Morgunblaðið - 11.04.2005, Side 6

Morgunblaðið - 11.04.2005, Side 6
ÍÞRÓTTIR 6 B MÁNUDAGUR 11. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Þetta var mikil og skemmtilegrimma við mjög gott lið og ég er hæstánægður með að ná að vinna þá í Hólminum. Við förum í alla leiki til þess að leika eins vel og við getum og ætl- uðum alls ekki að hugsa um að við ætt- um alltaf einn leik til góða á heimavelli ef illa færi í Stykkishólmi. Við spiluðum ágætlega núna og náðum að sigra og það er auðvitað það sem skiptir máli,“ sagði Sigurður. Hann sagði varla hægt að bera sam- an leikina í úrslitarimmunni og aðra leiki í úrslitakeppninni. „Leikur liða markast af mótherjunum og það má segja að þannig séð höfum við mætt sterkara liði í úrslitunum heldur en undanúrslitunum enda ÍR-ingar nýir í því, en við og Snæfell höfum mæst áður í lokaslagnum. Snæfell er með virkilega gott lið og ég er mjög ánægður með að leggja þá.“ Magnús Gunnarsson klippti sig all- hressilega fyrir þennan leik. Heldur þú að klippingin hafi haft eitthvað að segja? „Menn gera ýmislegt til að koma sér í gang. Maggi átti ekki góðan leik í þriðja leiknum og hann ákvað að klippa sig og þetta er skemmtileg klipping hjá honum. Við erum liðsheild og menn þurfa aðstoð hver frá öðrum. Maggi fékk ekki þá aðstoð sem hann þurfti í þriðja leiknum en núna fékk hann hana og þá steinlá þetta hjá honum.“ Það hefur vakið athygli að þú og Fal- ur Harðarson hafið safnað yfirvarar- skeggi upp á síðkastið, er búið að raka sig? „Nei, það er ekki búið enn þá. En í kvöld [í gærkvöldi] verða mottuverð- launin afhent og eftir það er mönnum í Keflvíkingar fögnuðu þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð í Stykkishólm Sigurður Ingimundarson, þjálfari Ísland Mikil og ske leg úrslitari „ÉG er alveg þokkalega sáttur við árangurinn hjá okkur í vetur,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, eftir að Íslandsmeist- aratitillinn var í höfn, þriðja árið í röð, hjá hinu sigursæla liði Keflvík- inga. Það var spennuþrungið loftið íStykkishólmi á laugardaginn þegar Keflvíkingar mættu Snæfelli í fjórða leik úrslitakeppninnar og gátu með sigri hampað titlinum. Fjöl- margir áhorfendur voru mættir, stuðningsmenn Suðurnesjaliðsins fjölmenntu og eins voru margir stuðningsmenn Snæfells mættir víða að. Löngu fyrir leik voru stuðnings- menn byrjaðir að kyrja söngva og hita raddböndin, enda var mikið und- ir í þessum leik. Gestirnir hófu leikinn af miklum krafti, voru einbeittir og vel stemmd- ir, ætluðu sér að taka bikarinn með sér heim eftir þennan leik. Varnar- leikur gestanna var mjög góður og í sóknarleiknum fór Magnús Gunn- arsson á kostum í fyrsta leikhluta, hitti frábærlega. Við þessa kraft- mikla byrjun gestanna kom dálítið óöryggi í leik heimamanna, sem voru í því að elta Keflvíkingana allan fjórðunginn, en staðan í lok leikhlut- ans var ellefu stiga forskot gestanna, 22:33. Það sama var upp á teningnum lengi framan af öðrum leikhluta, Keflvíkingar náðu mest þrettán stiga forskoti um miðjan fjórðunginn. Á þessum kafla var jafnræði með lið- unum, en gestirnir þó öllu grimmari í fráköstunum, eitthvað sem Snæfell hefur verið þekktara fyrir. Á síðustu fimm mínútum fyrri hálfleiks kom besti kafli Snæfells í leiknum, leik- menn léku vörnina af mikilli grimmd, keyrðu upp hraðann og náðu að jafna leikinn 50:50 þegar ein mínúta lifði hálfleiksins. Síðustu þrjú stigin voru síðan Keflvíkinga, sem höfðu þriggja stiga forskot í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var