Morgunblaðið - 11.04.2005, Side 2

Morgunblaðið - 11.04.2005, Side 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Íþróttir Morgunblaðsins Kringlunni 1 , 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins Þ egar flautað var til leiks- loka í viðureign Víkings og FH í Víkinni á föstudaginn fyrir rúmri viku var um leið flautað til loka á löngum og góðum ferli Bjarka Sigurðssonar. Eftir 20 ár í meistaraflokki þótti honum vera nóg komið og í raun stóð tæpt að hann gæti tekið þátt í fyrrgreindum leik því rúmum hálf- um mánuði áður lá Bjarki inni á sjúkrahúsi vegna sýkingar í báðum hnjám. Hnémeiðsli hafa löngum sett strik í reikninginn hjá honum en Bjarki hefur aldrei gefist upp heldur haldið áfram og lagt sig full- komlega fram hverju sinni hjá Vík- ingi, Drammen í Noregi, hjá Aftur- eldingu eða með íslenska lands- liðinu. Það kemur e.t.v. á óvart en Bjarki fór ekki að stunda æfingar hjá Víkingi fyrr en hann var á þrettánda ári og þá knattspyrnu. „Það má segja að ég hafi æft frem- ur slitrótt á þeim tíma. Áhuginn var ekki mikill. Þá var handboltinn ekk- ert kominn til sögunnar hjá mér en skólafélagar mínir æfðu flestir bæði handbolta og fótbolta. Þegar ég var á sextánda ári dró einn þeirra mig með sér á handboltaæfingu. Eftir það varð ekki aftur snúið. Síðan hefur handknattleikur átt hug minn allan. Markmið mín voru snemma mjög skýr; mig langaði til að verða bestur og ég hét sjálfum mér því að ég skyldi aldrei tapa. Mikið kapp hljóp í mig á þessu tíma og segja má að sigurviljinn hafi fleytt mér áfram á mínum ferli ásamt þeim gleðistundum sem fylgt hafa með. Handknattleikurinn hefur gefið mér margt, ekki síst mjög stóran hóp góðra vina, og þeim er ég ekki tilbúinn að skipta á og einhverju öðru,“ segir Bjarki og leggur áherslu á orð sín. Bjarki hóf æfingar hjá Víkingi þegar félagið var afar sigursælt á fyrri hluta níunda áratugs síðustu aldar. Hann minnist kappa á borð við Pál Björgvinsson, Árna Ind- riðason, Steinar Birgisson, Guð- mund Guðmundsson, Kristján Sig- mundsson og Karl Þráinsson, sem reyndar er aðeins tveimur árum eldri en Bjarki en kom snemma inn í meistaraflokk. „Viggó Sigurðsson og Þorbergur Aðalsteinsson voru farnir til erlendra félaga þegar ég fékk smjörþefinn af meistaraflokki. Vitaskuld hafði það mikil áhrif á mig að koma inn í þennan metn- aðarfulla hóp frábærra leikmanna. Félagsskapurinn hvatti mann enn frekar til dáða,“ segir Bjarki sem snemma komst í meistaraflokk Vík- ings, en þó ekki „nógu“ snemma til þess að æfa undir stjórn Pólverjars Bogdans Kowalzcyk, sem eftir afar sigursæl ár hætti þjálfun Víkings vorið 1983 og tók við íslenska lands- liðinu. Bjarki segist hafa kynnst Bogdan síðar og það hafi verið al- veg nóg. Leist ekki á blikuna hjá Bogdan „Ég man að Bogdan reyndi að fá mig á æfingar þegar ég var 16 eða 17 ára en mér leist ekki á blikuna, fannst æfingarnar erfiðar og snéri við. Síðar kynntist ég honum hjá landsliðinu og gekk þá í gegnum mestu þrekraunir sem ég hef nokk- urn tímann kynnst. Þá fékk ég að æfa meira en nóg, til dæmis sum- arið 1988 fyrir Ólympíuleikana í Seoul. Á þeim tíma gengu landsliðs- menn í gegnum slíka þrekraun að ég efa að nokkur maður léti bjóða sér það í dag. Æft var ellefu sinnum í viku og hver æfing tók tvo tíma, megnið