Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.03.1960, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 07.03.1960, Blaðsíða 7
7 Mánudagur 7. marz 1960. MÁNUDAGSBLAÐIÐ Grein Jónasar Framhald. a£ 4. siðu. skuldasöfnun og hafa þó staðið framarlega við þá sögufrægu fjármálaógætni sem hefir ein- kennt peningamál íslendinga allt kollsteyputímabilið. Þegar miklir viðreisnarmenn bjóða þjóðum handleiðslu á voða tímabili og í miklu hruni þá forðast þeir yfirlæti en láta fara saman hófsemi og mann- dóm. Svo fór Churchill 1940. Orð hans þrjú sameinuðu þjóð sem var stödd í miklum vanda. Sama sagan gerðist í öðrum löndum. Smáþjóðir og stórveldi eru í þeim efnum neydd til að fara sömu braut. Sú tihaun sem Emil Jónsson og Ólafur Thors hafa gert til að fyrirbyggja drukknun í óhófs- álnum, er virðingarverð en þar þar við nýrra úrræða. Þar þarf | að beita fullkominni hreinskilni og manndómi. Það verður að segja þjóðinni satt um ástandið eins og það er nú og öll tildrög kollveltunnar. Það þarf nú eins og 1939 að sameina alla borgara landsins í samfylkingu um raun verulega viðreisn. Það stoðar ekki að halda áfram æfintýra- pólitík og viðvaningslegum tap rekstri til að leyna fyrri mis- tökum. Núverandi leiðtogar verða að geta tekið upp lifnaðar hætti Tryggva Þórhallssonar frá 1930. Hann hélt uppi myndar- legri risnu án vínveitinga eða phófseyðslu á nokkurn hátt. Þó komu í hans tíð til landsins meira úrval svokallaðra stórhöfð ingja heldur en nú sækja til landsins. af upphafi þjóðlegra samtaka Ó. Th. og V. Þ. eru íyrir margra hluta sakir álitlegri mörgum samtíðarmönnum til að geta tekið þátt í fyrirsögn um suma þætti þjóðlegrar viðreisn- ar. Mega þeir vel læra nokkuð 1939 sem leiddu til farsælla skilnaðarskipta við Danmörku og fleiri farsælla aðgerða í lands málum. Mestu skiptir að finna réttan grundvöll. Blind barátta um auma valdastóla í gjald- þrota þjóðfélagi er óvirðuleg íþrótt dugandi mönnum. Ka- þólskir kennimenn láta þá sem til hafa unnið játa syndir sínar með nolckurri auðmýkt hugans og veita þá fyrirgefningu drýgðra synda. Að því loknu byrja hinir lífsreyndu og íram- sýnu páfavinir nýtt og betra lif. Þar geta islenzkir mótmælendur fundið hollan gangstíg inn í við- reisnarlandið. Þygnskylduvinnan Framhald aí 4. síöu. vinnan enn meiri nauðsyn en áður. Ríkið fær bezfa vinnuaflið Með hini óskaplegu útþenslu ríkisbáknsins undanfarin ár hef ur ríkið í Reykjavík dregið til sín æ meir at bezta vinnuafl- inu úr hópi menntaðra og þjálf aðra verzlunar- og skrifstofu- manna. Afleiðingin hefur orðið, að mjög erfitt hefir neynzt að fá reynda menn til að gegna á- byrgðarstöðum úti á landsbyggð inni. Það hefir orðið til þess, (og stundum einnig pólitísk sjónar- mið) að óreyndir unglingar ex-u settir í þessar stöður. Stöður, sem í öðrum löndum eru ekki veittar öðrum en þeim, sem mð löngu og öruggu starfi hafa sýnt, að þeim er treystandi. Af- leiðingar af þessu eru farnar að sýna sig. Þessir unglingar geta eklci valdið því, sem þeim er trúað fyrir. Afleiðingin er sjóð þurrð og stundum enn verra. I Alvarlegasfa dæmið Dýrasta og alvarlegasta dæm- ið um agaleysi okkar íslendinga er þó