Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.01.1957, Qupperneq 6

Mánudagsblaðið - 07.01.1957, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 7. janúar 1957 1 fyrstu var engu líkara eftir að hún kom. heim af spítalanum en að allt gæti orðið eins og það var áður. Allir voru svo góðir og elsku- legir og fólk gerði sér ómak til þess að koma og heim- sækja hana og segja henni fréttir og síðasta bæjarslúðr- ið. Sumt var þó breytt. Hinir kátu, ungu félagar hennar úr samkvæmislífinu máttu ekki vera að því að skipta sér af sjúklingi. Þeir voru af þeirri manngerð, sem neitar að horfast í augu við sjúkdóma og dauða. Þeir heimtuðu líf, léttlynt líf og hömlulaust, og þeir höfðu ekki tíma afgangs handa Judith núna. En svo voru aðrir sem voru allir af vilja gerðir til að hlaupa í skarðið, að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að hafa ofan af fyrir konu, sem þeir kenndu í brjósti um. I fyrstu leiddist henni hið meira og ininna meiningarlausa slúður um ómerkileg atvik, eins og tíðkast meðal kvenna í smá- bæjum. Aðeins vegna Blair, vegna þess að Blair var svo góður og vegna þess að hann var vakinn og sofinn við að hjálpa henni til að gleyma öll- um sársaukanum og þung- lyndinu, þoldi hún þeim að koma fyrstu dagana eftir heimkomuna. Frú Weston, til dæmis, með sínar óendan- legu heimilisáhyggjur; frú Arthur, sem var sannfærð um, að sjö ára gamall sonur hennar væri undrabarn; ung- frú Jaekson, sem var öll í góðgerðarsemi. 1 fyrstu lang- aði hana til að hrópa upp yfir sig, þegar þær komu fær- andi smágjafir og smásögur úr bænum. Auðséð var, að þær gættu sín dálítið gagn- vart henni. Hin unga frú Dorset sem og hin eklri ung- f rú Wetherby haf ði aldrei um- gengizt þær að ráði og þær voru ekki vissar hvar þær höfðu hana. Fólk sagði, að hún væri léttlynd og tæki mikinn þátt í samkvæislífinu, og henni stæði víst nokkurn veginn á sama, hvort þær kæmu, en dr. Dorset hafði beðið þær að koma. „Konan mín hefur svo gaman af heimsóknum", sagði hann, og því hafði stolt þeirra og ótti orðið að víkja, og ekki þurftu þær að iðrast þess, því hún Teyndist allra almennilegasta manneskja. Hafði jafnvel á- huga fyrir því sem þær sögðu. Prú Weston sagði síðar, að hún hefði aldrei vitað, hve húsleg. frú Dorset í rauninni var, þar til nú og frú Arthurs státaði af því í marga daga, að frú Dorset hefði beðið ®ig að koma með undrabarnið, son sinn, í heimsókn einhvern eftirmiðdaginn. E|n enginn nema Judith, sem af veikum mætti barðist við að endurgjalda Blair góð- semi hans, vissi, hvað það kostaði hana að bæla niður leiðindin og óþolinmæðina og hatrið á þessum smábæ og esmábæjarhugsunarhætti. 33. mAmALDSSAGA Þó grunaði prófastsfrúna kannske eitthvað. — Agatha Milroy hafði verið fögur kona, þegar hún giftist Phil- ip Crossways. Fegurð henn- ar hafði að nokkru leyti geng- izt fyrir með árunum, en gáf- urnar voru enn í góðu lagi, og betur kannski en nokkur annar, betur en Blair og vissu lega betur en konur í Plym- chester, skildi hún sálir, sem höfðu metnað að aðaldriff jöð- ur. Hún var í útlöndum, til að frelsa Phillida undan fleiri hættulegum kunningjum í þann mund sem Judith kom heim, en daginn eftir að hún kom að utan heimsótti hún Judith. Þetta var einn af þeim dögum þegar Judith leið sem verst. Hún hafði ekki sofið fyrir verkjum um nóttina, var gröm út í lífið og sjálfa sig og í æstu skapi. og hennar fyrsta hugsun, þegar hjúkr- unarkonan tilkynnti henni, að prófastsfrúin væri komin í heimsókn, var að þverneita að taka á móti henni. Síðan varð löngunin til að votta Blair þakklæti sitt í verki yf- irsterkari, og henni snerist hugur. Hún hafði aldrei þekkt prófastsfrúna vel. Hún hafði ekki verið sé’rstaklega and lega sinnuð á yngri árum, en