Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.09.1963, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 02.09.1963, Blaðsíða 3
Mánudagur 2. sept. 1963 Mánudagsblaðið Kakali skrífar: fynr all* Ritstjórj og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Kemur út á mánudögum. Verð. kr 5.00 i lausasölu; áskrifenda- gjald kr. 260,00. Sími ritstjómar 13496 og 13975. Auglýsingasími 13496. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Rófan dinglar hundinum Framsókn, NATO 09 tækifærisskrif Það er undarlegt, að árið 1963 skuli enn vera starfandi flokkur á Islandi, utan kommúnista, sem ekki skilur ástandið í alþjóðamálum betur en svo, að hann skuli vera að berjast móti öllum samnngum um sameiginlegar varnir með hinum vest- rænu löndin. Samt er það svo, að nú orðið hafa vinstri öflin náð svo miklu va-ldi innan Framsóknarflokksins, og þá sérstak- lega í blaði hans, Tímanum, að ritstjórnargreinar hans hafa slag I slag mælt með því, að bandaríska varnarliðið hér, sem er á vegum NATO, verði gert næstum óvirkt, og því skorinn svo þröngur athafnastakkur á landinu, að dvöl þess hér verði vart annað' en hernaðarleg sýndarmennska. Þetta sjónarmið fellur einkanlega vel í geð kommúnistum, sem hafa það eitt verkefni, að gera landið algjörlega varnarlaust gegn erlendum kommúnistum og opna allar gáttir, þannig að ekkert verði auðveldara fyrir her Rússa en hernema Iandið, undir „fána frelsisins“, og kúga það eins og önnur lönd, sem Rússar hafa hrifsað undir sig. ÞaS er undarlegt, að Islendingar skuli vera ginnkeyptir fyrir þessum áróðri úr blaði eins og Tímanum. Satt er það, að vísu, að þessir Islendingar eru sárafáir og einungis í röðum heittrú- aðra komma og nokkurra villuráfandi vinstri Framsóknarmanna. Við höfum státað af því öldum saman að vera friðsamleg þjóð. Saga okkar er sem betur fer svo blóðsúthellingalaus, að vart má finna dæmi þess, að íslendingur hafi fengið svo mikið sem fingurmein í sjálfstæðisbaráttu okkar. Samt höfum við, réttilega, gengið í bandalag með þjóðum, sem verja vilja frelsi og farsæld mannkynsins gegn hverskonar áþján, og þá fyrst og fremst gegn hugmyndakerfi kommúnismans. Það hlýtur því að liggja í augum uppi, að' sem meðlimir slíks bandalags hljótum við að leggja eitthvað af mörkum til starfsemi þess. Stærri þjóðir innan bandalagsins hafa skilið sérstöðu okkar og inann- fæð og lagt fram lið okkur og bandalaginu til varnar jafnvel greitt stórfé til þess að styðja þjóðina í ýmsum örðugleikum. Herinn sjálfur hefur komið fram á einkar kurteisan hátt, á- rekstrar litlir eða engir, og herstjórnin séð um, að fáir her- menn sæki höfuðstaðinn heim í einu. Myndi þetta þykja eins- dæmi allsstaðar annarsstaðar. Sannreynt er og, að íslenzk f jár- mál í heild hefðu beðið alvarlegan hnekki, ef herinn hefði ekki verið hér, og margur kvabbandi verkamaðurinn og nöldrandi vinstri Framsóknarmaðurinn vissi betur, á hvaða átt hann væri, ef ekki hefði herinn verið á Islandi. DoIIaramamma Fram- sóknar, Sambandið, vissi og veit þó bezt, að allt hennar bygg- ist á veru hersins hér, og Ieiðtogar SlS yrðu uppvægir, ef þeir héldu, að nöldur hermálasérfræðinga Tímans um brottrekstur hersins eða fækkun liðsins og takmörkun þess á annan hátt væri tekið alvarlega. Viðerum sem betur fer meðlimir NATO, og