Morgunblaðið - 11.04.2005, Síða 3

Morgunblaðið - 11.04.2005, Síða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 B 3 á landsliðsferlinum. „B-keppnin 1989 líður mér örugglega seint úr minni, ekki aðeins var árangurinn frábær heldur var hópurinn alveg einstakur, liðsheildin var frábær. Ég fer ekkert ofan af því að þetta lið var eitt það besta sem Ísland hefur átt,“ segir Bjarki sem telur B-keppnina í Austurríki þremur ár- um síðar einnig vera afar minnis- stæða. „Þá lentum við í þriðja sæti sem var betri árangur en flestir áttu von á þar sem á undan hafði landsliðið átt á brattann að sækja.“ Heimsmeistarakeppnin í Svíþjóð 1993 er Bjarka afar eftirminnileg. Landsliðið stóð sig allvel að hans mati en eftir stendur í minningunni að Bjarki var í mótslok valinn í úr- valslið keppninnar, heimsliðið. „Það var gríðarlegur heiður að komast í heimsliðið. Að launum fékk ég kristalskúlu sem ég geymi að sjálf- sögðu enn,“ segir Bjarki sem einnig telur heimsmeistaramótið í Japan 1997 vera einn af hápunktunum. „Landsliðinu gekk frábærlega en ég kom ekki mikið við sögu vegna meiðsla í nára, fór meira með upp á von og óvon. Fyrir keppnina í Japan hafði ég skrifað undir samning við norska liðið Drammen og strax að mótinu loknu fór ég til Noregs þar sem ég fékk bót meina minna. Sjúkraþjálf- ari Drammen fann strax út hvað hrjáði mig og hafði reyndar gert lengi vetrar. Í ljós kom að taug í bakinu var klemmd og eftir stutta meðhöndlun var ég orðinn fínn. Hér heima hafði ég áður gengið á milli manna sem áttuðu sig ekki hvað amaði að.“ Oft fengið fyrirspurnir og tilboð Bjarki lék á sínum ferli aðeins eina leiktíð utan lands, var með Drammen í Noregi frá 1997 til vors 1998. Eftir að hafa verið ein litrík- asti handknattleiksmaður landsins í nærri tvo áratugi og máttarstólpi í landsliðinu þá kemur það e.t.v. óvart að hann skuli ekki hafa leikið t.d. á með liðum í Þýskalandi. Bjarki segist nokkrum sinum hafa fengið tilboð og fyrirspurnir frá er- lendum félögum en þau hafi oftast komið á röngum tíma, þegar hann var á samningi annars staðar. „Ég hef alltaf viljað virða mína samn- inga, ekki hlaupa frá þeim í miðjum klíðum eins og möguleiki hefði sjálfsagt verið á. Í mínum huga hef- ur alltaf verið mikilvægt að standa við gerða samninga. Fyrir vikið missti ég af öðrum möguleikum,“ segir Bjarki. „Í gegnum tíðina hef ég oft feng- ið tilboð frá erlendum félögum og á stundum velt þeim mikið fyrir mér. Á fyrstu árum mínum var það ekki eins sjálfgefið og í dag að fá tæki- færi til að komast að hjá liðum, til dæmis í Þýskalandi. Fram undir 1995 voru Íslendingar flokkaðir sem útlendingar í þýska handknatt- leiknum og víða í Evrópu. Þá máttu félög aðeins hafa tvo erlenda leik- menn á sínum snærum. Oft á tíðum var þá ekki leitað til Íslendinga.“ Fyrst segist Bjarki hafa heyrt af áhuga liða eftir B-keppnina í Frakklandi árið 1989. Þá hafi tvö frönsk lið haft samband en ekkert hafi orðið úr neinu. „Þá átti ég sennilega að grípa gæsina,“ segir Bjarki. „En um það þýðir ekki tala héðan af.“ Síðan hafi vaknað áhugi hjá GOG í Danmörku. „Seinna hafði Kiel í Þýskalandi samband við mig, einnig Lemgo, Wuppertal og Essen. Þetta er það helsta sem ég man eftir. Einu sinni óskaði ég eftir við for- ráðamenn Aftureldingar að þeir skoðuðu hvort kostur væri að losa mig undan samningi til þess að ég kæmist til Þýskalands eftir að mér barst fyrirspurn. Lengra fór það mál ekki. Í dag er hugarfar manna í sum- um tilfellum annað. Nú stökkva menn oft á þau tilboð sem gefast, sama hvernig mál standa hjá því fé- lagi sem þeir eru með, það er verk- efni annarra að leysa það. Ég sé ekkert eftir því að hafa staðið við mína samninga þótt ég hefði gjarnan viljað fá tækifæri til að leika í Þýskalandi og bera mig saman við þá sem þar léku. Ég var síðan laus undan samn- ingi vorið 1997 og þá stökk ég á fyrsta tilboð sem bauðst, hafði þá ekkert heyrt frá Þýskalandi það ár- ið, en fengið fyrirspurn árið áður. Á meðan ég var í Noregi fékk ég fyr- irspurnir frá Þýskalandi, bæði frá Lemgo og Wuppertal, sem ekkert varð úr þar sem ég var á samningi.