Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.10.1957, Qupperneq 6

Mánudagsblaðið - 14.10.1957, Qupperneq 6
M Á N U D A G S B L A Ð I Ð Mánudagur 14. október 1957 Framhaldssaga CAROLINA CÍtjr FAITH BALDWIN 24. mæðin sjálf og hlýddi henni í einu og öllu. Carolína átti talsvert sam- an við Derek Williams að sælda. Það var auðséð, að Bill hafði sagt það satt, að hann væri ekki fastur við lög fræðistörfin. Hann átti það til að koma á spítalann á öll- um tímum, reykjandi éða les- andi í biðstof unni, þegar hann fékk ekki að koma inn til hénnar meðan hún var að ná sér eftir uppskurðinn. Og hann var ákaflega góður við hana. Hann svaraði hinum ó- teljandi spurningu hennar um börnin og húsið af ýtr- ustu þolinmæði. Hann færði henni blóm og sælgæti og bæk ur, fékk vini hennar til að heimsækja hana, sá um að börnin skrifuðu henni skrýtin bréf og töluðu við hana í sím- ann. Síðustu vikuna tók hann upp á því að koma á þeim tíma, þegar f rú Williams fékk sér eftirmiðdagsblundinn og heimtaði að Carolína væri sér til samlætis í biðstofunni. Þau sátu þar oft í hálfa klukkustund eða rúmlega það og töluðu. Hún kynntist hon- um betur þá af ýmsum orð- um.oroum, sem hann lét falla í ógáti, að því er virtist. Hann var sex árum yngri en konan hans. Hann hafði kynnst henni, meðan hann hann var á íhringferð kring- um hnöttinn. Honum leiddist lögfræðin. Hann hafði langað til að verða rithöfundur. Hún hugsaði: Eg verð fegin, þeg- ar ég losna og get talað við Sally um þetta. Það er að segja talað um Derek Williams. Hún kenndi mjög í brjósti um hann, þenn . an aðlaðandi, taugaóstyrka mann — það var auðséð, að ta.ugaóstyrkurinn stafaði ekki eingöngu af núverandi á- standi, það var henni fyrir löngu ljóst — sem var bund- inn hinni dauðveiku, óaðlað- andi konu, sem hélt sér dauða haldi í hann. Að þrem vikum liðnum var frú Williams látin fara heim og Carolína fór heim með henni. Derek Williams hafði beðið hana um það. Þau höfðu talazt við kvöld eitt nokkru áður. Hún rákst á hann, eins og oft köm fyrir, þegar (hún var að fara heim frá spítalanum, og hann sagði: „Eg ætla ekki að fara inn núna. Mig langaði til að tala við yður. Eg kom sér- staklega 1 þeim erindum. Vilj ið þér lofað mér að aka yður heim?“ Bílliún hans beið fyrir utan. Carolína steig inn í bílinn og þau óku heim til hennar, þótt það væri aðeins spottakorn frá. Þar nam hann staðar og sagði: „Dr. Long segir mér, að konan mín geti farið að koma heím .... Það er að- eins tímaspursmál. Auðvitað veit hún ekkert. Hún heldur, að sér batni. Hún er með alls konar fyr- irætlanir á prjónunum. Kannske jafnvel ferðalag til Evrópu, þegar hún er orðin frískari. Auðvitað hef ég held ur hvatt hana en latt. Ungfrú Cutler, viljið þér koma heim með henni? Hún verður alls ekki skelkuð, þó að þér komið með. Hún er orðin svo mjög upp á yður komin, og hún veit, að hún þarf á hjúkrun að halda fyrst um sinn. Við reynum að láta fara eins vel um yður og okkur er unnt.“ Hann horfði biðjandi á hana. „Krakkarnir hafa sína eigin fóstru, sem er nú kannske ekki alveg starfi sínu vaxin, nema þegar tekið er eftir henni. Með yður á heimilinu væri allt eftirlit óþarft. Eg vona, að þér komið. Við þurf- um mjög, mjög mikið á yður að halda.“ Carolína sagði, að auðvitað skyldi hún koma, ef þau ósk- uðu þess, og Derek Williams andvarpaði eins og þungu fargi væri af honum létt. Hann spennti greipar, þang- að til hnúarnir hvítnuðu: hann sagði: „Þér hafið létt af mér miklu fargi. Ó, það hefur nú ekki verið svo mjög erfitt á spítalanum — en heima, að þurfa að láta eins og ekkert væri, og ihafa engan til að tala við ... . “ Hann leit á hana aftur og það var bæn og örvænting í augnaráðinu, sem hrærði hana mjög. Hann sagði: „Þér komið eins og þér væruð send af himnum ofan — bara að vita af yður þar ■— og að ég get talað við ýður og vita að þér takið þátt i þessu með mér. Þegar 'þáu skildu, tók hann þönd toennar og hélt henni um stimd. „Þakka yður fyrir,“ sagði hann með þakk- læti, sem virtist ekki vera í neinu hlutfalli við það, sem fyrir hann var gert. Carolína gekk upp tröpp- urnar heima hjá sér. Hún heyrði Williams aka burt, á leið aftur til spítalans. Hún hugsaði, um leið og hún gekk inn í toúsið og upp stigann: Eg held hann hafi meint þetta .... það er skrýtið, en enginn hefur raunverulega þurft á mér að halda fyrr .. . . ekki síðan mamma .... Hún fann að það var til- nýtízkulegt. Túnið sem fylgdi gangur í líflinu og fylltist trausti á sjálfri sér og til- verunni. Það var eitthvað ó- segjanlega ljúft við að finna, að einhver þurfti á manni að halda. 