Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.10.1957, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 14.10.1957, Blaðsíða 3
Mánudagur 14. október 1957 MÁNUDA6SBLA Ð-I Ð 3 Menn greinir á um margt, en eru svo sammála um annað. — Þannig mun það tæplega valda miklum ágreiningi að Ævar Kvaran, sé einn meðal okkar allra beztu útvarpsmanna, og þættir hans „Um víða veröld“ hafa yfir sér einkar viðfelldinn menningarblæ. — Er mál og stíll betra en almennt gerist — efnis- val fjölbreytt og fræðandi og „víða leitað fanga, en ekki sótt á gmnnmið heimskulegs hégóma- .vaðals, að auki er flutningur efn- jsins með blæbrigðum og mynd ugleika hins lærða leikara og .listamanns. — Þannig var erindi hans um Markó Póló (fl. 26. 7. þ. á.) engin undantekning ,en var allt hið vandaðasta. — Ástæðan til að það verður nánar rætt hér, er einkum ummæli útvarpsgagnrýn gnda Morgunbl. (30. 7.), hins kunna og vinsæla rithöfundar Þorsteins Jónssonar (Þóris Bergs sonar). „Khublai Khan, sem þá réð yfir Kína og löndum allt til landa- mæra Evrópu og suður undir Indland, vildi þá fá páfann í Róm til þess að senda 100 klerka aust ur þangað með það fyrir augum að kristni yrði upptekin í hinu mikla ríki hans. En svo var þá komið veldi páfans og framtaki, að þessu boði Var ekki tekið; að vísu sendi páfi 2 munka en áhugi þeirrá var ekki meiri en svo, að þeir sneru aftur. — Þannig varð kristin kirkja að einhverju stór- felldasta tækifæri til eflingar kristinni trú, sökum þess að þeir er stjórna áttu sváfu á verði og r yoru illir þjónar og óverðugir lærisveinar Krists. — Lærisvein- ar Búdda notuðu tækifærið og Búddatrú varð útbreidd um Kínaveldi.“ Nokkur hætta er á, að þrátt fyrir fjölvísi og gáfur, hafi hinn einstaki heiðursmaður, þarna lát- ið tilfinningahita skáldsins, glepja sér sýn, að einhverju leyti og sljóvga dómgreindar mat sitt, á öllum viðhorfum og aðstæðum. Enginn vafi er á því að ferðir þeirra Póló frændanna, á sínum tíma til austur Asíulanda, sem •farnar voru til að afla gulls og góðra gripa, voru hin mesta þrek- raun, en þó enganvegin einstæð brautryðjanda afrek eða sú ný- ung sem ýmsir virðast halda, því .allmargir trúboðar, flestir nú liafnlausir og gleymdir, ferðuðust Um þessar sömu slóðir alllöngu áður en Markó Póló fæddist, árið 1254, og á miklu írumstæðari ihátt, en hinir ríku Póló frændur, sem voru auðugir kaupsýslumenn og hagnýttu sér til hins ýtrasta þau þægindi sem auðugir menn geta veitt sér öðrum fremur, á hverjum tíma. — En árið 1212 lögðu hinir fyrstu fátæku og um- komulitlu Fransiskusarmunkar, upp í trúboðs leiðangur til Kína, með lítið annað veganesti en guðstraust og góðan vilja. Til eru skráðar ferðasögur að minnsta kosti tveggja leiðangurs- stjóra, sem fóru á vit hinna „miklu Khana“, sem sérlegir sendimenn og erindrekar páfa stólsins. Þeirra fransiskusar- bræðranna Jóhanns Pian Dé Car- pini og félaga hans, er sendir voru voru með boðskap páfa, til Ogodai Khan, sonar Hins mikla Djengis Khan, og föður þeirra: Kuyuk, Mangú og Khúblai, sem allir urðu „Kanar“. En er Car- pini komst á leiðarenda, var Ogodai látinn, og var hann svo viðstaddur valdatöku Kuyuk, elzta sonarins og boðaði Carpini- honum kristna trú, en ekki tók hann því sérlega ljúflega, en sendi páfa þá bréf, þar serri hann býður honUm að flytjast austur þangað, setjast þar a ðog gjörast sinn þegn, en hótar páfa fullum fjandskap að öðrum kosti. Bréf þetta sem og ýmis önnur, varðandi samskipti páfastólsins og hinna „miklu Khana,“ er í skjalasafni Vatíkansins. En við „hreppaflutninga" páfastólsins, frá Rómaborg til Avignon og síð- ar til Rómar á nýjan leik, hafa mörg þessara bréfa ásamt öðrum þýðingarmiklum skjölum páfa- stólsins farið forgörðum. Nokkru síðar, (en þó áður en Markó Póló fæddist), fór annar leiðangur Fransiskusarbræðra trúboðsferð og í erindum páfa- stólsins, undir forystu Vilhjálms frú Rubruck, í Austurveg til hirð um Guðdóm Krists. Um bróðir Vilhjálm sjálfan, er fátt annað kunnugt, en að hann var talinn vera: „Heiðarlegur, guðrækinn, djarfur og athugull“. — Sem á þeim tímum þóttu allt, vera heldur góðar dyggðir. Khúblai Khan (1214—1294) var m margt hið mesta mikil- menni, stjórnsamur og vitur mað ur og bar af bræðrum sinum, en hvorki þeim né honum, tókst að vinna ást og hylli þjóðarinnar, 09 Kúblm Kan ar Mangú Khan, sem þá var tek- inn við völdum sem fyrix-rennari bi’óður síns Khúblai Khan. Hefur bróðir Vilhjálmur einnig ritað ferðasögu sína, sem þykir hin merkasta í öllum greinum og er þess getið að hinn kunni enski vísindamaður, Fransiskusarbróð- irinn Roger Bacon, hafði síðar rætt mikið við hann um ferðina, og að hann hafi lesið yfir hand- ritið af ferðasögunni. — Með hon um bei’st til Vesturlanda vit- neskja um margar landfræðileg- ar nýjunagar,, meðal annars um Kaspíahafið, að það sé saltvatn en ekki sjór í venjulegri merk- ingu. Hann greinir einnig frá ýmsum dreifðum kristnum söfnuðum, sem hann hafði samband við í hinu víðlenda Kínverska Mon- gólai'íki. Hefur þar væntanlega einkum verið um að ræða hertek- ið Evrópufólk og afkomendur þess, en Molgólahöfðingjarnir hei'juðu allt til Póllands og vest- ur á ungversku sléttuna. — Enda er það veigamikið atriði hjá þess um sendimönnum páfastólsins, að komast að samkomulagi við „Khanana“ um að herja ekki á kristnar þjóðir. — Einnig varð bróðir Vilhjálmur, austur þar, var við allmargt „Kaldæist" kristið fólk, eða Nestoriana, sem á 4. öld hættu að eiga samleið með kirkjunni vegna ágreinings jc[ 3.H ijjfö iiriöri úri 19 ijxii j! en stjórnuðu í skjóli þrælsóttans með hervaldi, og Khana-tímabilið varð ekki langæt’t, ekki einu sinni öld og þeir voru fyrirlitnir af hinni innlendu höfðingjastétt en hataðir af alþýðu manna og litið var á þá sem útlendinga og valdræningja. — Séra Sigurður í Holti, segir einhversstaðar frá því, að er hann þjónaði Flateyjar þingum; heyrði hann menn vera að tala um annan mann, að hann væri ekki Breiðfii’ðingui’, hann væi’i aðeins þriðji liður þar við Breiðafjörð, afi hans hefði flutzt þangað. Nú var það þetta sama viðhorf í Kína, — Khúblai Khan, var aðeins þriði liður þar 1 landi, afi hans hafði flutzt þangað og bnjtizt 'til valda. — En vii'ðingin fyrir ættarhefðum og erfðavenj- um, er tahn engu minni þar aust- ur í Kína, en hér vestur við Breiðafjörð. Khúblai Khan var á tímabili umburðarlyndur í trúmálum og kr&tnir menn nutu virðingar við hirðina og voru ekki látnir gjalda trúar sinnar, enda ekki óhugs- andi að hann hafi orðið fyrir ein- hverjum bernskuáhrifum í þá átt að virða kristna trú, frá móður sinni, sem talið er að hafi verið kristin kona og þá vamtanlega herleidd. Einnig giftist Abaga, einn af sonum hans, kristinni konu, óskilgetinni dóttur Micha- els 8. er var Byzans eða Mikla- xitiiinaMuiiiiua 1«» 11 umMmmnmmi.K»inmiH'ii garðskeisari (1261—1282) og er ekki víst að hún hafi verið her- leidd, heldur hefur getað verið um einskonar pólitíska giftingu að ræða, ef til vill fyrir forgöngu páfastólsins, því um þessar mund ir voru kærleikar miklir milli páfa og keisarans og sameinuðu þeir grísku og latnesku kirkjuna undir forustu páfastólsins. — Hélzt sú eining þó aðeins um nokkurra ára bil. í sögu páfastólsins hafa einatt skipzt á skin.og skúrir, eins og vænta má um svo langa og við- burðaríka sögu, en trúboðsáhug- inn var þar alltaf vakandi og til Kína voru sendir margir ílokk ar trúboða, einkum Fransiskanar, að vísu komst ekki skriður á það mál, að gagni, fyrr en nokkrum árum síðar, en Pólóbræðui'nir komu með skilaboðin frá Khúblai og þó einkum upp úr aldamótum 1300, er menn eins og Fransisk- usarbróðirinn Jóhannes af Monte Corvínó (Hrafnabjörgum), starf- aði þar í meira en meðal manns aldur. Þýddi heilaga ritningu á kínverska tungu og margar aðrar góðar og helgar bækur. •— Þá mætti einnig nefna Fransiskus- arbróðirinn Odorip, sem ritað hefur allmerka ferðasögu um kristniboðsleiðangur sinn til Kína og dvölina þar, árin 1318 1330. Vert er að gefa því gaum, að boðskapur Khúblai Khans, til páfastólsins sem Póló bræðurnir áttu