berum væntan- lega gæfu til að vera svo áfram. NATO hefur beggja megiri Atlantshafsins gnægð sérfræðinga, sem kunna hemaðarlist og vita, hvað hentar bezt hverju sinni í þeim efnum tii að sjá öllum bandalagsríkjum sinum borgið. Ágreiningur getur orðið, en þá er það er ágreiningur sérfræðinga. En þegar vinstri sinn- aður Framsóknarmaður, með fáein óákveðin sveita-atkvæði i huga, ætlar að fara að setjast niður með sérfræðingum og leggja á ráðin um meðferð herverndar, þá má segja, að rófan sé farin að dingla hundinum. Framsóknarflokkurinn, þ. e. leiðart Tim- ans, hefur undanfarið sett upp stríðshjálm úr pappa, girt sig trésverði og setzt á ímyndaða rökstóla með hersérfræðingum. Auðvitað hefur atkvæðaástin verið fákurinn, sem gengur undir þessum merka hernaðarfræðingi. Svo hlægilegt, sem þetta kann að sýnast, þá verður þó að taka eitt fram. ísland vill auðvitað hafa hönd í bagga um stað- setningu hersins. En þegar herfræðingar telja það vömum landsins nauðsynlegt, að gera eitthvað sérstakt, þá er það varla hlutverk okkar, sem bandalagsþjóðar, að leggjast á móti. Meðan við erum meðlimir NATO, verðum við að leggja eitthvað í söl- urnar fyrir varnir hins frjálsa heims og vestrænnar menningar. Við enim ekki á nein'um frímiða í þessu bandalagi. Ef við erum, að venju, ekki menn til að horfast í augu ■ við sann- reyndir, þá er bezt að víkja úr bandalaginu. Þjóð, sem þekkir ekki betur hag sinn en svo að kalla yfir sig örlög Austur- Evrópu, á varla annað skilið. Vinnandi stéttum væri það eink- ar hepp'legt, nóg atvinna og enginn möguleiki á að kjósa sér störf, því að verkamenn yrðu bara „frystir“ við starfið Framhald á 4. síðu í hreinskilni sagt Andvaraleysi að Algjört lögbrot - koma þjóðinni í voða — Fjárkúgun hins opinbera — - Gjaldheimtan — Nokkur hroðaleg dæmi — Innlend áþján — Hvert stefnir? — Þegar smámenni fá völd, emKennist afstaða þeirra nærri undantekningarlaust af því, að fyrsta verk þeirra er að tryggja völd sín með oflögum og hverskyns hindr- unum, og bitnar það bæði á einstaklingum og þjóðfélag- inu í heild. Þessi afstaða þeirra er sálræns eðlis og hefur margsannazt á ýmsum sviðum. Þegar heil þjóð, sem búið hefur við örbirgð öldum saman fær frelsi, efni og gæði, sem henni hefur verið neitað um, verður oft svo, að óhófslíf, gjálífi og hvers kyns spilling nær algjörlega yfirhöndinni, og í stað dyggð ar, vinnusemi og fyrirhyggju kemur upplausn allra verð- mæta og svo kæruleysi, and- varleysi og afskiptaleysi um hvert stefnt er. Þetta sálar- tjón er eitt hið tíðasta, þegar skyndilega er skipt úr ör- birgð í allsnægtir. íslendingar hafa reynt miklar breytingar í lífi sínu síðustu áratugina. Allsnægir í stað fátæktar, þjóðin hef- ur „siglt" sig upp, atvinnu- tækin margfaldast, atvinna næg, fé milli handa mikið, hverskyns gæði hafa fylgt í kjölfarið, unz'svo er komið, að þessi fyrrum fátæka þjóð hefur nú betri lífsskilyrði en nokkur önnur í heiminum. En allt þetta hefur þó ekki breytt smámennskunni, sem enn eimir eftir af hjá yfirvöldum hennar. Við höf- um enn yfirvöld, sem í mörgu, of mörgu, minna á hreppstjórána, sem áttu Dani að vinum, en brugðu fram gylltum hnöppum sínum, þeg ar þeir áttu við íslenzkan al- menning. Þóttu þetta þá stór bokkar og mikilmenni, enda gengu margir þeirra upp í því að