“ Vantaði meiri þolinmæði í Noregi Bjarki og fjölskylda kunni að sumu leyti ekki vel við sig í Drammen þótt honum gengi vel á leikvellinum, varð næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar og liðið var á meðal þeirra bestu. Sum ákvæði samningsins gekk illa að uppfylla, einkum það sem sneri að börnum Bjarka og því ákvað hann að nýta sér ákvæði í þriggja ára samningi sínum og segja honum upp að loknu fyrsta ári. „Auk þess var þetta líf ekki alveg eins og ég hafði vonast eftir. Þá dróst mjög að efna loforð sem mér var gefið um vinnu og fleira í þeim dúr,“ segir Bjarki. „Síðan þegar ég var farinn að búa mig undir að fara heim ruku menn hjá félaginu upp til handa og fóta og vildu koma til móts við okkur, en þá hafði ég bitið í mig að fara heima og við það sat. Eftir á að hyggja hef ég velt því fyrir mér ásamt konunni hvort ég hafi ekki verið of fljótur á mér, hefði kannski átt að sýna meiri þolinmæði.“ Bjarki gekk á ný til liðs við Aft- ureldingu við heimkomuna og árið eftir var hann ein helsta driffjöður þess frábæra liðs sem Afturelding hafði þá á að skipa undir stjórn Skúla Gunnsteinssonar. Aftureld- ing vann þrefalt, varð deildarmeist- ari, Íslands- og bikarmeistari. Bjarki segist hafa öðlast mikið sjálfstraust sem leikmaður í Noregi og það hafi fylgt honum til Íslands þar sem hann hafi smollið inn í frá- bært lið þar sem allir leikmenn stefndu að sama marki. Bjarki kom upphaflega til liðs við Aftureldingu 1995 og yfirgaf þá sitt uppeldisfélag, Víking. Hjá Aftur- eldingu lék Bjarki sín bestu ár í handknattleiknum að undanskild- um vetrinum í Drammen. Mörgum þótti hann hins vegar svíkja félag sitt þegar hann skipti upp í Mos- fellsbæ 1995. En fannst honum sjálfum það ekkert erfitt? „Vissu- lega var erfitt að kveðja Víking, en ég þurfti á breytingu að halda og forráðamenn Aftureldingar leituðu eftir kröftum mínum og ég lét til- leiðast og sé ekki eftir því. Ég átti frábær ár hjá Aftureldingu. Í dag eru Afturelding og Víkingur mín fé- lög. Börnin mín æfa hjá Aftureld- ingu og ég reikna með að fylgjast með starfinu þar næstu árin. Fyrir tveimur árum ákvað ég að skipta á ný yfir í Víking, aðstoða menn við að koma liðinu á strik aft- ur. Mér fannst líka liggja beinast við að ljúka ferlinum í því félagi sem ég ólst upp í. Þetta voru tvö skemmtileg tímabil hjá Víkingi og ég vonast til að mér hafi tekist að miðla eitthvað af reynslu minni til yngri leikmanna. Ég tel að Víking- ur eigi góða framtíð fyrir sér í handboltanum. Fer ekki vel saman að þjálfa og spila Áður en að því kom að Bjarki fór á ný til Víkings þjálfaði hann Aftur- eldingu um þriggja ára skeið, frá 2000 til 2003. Hann þreytti frum- raun sína við þjálfun og lék jafn- framt með. Eftir á að hyggja segir Bjarki það ekki fara saman að þjálfa og leika með liði á sama tíma. „Ég rak mig oft á veggi, bæði sem leikmaður og þjálfari. Taki leik- maður sem jafnframt er þjálfari ranga ákvörðun í leik telja aðrir leikmenn sig einnig geta gert mis- tök einnig. Þessi tvö hlutverk fara ekki vel saman að mínu mati.“ Bjarki segir fyrsta árið hjá Aft- ureldingu hafa gengið allvel. Liðið hafi fallið úr keppni í undanúrslit- um Íslandsmótsins fyrir KA á afar umdeildu marki og síðan hafi orðið sögulok í bikarkeppninni þegar komið var í undanúrslit. „Eftir fyrsta árið fór að halla undan fæti hjá félaginu af ýmsum ástæðum og því var á brattann að sækja,“ segir Bjarki. „Ég hafði alltaf sett stefnuna á að þjálfa og hjá Aftureldingu fékk ég að þreyta frumraun mína og á þeim árum lærði ég margt. Í framtíðinni stefni ég á að halda áfram að þjálfa vilji einhver nýta krafta mína. Það er þó ljóst að ég fer ekki að þjálfa á næstunni því nú hef ég sett stefn- una á nám í viðskipta- og markaðs- fræði í Háskóla Íslands næsta hálfa annað árið, frá og með næsta hausti.