hún hafði gert sér nokkuð skýra mynd af því, hvern- ig prestskonu bæri að vera, og þá ekki síður pró- fastskonu. Hún hafði búizt við lexíu um kristilega þolin- mæði í mótlætinu og og þá huggun, sem fá mætti í skauti kirkjunnar. í stað þess fyrir- hitti hún konu með hrífandi samtalsgáfu, sem aldrei minntist á trúmál þær tvær stundir, Sem hún sat hjá henni; heldur talaði um bæk- ur ,sjónleiki og málverkasýn- ingar; sem hló, að vísu góð- látlega, að öllum smábæjar- hleypidómum Plymchester; sem var gædd óstöðvandi kýmnigáfu, fyndin í svörum og fluggáfuð. Judith sagði hálfhissa: „En hötuðuð þér það ekki? Hötuðuð þér ekki þetta líf? Með yðar gáfur. Þér hefðuð getað gert hvað sem þér vild- uð. Komizt eins langt og þér vilduð. Hvernig hafið þér farið að því, að lifa í stað eins og þessum án þess að staðna?" „Vegna þess“, sagði Agat- ha Crossways, „að ég hef alltaf heldur viljað vera eftir E. Carfrae stór froskur í lítilli tjörn, og trúðu mér, vina mín, að það borgar sig. Ég hef orð fyrir gáfur hérna og nýt þess. Ég segi við sjálfa mig: ,Ég er fluggáfuð kona', og vitundin um það fleytir mér yfir marg- ar torfærur. Ég lít í kringum mig og virði annað fólk fyrir mér og er fegin, að ég er ekki eins og það er. En ég gæti ekki gert það, ef ég væri með- al gáfaðs fólks. Það er að- eins vegna þess, að Plym- chester er svo tiltakanlega andlaus bær, að mér leyfist að láta ljós mitt skína, og ég er staðráðin í að láta það halda áfram að skína. Ég var um árstíma í Oxford einu sinni. Philip var á framhaldsnám- skeiði, og þar lærði ég að þekkja mínar eigin takmark- anir. Og, góða mín, ég hef munað þær æ síðan. 1 lok þess árs var ég eins og blaðra sem stungið er á. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að það sem ég hélt vera gáfur væru fákænska ein og að í rauninni vissi ég ekki neitt í neinu. Það var auðmýkjandi, en ég var hyggnari af reynslunni. Þeg- ar ég f luttist með Philip hing- að, var ég eins og halaklippt- ur hundur. Allur gáfnagor- geir klóraður úr mér af fólki, sem raunverulega hafði gáf- ur. Ég vár ekki búin að vera hér meira en viku, þégar kona sagði við mig: „Kæra pró- fastsfrú, það hlýtur að vera dásamlegt að vera eins skyn- söm og þér eruð“, og þá fór ég aftur að fá trú á lífið. Ég er ekki að gera lítið úr minni eigin greind, en 1 bæ, þar sem ekki er ætlast til, að konur séu hugsandi verur, má lengi drýgja lítið“. Hún hallaði sér aftur á bak í stölnum. „Þú ert líka skjmsöm, á þína eigin vísu. Ég held ekki, ef ég má leyfa mér að vera hreinskilin, sem er aðeins annað orð fyrir ósvífni, að þú gætir komið róti á heilan hafsjó af gáfum, en Plymchester er ekki neinn hafsjór. Hún er lítill pollur, og í litlum polli geta jafnvel litlir steinar valdið töluverð- um öldugangi. Ef þú snerír þér að efninu, þá hugsa ég þú hefðir bara gaman af að fleyta kerlingar í Plymchest- er, Judith. Hlýddu nú á mig augnablik, meðan ég segi þér, hvernig þú skalt bera þið að byrja. Ó, það eru ýmsar leið- ir, og ég þekki þær allar. „Hlustaðu nú á, hvað ég segi þér —“ Þegar hún fór, var Judith breytt kona með nýtt viðhorf til lífsins. Kona sem sá votta fyrir dagsbirtunni í gegnum myrkur örvæntingarinnar. — Það var Agatha Crossways, sem kynnti hana fyrir félags- mönnum í íhaldsfélaginu og fékk hana kosna í stjórnar- ráðið þrátt fyrir örkuml sín; hún var það sem kom henni í samband við allskonar mannúðarfélög og krafðist þess, að hún innritaði sig á námskeið í hagnýtri blaða- mennsku. „Ösjálfbjarga“, sagði hún með fyrirlitningu, þegar Jud- ith bar við máttleysi sínu. „Með þínar gáfur? Vertu nú ekki eins og kjáni, stúlka mín. Það kann að vera, að þú eigir eftir að ílendast hér í Plym- chester það sem eftir er æv- innar eins og ég —• og það er nokkuð, sem