það, að virtur hagfi-æðing- ur getur sagt frá því, án þess að nokkur orði sé mótmælt, að all- ar ríkisstjórnir, sem setið hafa að völdum undanfarin stjói'n- leysis og verðbólguár, hafi vitað, að hverju fór með krónuna okk- ar og fjármálin yfirleitt, en ekki veit ekki, hve djúpt má taka í árina um þetta. En vægasta ert treyst sér til að gera. Eg orðið, sem ég get notað er: Agaleysi. Því leyfi ég mér að skora á háttvirta alþingismenn, hvar í flokki sem þeir standa (Komm- únistar þó auðvitað undanskild- ir), að heíja baráttu fyrir þegn- skyldu fyrir alla unglinga á ís- landi, þegnskylduvinnu, sem hefði það að fyrsta verkefni að kenna unglingunum að hlýða. Læra að virða lög og rétt. Læra að hafa litið milli handa.. Læra hófsemi, reglusemi, sparsémi. Læra að virða yfirmenn sína. Kynnast fi-amleiðslustörfum þjóðarinnar. Læi’a að draga fisk úr sjó. Læra að halda urn ár og relcu. Læra að undirbúa mold ina fyrir uppskeruna. Læra að friða og græða landið. Læra, hvað það er sem til þai-f til þess að við höfum nóg að bíta og brenna í okkar harða, en oft stórgjöfula landi. Sérstaklega beini ég máli mínu til hinna mörgu ungu og nýkjörnu alþingismanna. Af reynslu veit ég, að hinum eldri er lítt að treysta í svona málum. Fari svo, sem ég vona, að þegnskylduvinnu verði einhvern tima komið á, er enn nægur tírni tími til að í'asða um fi'am- kvæmd og fyrirkomulag, en 'verkéfnin, sem bíða ungra og hraustra handa eru ótæmandi. Reykjavík, 16. janúar 1960. Benedikt Jónsson. iiimiiHiiimiiiiiiiiititHiiitituiiiiiiumiiiitiiiiuiiuiiiiiimiiiiiiiiiimmiimitiiitiiiiiiiiiitmiiiiiiiiiiiiiiiuiiiimiiimii Pólsk viðskipti Plasfvörur frá Prodimex Vefnaðarvörur frá Cefebe Pappírsvörur frá Paged Sfriga- og gúmmiskófafnaöur frá Skórimpex Leðurvörur frá Skórimpex Gólffeppi frá Cetebe íþróffavörur frá Varimex Leikföng frá Coopexim íslenzk erlenda verztunarfélagiS h.f. Garðasfræli 2. Símar 15333 og 19698 imimifmmiimmmmmHmmimmimmHimimmiimuiíumiiimitmitimmiiiimimimiiiiiimiiiimiiiimiiim Fiskskemmdir á Jamaica Þann 17. febrúax- s.l. birtist í nokkrum dagblöðum Reykjavík- ur gi-einax-gerð þeirra Kristjáns Einarssonar og Jóns Axels Pé- urssonar, vegna ferðar, er þeir fóru á vegum S.Í.F., til þess að athuga kvartanir kaupenda á Jamaica, vegna gæða á íslenzk um saltfiski, er þangað hafði verið fluttur. Aðalniðurstaða þessarar grein argerðar virtist vera, að fiskur fi-á einum framleiðanda á ís- landi hefði verið skemmdur og hann síðan skemmt útfrá sér annan fisk. Flest dagblöð og tvö viku- blöð í Reykjavik hafa skrifað um þetta mál á þessum grund- velli, málið því almennt afgreitt á þennan einialda hátt. Eftir að ég heíi kvnnt mér ýmis gögn þessu viðkomandi, finnst mér málið alls ekki svona einfalt, heldur vert að athuga það lítið eitt nánar. Meðferff fisksins í vörzlu kaupenda Flutningur og gyymsla á salt fiski í hitabeltislöndununx eiJ mjög háð lofthita, loftraka svo og útbúnaði ílutningatækja og geymsluhúsa. Kanadamenn, sem selja mikið áf saltfiski til- Mið- og Suðui-Ameríku, hafa látið rannsaka vísindalega geymslu- þol saltfisks á mismunandi þurrkstigum, miðað við mismun andi lofthita og loftraka. (Skýrsla Atlantshafsstöðvar i-annsóknarnefndar Kanada). í fréttatilkynningu þeirra Ki-istjáns Einarssonar og Jóns Axels Péturssonar í Morgunbl. 