Mánudagsblaðið - 04.02.1963, Side 1
I sumri og sól yfir karabíska hafinu
Blaé fyrir alla
16. árgangur
Mánudagur 4. febrúar 1963
5. tölublað.
Svívirðileg framkoma
flóttafólks í Njarðvíkum
Hnífar á lofti, árásir á börn, klæði skorin, maður stunginn — Viðurstyggi-
leg framkoma slavalýðs úr leppríkjunum
Mánudagsblaðinu hafa borizt allmörg bréf um hegðan un.g- ®
verskra og júgóslavneskra flóttamanna, sem yfirvöld landsins
hafa veitt dvalarleyfi hér á landi. Virðist betta vera hinn
mesti ótuktarlýður. sem jafnan hefur hnífinn á lofti, þannig,
að bæði meiðsli og skemmdir aðrar hafa hlotizt af. Nýlega
keyrði þó svo um þverbak, að blaðið telur sér ekki lengur fært
að þegja yfir misgerðum þessa pakks, sem við höfum leyft
dvöl hér og almennt tekið á móti með velvilja o.g gestrisni.
VIRÐULEG
FRAMKOMA
Margir af þessum flótta-
mönnum eru í Ytri Njarðvík
og búa þar m. a. áð Hótel
Skjaldbreið. Eru fjölskyldur
þessar með stálpaða krakka.
allt að 15—18 ára, en fram-
koma þess gagnvart íslenzkum
smábörnum er í senn viður-
styggileg og hættuleg. Virðist
þessi flóttalýður, sem búið hef
ur alla sína tíð við lægstu hugs
Leiðrétting
vegna aðgerða
1 síðasta tbl. birtum vér
frásögn um handtöku drukk
ins manns, 71 árs, sem ók
bifreið sinni „innan úr Vog-
um“. Þessi frásögn var
byggð á grein í einu dag-
blaðanna, og reyndist röng.
Lögregluþjónar sem voru á
leið austur Laugaveg
skammt frá SHELL-bensín-
sölunni, urðu varir við ferð
ir gamla mannsins og þótti
hún heldur grunsamleg, en
hann var á leið áleiðis í bæ
inn. Sneru þeir þegar við er
umferð leyfði og náðu hon-
um við Nóatún og Lauga-
veg, en þó ekki fyrr en hann
hafði farið yfir ljósið. Reynd
ist þá gamli maðurinn hafa
strokið bíl sínum við aðra
bifreið, og stöð\Tiðu þeir
hann. Reyndist grunur
þeirra réttur, sá gamli all-
druklvinn, og var farið mcð
hann á lögreglustöðina og
málið rannsakað þar. Síðan
fór málið sinn vanagang.
Frásögn blaðsins, sem
byggðist á skrifum annars
blaðs reyndist því ýkt og
röng. og leiðréttist hún héi
með. Gerðu lögregluþjónar
aðeins skyldu sína eins og
bezt var á kosið.
anleg kjör, setja sig á háarn
hest gagnvart Islendingum og
líta á þá sem skepnur.
MAÐUR
STUNGINN
Smáböm, sem búa innan um
Ungverjana og Júgóslavana
eru ekki lengur óhult fyrir
þeim, en rumpulýður þessi er
venjulega vopn/aður, að sið
skrilsins í þorpum þeim og
borgum^ sem þeir flúðu. Á ann
an dag jóla var maður stung-
inn hnifi í fót þannig að hann
var frá vinnu len/gi eftir, en
mildi má telja, að hann slapp
við frekari meiðsli. Stærri af-
kvæmi útlendinganna 15—18
Framhald á 6. síðu
Lækkun á ýmsum
vörum á næstunni
Eins og getið var í síðasta blaði, þá lækka aðflutnings,gjöld
á næstunni all-mikið, og verða þau ekki hærri en 125% (ekki
135% eins og misritaðist I síðasta blaði).
Mikil eftirvænting er hjá almenningi og kaupmönnmn eftir
hinni nýju tollskrá, sem er að koma út, en biaðið getur gefið
þær upplýsin.gar, að talið er að meðal þeirra vörutegunda, sem
lækki í verði:
Pappírsvörur. viðtæki og sjónvarp,
búsáhöld, raftæki, ýmis
húsgögn, ávextir,
ullarpeysur, ytri fatnaður, ýmis
hljóðfæri, vekjaraklukkur,
SpU.
Auk þess má búast við að ýmis annar varningur lækki
allmjög vegna lækkunar aðflutningsgjalda, en þau hafa verið
250—300% á ýmsum varningi. Nefndin, sem vinnur að þessu
hefur nálega lokið starfi sínu, en er auðvitað svarin þagnar-
heiti, eins og sjá má á fréttmn, sem borizt hafa út um þessi
mál.
