Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.01.1957, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 07.01.1957, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 7. janúar 1957 Olafur Hansson: 1 ð heilsast og kveðjast Okkur finnst það yfirleitt ekki mikið vandamál að heilsa fólki eða kveðja það. Við kinkum kolli til þess eða tökum ofan fyrir því á götu, heilsum því með handa- bandi í húsum inni. Nánum ætt- ingjum og vinum heilsum við stundum með kossi eða kveðjum þá þannig, og það er ekki langt síðan kossinn var algengur kveðjusiður í íslenzkum sveitum og er það ef til vill sums staðar enn. Kveðjusiðir okkar í dag eru að jafnaði ósköp einfaldir og valda okkur sjaldan neinum erfiðleik- um. Reyndar getur okkur stund- um þótt það dálítið þreytandi, hve mörgum við þurfum að heilsa í Austurstræti, þegar ös er þar á götunni. Og stöku sinn- um getum við verið í dálitlum vafa um það, hvort við eigum að heilsa fólki eða ekki. Þetta er kannske fólk, sem við höfum verið kynnt fyrir í samkvæmi fyrir mörgum árum og síðan ekki séð. Vel getur verið, að það þekki okkur ekki aftur, og þá ^etum við eins vel látið vera að heilsa því. En kannske þekkir það okk- ur og móðgast, ef við heilsum því ekki. Slík vandamál getur stöku sinnum borið okkur að höndum, en ekki er það oft. Meðal frumstæðra þjóða og fornra menningarþjóða utan Evrópu eru kveðjusiðir oft og tíðum miklu flóknara mál en hjá okkur. í Austurlöndum getur það sums staðar orðið næstum því heil fræðigrein að kunna þá rétt. Fólki er þar heilsað á ólíkan hátt, eftir þvi hverrar stéttar og stöðu það er og eftir því við hvers kon- an tækifæri kveðjan fer fram. Og margir kveðjusiðir frumstæðra þjóða þykja Evi’ópumönnum harla furðulegir og hjákátlegir. Nefkveðjan Víða meðal frumstæðra þjóða heilsast menn með því að núa nefjum saman, stundum einu sinni, stundum mörgum sinnum. Þessi kveðja er talin runnin frá fornri trú á snertigaldur, á töfra- mátt snertingarinnar, en sú trú kemur mjög fram í sambandi við töfralækningar, bæði fyrr og siðar. Með súmum þjóðflokkum núa menn ekki nefjum saman, heldur sjúga upp í nefið samtím- is, og stundum einu sinni, stund- um þrisvar. TungukveÖjan í Asíulöndum heilsast menn sums staðar með því að reka út úr sér tunguna. Mest ber á þessu nú á dögum í hinum afskekktari héruðum í Tíbet. Þetta er ósköp einfaldur kveðjusiður. En það er einkennilegt, hvaða þýðingu þessi forni, háalvarlegi kveðju- siður er búinn að fá hjá menn- ingarþjóðum nútímans. Það er orðið tákn fyrirlitningar eða stráksskapai' að reka út úr sér tunguna, hin hátíðlega kveðja er fyrst og fremst orðin einkenni ósiðaðra krakka. Kyeðjur í Mið4fríku í mörgum héruðum Mið-Afrílcu heilsast menn með því að hrækja hvor framan í annan. Því stærri og þykkari sem hrákinn er, því meiri heiður er þeim gerður, sem heilsað er. Og ekki má með neinu móti þurrka kveðjuhrák- ann framan úr sér, það verður að láta hann þorna á andlitinu. Ef hrákinn er þurrkaður er það hin blóðugasta móðgun, sem hinn seki má búast við að borga með lífi sínu. Evrópumenn, sem fara inn á þau svæði, þar sem þessi kveðjusiður tíðkast, eru strang- lega varaðir við þv að sýna hin- um innfæddu slíkar móðganir. En heldur kvað Evrópumönnum á þessum slóðum þykja óskemmti- legt að þurfa að heilsa mörgum í eiriu með þessari kveðju. Hráka- kveðjan stendur eflaust í sam- bandi við forna trú á töframátt hrákans, en sú trú var áður út- breidd. Má sjá hana í biblíunni í sambandi við lækningar. í forn- um sögum kemur hún t.d. fram í sögunni um Kvási í Snorra- Eddu. Knéfall I Austurlöndum heilsast menn oft með margvíslegum hneiging- um. Þessar hneigingareglur geta orðið mjög svo flóknar, t.d. meðal heldra fólks í Kína, Japan og Austur-Indlandi. Byrja hneiging- arnar oft, meðan aðilarnir eru enn í talsverðum fjarska hvor frá öðrum og eru oft endurteknar, þar til þeir mætast. Um leið og menn hneigja sig leggja þeir oft höndina á hjartastað. Meðal Evrópuþjóða varð hneigingin snemma tákn undirgefni, t.d. þjóna við heldra fólk. En hún varð einnig tákn fágaði'ar kurt- eisi, einkum gagnvart kvenfólki. Rómanskar þjóðir lærðu þess konar kurteisi vel, hún rann þeim í merg og bein, hinum germönsku fór hún aldrei eins vel, hjá þeim varð hún oftast eins og eitthvað utanaðlært og verkaði oft klunnalega og hjá- .kátlega, Leifar. þessara • fomu kurteisissiða finnast enn í þeim sið að hneigja sig fyrir konum, sem boðið er upp í dans. En fáir