Mánudagsblaðið - 07.01.1957, Blaðsíða 8
DR EINU I ANNAÐ
Enga mennlun — Umferð vel sljórnað — Hefð-
armaður — Brúðkaupsferðin í Hafnarfirði
Menn hafa misjafnt álit á embættum sínum —
flestir vilja sýnast þjóna mikilsverðum embættum og
vera „númer“ í þjóðfélaginu.
Fæstir hafa sér „húmor“ í þessum efnum, en þó
eru undantekningar — úr óvæntustu átt: Bjarni Bene-
diktsson, ritstj. Mbl., ritar í Úlfljót, blað „laganema"
um ýmislegt varðandi lögfræðileg efni. Síðar í grein
j! sinni kemst Bjarni m. a. að orði eitthvað á þessa leið:
Annars er ég nú farinn að ryðga í lögfræðilegum
fræðum, enda hef ég nú um tíu ára skeið gegnt embætti,
sem enga menntun þarf til.
★------------------------
t
Fuílyrða má, að umferðarlögreglan hefur lyft
Grettistaki í jólaönnunum. Hafa lögreglumenn staðið
vörð á götum, stjórnað umferð og gefið út sektar-
miða óspart (höf. þessa dálks fékk fjóra) og mjög
fátítt var um að umferð tefðist um hóf fram.
Nú væri æskilegt ef mögulegt reyndist að halda
áfram eftirlitinu, þótt ekki væri nema að hálfu leyti.
Jafnframt því, að það er nauðsyn, er það ríkur lær-
dómur fyrir þá, akandi og gangandi, sem umferð
arreglur brjóta.
★------------------------
I
Tveir kunningjar, sem skemmtu sér á gamlaárs-
kvöld, ræddu saman um atburði kvöldsins. Annar
þeirra spurði: Og hvað gerðirðu er þér var kastað
bakdyramegin út af ballinu?
„Nú, ég sagði dyraverðinum, að ég ætti áhrifa-
mikla menn að, og að hann myndi fá að kenna á því“
svaraði hinn.
„Og hvað sagði dyravörður?"
„Hann kom út, bauð mér inn aftur, baðst afsök-
unar — og henti mér síðan út um aðaldyrnar” •—
-----------------------
Annað kvöld, mánudagskvöld kl. 9. verður hinn
vinsæli útvarpsþattur, Brúðkaupsferðin, tekin upp í
Bæjarbíói, Hafnarfirði. Stjórnandi verður Sveinn Ás-
geirsson — spekingarnir Helgi Sæm., Sigurður Magn-
úss., Sigurður Ólas., Friðfinnur Ólafsson og Indriði G.
Þorsteinsson verða viðstaddir að venju — svo og tvö
kærustupör. Gera má ráð fyrir að fjölmennt verði ef
að vanda lætur. —
Til lesenda
Þ\i miður tókst svo til, að
gagnrýni sem birtast átti í
þessu tölublaði um Töfra-
flautu Mozarts, verður að bíða
næsta blaðs, vegna ófyrirsjá-
anlegra orsaka.
í næsta blaði hefst svo nýr
og spennandi þáttur — leyni-
lögreglusaga í myndum. —
Myndasagan verður eflaust
ákaflega vinsæl — og mun
blaðið veita verðlaun fyrir
rétta lausn. Nánar verður
skýrt frá þessu um næstu
helgi. Fylgist með frá byrj-
un.
Hvað á að gera i kvöld?
SUNNUDAG
Kvikmyndahús:
Gamla bíó: Morgunn lífsins. H. Hatheyer. Kl. 5, 7, 9.
Nýja bíó: Désirée. J. Simons. kl. 5, 7, 9.
Austurbæjarbíó: Ríkharður Ijónshjarta. G. Sanders. Kl. 5, 7, 9.
Stjörnubíó: Héðan til eilífðar. B. Lancaster. Kl. 5, 7, 9.
Tripólíbíó: Marty. E. Borgnine. Kl. 5, 7, 9.
Hafnarbíó: Captain Lightfoot. R. Hudson. Kl. 5, 7, 9.
Laugarásbíó: Drottnari Indlands. Kl. 5, 7, 9.