ég auðmjúk- lega álít, að Plymchester megi vera af hjarta þakklát fyrir — en þú getur að minnsta kosti reynt að nota tímann. Nú, svo við snúum okkur að þessu húsbygging- armáli, Judith... Fram að þeini degi, þegar Agatha Crossways kom inn í líf hennar, ekki aðeins sem kona háttsettsts manns innan kirkjunnar, heldur sem ó- venjulega aðlaðandi kona, greind og glaðlynd, haf ði Jud- ith aldrei vitað, hversu gaman getur veríð að lifa, og hve margt er hægt að gera sér til dægrastyttingar innan þeirra takmarkana, sem sjúk- dómur setur manni. Það var frú Crossways, sem uppgötv- aði, að hún hafði skipulagn- ingarhæfileika og gott auga fyrir ónotuðum möguleikum, og það var hún, sem sá um, að þessir hæfileikar væra hag- nýttir. Fimm mánuðum síðar var hún jafn ósjálfbjarga og áður, en nú var hún störfum hlaðin kona, allt að því ham- ingjusöm. Blair þakkaði guði fyrir að hafa sent þeim frú Crossways. Honum og Judith kom ágætlega saman nú orð- ið. Á kvöldin, að afloknu dags- verki, gat hann borið undir hana vandamál sín, og oft var það hún sem með ferskum augum sá möguleika, þegar þreytan hafði byrgt honum sjálfum sýn, Þau kynntust betur en þau höfðu getað gert á hinum fyrstu, stormsömu dögum hjónabands þeirra. Hún lærði að meta trúskap hans, tryggð hans við hug- sjónir, sem aðeins fengu upp- fyllingu í hversdagslegu stríti, og hann fann hjá henni djúp- an skilning og meiri aðgætni og forsjá í praktískum hlut- um en hann hafði áður orðið var við. Evan Harrighan vildi emt ekki gefa ákveðnar vonir um bata. Hann brúkaði löng orð,, ýmsar tæknilegar útlistanir, sem engir nema læknar hefðu skilið, en hins vegar neitaði hann ákveðið að gefa upp alla von. I Vínarborg var læknir, sem gerði furðulega hluti. Hann vildi fá Judith til þess að lof a Blair að f ara með hana til hans, en peningar voru af skornum skammti eins og á stóð. Sjúkdómur hennar hafði verið ærið kostnaðarsamur, jafnvel þótt Blair væri sjálf- ur læknir, og í Plymehester var næði. Verkfallsalda hafði gengið yfir, og þó verkföll komi ekki í veg fyrir veikindi, þá gera þau mönnum erfiðara fyrir að borga reikninga. Jud- ith, sem hafði meðal annars tekið að sér að líta yf ir reikn- inga hans, var steini lostin er hún komst að raun um, hve fáir af jafnvel efnaðri sjúk- lingum hans töldu sér skylt að borga reikninga sína. Því var sleppt að hugsa um mann- inn í Vín, í bili að minnsta rosti. En eins og Evan Harríg- han sagði, gátu þau beðið með hann, þangað til allt annað biygðist, og hann hefði enn- þá ýmis spil á hendinni. En einmitt um þetta leyti, þegar bjartsýnin var mest, og svo leit út sem allt mundi enda vel og friðsamlega, varp- aði Susan sprengju í leikinn og eyðilagði gleðskapinn. Hún kom inn að tala við Judith einn morguninn og allt í einu lagði hún fyrir hana spurningu: „Judy“, sagði hún, „ég þarf að spyrja þig nokkurs. Fram að þessu hef ég ekki getað það, vegna þess hve veik þú hefur verið, og — jæja, slepp- um því, en ég verð að fá svaí núna. Því, ef þú fékkst það, þá hefurðu víst þínar eigin ástæður til að vera kyrr hjá Blair, en ef þú hefur elcki fengið það, þá ættirðu að vita* hvernig landið liggur“. „Þú ert anzi leyndardóms- full“, sagði Judith. Hún vaí orðin hálfþreytt á heimuleg- heitum Susannar. Á tvíræði hennar og málalenginugum. „Hvað fékk ég eða fékk ég ekki? Ég vildi óska, að þu hættir þessum dylgjum og segðir hreinskilnislega, hvað þér liggur á hjarta“. „Jæja þá“, sagði Susan. —< Hún stóð á f ætur og nam stað- ar við f ótastokkinn á rúminu,: mjög sperrt og dramatísk. „Ég skal vera hreinskilin. Og það sem ég vil vita, er þetta: Fékkstu eða fékkstu ekkibréf frá mér sama morguninn og þú lentir í slysinu, Judy?“

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.