Mánudagsblaðið - 16.01.1961, Page 8
>]
9R EINU I ANNAD
% áSagning — Skaatasvel! á Melavelli — Fér-
énSeg saga — Snjódekk — Lögregian og svardagar
Blaðaheimurinn
Það er undarlegt, að í íþróttahúsum skuli leyft að
selja gosdrykki og sælgæti með 100% álagi. Það er
verið að teyma æskufólk í þessi hús til að vekja
áhuga þess á íþróttum í öllum myndum, en svo er;
það látið g'jalda sama verðið fyrir svaladrykk og;
veitingastofur selja á. Þarna ætti aht, sern varðarj
sölu slíks að vera eins ódýrt og kostur er á, en íþrótta
húsum gjörsamlega bannað að mata krókinn á því
unga fólki, sem sækir keppnir og annað þvílíkt.
Leikdómur
Ætlar nú bærinn enn að „búa til skautasyell“ á;
Melavellinum. Það er undarlegt ef bæjarstjórnin, und-
ir forustu Geirs Hallgrímssonar, lætur það við gang-
ast, að Melavöllurinn reki svona fyrirtæki þegar við
höfum Tjörnina steinsnar frá Vellinum. Afsökun væri
ef þetta yrði gert í Austurbænum eða í úthverfum,
en svona bruðl á að harðbanna. Reikningar um kostn-
að við skautasvell á vellinum eru ansi fróðlegir og
ætti borgarstjóri að kíkja á þá.
Öllu er upp logið. I tilefni greinar um fálka í
Mbl. þá hefur oss borizt bréf xun að Sigurður Bjama-
son frá Vigur hafi verið alinn á fálkakjöti í æsku.
„Fálki var drepinn mikið vestra“ segir bréfritari
„vegna æðarvarpsins, og var unglingum jafnan gefið
kjötið, um það bil, sem Sigurður var að alast upp“.
Svona bréf eru til þess eins gerð að spilla orði manna,
því allir sjá hve fráleitt það er, að aðalritstjóri Mbl.,
þingmaður og foringi á Alþingi, skuli ’hafa verið
alinn á sameiningartákni Sjálfstæðisflokksins. Þvílík
bölvuð vitleysa.
Skyldu það vera endalokin, að íslendingar ætli
að neita að viðurkenna snjódekk. Þau hafa víðast
hvar hlotið viðurkenningu, en vitringar hér, sumir,
telja þau alls ónothæf. Það er vissulega ábyrgðar-
hluti að hið opinbera skuli skipa hvern uxann öðrum
fremri til að sinna málum eins og þessum og ráða
þar úrslitum. Snjódekk eru góð, um það er ekki deilt,
en keðjur gera einnig sitt gagn. Skemmdir á far-
artækjum eru miklar við keðjubrúkun, svo ekki sé
talað um malbikuðu göturnar, sem auðar eru mestan
hluta vetrar. Ef umferðareftirlit væri nógu strangt
mætti að mestu notast eingöngu við snjódekk a. m. k.
innanbæjar.
Lögreglan má vara sig ef eftirfarandi er rétt. Sagt
er að nokkrir bæjarbúar, undir leiðsögn löglærðra,
hafi í hyggju að sannprófa hvort satt sé, að sumir
lögregluþjónar skýri oft rangt frá ýmsu, jafnvel
undir eiði. Þetta er aðallega í sambandi við smærri
mál, einkum þar sem víndrykkja kemur við sögu svo
og í sambandi við kjallaravist borgaranna. Er sagt
að í ráði sé, að sannprófa þetta bráðlega — kannske
þegar gert — með því að skapa situation, sem lög-
reglan verður kölluð til að fjalla um og rannsaka
síðan viðbiögð hennar. Veitingaliús og dansstaðir
munu verða með í „rannsókninni“.
Gunnar Schram, lögfræðingur, sem verið hefur
erlendis við nám í alþjóðarétti, er nú kominn til lands-
ins. Gunnar er ráðinn að taka við ritstjórn á Vísi
ásamt núverandi ritstjóra, Hersteini Pálssyni, og
eru þar miklar breytingar í vændum. Því er fleygt,
að þegar hafi komið til nokkurs ágreinings milli rit-
stjóranna og vilji Hersteinn ekki bekenna allar þær
nýungar, sem Gunnar hefur þegar bryddað á. Væri
ekki ónýtt ef ritstjórarnir skiptu blaðinu -milli sín
og kepptu svo um hver kæmi út betri helmingnum.
Framhald aí 4. síðu.
barnaleg erlend eftiröpun.
Smáatriði virðast fara fram-
hjá honum, því hvaða leik-
húsmaður þekkir ekki öll þau
ótölulegu og mjög fyndnu leik-
brögð sem vinna má úr, er nær-
sýn kona tekur af sér gleraug-
un. Allt þetta þvælist fyrir leik
stjóra, sem svo skilaði smáhlut-
verki' sjálfur bráðskemmtilega.