Leikhús:
Þjóðleikhúsið: Töfraflautan. Stína-Britta Melander. Kl. 20.
Áð heilsasf
Framh. af 2. síðu
að tákna undirgefni og hollustu.
Stundum gekk undirgefnin svo
langt, að menn kysstu jörðina
við fætur höfðingjanna eða spor
þeirra. í Austurlöndum féklc
kossinn snemma á öldum trúar-
lega þýðingu. Menn kysstu
skurðgoðamyndir, og það gerðu
menn líka oft við helga dóma í
kristnum sið. í frumkristninni
var kossinn tákn einingar og
bræðralags fólksins' í sc(fnuð-
inum. Biskupar og prestar voru
oft kysstir á hendur eða embætt-
isbúningi, pápi á fætur eða hend-
ur.
Kossinn sem ástatákn karls
og konu mun fyrst hafa þekkzt
í Vestur-Asíu. í því sambandi
var hann oft tekinn mjög svo-
hátíðlega áður fyrr. Var þá víða
um lönd litið svo á, að manni
bæri skvlda til að ganga að eiga
þá konu, sem hann hafði kysst.
Hvernig litist mönnum á, ef þetta
ætti að verða regla nú á okkar
dögum? Hvernig litist mönnum
á, ef þetta ætti að verða regla
nú, á okkar dögum? Hætt er við,
að sumir yrðu þá öllu sparari
á kossana en þeir nú eru. En
ástakossinn hefur ekki alltaf ver-
ið hinn sami, það er til tízka í
kossum eins og öðru, og kossa-
tízkan hefur sennilega breytzt
eitthvað með hverri nýrri kyn-
slóð. Og burtséð frá allri kossa-
tízku ér ástakossinn líka alltaf
að einhverju leyti persónulegur,
engir tveir menn og engar tvær
konur kyssa nákvæmlega eins.
Og bæði nú í dag og fyrr á öld-
um hefur áreiðanlega alltaf ver-
ið staðfest hyldýpi milli hins
fyrsta koss saklausrar ungmeyj-
ar og hins raffíneaða þreytukoss
hinnar veraldarvönu og forhertu
heimskortu. Önnur kann ekki
neitt í kossatækninni, hin kann
hana út í æsar með alls konar
afbrigðum, en hvor kossinn er
girnilegri?
Við erum svo bundin af okkar
tíma og umhverfi, að okkur finnst
sjálfsagt, að elskandi menn og
konur muni um allan aldur halda
áfram að kyssast en þar skjátlast
okkur líklega. Forfeður okkar
á eldri steinöldinni hafa víst á-
reiðanlega ekki kunnað að kyss-
ast. Og afkomendur okkar árið
15,000? Eftir forgengileik allra
siðvenja að dæma munu þeir
ekki kyssast, heldur nota einhver
allt önnur ástatákn, það er að
segja, ef þá verða eftir á jörðinni
nokkur maður eða nokkur kona
til að elskast.
Ólafur Hansson.
ánudagsblaðið
Áhrifarík mynd
í Trípólífoíó
Trípolíbíó sýnir ura þessar
mundir eina jafnbeztu jóla-
myndina „Marty“, en svo er
auglýst að hún hafi hlotið
fjölda verðlauna. Efni mynd-
arinnar er tekið úr hversdags-
lífinu — fjallar um ungan
— 34 ára — mann, einmana,
sem býr með móður sinni.
Vinir hans eru háfgerðir
auðnuleysingjar, aðgerðar- ]
lausir og lífsleiðir — hvorki
drykkju- né glæpamenn, að-
eins ráfandi sálir. |
Marty, afgreiðslumaður í
kjötbúð, kynnist stúlku og
lífið fær vissan tilgang í aug-
um hans, von um heimilislíf,
hjónaband og börn. Móðir
hans, sem lengi hefur hvatt
hann til að kvongast, verður
fyrir áhrifum systur sinnar,
sem býr með syni sínum og
konu hans, og nú hefst sú
barátta, sem um allan heim
hefur valdið vandræðum —
stríðið milli vina, móður og
tilvonandi tengdadóttur. —
Myndin sýnir glögglega hina
sálrænu baráttu en reynir á
engan hátt að finna lausn né
benda á möguleg úrræði. Sýn-
ir aðeins eina hlið vandamáls-
ins á einfaldan en áhrifarík-
an hátt.
