er staðráðinn að búa lið sitt sem best undir heimsmeistarakeppnina sem verð- ur í Þýskalandi sumarið 2004. Þjóð- verjar léku gegn Slóvenum í Celje sl. laugardag, en síðan verður dag- skrá liðsins þétt. 31. maí leikur þýska landsliðið gegn Bayern München á Ólympíuleikvanginum í München. Þýska liðið leikur gegn Norður-Írum í Belfast 4. júní og gegn Rússum í Mönchengladbach 8. júní. Síðan koma leikur gegn Ástralíu, Túnis og Argentínu í riðlakeppninni í Álfukeppninni, sem fer fram í Þýskalandi 15. til 29. júní. Þjóðverjar leika síðan á útivelli gegn Slóvakíu 3. september og gegn Suður-Afríku heima 7. sept- ember. Leikið verður gegn Tyrk- landi í Istanbúl 8. október og gegn Kínverjum í Hamborg 12. október. Þá verða Frakkar heimsóttir 12. nóvember. Á næsta ári verður byrjað að leika gegn Ítölum á Ítalíu 1. mars og síðan gegn Bandaríkjamönnum í Þýskalandi 22. mars. Þjóðverjar ætla sér síðan að leika þrjá aðra leiki stuttu fyrir HM, sem hefst í Þýskalandi 9. júní og stend- ur til 9. júlí. Búið er að dagsetja leikina, sem verða 27. og 31. maí og 3. júní. Það væri ekki vitlaust hjá Knattspyrnusambandi Íslands að leggja inn pöntun – bjóðast til að verða mótherjar Þjóðverja í einum af þessum þremur landsleikjum. Öflugur undirbúningur Þjóðverja fyrir HM ALAN Shearer, fyrrum mið- herji enska landsliðsins og nú leikmaður Newcastle, segir að Michael Owen hafi alla burði til að velta Sir Bobby Charlton af toppnum sem markahæsta leikmanni enska landsliðsins frá upphafi. Takist Owen að skora gegn Aserbaídsjan í kvöld kemst hann upp að hlið Shearers í fjórða sæti yfir markahæstu menn með 30 mörk. Bobby Charlton er markahæstur með 49 mörk, Gary Lineker kemur næstur með 48 og Jimmy Greaves er í þriðja sæti með 44 mörk. ,,Owen er bara 25 ára svo ég spái því að hann nái markamet- inu, svo framarlega sem hann sleppur við alvarleg meiðsli,“ segir Shearer. Owen verður í fremstu víg- línu Englendinga gegn Aserba- ídsjan á St. James í kvöld en Sven Göran Eriksson lands- liðseinvaldur tilkynnti í gær að hann ætlaði að tefla fram sama byrjunarliðið og vann stórsigur á N-Írum um síðustu helgi. Owen slær markametið FÓLK  VEIGAR Páll Gunnarsson skoraði þriðja mark norska liðsins Stabæk sem sigraði 2. deildar liðið Bærum, 3:1, í æfingaleik í gær. Veigar kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og innsiglaði sigur sinna manna.  REYNI úr Sandgerði hefur verið úrskurðaður 3:0 sigur gegn Núma í B-deild deildabikars KSÍ. Númi tefldi fram ólöglegum leikmanni, Hafsteini Hafsteinssyni úr Stjörn- unni. Reynismenn unnu leikinn, 3:2, svo það er aðeins markatalan sem breytist hjá liðunum. Í deildabikarn- um þarf ekki að kæra lið fyrir ólög- lega leikmenn, leikirnir eru sjálf- krafa tapaðir, 0:3, eftir að skrifstofa KSÍ hefur staðfest að viðkomandi leikmaður hafi ekki verið hlutgeng- ur.  RAMUNE Pekerskyte, litháíska stórskyttan í liði Hauka, hefur gert nýjan tveggja ára samning við Hafn- arfjarðarliðið sem gildir til sumars- ins 2007.  DANIR lögðu Þjóðverja, 25:24, í vináttuleik í handknattleik karla í Flensburg í gærkvöldi. Þetta var fyrsti leikur Dana undir stjórn Ulrik Wilbek. Lars Rasmusson og Lars Christiansen voru markahæstir í liði Dana með 5 mörk hvor en hjá Þjóð- verjum var Michael Kraus atkvæða- mestur með 7 mörk.  CHRISTIAN Zeitz tryggði Kiel sigurinn á Hamburg í þýsku 1. deild- inni í handknattleik í gærkvöldi. Kiel hafði betur á útivelli, 25:24, og skor- aði Zeitz sigurmarkið á lokasekúnd- um leiksins. Johan Pettersson skor- aði 8 mörk fyrir Kiel en hjá Hamburg var spænski landsliðs- maðurinn Jon Belaustegui með 7 mörk.  