Það er ýmsum leikurum enn
ekki ljóst, að það þarf meira en
orðin tóm til að titla sig leik-
stjóra — það er eitt vandasam-
Ssta hlutverk ieikhússins. Ungir
höfundar ættu, þótt þeir viti
allt betur en aðrir, að gera sér
ljóst, að eitt höfuðatriðið er,
þegar fært er upp nýtt verk, að
um það fari reyndur og viður-
kenndur leikstjóri höndum. Það
er gott nokk, að æskumenn „taki
saman höndum'* og ætli sér að
sigra heiminn, en þá þarf meira
og betra en hér varð.
Leikarar voru upp og niður.
Iða Brá, Kristín Anna Þórarins-
dóttir, oflék og yfirdreif sam-
kvæmt leikstjórn, sama máli
skiptir um Baldur Hólmgeirsson
og Birgi Brynjólfsson, og var þó
Baldur betri. Sigríður Hagalín
sýndi heldur iítil tilþrif. Karl
Sigurðsson og Auróra Halldórs-
dóttir léku mjög vel atriði sitt,
hreinn farsi en mjög skemmti-
legur og vel unninn. Guðmundur
Pálsson skopa.ði skoplgan einka
ritara, hefur sjaldan gert betur
en nú. Reynir Oddsson vakti og
kátínu og Nína Sveinsdóttir var
góð í hlutverki veitingakonu.
Lögregluþjónarnir Brynjóifur
Jóhannesson og Valdimar Lár-
usson voru og góðir í beztu
persónulýsingu verksins utan
Elínar.
Það fer ekki milli mála, að
hér er leikritahöfundur á ferð,
þótt margt hafi á bjáta'ð. Af
þeim fjölda, sem fengizt hafa
við leikritun hér siðari árin,
er þó neisti af ,leikhúsi“ í þessu
verki. Vinnubrögðin bera þess
glöggan vott. Jökull hefur kímni
gáfu góða, sum tilsvörin eins og
t. d. Bramlans: „Lífið hefur til-
gang ekki síður en hlutafélög“
og mörg önnur hnittin orða-
skipti, sýna að með aukinni
vandvirkni og natni, má búast
við hlutgengu leikriti úr þessari
átt. Tjöld voru einföld í sniðum,
nýstárleg og góð tilraun var
gerð í ljósaumbúnaði.
Frumsýningargestir tóku leikn
um af hæfilegri bjartsýni, og ó-
spart klappað að leikslokum.
A. B.
Er það satt að leigjendur
Kjörgarðs séu í vandræðum
með húsaleigugreiðsluna
vegna jólasöluvonbrigðanna ?
Mánudagur 16. janúar 1961
Kaupmenn
Framhald aí 1. síðu
jólakaupin hafa valdið miklum
vonbrigðum. Kaupmenn, sem
fyrir tæpum' þrem vikum seldu
varning sinn t.d. fatnað ýmsan
fyrir uppsprengt verð hafa nú
þegar lækkað sama varning um
helming og jafnvel enn meira.
Flíkur, sem kostuðu um jólin,
t.d. 800.00 kosta nú rösk 300 00
og sama máli gegnir um ýmsa
gripi, sem sölubúðir bjóða.
Svarl úllit
Eins og að ofan getur er nú
svo komið, að sumir þeirra, sem
mest hefur borið á í kaup-
mannastétt, horfast í augu við
óyfirstíganlega fjárhagslega ör'ð-
ugleika og mega þykjast hólpn-
ir að halda einhverju eftir.
DOMNEFND
S K I P U Ð
Laust fyrir helgina var skip
að í dómnefnd, jsexn daqma á
ágæti lqikrita, serú bbriiít
hafa í leikritasamkeppni
Menntamálaráðs. í nefndinni
eru Ásgeir Hjartarson, bóka-
vörður, Ævar' Kvaran léikari
og Baldvin Halldór'sson, leik-
ari. Yfir 20 léikrit 'hafa bor-
izt og byrja nefndarmenn. nú
að lesa þau en síðan kemur
dómur þeirra.
Menn geta ímyndað sér
gróskuna eða réttar sagt á-
hugann í sambandi við leik-
ritun þegar rösk 20 verk hafa
borizt og alltaf er verið að
sýna verk eftir nýja höfunda.
,Engíll liorfðn heiin6 í Þjóðleikhúsinu
Leikrit Thomas Wolfe „Engill horfðu heim“ hefur nú verið
verið sýnt 22 sinnum í Þjóðleikhúsinu við góða aðsókn.
Leikurinn hefur vakið verðskuldaða athygli allsstaðar þar.
sem hann hefur verið sýndur. Myndin er af Gunnari Eyj-
ólfssyni og Jóhönnu Norðfjörð í hlutverkum sínum.
Kjarnorka til friðsamlegrar notkunar er vist kjörorð alls
þorra mannk ynsins. Myndin sýnir miðbik stórborgarinnar
Pittsburgh, Pennsylvaníu, sem lýst er með raforku, sem.
unnin er úr kjarnorku. Raforkan er notuð bæði í skrif-
stofubyggingum og einkaheimilum.
Borg lýst með kjamorku