frábær körfuboltaskemmtun í alla staði hjá tveimur frábærum liðum, mikill hraði, góður varnarleikur, góð tilþrif í skotum, troðslur og varin skot. Á upphafsmínútum síðari hálfleiks náðu Keflvíkingar aftur yfirhönd- inni, Snæfellsliðið tapaði of mörgum boltum á klaufalegan hátt og það nýttu gestirnir sér mjög vel og náðu nokkrum góðum hraðaupphlaupum. Um miðjan leikhlutann voru Keflvík- ingar komnir aftur með tíu stiga for- skot, en Hólmarar náðu að minnka muninn í sex stig fyrir lok fjórðungs- ins. Það tók Snæfell þrjár mínútur að skora sín fyrstu stig í lokafjórðung- unum, en það vildi þeim til happs að gestunum gekk einnig illa að skora. Þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir og staðan 82:87 var Jón N. Haf- steinsson Keflvíkingur kominn með fimm villur og möguleiki Snæfells góður til að ná að jafna. En Magnús Gunnarsson gerði þá út um leikinn með góðum þristi. Eftir þetta var eins og allur vindur væri úr Snæfell- ingum og þeir sáu fram á að leik- urinn væri tapaður. Það má segja að Keflvíkingar hafi lagt grunninn að sigrinum í fyrsta leikhluta og héldu forustunni frá upphafi til enda. Það fór alltof mikil orka í það hjá heima- mönnum að elta gestina allan leikinn og því fór sem fór. Þriðji titill Kefla- víkurliðsins í röð KEFLAVÍK sigraði Snæfell með 98 stigum gegn 88 í fjórða úrslita- leik úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Intersportdeildarinnar, í Stykkishólmi á laugardaginn. Þar með tryggðu Keflvíkingar sér sig- ur í úrslitarimmunni, 3:1, og Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Eftir Ríkharð Hrafnkelsson KEFLVÍKINGURINN Magnús Þ. Gunnarsson var í miklu stuði í Hólminum á laugardaginn og skoraði 29 stig. Hann lagði grunninn að góðum leik Keflvík- inga, átti frábæra syrpu í fyrsta og fjórða leikhluta þar sem allt fór nánast niður hjá honum. Nick Bradford lék mjög vel að vanda, leikmaður sem skilar alltaf sínu og átti svo sannarlega skilið að vera valinn leikmaður úr- slitakeppninnar af KKÍ. Jón Nor- dal Hafsteinsson átti enn einn stórleikinn í þessari úrslitakeppni og var mjög drjúgur. Sverrir Þór Sverrisson lék ágætlega, þó þetta hafi ekki verið hans besti leikur þá er hann alltaf traustur. At- hony Glover kom mjög sterkur til leiks í síðari hálfleik og skoraði þá alls 15 stig, en dapurt er að sjá þennan mikla skrokk vera sí- fellt veinandi og kvartandi yfir hlutunum. Í liði Snæfells átti Hlynur Bær- ingsson ágætan leik, sérstaklega í síðari hálfleik þegar hann reyndi að draga sína menn áfram. Calvin Clemmons lék einnig ágætlega, lék góða vörn á Anthony Glover og var öflugur í fráköstunum. Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Helgi Reynir Guðmundsson áttu báðir ágætan dag, Helgi senni- lega sinn besta leik fyrir Snæfell í langan tíma. Mike Ames skilaði sínum tuttugu stigum, en hefur oft skilað meiru fyrir liðið. Sig- urður Á. Þorvaldsson og Ingvald- ur Magni Hafsteinsson léku þokkalega en frá þeim hefði þurft að koma meira til að Snæ- fell næði að sigra. Keflvíkingum er óskað hjart- anlega til hamingju með Íslands- meistaratitilinn, þann þriðja í röð, og liðinu þakkað fyrir frá- bæran körfuboltavetur. Snæfell- ingar geta borið höfuðið hátt, þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Keflvíkingum í úrslitum annað árið í röð. Hólmarar settu mikinn svip á Intersportdeildina og koma til með að gera það áfram. Magnús í miklu stuði Eftir Ríkharð Hrafnkelsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.