Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 15.10.1956, Síða 1

Mánudagsblaðið - 15.10.1956, Síða 1
Mánuclagur 15. o-któber 1956 36. tölublað Jónas Jónsson frá Hriflu Þjöðviljinn hefur nýlega hermt frá því að blað í Bandaríkjun- um hafi hallmælt íslendingum fyrir. að skerast úr leik í varn- armálum Vesturlanda til þókn- unar Rússum, en til angurs öll- um frjálsum þjóðum. Blaðið á að hafa bent á að Bandaríkin séu búin að leggja 200 milljónir dollara í flugvelli og radarstöðv- ar á Islandi vegna hins frjálsa heims en ef Bandaríkin verða að kalla varnarliðið burtu verði að taka mannvirkin með svo að þau lendi ekki í höndum Rússa sem sóknartæki gegn Vesturlöndum. Mun blaðið eiga við að Bandarík- in verði að sprengja mannvirki sín í loft upp en færa burtu flytjanlega hluti. Blaðið á enn- fremur að hafa bent á, að íslend- ingum hafi þótt gott að biðja Bandaríkjamenn að verja land- ið gegn Hitler. Sennilega hefur blaðið líka munað eftir að ís- lendingar báðu Bandaríkin um hervörn móti hugsanlegri inn- rás Rússa 1951 þegar 200 rúss- nesk skip, mönnuð mönnum á herskyldualdri umkringdu land- ið, en Þjóðviljinn gleymt þvi. Kommúnistum þykir þetta ó- væginn dómur, en því miður eru í öllum frjálsum löndum felldir aðrir og mildu harðari dómar um utanríkisstefnu þá sem komm únistar hafa mótað með eins- konar stuðningi tveggja box-g- araflokka á íslandi. Þessir borg- arar unnu dýran eið fyrir kosn- ingarnar að forðast algerlega allt stjórnarsamstarf við lið Stalíns, en gengu eftir kosningai- til sam- búðar við byltingarflokkinn og hlíta enn því sambýli. Eg hef orðið var þessara hörðu dóma úti í heimi. Eg var í nokkr- ar vikur á ferð í Danmörku, Sví- þjóð og Noregi og kom að máli við fólk af öllum stéttum í þess- um löndum. Eg leiddi aldrei tal- ið að fyrra bragði að íslenzkum stjórnmálum en hvar sem menn vissu um þjóðerni mitt var sótt á að fá hjá íslendingnum skýr- ingu á hinu ótrúlega viðhorfi þjóðarinnar til frelsis og menn- ingarmála í heiminum. Norræn- um mönnum finnst eins og eitt- hvað hafi komið fyrir í fjölskyld- unni sem varpar skugga langt út fyrir landið. Fui’ðumargir menn á Norðurlöndum virtust vita um aðalatriðin í þeim sorgarleik sem þeim virðist leikinn í minnsta ríki álfunnar. Allir minntust þess að þjóðir eins og Svíai’, Danir og Norð- menn, yrðu að verja allt að þriðjungi i’íkisteknanna árlega til að tryggja varnir sínar gegn hugsanlegi'i innrás Rússa. Auk þess er hin langa her- Framhald á 4. síðu ■ Wmm i- ••:•.■•:•••••:••■: ■.-. v. •;;:;:• ., W*’. •.j.vV: . wKíftfvií'i'''' íú-'-.-V'v'. •;'• :•;... •:•::•:. ■ SsíÍíSíÍí: ■•■■■ ■'■ ;: i; •’• •• -;:’ Wk W: •• :;.;:i.