Mánudagsblaðið - 22.06.1959, Page 8
OR EINU I ANNAÐ
Hermenn í íþróftaskálum — Furðuleg lögreglusaga
— Vegamlasfjórn og hæffumerki — Lúxus skrif-
sfofur — Bindindi og Vefrargaröurinn —
Talsverð brögð eru að því, að erlendir hermenn og
starfsmenn Keflavíkurvallar nátta ásamt fylgistúlk-
um sínum í hinum ýmsu félagsskálum á Heilisheiði.
Þetta er oftast gert í óeyfi félaganna, þótt dæmi séu
til að félagar hafi verið með á slíkum ferðum. Þar
sem flest þau félög sem skálana eiga eru íþróttafélög
og sjálfsagt að auka fjölbreytni í íþróttalífinu má
þó þessi þáttur kannske mest missa sín.
L •---------------------
t ^
Það er algengt að menh iíÍ(í-ða fyrir heimsókn lög'
reglunnar þar sem hennar er sízt von. Leigubílstjóri
ók vinafólki sínu heim, þáði þar kaffi, en var síðan
, handtekinn af lögreglumönnum fyrir að vera drukk-
inn. Þegar lögreglan sá að um mistök var að ræða
var bílstjóranum sleppt, en þegar hann krafðist að
fá að vita hverjir höfðu kært hann, var svar lögregl-
unnar það, að bílstjórar á Hreyfli, sem þeir vissu
engin deili á hefðu hringt og kært. Lögreglan ætti
vart að láta snatta sér svona, og enn síður handtaka
manninn á þann hátt og hér átti sér stað. Máske að
vér getum skýrt nánar frá þessu bráðlega.
•---------------------
Væri ekki eins gott fyrir vegamálastjórnina að lag-
færa almennilega beygjuna hættulegu hérna megin
Sandskeiðs ? Þetta krukk er einskis virði .... Þá væri
ekki vanþörf að setja upp aðvörunarmerki f jær hættu-
legu hornunum en gert er. Þetta á t. d. við á beygj-
um í sambandi við nýja vegspottan austur á Heiði.
Það eru vissulega mörg óleyst verkefni fyrir öryggis'
deild umferðarmála — þau biða á hverju horni úti á
landi.
Það er oft gert að sýna utanbæjarfólki skrifstofur
Mbl., sem dæmi upp á starfandi dagblað og allt sem
því fylgir. En það væri ekk iúr vegi að sýna því um
* leið skrifstofur Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna í
Mbl.-höllinni sem dæmi um nýtízku skrifstofu. Þar er
meiri andsk.... lúxusinn; veggir klæddir dýrustu við-
um, húsgögn spánný og gljáandi, gólfteppi svo þykk
að undrum sætir (Tekur ca. 4. mín. að sökkva til botns
í teppinu á forstjóragólfinu) og allir, sem máli skipta
^ tala í hljóðpípur, en senda svo bréf sín á stálþræði til
einkaritara.
^ Eins og mp^m'ínn sagði: — Það er ekki mikið þó
"’eltt eða tvo hraðfrystihús brenni árlega — svona til
að halda þessu gangandi.
P •-----------------------
Helga Marteinsdóttir er nú tekin við Röðli og hefur
i ráðið þar ríkjum síðan 15. júní. Reksturinn hefúr
ekkert breytzt og er starfslið hið sama. Hinsvegar
hefur ekkert breytzt heldur í Vetrargarðinum og þar
j situr allt við sama í slagsmálum og almennum djöful-
gangi þegar líður á kvöldið. Það er ástæðulaust að
stinga hausnum í sandinn í þessum málum eða yfirsást
bindindisþinginu enn einnu sinni núna?
Hvoð á oð gera I kvöld?
Kvikmyndahús:
Gamla bíó: Ekki við eina fjölina felld. J. Powell. Kl. 5, 7, 9.
Nýja bíó: Eitur í æðum. J. Mason. Kl. 5, 7, 9.
Tjamarbíó: Óttinn brýst út. A. Perkins. Kl. 5, 7, 9.
Austurbæjarbíó: Barátta læknisins. Kl. 7 og 9. — Fögur
og fingralöng kl. 5.
Stjörnubíó: Buff og banani. A. Grönberg. Kl. 5, 7, 9.
Trípólibíó: Gög og Gokke í vilta vestrinu. Kl. 5, 7, 9.
Hafnarbíó: Götudrengurinn. C. Peterson. Kl. 5, 7, 9..
Leikhús:
Þjóðleikhúsið: Betlistúdentinn. Guðmundur Jónsson. Kl. 20.
■ (Birt án ábyrgðar).
Þótt kuldalegt sé ennþá í Naut-
hólsvík — dálítið heppilegt nafn
á baðstað — þá er nú heitt og
notalegt á Miami Beach í
Florida. Adrienne Bourbeau er
ófeimin að sýna sig í fjörunni
þar, enda er hún að biðja ein-
hvern að koma að „sippa“.
Mánudags-
þankar
ingar á kjósendatölu, gætu
vitaskidd gerzt, [)ó breyt
ingarnar verði litlar jægar
á alla lieildina er litið.
Framsókn hefur jafnan
hatað Jón Pálmason
manna mest, og er hatrið
gagnkvæmt. Nú leggja
þeir til rammari atlögu en
áður, sem eru á snærum
Framsóknar, og hyggjast
þeir muni fella hina öldnu
kempu. Búast þeir þá við
að gifta BjöESE Pálssonar
verði meiri en Hannesar
bróður hans frá Undirfelli,
sem lengi barðist við Jón
og féll ætíð.