10. KAFLI Heimili Williamshjónanna var á dálítilli hæð í River piannalega. „Haldið þér nú Park hverfinu. Var það dálít- j að vel far iiun yður í næsta ið gamaldags útlits, en innan- j herbergi?“ spurði hún. stokks ákaflega þægilegt og því vissi að ánni. „Já, já, áreiðanlega," svar- aði Carolína, en um leið þótt- Carolínu var fengið mjög ist hún óbilandi sannfærð um, rúmgott herbergi og með- að frú Williams hefði miklu fylgjandi baðherbergi, við heldur kosið, að hún fengi hliðina á herbergi sjúklings- herbergi hinum megin gangs ins hennar. Hún gat sér til að j ins, og að það hefði ekki ver- það mundi vera herbergi Der- ið sjúklingurinn sjálfur, sem eks Williams. Hann leit inn réð þessu, heldur maður henn til hennar, meðan hún var að ar. taka upp pjönkur sínar, sem voru fáar og spurði kvíðafull- ur: „Eruð þér nú viss um, að vel fari um yður?“ „Já, já,“ fullvissaði hún Edna Williams bandaði með hendinni eins og henni mis- líkaði þetta fyrirkomulag. Hún sagði: „Það var alveg fráleitt. Eg hafði hugsað mér hann, „þetta er anzi skemmti- bIáa ,herbergið handa yður, legt herbergi.“ Williams gretti sig dálítið. „Þá hefur þeim tekizt að ( afmá öll merki þess, að ég bjó hér áður,“ sagði hann hlæj- andi. Hún mótmælti strax: „En — hr. Williams —“ „Gerið það fyrir mig,“ sagði hann, „að segja ekki neitt. Eg hef flutt hérna yfir ganginn í eitt af gestaher- bergjunum. Eins og þér sjáið var þetta eina herbergið þar sem innangengt var í her- bergi Ednu.“ Hann þagnaði snöggvast og sagði síðan dálítið ísmeygi lega: „Það er mjög gott að hafa yður héma.“ Frú Williams var farin að láta óttalega mikið á sjá, þótt hún reyndi að bera sig því fylgir dálítil sérstæð setustofa ... . “ „Eg sá það,“ sagði Caro- lína, „Það er ákaflega skemmtilegt." ÓSVÍFIN FRAMKOMA Framhald af 1. síðu verið að því að finna. Hitt, að koma svona fram, er ósvífni af versta tagi og í öllu langt fyrir neðan velsæmi. Væntan lega sjá forráðamenn Þjóð- leikhússins sér fært, að bæta áhöfninni upp þessa hneysu — og varast að láta slíkt koma fyrir aftur. Það er hverfandi útgjaldaliður fyrir stofnunina, að tilkynna að- stæður og myndi enginn á- fellast slík útgjöld. (Blaðið hefur nöfn manna þeirra er hér eiga hlut að máh). Ritstj. Hljómleikar KK-sextettsins Tíu ára afmælishljómleikar KK-sextettsins í Austurbaejar- bíó s.l. fimmtudagskvöld vöktu verffskuldaða hrifningu áheyr- enda. Söngvurunum, Ragnari Bjarnasyni og Sigrúnu Jónsdótt- ur var forkunnatvel tekiff, sömu teiffis einlfeikurum, og þá sérstak lega trommuleikaranum, Guð- mundi Steingrímssyni. Nokkurs taugaóstyrks gætti í fyrstu hjá hljómsveitinni, og gegnir það furðu um jafn vel æfða og snjalla hljóðfæraleikara, en er á leiff sóttu þei rheldur bet- ur í sig veffriff ,og viff leiftrandi KK-kæti og fjör skemmtu áheyr- endur sér meff ágætum. Efnisskráin var fjölbreytt, sem vænta mátti, og þótt hljómleik- arnir hafi verið hinir ágætustu í heild, ber sérstaklega að geta Ragnar í Rokk-lagaseríunni, Sig- rúnar í lögunum Just One of These Things og Cry me a River, trommusólóar Guðmundar, sem var hreint út sagt „fenomenal" og ágætrar bassasólóar Jóns Sig- urðssonar. Af flestu öðru bar þó flutn- fngur lagsins Freight Train, sem var í senn nýstárlegur, fjörugur og afburða skemmtilegur. Hljómleikarnir verða endur- teknir í dag (sunnudag 13. sept.) kl. 7 og vil ég ráðleggja fólki að láta ekki þessa ágætu skemmt un fara fram hjá sér. Til hamingju með afmælið, KK, ■— og þökk fyrir góða skemmtun. béhá. KMRIUbRrt

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.