Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 28.10.1963, Qupperneq 1

Mánudagsblaðið - 28.10.1963, Qupperneq 1
31sl6fyrir alla 16. árgangur Mánudagnr 28. október 1963 40. tölublað. Hækkar kaup verkamanna og verzlunarmanna um 20%? Þingað um árs kaupbindingu — Kommar hlutlausir — Framsókn hunzuð — Söluskattur 6% — Vextir 12% — Mikil eftii*vænting um ráðstafanir — Eins og kunnugt er, þá er vart annað meira rætt en þær ráðstafanir, sem ríkisstjórnin lætur gera vegna hinna sífelld'u kauphækkana, sem yfir dynja viku eftir viku. Þrátt fyrir góðæri hafa ýmis öfl innan þjóðfélagsins gert allt, sem í þeirra valdi stóð, til að ónýta aðgerðir stjórnarinnar, og hefur þar um ráðið meiru valdagræðgi og persónulegir hagsmunir en kjör þeirra, sem þessi öfl hafa þótzt berjast fyrir. En svikin eru ekki að- elns þaðan, heldur sviku stuðningsmenn stjórnarinnar í hvert skipti, sem þeim var trúað til að sýna snefil af sjálfstæði og sikópu stjóminni enn þyngri bagga en ella. Kaupbinding Nú hefur heyrzt, að enn hafi stjómin fundið a. m. k. tíma- bundna lausn, ef samþykki allra aðila fæst. Lausnin er sú, að hækka kaup verkafólks um 20% og hinda til eins árs, og sjá, hversu verður spymt við fótum með því móti. Einnig er ráðgert að hækka söluskatt upp í sex prósent, en vexti almennt upp í 12 prósent. Leitað til komma Til þess að þetta fáist fram gengt hefir verið leitað hófanna hjá kommum, þ. e. leiðtogum þeirra í verkalýðshreyfingunni, ekki beint til fylgis, heldur til þess að þeir verði hlutlausir, og sjá svo hversu fram vindur. Þá mun ríkisstjómin hafa lítillega leitað samstarfs við Framsókn, en horfið frá því þegar, og ætl- ar að hunza flokkinn, enda sýn- ir reynslan, að ótryggðin og svikin eru þar dýpst rætt, en kommar jafnan nokkuð samir við sig í almennum þorparaskap á pólitíska sviðinu. Engin gengislækkun Það er útilokað talið, að far ið verði inn á þá leið að lækka gildi króntinnar, enda vart hægt að hugsa sér vand- ræðalegra skref, eftir að svo vel hefur gengið að rétta við hlut hennar meðal annarra þjóða, Vissulega getur hlaðið ekki fullyrt neitt um þessar ráðstaf' kennt allt athæfi þeirra. anir, né heldur að til þeirra komi alveg í þessari mynd. Hins vegar er hægt að fullynða, að þessi leið hefur verið rasdd og talin mjög ákjósanleg. Ef þjóð in fengi frið fyrir þessu sí- fellda kvabbi einstakra ævin- týramanna í kaupkröfum, þá mætti svo fara að takast kynni að leysa vandamál okkar innan, skamms tíma, svo að blóma-y tími rynni í garð. Þessi frétt er óstaðfest, en fullyrða má, að hún er nú eitt mesta umræðuefni á æðstu stöð um — en áform stjómarinnar eru raadd af miklum spenningi og eftirvæntingu af öllum al- gnenningi, sem af kemur að njóta. Bráðabirgðalög Ef þessar eða svipaðar ráð- stafanir verða gerðar, er talið, að stjómin gefi út bráðabirgða lög og láti síðan þingið sam- þykkja og verði þessum ráðstöf unum skellt á svo til fyrirvara- laust. Ríkir nokkur eftirvænting um þetta, eins og ætla má, eink um með tilliti til þess, hvort mögulegt sé, að leiðtogar kommúnista muni nú, aldrei þessu vant, setja hag þjóðar- heildarinnar ofar hinum taum- lausa og óábyrga blekkingar- áróðri, sem til þessa hefur ein- Skammarleg framkoma bíladeildar S J Ó V Á Neitar bótum — Dylgjar gagnvart viðskiptaVini — Hvað tryggir kaskó? — Slælegt eftirlit — Undanfarna mánuði hafa blaðinu m.a. borizt ýmis bréf um viðskipti bifreiðastjóra og vátryggingafélaganna, en margir bíl- stjórar telja sig oft grátt leikna af þessum „góðgerðarfélög- um“ og hinum brosandi „bótamönnum“, sem eru til þess eins, að rétta viðskiptavinunum hjálparhönd, þegar óhapp ber að höndum. Við höfum ath'ugað nokkur af þessum bréfum, þó að- eins þau, sem