En eliki er það með öllu
hyggilegt af þeim herrum
að hafa svo liátt, sem þeir
gera í sínum glmnrugangi,
að þeir ætli að fella Jón
Pálmason, Jjetta liafa þeir
Iengi ætlað sér áður en
ekki tekizt.
Þótt þeim tækist það nú,
í öllu moldviðrinu, hefðu
J>eir af litlu að státa. Jón
Pálmason hefur haldið
AusturHúnavatnssýslu,
sem var Framsóknarkjör-
dæmi, allt síðan 1933, og
hefur J)ó ætíð verið lögð
mikil áherzla á að fella
hann. Sumif segja, að eins
konar hálfvelgja í sumum
Sjálfstæðismönnum í lijör
dæminu muni hjálpa Fram
sókn gegn Jóni, og má það
vel vera.
En jafnvel J)ó Framsókn
tækist að ná til sín siná"
líjördæmum eins og þeim,
sem mhinzt hefur verið á
hér að ofan, J)á er |)ar ekki
um neina „J)jóðarvakn-
ingu“ að ræða, heldur að
ein smáskæruhernað Fra)n
Mánudagur 22. júní 1959
Stúlkurnar sem tóku þátt í úrslitakeppni fegurð'arkeppninnar. Talið
frá vinstri: Siguríður Geirsdóttir „Fegurðurdrottning íslands 1959“.
Þuríður Guðmundsdóttir, Edda Jónsdóttir, Sigurbjörg Sveinsdóttir,
Kagnheiður Jónasdóttir og Sigríður Jósteinsdóttir, allar hinar feg-
urstu stúlkur. (Photo.: Pétur Thomsen. Iígl. hirðljósmyndari.)
Kr. Kristjánsson h.f. opnar
í nýju húsnœði
Fyrir skömmu opnaði fyrirtækið Kr. Kristjánsson li.f. —
l ordumboöið, ný húsakynni við Suðurlandsbraut, en undanfarin
ár hefur fyrirtækið búið við ónóg húsakynni að Laugavegi 168.
í tilefni opnunarinnar bauð Friðrik Kristjánsson blaðamönnum
að skoða hin nýju húsakynni, en aðaleigandinn Kristján Krist-
jansson lýsti stuttlega byggingumii, og sagði m. a.:
Lóðir oog f járfestingaleyfi
Árið 1951 var fyrirtækið Kr.
Kristjánsson stofnað og tóku þá
á leigu húsnæðið við Laugaveg
undir starfsemi sína sem umboð
fyrir Ford Motor Company.
Reyndist húsnæðið ekki nógu
stórt þó leigupláss væri stækkað
svo að árið 1953 var hafizt handa
um lóðar- og fjárfestingarleyfi til
byggingar eigin húsnæðis.
Árið 1958 var byrjað að byggja
Áætlunarflug F.l. fil
Palma á Mallorca
Flugfélag íslands áformar að
hefja áætlunarflug frá Reykja-
vík til Palma á Mallore'a, ef nauð
synleg leyfi fást til slíkra ferða
á Spáni og í Bretlandi. Ráðgert
er að ferðirnar hefjist 5. okt. n.
k. Flugferðin til Palma mun taka
j 7 klst og 45 mín. hvora leið með
Viscount flugvélum Flugfélags-
ins. Við þann tíma bætist stutt
viðdvöl í London í báðum leið-
um. Farið verður frá’ Reykjavik
mánudagsmorgna og komið aft-
ur á þriðjudagskvöldum. Að
sjálfsögðu geta væntanle'gir far-
þegar á þessari nýju áætlunarleið
Flugfélags. íslans greitt fargjald
sitt í íslenzkum krónum. Aðra
leiðina kostar það kr. 4027,00 en
■M. . - V > _>».í
sóknar, sem engu máli
skiptir fyrir heildina. Við,
sem munum kosningarn-
ar 1908, getum borið um,
hvað „J)jóðarvakning“
raunverulega er.
á lóð þeirri við Suðurlandsbraut,
sem fyrirtækið fékk og er nú
lokið 2 hæðum þar, en þó er enn
aðeins litlum hluta byggingarinn
ar lokið. Bifreiðaverkstæði, sem
unnið getur við 20—30 bifreiðir
í einu er í eystri væng bygging-
arinnar, en varahlutasala í þeim
vestari, ákaflega rúmgóð og
þægileg. Skrifstofur eru á efri
hæð, bjartar og rúmgóðar, en þar
eru einnig kaffistofur og snyrti-
lierbergi starfsfólks.
ef greitt er fyrir ferðina fram og
aftur, kostar hún kr. 7249,00.
Auk þess er hugsanlegt að hægt
verði 5ð kaupa í einu lagi sjálft
fargjaldið og dvöl á gistihúsi í
Palma fyrir enn hagstæðara verð.
Á komandi hausti eru ráðgerð
ar fjórar til sex ferðir, miðað við
næga þátttöku, en ferðir munu
svo hefjast aftur í marz eða apríl
næsta vor. Ekki er ráðgert að
halda uppi áætlunarferðum til
Mallorca yfir sumarmánuðina.
Mallorca, sem er ein Spánar-
eyja og liggur í Valencia flóanum
er mjög rómuð fyrir veðursæld
og fegurð. Á síðastliðnu vori var
skipulögð þangað hópferð frá
Reykjavík og komust færri með
en vildu. Má því búast við, að
fólki, sem hyggur á ferð til Mið-
jarðarhafs þyki hér bera vei í
veiði er það á þess kost að kom-
ast alla leið til Palma fyrir ís-
lenzkar krónur á einum degi án
þess að skipta um flugvél.
Þegar nauðsynleg leyfi verða
fyrir hendi, mun Flugfélag ís-
I lands birta nánari fréttir af þess
ari fyrirhuguðu áætlunarílugleið.
(Frá F.Í.).