eru þeir íslendingar nú á dögum sem leika þá list fagurlega, sú kynslóð, sem kunni að bjóða upp í dans, svo að stíll væri yfir, er nú sem óðast að hverfa. Knéfall Konungum og öðru stórmenni var oft heilsað með því að krjúpa við fætur þeirra til að tákna auðmýkt sína og undirgefni. — Stundum létu menn sér ekki einu sinni nægja að krjúpa á kné heldur hentu sér alveg flötum við fætur höfðingjans og lágu þar, unz honum þóknaðist að bjóða þeim að rísa á fætur. Þetta kvað enn tíðkast sums staðar í Austurlöndum. í góðum og gam- aldags ástasögum af rómantíska taginu kemur knéfallið oft fyrir, ungi maðurinn fellur á kné við fætur hinnar heittelskuðu, sem hann er að biðja, leggur höndina á hjartastað, og sver henni eilifa ást sína, og er svo kannske með fagran rósavönd í hinni hendinni. En því miður eru bónorðin nú á dögum líklega sjaldan svona rómantísk. Leifar hins forna knéfalls eru það sennilega, þeg- ar ungar telpur beygja sig í hnjánum um leið og þær heilsa. Annars hefur knéfallið hjá okk- ur nú á dögum aðallega trúar- lega þýðingu. Menn falla á kné í innilegri bæn eða við hátíðleg- ar helgiathafnir, svo sem mót- töku sakramentis. Áó faka ofan í Austurlöndum er það gamall siður að taka ofan höfuðfötin til að tákna trúarlega lotningu. Hef- ur það haldizt í kristnum sið í ýmsu formi. Frá hinni trúar- legu lotningu er runninn sá sið- ur að taka ofan, er þjóðsöngvar eru leiknir eða sungnir, en hann er mjög ungur, enda þjóðsöngv- ar yfirleitt nýir af nálinni. Sá siður að taka ofan í kveðjuskyni (almennft er ekki nema fárra alda gamall, mun aðallega hafa mótazt á 17. öld. Lengi hefur það þótt brenna við að menn tækju dýpra og virðulegar ofan fyrir heldri mönnum en sauð- svörtum almúganum, höfðingja- sleikjuháttur og snobberí kemst að í mörgum myndum. Kossinn Okkur finnst kossinn svo sjálf- sagður hlutur að við eigum erfitt með að hugsa okkur lífið án kossa. En því fer fjarri að koss- inn þekkist um allan heim. Marg- ar þjóðir Asíu, Afríku og Suð- urhafseyja þekktu kossa alls ekki, þeir voru ein af þeim undarlegheitum, sem hvíti mað- urinn kom með. Ýmsar getgátur hafa komið fram um uppruna kossa. Ein er sú, að saltskortur frumstæðra manna sé skýring á kossunum, þeir hafi farið að sleikja hver annan um munn- inn til að fá saltbragð. Senni- legra er þó, að kossinn standi í sambandi við forna helgi munnsins, sem er oft blandin blygðunarkennd, samanber blæj- ur Múhameðstrúarkvenna. Elztu heimildir um kossa eru frá Vest- ur-Asíu, t.d. á ýmsum stöðum i biblíunni. Kossinn gat þar verið kveðjusiður, en auk þess tákn- aði hann ást, undirgefni eða holl- ustu. í fyrndinni var ekki nærri alltaf kysst á munninn, heldur engu síður á enni, kinnar eða hendur. Átjur var það alsiða meðal heldra fólks að kyssa á hendur kvenna, og tíðkast það sums staðar enn, einkum í róm- önskum löndum. Oft kysstú menn á klæði eða fætur höfðingja til Framhald á 8. síðu. Þ É R eigiö alltaf Handaupprétting Rómverjar heilsuðu með því að rétta upp hægri hönd. Ætla margir, að hermannakveðjur síð- ari tíma séu frá þeim runnar. ítölsku fasistarnir og þýzku naz- istarnir tóku þennan kveðjusið upp frá Rómverjum, þannig að flestir mundu í dag kalla þetta Hitlerskveðju, þó að það sé fjarri lagi, að Hitler eða hans menn hafi fundið hana upp. Meðan kosningar voru opinberar fóru þær oft fram með handaupprétt- ingu, og reyndar er svo enn um kosningar í ýmsum félögum. leið um Laugaveginn Clausensbúð Handahand Handabandið er gamalt, en það var í fyrstu ekki almennur kveðjusiður. Það gat verið tákn ástar og vináttu, en oft táknaði það einnig staðfestingu á samn- ingum, líkt og undirskrift síðar meir. Um þetta eru fjölmörg dæmi í íslenzkum fornsögum. Sumir segja, að handabandið sem kveðjusiður hafi hafizt vegna þess, að menn vildu sanna, að þeir gengju ekki með rýting í hendinni, en auðvitað er þetta þjóðsaga. Öll þekkjum við það, að engar tvær manneskjur heilsa eins með handabandi, handtök fólks eru jafn ólík og rithendur þess, og líklega eru þau ekki síð- ur vísbendingu um skapgerðina. Við þekkjum hið máttlausa, kuldalega og þvala handtak, en eipnig hið hressilega, trausta og hlýlega. „Sýndu mér, hvernig þú heilsar með handabandi, og ég skal segja þér, hver þú ert“. NÆSTUM ALLAR VILIA ÞÆR ■ t i ■ «. : { S ■ ■I •i »■ | ■ tlzku- 09 handavinnublaðið frábæra j með Iffprentuðu sniðaörkinni! | Fæif kjá ðllum héksilum! 5 - - I-

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.