“ Bjarki segir að það komi ekki í ljós fyrr en í haust, þegar handbolt- inn fer af stað, hvernig honum líki að vera hættur. „Nú verður maður að hugsa um framtíðina og fjöl- skylduna. Ég á stóra fjölskyldu og nú er kominn tími til greiða henni eitthvað til baka af því sem hún hef- ur greitt mér í gegnum tíðina. Ég ætla að standa þéttar á bak við börnin mín í því sem þau eru að fást við,“ segir Bjarki sem einnig hefur aðeins fengið nasaþefinn af stjórn- málum. Síðustu þrjú ár hefur hann verið varabæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Mosfellsbæ og formaður íþrótta- og tómstundanefndar. „Framtíðin verður að leiða í ljós hvort maður fetar sig áfram á þeirri braut, það fer allt eftir því hvernig fólk tekur manni,“ segir Bjarki sem segir sveitarstjórnarmálin vera spennandi vettvang. Frá því Bjarki kom heim frá Nor- egi sumarið 1998 hefur hann unnið sem sölufulltrúi á sölu- og markaðs- sviði hjá Jónum Transport, auk handknattleiks, vinnu á vegum sveitarstjórnarmála auk þess að eiga stóra fjölskyldu. Bjarki er kvæntur Elísu Henný Arnardóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau fjögur börn, þrjá drengi og eina stúlku. Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni „Það er dugnaður í manni, að eiga fjögur með handboltanum og fullri vinnu,“ segir Bjarki glettinn á svip þegar talið berst að fjölskyld- unni en þar er ljóst að eplið hefur ekki fallið langt frá eikinni. Örn Ingi er elstur fæddur 1990, næstur er Kristinn Hrannar fimm árum yngri, þá Bjarki Steinn sem kom í heiminn árið 2000 og loks er það heimasætan, Anna Katrín á öðru ári. Tveir elstu drengirnir eru komnir á fulla ferð í íþróttum. Örn er í 16 ára landsliðinu í handknatt- leik og í úrtakshópi sama aldurs fyrir landsliðið í knattspyrnu. Kristinn æfir jafnt handknattleik sem knattspyrnu og Bjarki yngri virðist efnilegur. Lífið snýst því áfram íþróttir á heimili Bjarka og Elísu í Mosfellsbænum. „Ég er afar stoltur yfir því að börnin mín hafa ríka íþróttahæfileika. Það er virki- lega gaman að fylgjast með þeim. Lífið snýst um knattspyrnu á sumr- in og handknattleik á veturna. Á veturna hefur vinnan í kringum íþróttir drengjanna meira verið á herðum eiginkonunnar þar sem ég hef æft og keppt mikið sjálfur. Nú fer ég að öðlast meiri tíma til að fylgjast með og hvetja á veturna. Þetta er óhemjugaman ég vona svo sannarlega að börnin fái jafnmikið út úr íþróttaiðkun sinni og ég hef gert,“ segir Bjarki. Bindur vonir við breytingar á mótahaldi Að lokum berst spjall okkar að framtíð handknattleiks á Íslandi sem Bjarki segist hafa ákveðnar áhyggjur af. „Það hefur verið tals- verð lægð í handknattleik hér á landi frá árinu 2001. Þá fór veru- lega að halla undan fæti og fólk hætti að mæta á leiki í eins ríkum mæli og áður. Meginástæðan er aukið framboð á íþróttaefni í sjón- varpi og að leikir hér heima rekast um leið spennandi leiki sem sýndir eru í sjónvarpi. Þá hefur fyrirkomu- lag Íslandsmótsins síðustu ár ekki verið skemmtilegt auk þess það er ef til vill of dýrt að sækja leiki. Þess vegna fagna ég ákveðið hefur verið að breyta mótafyrirkomulaginu, það var eitthvað sem ekki var hægt að komast hjá og mátti ekki seinna vera. Ég held að miðið við það fyr- irkomulag sem nú er leikið eftir þá hafi ekki verið langt að bíða þar til handknattleikur dæi út á landinu. Með þeim breytingum sem fyrir- hugað er að gera á Íslandsmótinu þá vona ég að hleypa megi lífi í handknattleikinn á nýjan leik. Einnig tel ég að til þess að efla handknattleikinn enn frekar verði HSÍ að koma af miklum krafti í samstarfi við félögin varðandi markaðsstarf íþróttarinnar. HSÍ er félögin og HSÍ getur því ekki vísað öllu markaðstarfi til félaganna sem eiga oft fullt í fangi með að sinna barna- og unglingastarfi. Eins og staðan í dag er það mikið starf því það er alls ekki auðvelt að fá börn til þess að æfa í því mikla framboði á tómstundastarfi sem þeim stend- ur til boða. Félögin og HSÍ verða að taka höndum saman, virkja kraft- ana og gera meiri viðburð úr hverj- um leik um leið hlúð er að grasrót- inni í ríkara mæli,“ segir Bjarki Sigurðsson og þar með þótti rétt að segja amen á eftir efninu að þessu sinni. iben@mbl.is Morgunblaðið/Golli Bjarki og Elísa ásamt börnum sínum fjórum. F.v. Kristinn Hrannar, Bjarki eldri, Bjarki Steinn, Anna Katrín situr í fangi Elísu móður sinnar og að baki þeim stendur Örn Ingi, sem þegar er kominn í unglingalandsliðin í handknattleik og knattspyrnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.