af tímanum komum við ekki nærri bolta. Það segir sennilega meira en mörg orð hvernig æfingar voru,“ segir Bjarki sem var síðan svo heppinn að vera í íslenska landsliðinu sem keppti í Seoul, en sumir þeirra sem lögðu á sig erfiðið þetta sumar voru ekki eins heppnir, voru skildir eftir heima þegar Bogdan valdi 15 manna hópinn sem hann tefldi fram á leikunum. Ein mestu vonbrigði ferilsins Fjórum árum síðar var Bjarki ekki eins heppinn. Þremur vikum fyrir Ólympíuleikana varð hann fyr- ir alvarlegustu meiðslunum á ferli sínum. „Þá meiddist ég illa í æf- ingaleik gegn Spánverjum í Atlet- ico Madrid-íþróttahöllinni, sleit allt sem hægt var að slíta í hægra hnénu. Mér var sagt að ég myndi aldrei hlaupa framar, en Brynjólfur Jónsson læknir var ekki á saman máli og hann gerði kraftaverk á hnénu. Þá hjálpaði eflaust einnig til að ég neitaði að gefast upp, hlustaði ekki á úrtöluraddirnar sem afskrif- uðu mig. Mér fannst ég alltof ungur til þess að leggja skóna á hilluna, þá á tuttugasta og fimmta aldursári,“ segir Bjarki og viðurkennir að það hafi verið afar erfitt að missa af Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. „Það eru ein mestu vonbrigðin á ferlinum, á því leikur enginn vafi.“ Íslenska landsliðinu gekk vel á Ólympíuleikunum. Það lék um bronsverðlaun við Frakka en tap- aði. Bjarki komst á ról á ný og lék handknattleik með Víkingi og ís- lenska landsliðinu veturinn eftir að lokinni langri og strangri endur- hæfingu, meðal annars með þeim árangr að hann var valinn í heims- liðið að loknum heimsmeistara- mótinu 1993. Hraðinn hefur aukist mikið Handknattleikurinn hefur breyst talsvert á þeim 20 árum sem Bjarki hefur verið í eldlínunni. Mesta breytingin að mati Bjarka er hvað hraðinn hefur aukist mikið. „Áður skoraði hvort lið vart yfir 20 mörk í leik, hver sókn tók langan tíma, lítið var um leiktafir og menn gengu jafnvel fram að miðju til að hefja sókn eftir að hafa fengið á sig mark. Nú er hraðinn orðinn gríðarlegur. Að sama skapi hefur alvarlegum meiðslum leikmanna fjölgað mikið. Þróun leiksins hefur orðið miklu hraðari en líkamleg geta býður upp á. Af þeim sökum eru meiðslin orð- in alvarlegri en áður var. Vissulega eru lyftingar og ýmsar styrktaræf- ingar farnar að skipa stærri sess í æfingum, sem er af hinu góða, það hefur hins vegar ekki dugað. Skó- fatnaður leikmanna hefur þróast til hins betra, gólfefni íþróttahúsa einnig. Styrkur handknattleiks- manna er á hinn bóginn svipaður, en það hafa ekki komið beinar sannanir fyrir því af hverju alvar- legum meiðslum er alltaf að fjölga. Vissulega væri gaman að komast að því hver væri rétt þjálfun hand- knattleiksmanns þannig að hægt væri að minnka verulega og jafnvel koma að mestu í veg fyrir alvarleg meiðsli sem ég og fleiri höfum feng- ið að kynnast.