ENGLENDINGAR tefla fram sama byrjunarliði í leiknum gegn Aserbaídsjan á St. James Park í kvöld og lagði N-Íra, 4:0, á Old Traf- ford um síðustu helgi. Fyrirliðinn David Beckham og Steven Gerrard hafa báðir náð sér af minni háttar meiðslum og sagði Sven Göran Er- iksson, landsliðsþjálfari Englend- inga, við fréttamenn í gær að engin ástæða væri til þess að gera breyt- ingar á liði sínu.  SPÆNSKA dagblaðið Marca greinir frá því að Barcelona hafi mikinn hug á að fá enska landsliðs- markvörðinn Paul Robinson frá Tottenham til liðs við sig og verða Victor Valdes til trausts og halds.  IKER Casillas, markvörður Real Madrid og spænska landsliðsins, hefur ekki áhuga á að ganga til liðs við Manchester United að sögn um- boðsmanns leikmannsins. Forráða- menn United hafa borið víurnar í Casillas og vilja fá hann í staðinn fyrir Roy Carroll en Casillas hefur ekki áhuga á að yfirgefa Real Madrid og vill framlengja samning- inn sem á að renna út á næsta ári. SIR Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man- chester United, spáir því að Roy Keane, fyrirliði liðsins, eigi framtíð fyrir sér sem knattspyrnu- stjóri á Old Trafford. Ferguson segir að tími Keane sé ekki kominn, hann spáir því að aðstoð- armaður hans Carlos Queiroz, sem var þjálfari Real Madrid sl. keppn- istímabil, taki við þegar hann hættir. „Ég sé Keane hér sem knattspyrnustjóra – hann er greindur og ákveðinn. Það eru kostir sem allir knatt- spyrnustjórar þurfa að bera. Það má segja að hann sé með knattspyrnustjórahæfileika í blóð- inu,“ sagði Ferguson. Þess má geta að orðrómur um að Martin O’Neill, knattspyrnustjóri Celtic, taki við Man- chester United fljótlega hefur verið að magnast síðustu daga. Ferguson veðjar á Roy Keane Roy Keane i að komast yfir miðju áður en var að rífa af þeim boltann a tapaði ÍR boltanum 29 sinnum knum. Þessi baráttuhugur náði nig að kæfa baráttuþrek ÍR-inga áttu í vandræðum með að ein- a sér að leiknum. Á stuttum a skoruðu Keflvíkingar 25 stig á i einu og staðan í hálfleik var 4 fyrir Keflavík. Síðari hálfleik- varð því aldrei skemmtilegur. ngar mega eiga að þeir reyndu að saxa á forskotið og Keflvík- ar létu sér nægja að halda for- tinu. Minnstur varð munurinn tig en það var aldrei hætta á að irnir sofnuðu algerlega á verð- m. egja má að ÍR-ingar hafi aldrei brotnað en þeir bognuðu mjög og náðu aldrei að rétta úr sér. Framan af sást lítið af Grant Davis, sem hefur átt mjög góðan vetur og hann hitti körfuna í annað sinn þegar nokkrar mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta en tók engu að síð- ur 12 fráköst. Theo Dixon var meira með boltann, tók 11 fráköst og var stigahæstur en lét hirða boltann 12 sinnum af sér. Ómar mátti sín einn- ig lítils undir körfunni og lenti fljót- lega í villuvandræðum. Stundum hefur ÍR getað stólað á nokkur stig úr þriggja stiga skotum en nú röt- uðu aðeins tvö af 21 í körfuna. Aðra sögu er að segja af Keflvík- ingum. Það var næstum sama hver var inni á, baráttan var alltaf á hreinu og allir tólf leikmennirnir sem voru á leikskýrslu skoruðu stig. Nick Bradford þurfti ekki að eiga stórleik en tók þó 9 fráköst. Jón Nordal tók 10 fráköst, þar af 9 undir körfu ÍR og það taldi drjúgt. Magnús Gunnarsson skoraði úr 4 af 8 þriggja stiga skotum sínum og Gunnar Stefánsson úr þremur af 6 en alls skoraði liðið úr 10 af 29 slík- um og varði 12 skot. „Við ætluðum að koma grimmir til leiks