17. febr. s.l. segir m. a. um geymslu íslenzka fisksins í vorzlu kaupenda: .... „Létum við í ljós undrun okkar yfir því, að nokkrum dytti í hug að geyma saltfisk j ókældum geymslum í loftslagi Jamaica, þar sem hitinn er frá 28—32°C og þar yfir og loftið mjög rakt“ • .... Þetta er vissulega rétt at- hugasemd hjó sendimönnum S í. F. Kaupandi á hins vegar að hafa svarað því, að þetta þyldi New-Foundlandsfiskui-inn. Þessi fullyrðing kaupanda afsannast með niðui’stöðu rannsóknar Kan adamanna, sem verður vikið að hér á eftir. Það, sem ég vil vekja athygli á í samband'i vi'ð geymslu íisks- ins í vörzlu kaupanda, er eftir- farandi: 1. Sé lofthiti, loftraki og aði-ar geymsluaðstæðui' á Jamaica (sanxanber upplýsingar Krist- jáns og Jóns Axels, svo og upplýsingar Veðui-stofu ísl.) viðkomandi geymslu hins ís- lenzka fisks, borið saman við töflu hinnar kanadisku i-ann- sóknar, verður að álíta, að ís- lenzki fiskurinn hafi veihð orðinn soðinn, blautur og gul- ui’, eftir 2 vikur, frá því að lxonunx var skipað upp í Jama- ica, jafnvel þótt lxann lxefði verið töluvert nxeira þurrkað- ur heldur en að hámarks- vatnsinriihaldi því, sem ákveð- ið er fyrir þennan nxarkað. 2. Það er ekki kunnugt um, að kaupendur hafi gert neina at- hugasemd um gæði við upp skipun fisksins í Jamaica. 3. Eftir því sem bezt er vitað, er fyrsta kvörtun kaupenda um. fiskinn dagsett um mánuði eftir að fiskinum er skipað á land í Jamaica. 4. Þegar Kristján Einarsson og Jón Axel Pétursson koma til Jamaica og fara að athuga skemmdirxxar, nxunu liðnir nærri 2 mánuðir frá þvi nefnd um fiski var skipað á land á Jamaica. 5. Hingað heinx voru sendir nokkrir pakkar a'f hinunx skemmda firki, aðallega frá þeirri verkunarstöð, -sem tal ið var í skýi-slunni, að eink unx ætti skemmda fiskinn. Það vakti strax athygli mína, að þessi fiskur baj- það með sér að hafa soðnað'. Ef til vill, var þó eftirtektax' Verðast, að í einum balla, sem kom frá annarri verkuix arstöð, var allur íiskuriinni einnig soðinn, en um fisk fi-á þeirri verkunai-stöð hafði þó verið tekið fram, að hamx hefði ekki reynzt skemmdur. Hér er engan veginn veriíí að gera tilraun til þess að breiða vfir neinax; húgsanlegar misfellur, er kynnu að hafa vei' ið á verknu eða mati íisksins. Hins vegar er algerlega eýnilegt öllum, sem athuga gögn þau, er snerta þetta nxál, að aðallega hefur fiskurinn skemmzt í ó- hæfri geymslu kaupenda, eftir að fiskinum er skipað á land í Jamaica. Ef kaupandi getur kvartað og krafizt skaðabóta, eftir að hamx hefur sjálfur geyrnt fiskinn vik- um eða jafnvel mánuðunx samaa í óhæfri geymslu, virðist Vera nauðsynlegt ,að fiskurinn verði framvegis tekinn út við uppskip un af fulltrúum kaupenda og seljenda, er geri þá þegar út um málið. Einnig virðist eðlilegt,. að ef um ágreining er að ræðn hiilli' I kaupenda og seljenda unx vöru- ; gæði, væri tilkvaddur fulltrúi frá Fiskimati rikisins. B. A. Bergxteinsson i fiskinxatsstjóri. . Auglýsið ; i Mánudagsblalinu -

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.