“ Fyrsti landsleikurinn á Húsavík Bjarki vann sér sæti í meistara- flokksliði Víkings haustið 1985, þá 18 ára gamall. „Ég lék með Víkingi í tíu ár og varð tvisvar sinnum Ís- landsmeistari og einu sinni bikar- meistari. Tveimur árum eftir að ég lék fyrst með meistaraflokki spilaði ég minn fyrsta landsleik. Hann var gegn Dönum og var leikið á Húsa- vík, leiknum töpuðum við. Leikur- inn er mér minnisstæður og eftir að honum lauk kom Þorgils Óttar Mathiesen, þáverandi fyrirliði, til mín og gaf mér fána sem Danir höfðu afhent honum fyrir leikinn. Þá hófst ævintýrið með landsliðinu sem stóð meira og minna yfir, með hléum vegna meiðsla, í fjórtán ár eða þar til ég lék minn síðasta landsleik gegn Hvít-Rússum í Laugardalshöll í undankeppni EM í júní 2001,“ segir Bjarki sem lék undir stjórn fjögurra landsliðsþjálf- ara tæplega 230 landsleiki. Þegar Bjarki gekk af leikvelli að loknum leiknum við Hvít-Rússa fyrir fjór- um árum var hann ekkert endilega að kveðja landsliðið. Örlögin hög- uðu því hins vegar á þann veg að svo reyndist vera. Bjarki var valinn í landsliðið um haustið til þriggja vináttulandsleikja við Norðmenn hér heima. Eftir að hafa æft með landsliðinu í nokkra daga var hon- um settur stóllinn fyrir dyrnar af Aftureldingu, hvar hann var þjálf- ari meistaraflokks og leikmaður. Forráðamenn deildarinnar töldu það ekki koma til greina að hann léki með landsliðinu, krafta sína skyldi Bjarki nýta í þágu félagsins. Því varð Bjarki að gefa landsliðið upp á bátinn en rúmum tveimur mánuðum síðar hafnaði landsliðið í fjórða sæti á Evrópumeistara- mótinu í Svíþjóð. Víst er að mörg- um þótti eftir á að hyggja að það hefði verið meira í takt við glæsi- legan feril Bjarka að hann hefði fengið að kveðja landsliðið á EM. „Ég þurfti að sinna störfum mín- um hjá Aftureldingu og þeir sem þar héldu um stjórntauma voru ekki tilbúnir í að ég færi í þetta verkefni. Ég sætti mig við það þótt ég hefði gjarnan viljað leika áfram með landsliðinu, var ekki tilbúinn á þeim tíma að kveðja. Það er engin launung á að ég hefði gjarnan viljað kveðja landsliðið á annan hátt en raun varð á. Ég tel mig hafa átt möguleika á að vera með á EM 2002, en maður velur ekki sína framtíð, hún bara kemur upp í hendurnar á manni. Mér sárnaði að fá ekki tækifæri til að takast á við þetta verkefni með landsliðinu, en lét menn svo sem ekkert vitað af því. Málalokin voru þessi og við þeim er ekkert að gera héðan af. Það er hins vegar engin sjálfkjörinn í landsliðið og ekkert víst að þáverandi landsliðs- þjálfari hefði haft þörf fyrir mína krafta þegar á hólminn var komið.“ B-keppnin í Frakklandi er toppurinn Bjarki segir að sigur Íslands í B- heimsmeistarakeppninni í Frakk- landi 1989 sé það eftirminnilegasta                      !           ! ! !         !                !    ! !   !   ! ! ! !!                 !"## $! $ $  "  $ $ "  $! $" $ ! %      " #$  % &'$( $ ( ( )     * +) ( $  ,  #$  %     #$  % -( ) . /0 ($0)  , 12  3 '$  452 4  6($  4 7 $ 8 /(( %(7$$    .0$ 12 1$ &($  &#! &#  "# '!$ '' '"  $  ## ()  8$ 70   0$(   $  ,  #$  #$ 1 , &0 $ 1$ '$  452 4  , 12 -( ) . 8 /(( %(7$$ 4 9   3 '$  6($  4 7 $ :  8' 1 , 83 1 ,    /0 ($0)      ! " ! ! ' ' ' $ ' '    ## ()  8$ 70 $  0$(  ,$  0; < ,         !       "    !  $ "  #  #   Hefði viljað reyna mig við þá bestu í Þýskalandi „Markmið mín voru snemma mjög skýr; mig langaði til að verða best- ur og ég hét sjálfum mér því að ég skyldi aldrei tapa,“ segir einn fremsti handknattleiks- maður þjóðarinnar, Bjarki Sigurðsson, sem ákvað að leggja skóna á hilluna fyrir skömmu eftir litríkan feril. Ívar Benediktsson spjallaði við sveitunga sinn á dögunum þar sem Bjarki leit um öxl eftir 20 ár í eldlínunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.