að koma til skila, er ekki beiðni um að senda 100 venju- lega ti'úboða, sem þó hefði verið mjög örðugt að verða við, und- irbúningslítið, — heldur var það beiðni um að senda 100 háskóla- kennara eða prófessora, þar sem hann krefst þess að þeir séu „meistarar hinna sjö frjálsu lista“: Málfræði, rökfræði, ræðu- listar, talnafræði, flatarmálsfrfði, tónfræði og stjörnufræði. — En slíka menn er ekki hægt að taka umsvifalítið, þeir liggja ekki í kippum, fyrir á „lager“ eins og það heitir á verzlunarmálinu. — Það segir sig sjálft, að þetta var blátt áfram óframkvæmanlegt, nema með talsvert löngum und- irbúningi, meðal annars að læra nokkuð í austurlandamálum en einkum þó í kínversku, sem ekki ku vera eins auðlærð og ill danska. Við nánari athugun virðist því vafasamt, hvort réttmæt eru bit- Efiir s. k. smmm ★ uryrði á boi’ð við þau, að tala um: „Illa þjóna — óverðuga læri- sveina Krists og að þeir sem stjórna áttu, hafi sofið á verðin- um“. — eins og heiðursmannin- um Þorsteini Jónssyni, verður á að viðhafa. — að Geta ekki, fram kvæmt eitthvað, er mjög ófull- nægjandi sönnun þess að sofið sé á verðinum. Hitt ber svo auðvitað sárlega að harma, að ekki var i bráðina (þurfti að bíða í tvo tugi ára), hægt að verða við óskum Khúblai Khan. — Það þarf meiri skygnihæfileika en flestum er gefinn, að segja um hver hefði orðið rás viðburðanna, ef þetta hefði farið svona en hitt aftur öðru vísi. -- En gæti ekki verið að hr. Þoi'steinn Jónsson og reyndar hr. Kvaran líka, geri of mikið úr óþekktu stærðinni í dæminu, um hver árangurinn hefði orðið fyrir kristna kirkju, ef unt hefði verið að verða við ósk Khúblai Khan. ef páfinn hefði getað „afgreitt pöntunina" til hans. — Það eru mjög litlar líkur til að Khúblai Khan hefði sjálfur 'orðið kristinn þrátt fyrir það, hefði hann haft nokkurn hug á því, þá hafði hann auðveldlega átt þess kost. — Hann var einþykkur náungi og ráðríkur í meira lagi, fékk Markó Póló vinur hans, sannar- lega að kenna á því, þar sem hon- um var árum saman haldið í eins konar stofufangelsi og einber til- viljun réð því, að hann átti aíí- urkvæmt til Vesturlanda. En fyrir utan það sem Khana- veldi Mongólanna átti skammt eftir til síns endadægurs, þá éru litlar líkur til að allt hefði gengið árekstralaust í sambandi við einkalíf Khúblai Khan og kenn- ingar heilagrar kirkju, að minnsta kosti hefðu orðið nokk- urir örðugleikar með hjúskapar- mál hans, hann taldi sig vera lög lega giftan 4 eða 5 konum sam- tímis, fyrir utan sem hann hafði mjög fjölbreytt og fullkomið ást- meyjasafn, með nokkur hundruð stúlkum og var fjölmenn emb- ættismannastétt og sendinefndir stöðugt á ferð og flugi um ríkið, til að safna saman hinum ’til- skilda fjölda fegurðardísa, því ástmeyjasafnið átti að endurnýja árlega. Á síðari æviái’um sínum fjar- lægðist Khúblai Khan kristin- dóminn og hneigðist meira til Búddadóms, sennilega að ^okltru leyti til að vingast við þjóðina, því Búddatrúin hafði um langan aldur, verið trú bænda og allrar alþýðu í landinu. — Svo það er elcki heldur rétt, að „Lærisveinar Búdda notuðu tækifærið, og Búdda trú varð útbreidd um Kínveldi“ — eins og hrotið hefur úr penna hins ágæta manns. — Búddatrúin hafði um nokkur hundruð ár verið trú meginþorra landsmanna, en það sem þó réð úi’slitum um að liún varð eins- konar ríkistrú, var hin sigursæla bændauppreisn, eða „Hvítlilju- uppreisnin“ eins og hún hefur verið kölluð, undir forystu Búdda-múnksins Chú Yuan- Chang, sem hafði rxáð öllu í’íkinu á sitt vald, nálægt 60 árum eftir dauða Khúblai Khans, og stofn- aði hann Ming-keisaradóminn sem sat að völdum um 3ja alda skeið. Réðu Múddapi’esta og geld ingastéttin þar lögum og lofum um langt skeið, var kristni út- rýmt og alið á útlendingahatri og Kína að mestu lokað land, þar til á 16. öld er Jesúítar hófu kristni- boð þar að nýju og náðu mjög góðum árangri, en þá komu of- sóknir á nýjan leik, og þannig hefur það gengið og er enn. (Framhald). :

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.