greint hafa „nafn og númer“, en þau eru auð- vitað vegna kröfu bréfritara, einkamál, þar til frekar verður aðhafzt. Eitt af þessum dæmum höf- um við rannsakað og er saga þess ekki góð hvað viðkomandi tryggingarfélag snertir. Við birtum þessa sögu aðeins vegna þess að hún er staðreynd, og skorum á félagið að segja sána hlið málsins. TRYGGT SlÐAN 1942 Bifreiðastjóri, atvinnumaður, hér í borg hefur tryggt bifreiðir sinar frá árinu 1942 hjá Sjóvá- tryggingafélaginu Hafa tvö ár fallið niður en öll hin árin hafa annaðhvort ein bifreið eða tvær verið í skyldutryggingu eða kaskó hjá Sjóvá. Kaskó-trygg- ingin hefur til skamms tíma verið þannig, að bílstjórinn sjálfur tekur á sig allt að kr. 1000 — þúsund — skaða, en við það er tryggingin mun ó- dýrari eða um kr. sex þúsund á ári. Á öllum þessum árum siðan 1942 hefur Sjóvá greitt innan við kr. 2000 — tvö þús. — í lagfæringar á bifreiðum hans, sem félagið hefur ekki fengið endurgreitt. HÆKKAR KASKÓ- TRYGGINGUNA Nú hefur bílstjórinn hækkað tryggingu sína, tekið út kaskó- tryggingu fyrir öllum sköðum, en slíkt kostar tæpar kr. táu þúsund á ári. 1 vor var bifreið Framhald á 5. síðu. Óstaðíest Stórkosttegur flottræfils- háttur unglingspilts Fyrir skömmu, 5 dögum, kom 15—16 ára piltur inn í eina af þekktustu karlmannafataverzlunum borgar- innar og valdi sér vönduð föt. Mátuðu afgreiðslumenn fötin og báðu hann koma næsta dag, þar eð senda þyrfti þau til smávegis lagfæringar. Verðið var kr. 3.640,00 og þótti pilti það sízt til fyrirstöðu. Næsta dag kom hann svo aftur i verzlunina til að sækja fötin, og voru þau tilbúin og innpökkuð. Þegar afgreiðslumað’urinn rétti himun unga manni reikninginn, leit hann á hann snögglega, tók upp úr veski sínu fjóra þúsund króna seðla, rétti búðarmanni um Ieið og hann sagði: „Þú getur átt afganginn“ — um leið og hann lýsti fyrir undrandi búðarmanni, að hann hefði „þénað plentý“ í sumar, borgaði ekkert heim og mætti eyða öllu í skvísur og bíla. Segið svo, að það séu peningavandræði hjá fólkinu. Útibússtj'órar kallaðir til höfuðstað- arins — Engin lán engir víxlar Nýlega voru allir útibússtjór- menn í hinum ýmsu þorpum úti ar rikisbankanna kallaðir hing- að til Reykjavíkur, og gerðu bankastjóramir hér í Reykjavík það til þess að kenna þeim ritn inguna í sambandi við rekstur inn í náinni framtíð. Ein af aðalniðurstöðúm fund ar þessa var að banna þeim öll útlán, sem máli skipta, og sízt af öllu kaupa víxla. Er þetta einkum óþægilegt fyrir kaup- á landi, þar eð þeir hafa getað haft samstanf við útlbúin um að kaupa víxla af þeim, sem selja þessum kaupmönnum vam ing. Útibússtjórar imdu illa við sinn hlut, en þó batnaði nokk- uð, þegar bankayfirvöldin buðu þeim upp á gott, langt og geysi fjölbreytt næturlíf í uppbótar- skyni. Islenzkar flugfreyjur — Myndasería I vikunni brugðum við okkur til Flugfélagsins og hittum þar fyrir imgfrú Ernu Nielsen, ljóshærða blómarós, rúmlega tvítuga. Er hún dóttir Hjarlar og Marzelínu Nielsen, en Hjörtur var um árabU skrifstofustjóri Borgarinnar og rekur nú verzlun í miðborginni. Ema er fæddur Reykvíkingur, var við gagnfræðanám í verzlunardeild Hagaskóla, dvaldist sér til gamans í Bandaríkjunum um skeið, en vann síðan sem bankaritari í Verzlunarbankanum. Hún hefur víða ferðazt um Evrópu utan flugsins, og hefur gaman af að ferðast og slcoða sig um. I tómstundunum hefur hún mikinn á- huga á góðri Icildist og tónlist og fylgist með hvorutveggja, þegar tældfæri gefst til. Hún hóf störf hjá flugfélagi Islands í apríl s.l., kann vel við starf sitt, og er, að því er hún tjáði okkur, ennþá alvcg ólofuð. (Ljósm. P. Thomsen. Kgl. s. Iiirðljósmyndari).

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.