og gera út um þetta í dag,“ sagði baráttu- jaxlinn Sverrir eftir leikinn. „Við mættum vel stemmdir til leiks og stemningin var líka frábær á pöll- unum svo að okkur tókst að gera út um leikinn í fyrri hálfleik. Við pressum stóran hluta í öllum leikj- um okkar og stefnan er að láta mót- herja okkar lenda í erfiðleikum með að komast upp völlinn með boltann og það gekk mjög vel upp enda vor- um við allir mjög einbeittir allan leikinn. Það er oft hætta á að slaka á með góða forystu eftir fyrri hálfleik og missa þannig niður forskotið en við náðum að halda þessu góða forskoti allan leikinn. Að vísu datt þetta að- eins niður hjá okkur í lokin en það skipti ekki öllu,“ bætti Sverrir við og sagði ekki bara góða breidd í lið- inu. „Það skiptir miklu máli að geta skipt mikið inn á en við erum með stóran hóp af góðum leikmönnum og ef við mætum allir tilbúnir til leiks er gríðarlega erfitt að eiga við okkur.“ Morgunblaðið/Einar Falur n skorar tvö af 20 stigum sínum í Seljaskóla í gær án þess að laugur Erlendsson og Eiríkur Önundarson komi vörnum við. eflavík kaf- di ÍR fyrir hlé rum leikhluta náðu Keflvík- á á skömmum tíma tæplega n var auðveldur. Breiðhylt- r fengju að vinna upp þetta Keflavíkur þeim það ekki, nn og unnu, 97:72, þegar í gærkvöldi. Þar með vann st í úrslit, 3:1, og mætir þar ADRIAN Boothroyd var í gær ráðinn knatt- spyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Watford, sem Heiðar Helguson og Brynjar Björn Gunn- arsson leika með. Hann kemur í staðinn fyrir Ray Lewington sem var sagt upp störfum í síð- ustu viku. Ráðning Boothroyds kom talsvert á óvart en hann hætti sem leikmaður vegna meiðsla, 26 ára að aldri, og hefur enga reynslu sem knatt- spyrnustjóri. Hann er nú 34 ára og hefur starf- að sem þjálfari hjá Leeds frá síðasta sumri en þar á undan þjálfaði hann unglingalið hjá WBA, Norwich og Peterborough. Forráðamenn Wat- ford segjast hinsvegar hafa ákveðið að ráða ungan og ferskan mann til starfa og telja Boothroyd einn þann efnilegasta á þessu sviði í Englandi. Keith Burkinshaw, fyrrum knattspyrnustjóri Tottenham, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Boothroyds en hann hefur verið í fríi frá knatt- spyrnunni um árabil. Heiðar og Brynjar Björn fá óreyndan knattspyrnustjóra FRANK Rijkaard, þjálf- ari Barcelona, segir að það sé eðlilegt að Jose Mourinho, knattspyrnu- stjóra Chelsea, verði refsað en ekki liðinu, fyr- ir framkomu hans eftir fyrri leik liðanna í Meist- aradeild Evrópu. Mour- inho varð uppvís að lyg- um er hann sagði að Rijkaard hefði farið inn í búningsklefa dómarans Anders Frisk í leikhléi til að ræða við hann. Í kjöl- farið fékk Frisk morð- hótanir frá stuðningsmönnum Chelsea og ákvað síðan að hætta að dæma. „Það sem Mourinho gerði er mjög alvarlegt og það verður að refsa honum. Það gengur ekki að menn gangi um ljúgandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann verður uppvís að lyg- um,“ sagði Rijkaard. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, tekur málið fyrir fimmtudaginn 31. mars og er reikn- að með að Mourinho fari í minnst tveggja leikja bann. Mourinho hefur áður verið settur í bann hjá UEFA. Hann fékk eins leiks bann fyrir að ráð- ast að Lucas Castroman, leikmanni Lazio, þeg- ar hann var að taka innkast í leik gegn Porto í UEFA-keppninni 2003. Mourinho var þá einnig sektaður um 127 þúsund krónur. Rijkaard vill að Mourinho verði refsað fyrir lygar Jose Mourinho KNATT- SPYRNA ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.