sýna alþýðu hrotta- skap og sanna þannig, hvað gylltu hnapparnir þýddu. Enn í dag höfum við sömu gylltu hnappana í opinberu lífi, og hætta er á, að ein- mitt þeir eigi eftir að verða þjóðinni hættulegri en hvers kyns veraldleg gæði, sem okkur hafa áskotnazt. And- varaleysi þjóðarinnar er kom ið á hættulega braut, sem getur reynzt okkur erfið, og svo getur farið, að við miss um þau góðu prinsip, sem okkur eru fengin með stjórn arskránni. Island, nú á dögum, þjá- Ist af ofstjórn. Hvert sem lit Ið er, má sjá mýmörg dæmi um það, að litlir „hrepp- stjórar" með einræðiskennd- an hugsunarhátt og dálítinn neista af hrottaskap, eru að ota sínum tota fram, reyna að sýna á sér klærnar með embættisstitli sínum. Þjóðin skilur ekki enn eða hefur hvorki kjark né vit til að mótmæla þessari lævíslegu á- rás á frelsi einstaklinganna, í athöfrium og orði. Hið und arlega er, að mörg af þeim brögðum, sem almenningur er beittur, eru algjörlega ó- lögleg og myndu ekki stand- ast fyrir dómstólum, ef ein- hver vildi halda máli sínu til streitu gegn þessum litlu einræðisherrum, sem eru að njóta embættis síns og sýna yfirburði sína. íslendingar eru eiriu þjóðin sem bókstaflega lætur kúga sig til að greiða útvarpsgjald til að fá öryggisskoðun á bif reiðir sínar. Ríkisútvarpið, sem virðist í sífelldri peninga þröng, tekur höndum saman við bílaeftirlitið um, að ekki verði gefið út skoðunarskír- teini, nema útvarpsafnota- gjald sé greitt. Þetta er ó- lögleg innheimta, fjárkúgun af hálfu hins opinbera og ’reyndar ólögleg. Hvorki lög- fræðingastéttin né nokkur fé lagsskapur borgaranna hefur haft rænu á því að stöðva þessa ósvífni, enda veldur andvaraleysi þjóðarinnar um, og er bein afleiðing þess, að þessi árin „hafa all ir peninga“. Ef „vondu árin“ koma aftur, sjá þeir, hvað þeir hafa kosið yfir sig. „Hægri stjómin“ fann upp það snilldarráð fyrir nokkru og sameina öll gjöld undir Gjaldheimtuna og hafa borg- aramun verið settir úrslita- kostir í opinberum greiðslum með þessari sameiningu. Sjúkrasamlagsgjald má ekki borga sérstaklega, né önnur gjöld. Innheimtan bara hótar heimilismissi f.h. borgaryfir- valdanna, verði ekki pungað út vissum f jársumum í einu. Ýmsir borgarar hafa orðið að hleypa sér í stórskuldir vegna þessa einstaka ein- ræðisbragðs, sem borgaryfir- völdin hafa fundið upp. Það er útilokað, að svona aðferð fái staðizt að lögum, enda hefur Gjaldheimtan fengið á sig það orð hjá almenn- ingi, að efa má, að Geir borg arstjóri og menn hans haldi sínum meirihluta, ef svona verður að gengið. Sökin er eins og fyrr andvaraleysi al- mennings og það eindæma framtaksleysi, að sameinast ekki gegn þessu með mótmæl um og beinínis þvinga yfir- vödin til að taka upp heppi- legri og þægilegri innheimtu aðferðir. Verðhækkun matvæla hef- ur alltaf í för með sér eitt- hvert muldur og nöldur hjá húsmæðriun. Kurrar þar hver kerling í sínu horni, en það er eins langt og það nær. Þegar kjöt, fiskur, grænmeti eða annað hækkar í verði, þá vantar ekki bölvað kurrið og illskuna við afgreiðslu- fólkið í búðunum. En hvað gerir svo þetta heiðursfólk, hinar nöldrandi húsmæður ? Ekki nokkurn skapaðan hlut. Þær láta sér, að hætti for- mæðra sinna, nægja að nöldra. Þetta er þjóðarósiður rnn aldaraðir, sífelld umkvört un, alltaf að barma sér, en lengra