•:;••••: :iiii-::ii-:i iil í; ii Fél. fatlaðra og lamaðra efn ir til „síma"-happdrœttis Stjrktarfélag lamaðra og fatlaðra liefur happdrætti til ágóða fyrir staríið. Hapdrættið nefnist SÍMA-HAPP- DRÆTTIÐ og verður með sérstökmn hætti. Svavar Pálsson formaður félagsins segir svo frá: Forgangsréttur til 5. nóv. Gefnir verða út happdrættis- miðar á öll símanúmer í Reykjavík og Hafnarfirði, og hafa símanotendur forgangs- rétt til kaupa á happdrættis- miða með símanúmeri sínu til 5. nóvember 1956. Til þess að tryggja það, að hver símanot- andi geti keypt happdrættis- miða með símanúmeri sínu verður tilhögun á sölu miðanni þessi: Þegar símanotandi greiðir af- notagjöld nú í október fær hann afhentan miða, sem veitir handhafa rétt til kaupa á happ- drættismiða með númeri þvi, er heimildarmiðinn tilgreinir. Happdrættismiðarnir kosta kr. 100 og verða seldir í afgreiðslu- sal Landssímahússins gegn af- hendingu heimildarmiðans. Aðalvinningur 200 þús. kr. Dregið verður um vinninga hinn 20. des. 1956, á skrifstofu borgarfógeta í Reykjavík og á samri stund verður hringt i vinningssímanúmerin og til- kynnt um vinninginn. — Vinn- ingur er — vörur eftir frjálsu vali eiganda vinningsmiða fyrir kr. 200.000,00. — Auk þess verða veittir tveir aukavinning- ar að verðmæti kr. 10.000,00 hvor, Hringt í vinningsnúnier Flestir símanotendur munu Framhald á 4. siðu. Spenninguriim hjá þátttakendum í fegurðarsamkcppni verður stundum hinum fríðu stúlkum ofur- efli. Taugarnar vilja oft bila, enda eftir miklu að slægjast fyrir sigurvegarann. Oft lesum vér í er- Iendum og íslenzkum blöðum um að keppendur hafi slegizt, grátið, gefið út illyrtar yfirlýsingar með- an á keppni hefur staðið. — íslenzka fegurðardrottningin hefur eflaust orðið spennt á taugum er hún kom fram til að kynnast dómendum og blaðamönnum í London nýlega, en þar keppir hún um (JMiss WorId“-titilinn. Rétt áður en mynd þessi var tekin stóð ungfrú Ágústa brosandi fyrir framan ljós- myndarana, en þá — fyrii’varalaust féll hún í óvit. Myndin að ofan sem er endurpreníuð úr Lundúna- blaðinu „Daily Sketch“ 9. okt., sýnir Ágústu í yfirliði en til hjálpar er kominn umsjónarmaður feg- ui’ðarkeppninnar. „Daily Mirror“ í London og ýins dönsk blöð m.a. „Extrabladet“, birtu mvndir af atvikinu. — Öll blöðin skýrðu frá þessu atviki á venjulegan hátt fréttamanna, en Danir einir sátt ástæðu til að dylgja í sambandi við það. Kaupgeta almennlngs fer minnkanái Öngþveitið, hinn óumflýjanlegi fylgihnöttur núv. ríkisstjórn- ar, er nú farið að gera vart við sig. Hvert sem litið er sjást þess augljós merki að menn eru orðnir uggandi um sig og framtíð sína. Á viðskiptasviðinu eru afleið- ingarnar þegar komnar í Ijós. Kaupsýslumenn fullyrða að nú þegar hafi mjög dregið úr kaup- getu almennings, verzlun og við- skipti hafa dregizt saman að mun. Verkafólkið á Keflavíkurvelli hefur nú misst vinu sína og’ um næstu helgi stöðvast hún alveg. Sparifjársöfnun er að stöðvast og vitna starfsmenn banka það aufúslega,' Þeir, sem fyrir skemmsttt hugðu á stórframkvæmdir haftt nú hætt við þær skyndilega og, bíða eftir „gullöld“ Hermanns Jónassonar, en ennþá örlar ekki á henni. — Skemmtanalífið í öll- um myndum — sem i öðrum löndum er talið á sinn lxátt, leið- Framhald á 4. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.