Enn getum við ekki fagnað sól og sumri, fremur en aðrir Norð-
ur-Evrópubúar, því kuldar geysa um aUt suður að Miðjarðar-
hafi. En til eru þó staðir, þar sem fólkið stingur sér í Ijósblátt
hafið í 30 stiga hita og hvílir sig undir skuggsælum pálma-
trjám. I dag birtum við mynd alia leið frá Bahama-eyjum i
Karabiska hafinu, en þar sólar sig um þessar mundir ungfrú
Holle Wood, model frá Los Angeles og, eins og sjá má, nýtur
hún hinnar suðrænu sólar með afbrigðum vel.
Gangstéttcsleysi og Ijósleysi
ein abalsök slysanna miklu
Fótgangandi hrekjast úr svaðinu inn á akhrautir — Skilyrðislaus krafa
um gangstéttir í úthverfum og meðfram aðalbrautum — Miklabraut --
Suðurlandsbraut — Kópavogur og heil hverfi ömurleg dæmi um skeyting-
arleysi borgaryfirvaldanna
Enn liafa umferðarsérfræð-
ingar okkar látið til sin heyra
í blöðunum vegna hinna miklu
slysa, sem liér hafa orðið síð-
ustu vikur. Margt gott hafa
þessir menn sagt, en einhvern-
veginn virðist ekki annað kom
ast að, en að keima ökumönn-
um (og það stundum réttilega)
einungis um þau slys, sem hér
verða. Ef við athugum ýmis
þessara slysa, þá er sökin ekki
eins mikil lijá ökumanni eins
og þeim einstæða og hættulega
útbúnaði, sem ríkir í gangstétt
armálum borgarinnar.
Um áratug að kaila hefur
borgaryfirvöldunum aldrei kom
ið til hugar að leggja a.m.k.
gangstéttir í þeim hverfum,
sem byggð liafa verið. Ef gert
er ráð fyrir þessum stéttum
hafa þær oftast mætt afgangi
hvað steinlagningu snertir eða
malbikun. sem víst er bönnuð.
Nýjustu hverfi Reykjavíkur,
hverfi með milljónavillum, ein-
býiishúsum, skýjakljúfum o. s.
frv. eru ekki annað en svað
þegar komið er út fyrir dýru
gólfteppin og skrauttröppurn-
ar. Ekki skal amazt við öllu
þessu skrauti mcðan einstak-
lingar hafa efni á því, en er
sóðanáttúran enn svo rílc í
þessu fólki, að það þoli svona
ástand.
Hinn almenni borgari, sem
ekki á bifreið verður svo fyrir
barðinu á þessu fyrirkomulagi
og trassaskap borgaryfirvald-
an.ua. Arangurinn af gang-
stéttaleysinu, er einfaldlega sá,
að fótgangandi eru beinlínis
hraktir út á götuna, þar sem
bílaumferðin er. Götur eins og
Miklabrautin, meiri hluti henn
ar, hefur eitki annað en moldar
gangstétt, sem verður ökla-
djúpt forað þegar umhleyping-
ar eru í náttúrunni. Island a.m.
k. Suðurlandið er annálað fyr
ir umhleypingasama náttúru,
þar getur fryst ða morgni, snjó
að um hádegi, en rignt að
kveldi. Bein afleiðing er sú, að
gangstéttir víða í borginni eru
ófærar vegna forar. Það liggur
í augum uppi, að vegfarendur,
sem eru á leið í bíó eða heim-
sókn til kunningja kæra sig
ekki um að vaða vatns- og
leðjuelginn í ökla, en hætta
heldur á að ganga á vegkanti
eða þar sem sleppa má sæmi-
lega þurrum fótum. Slysin
verða þegar svona er komið.
ekki einu sinni heldur oft. Rign
ingar og ákaflega léleg götu-
lj'sing víða blindar nær hvern
bílstjóra. Alræmdur er t. d.
Iíópavogur í þessum efnum,
Hvassaleitissvæðið, Laugarás-
göturnar og svæðið þar austur
af. Það eina, sem forðar stór
slysum og tíðum slysum er, að
fólkið er almennt varfærið á
þessum stöðum og umferðin til
tölulega fámenn af fótgangandi
fólki undir slíkum kringum-
stæðum.
Öli Suðurlandsbrautin, sem
steypt er að auki, er gang-
stéttalaus, þótt moldarstígir
séu víða með henni. Borgartún
in, Kaplaskjólsvegur, Nesveg-
ur, austur og vestur, mikill
hluti Melanna o. s. frv. Allt
eru þetta mögulegir slysstaðir.
þótt hamingjan hafi yfirleitt
fylgt til þessa.
Svo nauðsynlegir sem steypt
ir eða malbikaðir vegir eru inn
an höfuðborgarinnar, þá er
enn nauðsynlegra að gera gang
stéttir svo úr garði að fótgang
andi þurfi ekki, hversu sem
viðrar, að hrekjast út í bílaum
Framhald á 3. síðu.
Er það satt að Sigurður A.
Magnússon á Morgunblaðinu
hafi aldrei fengið lélega dóma
í Þjóðviljanum ?
f