náði það ekki. Þegar danskir hækknðu verð á kjöti, þá bara samcinuðust húsmæðrasamtökin í Kóngs- ins Kaupinhöfn um að kaupa ekki kjöt um stund og kjötið Iækkaði aftur. Sama endurtók sig víðar í Evrópu, en lúxusfólkið á Islandi lét sér nægja að muldra. Ástæð- an til þess arna er aðeins sú, að andvaraleysið er ríkjandi þjóðareinkenni enn þann dag í dag. íslendingar hafa gengið langan veg og strangan síð- ari árin. En við höfum líka orðið hættulega værukærir. Athafnafrelsið er skorðað æ meir, að heita má dag frá degi, með reglugerðum og allskyns hindrunum af hendi hins opinbera. Það virðist ríkja einhver hræðsla við, að ef einhver verður sjálf- bjarga, þá sé hann um Ieið orðin ógnun við hina litlu „hreppstjóra“, , sem hér stjórna. Embættismenn ríkis ins einangra sig á skrifstof- unum og svara ekki gagn- rýni hinna meiri og ábyrgari blaða og sízt hinna minni. Þögnin er eins og múrveggur hjá þessum litlu, . búralegu „hreppstjórum“, sem sóa al- mannafé, en hafa ekkert til að sýna fyrir þá. Vegamálin eru typiskt dæmi — fjórir þjóðvegir austur yfir Fjall, allt moldargötur, sem eru minna og meira ófærar, en samt var s.l. ár, þegar Þrengslavegurinn var opnað ur, „brotið blað í sögu vega- I ! mála á lslandi,“ eins og komizt var að orði. Það er ekki furða að vegayfirvöldin telji sig ofar gagnrýni. Mistök verða við virkjun Efra-Sogs svo ferleg, að eyði leggingin nam milljónum. Þjóðin brosti, þalikaði guði, að enginn hafði drepizt, arki- tektinn slapp og alþýðan borgaði. Um tíma var ekld annað gert austur á söndum en eltast með heila brú um alla farvegi, þegar á ein þar skipti um rennsli. Þessi fífla leikur var undir stjórn lærðra manna og er meira en meðalgott efni í revíu. Þjóðin borgaði, enda ekki um annað að velja. Svo mörg eru dæmin um sofandahátt landsmaima, að óþarfi er að telja þau upp. En þessi sofandiháttnr er hættulegur. Auk fjárútláta vegna inistaka og getuleysis hinna ýmsu, sem ráðstafa eiga almenningsfé, erum við að missa sjónar af þeim rétt indum, sem þjóðinni eru tryggð samkvæmt stjórnar- skrá. Ríkisvaldið og einstak- Iingar innan þess eru í sí- auknum mæli, farnir að beita bolabrögðum og óleyfilegum ráðum til að kyrkja framtak kj almennings og rétt hans til * sjálfstæðra athafna og frels- is. Svo fer að lokum, að við búum okkur sjálfheldu, sem við komumst ekki úr. Okkar hlutverk verður ekki annað en að greiða og greiða enn meira í hina botnlausu hít yfrvaldanna. Þegar búið er að taka frelsið af manni, er auðvelt að ráða niðurlögum hans á öllum öðrum sviðum. Öll höfum við séð, hvert milljónalandið af öðrti bund- ið á þrælaklafa af marg mill j. veldinu Rússlandi. Þar hafa hverskyns samfélög verið undirokuð, svipt frelsi og starfi, en ríkið sjálft komið í staðinn og þrælkað einstak- linginn. örbirgð er ríkjandi og atvinnuleysi, en hervald | stjórnarinnar í hverju landi * fyrir sig heldur öllu niðri. Við íslendingar ættum að skoða hug okkar tvisvar áð- ur en við látum íslenzka „hreppstjóra“ ríða öllu því til helvítis, sem okkur hefur áskotnazt síðan 1944. Það væri hart, ef um okkur yrði sagt, að ný Sturiungaöld á þessum árum hafi komið þjóðinni í innlenda áþján engu betri en þá, sem ríkti í lok Sturlungaaldarinnar. ! ! I I I I \ \ \ \ \ \ \

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.