„Marty“ er mjög vel tekin
mynd og leikurinn yfirleitt
góður. Ernest Borgnine, Mar-
ty, er frábær í túlkun sinni
á þessari einföldu og þó sönnu
; persónu. Aðrir leikendur eru
góðir, einkum í hlutverkum
vina hans. Betsy Blair,
kennslukonan, er og frábær i
hlutverki sínu. Mynd, sem
allir ættu að sjá. — A. B.
Misheppnuð mynd
__ í Nýja bíó
Désirée, (nú í Nýjabiói) er
sennilega sú mynd sem mest
vonbrigði vekur. Mynd þessi,
sem byggist á dagbókum
maddömu Clay, síðar Berna-
dotte, hefur hlotið herfilega
útreið í höndum höfundar
kvikmyndahandritsins og eigi
hefur leikstjóri bætt um.
Sú hlið Napoleons, sem
sýnd er hér, er svo smásmugu
leg, rislág og andlaus að furðu
gegnir að hún skuli ætluð til
sýninga. Efniviðurinn var
góður, en hér hefur illa til
tekizt. I stað rikra tilfinn-
inga, er hér um aumasta
eldhúsróman að ræða — :
cinemascope.
Tiltilhlutverkið, Jean Sim-
ons, nær hvergi reisn og á-
tökin verða eins máttvana og
orðin eru stór. Jean er lag-
leg stúlka, leikur oft þokka-
lega en ekki meir. Marlon
Brando, Napoleon stillir sér
upp samkvæmt þeim mörgu
málverkum, sem til eru af
hershöfðingjanum, milli þess
að hann eigrar um sali hall-
anna. Glæsiblær mikill, íburð-
ur, litir og skrautklæði. Orða-
skiftin milli Désirée og hans
eru svo tilkomulitil að þau
vekja bros eitt en þó má hlæja
upphátt að þeim herjans á-
tökum, sem eiga að vera á-
hrifarík.
Satt bezt sagt — myndin er
fyrir neðan allar hellur. A. B.
★
Ljónshjarfað físftr
í Auslurbæjarbíó
Walter Scott samdi skemmti-
lega og vel ritaða sögu um
Ríkharð ljónshjarta og kross-
^ramhald á 4. síðu
Tíminn, áramólin og bifreiðir — Fjölhæfni
Krislmanns - ísfeld og Karloff — Smekkieysi
Þjóðviljans — Ýmislegf —
Er það satt, að ein af stjöm-
um Alþýðuflokksins sé? nú að
Segja má, að blöðin hafi
verið fremur dauf yfir hátíð-
arnar, enda er það uppgripa-
tími auglýsingastjóranna og
láta þeir jafnan „beina pen-
inga“ sitja í fyrirrúmi fyrir
þjóðfélagsádeilum eða öðru
lesefni. Morgunblaðið gekk
þó af miklu lengst fram í
auglýsingaflóði — birti dag
eftir dag um 20 síður af aug-
lýsingum, en annað efni var
aðallega um vörur þær, eink-
um bækur, sem blaðið aug-
lýsti.
Kristmann Guðmimdsson,
rithöfundur, bókagagnrýn-
*R T
í sinn árlega lestrarham og
las vikurnar fyrir hátíðarnar
um það bil eitt þúsund blað-
síður á dag — vísindabækur,
rómana og sögulegar frásagn-
ir — og gagnrýndi jafnharð-
an. Það stórmerkilega í mál-
inu var, að þrátt fyrir þennan
feiknalestur fann Kristmann
ekki eina einustu lélega bók
í öllu flóðinu — og er slíkt
hin mesta guðsgjöf fyrir út-
gefendur.
Mun enginn Islendingur
hafa leikið slíkt eftir fyrr eða
síðar — nema þá Guðbrandur
heitinn Magnússon, sem jafn-
F»'p»r,Viald r fi «=T Ai i